Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 1
á 9. árgangur. Fimmtudagur 23. nóv. 1944. 236 tölublað 18. þing Alþýðusambands íslands ÞtiroiAir Guðnuiai fn mbb Varaforsetar: Hermann Gudmundsson og Hanníbal , Valdimarsson — 208 fullgíldír fulltrúar rnættír í gær Franska stjómin fær einn milljard dollara - Nú, þegar stjórn Bandaríkjanna hefur veitt stjórn de Gaulles við- urkenningu, fá Frakkar aftur full umráð yfir inneignum sínum í Bandaríkjunum. — Nema þær meir en einum milljarð dollara. Bandaríkin tóku upp þá reglu, er Þjóðverjar óðu yfir mestalla Evrópu, að kyrrsetja (,,frysta“) peningainnistæður og önnur verð- mæti svo sem hlutabréf, sem hin hernumdu ríki .áttu í Bandaríkj- unum, til að Þjóðverjar eða lepp- stjórnir þeirra næðu ekki í þær. Þetta var sjálfsögð og lofsverð ráðstöfun, en óþarfur dráttur virð- ist hafa orðið á að afhenda stjóm de Gaulles fé Frakklands. Fundur hófst í Alþýðusambandsþinginu kl. 10 í gær- morgun og stóðu fundir yfir með matar- og kaffihléi til kl. 7 í gærkvöld. Fram fór kosning forseta þingsins og var Þórodd- ur Guðmundsson, Siglufirði, kosinn með 105 atkvæðum, en Finnur Jónsson, ísafirði, fékk 101 atkv. Kosning fór einnig fram á 1. varaforseta þingsins, kosið var milli Hermanns Guðmundssonar Hafnarfirði og Hannibals Valdimarssonar ísafirði, en talningu at- kvæða var frestað. 208 fullgildir fulltrúar sátu þingið í gær, en óút- kljáð er enn með kjörbréf nokkurra fulltrúa, sem sam- komulag varð ekki um hvort tekin skyldu gild og stóðu allmiklar umræður um það í gær. Þinginu bárust í gær heillaóskir frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Iðnnemasambandi ís- lands. Fundur hefst í dag kl. 4 e. h. Fundur hófst í gær með þvi að kjörbréfanefnd skilaði störf- um. Ágreiningur hafði orðið í nefndinni um gildi nokkurra kjörbréfa, frá félögum sem kos- ið höfðu eftir að löglegur kosn- ingafrestur til þingsins var út- runninn. Lagði meiri hluti nefndarinnar, þeir Sigurður Ól- afsson og Marteinn Sigurðsson, fil að fulltrúum þessara félaga yrðu veitt full réttindi, en minni hlutinn, Þorsteinn Péturs son, lagði til að lög sambands- ins yrðu höfð í heiðri, en að þessum fulltrúum yrði veittur þingseturéttur með málfrelsi og tillögurétti, án atkvæðisréttar. Það mun koma fyrir á flest- um þingum að einhver ágrein- ingur verði um kjörbréf. Það ■vakti því ekki litla furðu, eink- um fulltrúanná' utan af landi, sem ekki er að fullu kunnugt háttemi vissra manna hér, þeg- ar atvinnurekandinn Sæmund- ur Ólafsson notaði þenna á- greining sem átyllu til þess að hiella sér með stráksfegum hrakyrðum yfir samstarfsmenn sína í Alþýðusambandsstjórn- inni' og til að bera hinar þyngstu aðdróttanir og brigzl á ■starfsmenn sambandsins. Starfsmenn sambandsins, þeir Jón Rafnsson og Guðmundur Vigfússon svöruð'u Sæmundi Ólafssyni mjög hógværlega og sýndu fram á að fullyrðingar hans og aðdróttanir voru stað- leysur einar. Ræður þeirra Hannibals 'Valdimarssonar og Sigurjóns Ólafssonar vöktu einnig furðu. Fulltrúar utan af landi, sem komnir eru hingað um langan veg, undruðust að menn þessir skyldu halda pólitískar æsinga- ræður, þeir líta svo á, að þetta þing sé haldið til þess að fjalla um hagsmuna- og menningar- mál íslenzkrar alþýðu, en ekki til þess að slíkir „fulltrúar" fái tækifæri til þess að þjóna lund sinni. Hinir mörgu heiðarlegu flokksmenn þessara manna, sem umfram allt vilja samstarf um velferðarmál verkalýðsins, munu hafa liðið önn fyrir fram komu þeirra. Sæmundur Ólafsson og hans „sálufélagar“ (svo notuð séu hans eigin orð) börðust hatram lega gegn því að Verkamanna- fél. Dyrhólahrepps yrði tekið í Alþýðusambandið, en vildu neyða þetta félag, sem telur 56 meðlimi til þess að vera í Vík- ur-félaginu