Þjóðviljinn - 01.02.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Fimmtudagur 1. febrúar 1945. Raudí fierínsi 100 fcm. frá Berlín 0ngþveítí í ÞýzhatandL Mílljótiir ílóttafólhs á vegunum. Her Súkoffs er nú aðeins um 100 km. frá Berlín að norðaustan. — Þar hefur hann tekið þorp rúma 100 km. frá höfuðborginni. Stalín tilkynnti í gær, að her Súkoffs hefði tekið borgirnar Landsberg, Meseritz, Schwiebus og Zullichau. — Sú fyrsta er á nyrðri bakka árinnar Warthe og hinar fyrir sunnan, hver suður af annari alla leið suður undir Oder, og þar er rauði herinn kominn að fljótinu (fyrir sunnan Zullichau). Moskvaútvarpið segil* öngþveiti í austurhluta Þýzkalands. — Milljónir Þjóðverja flýja á undan rauða hernum, en mörgum undanhaldsleiðum hefur þegar verið lokað, eða eru að lokast. Á einum stað í Slésíu var þjóðvarnaliðinu skipað að vérjast til síðasta manns, en daginn eftir var öllum skipað að flýja og dauðarefsing lögð við, ef einhver reyndi að koma sér hjá því! Her Súkoffs er kominn um 50 km iiin í Brandenburg-hérað á um b0 km langri víglínu. Tók hann um 100 borgir, bæi og þorp þar í gær, m. a. þær fjórar borgir, sem áður eru nefndar. Eru þær allar mikilvægar samgöngumiðstöðvar og voru öflug virki á leiðinni til Frankfurt. Landsberg-an-der-Warthe er talsverð iðnaðarborg og hefur um 50.000 íbúa. Þjóðverjar segja raúða herinn vera kominn til Soldin, 30 km. fyrir norðvestan Landsberg. — Er sá bær tæpa 100 km. frá Ber- lín og 65 km. frá Stettin. SÓKNIN TIL POMMERN. Rauði herinn sótti fram um 20 km í gær fyrir norðan Schneide- miihl í Pommern, sem er löngu umkringd. — Er liann um 100,km frá Eystrasaltsströnd þarna. Hann tók um 50 bæi og þorp í ' Pommern í gær, m. a. Friedeberg og Jastrow, — eru þeir báðir á beinasta bHveginum á milli Berlín- ar og Danzig, þótt rúmir 100 km séu á milli þeirra. ÞJÓÐVERJAR HAFA 1/6 AUSTUR-PRÚSSLANDS. llauði herinn hefur nú náð um 5/6 hlutum Austur-Prússlands á sitt vald. — Ilann tók þar um 00 bæi og þorp í gær. — Her Tsérnía- kovskis sótti fram langt inn í land- svæði það, sem þýzki herinn réð yðir, og tók Heilsberg og Fried- land. — Heilsberg er 65 km fyrir sunnan Königsberg. Sú síðar nefnda stendur í björtu báli. Rokossovski sækir norðiur frá Allenstein. Rauði herinn tók 3300 fanga í Austur-Prússland^ í gær og 63 flug- vélar herfangi. Paup Winterton símar frá Moskva til brezka útvarpsins, að Rússum þyki lítið koma til hinnar auðmjúku framkomu í- búanna í Austur-Prússlandi. — Þeir höfðu fengið skipun um að flýja, en hin hraða sókn Rokossovskis til sjávar kom í veg fyrir það. Þjóðverjamir eru smeðjuleg- ir og sækjast eftir að fá að gera sovétliðsforingjunum smá- greiða. í ÚTHVERFUM BRESLÁU í Slésíu er her Konéffs kominn að austurúthverfum Brpslau. Suður í Póllandi er hann kom- inn að Oder, 50 km. fyrir sunnan Katowice. 50 KM. FRÁ BANSKA BYSTIÍICA Her Malinovskis sækir fram vest ur Hron-dalinn og er 50 km. frá Banska Bystrica, sem var miðstöð uppreisnar Slovaka í haust. 