sem er í öðrum hreppi, en það hefur þráfald- lega gengið á réttindi Dyrhóla- hreppsmanna. — Hliðstætt væri að skipa Hafnfirðingum að vera i Dagsbrún. Samþykkt var með 102 atkv. gegn 85 að veita fulltrúum tveggja félaga er ólöglega höfðu kosið, þingsetu með málfrelsi og tillögurétti, en vegna mál- þófs þess er Sæmundur Ólafs- son var forustumaður fyrir, vannst eigi tími til að ganga frá öllum kjörbréfum í gær. Forseti þingsins var kosinn Þóroddur Guðmundsson með Framh. á 8. síðu. Peter Freuchen á leið til Grænlands Hinn kunni danaki GrœnUmds- fari og rithöfundur, Peter Freu- chen, er kominn tíl London frá Stokkhólmi. Hann er á leið til Washington, en þar ætlar hann að fá leyfi til að fara til Grænlands. Hann ætíar líka að fá leyfi til að flytja nokkur Alaska-hreindýr til Grænlands. Hann ætlar að fara' aftur til Danmerkur jafnskjótt og hún er frjáls. MilHn íi inillMaM v Bandaríkjanenn hafa eytt allri mótspyrnu í Eschweiler Frakkar hafa tekið borgina Mulhouse í Elsass- j Lothringen. Eru þeir komnir góðan spöl framhjá borg- ! inni og eru komnir norður að Colmar. Allri mótspyrnu Þjóðverja er lokið í Metz, — sömu- leiðis í Eschweiler, — á milli Aachen og Kölnar. Mulhouse er rnerk iðnaðarborg með 100.000 íbúa. Þar var allt for- ingjaráð 19. hersins þýzka hand- tekið. Sókn • Bandamanna er svo hröð í Norður-Frakklandi, að þýzki her- inn er að klófna í smáparta, scm sumir eiga ekki undankomu von, svo sem sá parturinn, sem er ná- lægt Belfort. • F.F.I. sameinast franska hernum Fvrir nokkru síðan náðist sam- komulag um að sameina franska heimaherinn hinum reglulega franska her. — Foringjar heima- hersins halda sömu tign og for- ingjaráð hans sameinast foringja- ráði hins. — Yfirherstjórn heiina- hersins verður ráðgjafanefnd her- málaráðuneytisins. Delmas hershöfðingi, fulltrúi mótspyrnuhreyfingarinnar, á að sjá uni sameininguna, og i hans þjónustu verða eftirlitsmenn, út- nefndir af mótspyrnuhreyfingunni. Eiga þeir að ferðast um landið og ha-fa eftirlit með sameiningunni, sérstaklega þó að fylgjast með starfsemi herskólanna. 7. bandaríski herinn nálgast Strasbourg úr norðvestri. Er hann þarna um 30 km frá Rín. 3. bandaríski herinn hefur sótt hratt fram og er kominn að og inn fyrir landamæri Saarhéraðs^ á 50 km kafla. 1500 fangar voru teknir í Metz í gær, þ. á. m. yfirforingi setu- liðsins. Her Pattons liefur tekið 18.000 fanga síðan 8. nóvember. 9. herinn er kominn inn í 2 þorp á bökkum 'Ruhrárinnar. Tveimur gagnáhlaupum Þjóð- verja var hrundið í nágrenni Gei- lenkirchens. Fjórða þing Sósíalista- flokksins iFjórða þing Sameiningar- flokks alþýðu ■— Sósíalista- flokksins — hefst 37. þ. m. (nœstk. vmnudag) og verður sett að Skólavörðustíg 19 þann dag, kl. 8^/z e- h. Fulltrúamir utan af landi cru sevi óðast að koma til bœjarins, en nokkrir munu enn ólcomnir. Prófessor Eddington látinn Sir Arthur Stanley Eddington lézt í “gœr í Englandi 62 ára að aldri. Hann var stjörnufræðikennari við Cambridge-háskóla, og var j höfundur margra heimskunnra ' bóka um vísindaleg efni. Námamenn í S-Wales vilja sameiningu í Bretlandi fer nú fram atkvæða- greiðsla meðal kolanámaverka- manna um það, hvort þeir vilji sameina öll verklýðsfélog sín í eitt. Atkvæðagreiðslu er lokið í Suð- ur-Wales og voru 8 af hverjum 9 verkamanna fylgjandi sameiningu. Minningarathöfn í New York vegna Goðafoss- slyssins Skrlfstofa Eimskipafélagsins í New York gekkst fyrir þvi að hald- in væri minningarathöfn vegna þejrra sem fórust á Goðafossi, í kirkju þar í borg, og fór hún fram í fyrradag kl. 6 síðd. Sr. Oktavíus Þorláksson og cand. theol. Pétur Sigurgeirsson (biskups Sigurðsson- ar) fluttu ræður við þetta tæki- færi. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.