8200 FANGAR í BÚDAPEST Rauði herinn tók 8200 fanga í vesturhluta Búdapests í gær. Rússar 'éyðilögðu 132 skrið- dreka fyrir Þjóðverjum í gær og 40 flugvélar. Ferðamaður, sem er nýkominn til Englands frá Spáni. skýrir svo frá, að þýzka áróðursskrifstofan i Madrid hafi verið gereyðilögð með sprengju fyrir skömmu síðan. Bandaríkjamenn taka flotastöð á Lúzon VlacArthur tilkynnir, að her sá, sem gerði innrásina í fyrradag á vesturströnd Luzons, hafi tekið flotastöðina Subic, sem er 50 km fyrir vestan borgina San Fernando, sem Bandaríkjamenn tóku fyrir 4 dögum. — Þeir eru nú 25 km frá Manila. I Þjóðfrelsisnefnd Norðnr-Ítalíu viður- kennd Yfirherstjórn Bandamanna hef- ur lofað að viðurkenna Þjóðfrelsis- nefndina á Norður-Ítalíu sem hinn eina fulltrúa íbúanna, þegar búið er að reka Þjóðverja burtu. Yfiáherstjórnin og mótspyrnu- hreyfing Norður-Ítalíu hafa s'kipzt á bréfum um þetta. Leiðtogar mótspyrnuhreyfingar- innar gengust á hinn bóginn undir það, að ieynisamtökin skvldu við- urkenna stjórn Bonomis, 26. tölublað. mnammmao Rússar reisa 90 nýjar borgir Meir en 1000 húsateiknarar og skipulagsfræðingar vinna nú að á- ætlunum um endurskipulagningu sovétborga, sem Þjóðverjar hafa lagt í rústir. Verið er að reisa 90 nýjar borgir Þrjátíu og finnn á að reisa í Úkra- ínu, fjórar í Vloldavíu, tíú í Lít- úvu, Lettlandi og Eistlandi og hin ar í ýmsum öðrum hlutum S°vét- ríkjanna, sfcm hárðast urðu úti. Nýju borgirnar eru þegar byrj- ;.ðar að rísa úr öskunni, sem Þjóð- verjar skildu eftir. Á fyrsta árinu eftir frelsunina voru 45000 sveitabæir reistir í Poltavahéraði í Úkraínu. Aðalfundur Scsíalista- I félags Reykjavíkur | Aðalfúndur Sósíalistafélags |.Reykjavíkur verður í kvöld á | Skólavörðustíg 19 og hefst kj. 3.30. i Fundarefni: Skýrsla stjórnar, reikhingar félagsins, stjórnarkosn- ing og iinnur v.enjuleg aðalfundar- ! átörf. 3. bandaríski herinn 8 km. inn í Þýzkaland C. bandaríski herinn er kom- inn 3 I::r- frn í Þýzkaland fyr- ir ausian landarræri Luxem burg og Þýzkrlrnds.'— Mann er um I km. frá einum c.í bæj- um þeim sem von Rundstedt sótti fram frá, er hann hóf gagnsókn sína. — 3. herinn sótti fram 3—5 km. í gær á 45 km. víglínu. — Mótspyrna Þjóðverja var ekki hörö, en bú- izt er við, að hún verði mur. harðsnúnari, þegar inn í Sieg- friedlínuna er komið. Frakkar vinna á fyrir norðan og sunnan Strasburg. — Þeir færast nær Colrnar og tóku 2500 fanga í gær og töldu 5000 fallna Þjóðverja. Þjóðverjar eru nú algerlega í vörn í Norður-Alsace. . Þjóðverjar hafa hörfað úr landsvæði því, sém þeir höfðu á vestari bakka Rínar fyrir norðaustan Strasburg. Stjórn Tékkoslovakíu viðurkennir pólsku bráðabirgðast j órnina Tékkoslovaska stjórnin í Lond- oji liejur einróma savlþylckt að við- urkenna. bráðabirgðastjórn Pól- lands og taka upp stjórnmálasam-' band við hana. Stjórn Tékkoslovakíu ætlar bráðlega að flytjast til hins frjálsa hluta landsins. Áróðurinn fór handaskolum 1 Hermenn Bandamanna á vest- urvígstöðvunum sáu gott dæmi um áróðursaðferðir Þjóðverja rétt fyr- ir helgina. Þýzkar flugvélar dreifðu yfir þá flugmiðum eins og oftar, en þegar að var gáð. kom í Ijós, að miðarnir voru á rússnesku og höfðu auð- sjáanlega verið œtlaðir til brúks á austurvígstöðvunum og verið fleygt þarna niður af vangá. Á þeim stóð, að Br.etar og Banda ríkjamenn væru aðeins að berjast við Þjóðverja til að undirbúa árás á Sovétríkin. Væri því skynsam- legast fyrir Rússa að hætta að herja á Þjóðverja, svo að Bretar og Bandaríkjamenn gætu eklci komið þeirn áformum sínum í framkvæmd að sigra Þjóðverja fyrst og ráðast svo á Rússa. Síðar sama dag dreifðu flugmenn Þjóðverja aftur miðum yfir Breta og Bándaríkjamenn. Voru þeir á ensku eins og vera bar, en efni y þeirra var hið sama og á þ’elm | fýrri, nema nú var.öllu snúið við. j Var Bretum og Bandaríkjamönn- um sagt, að einasta von þ.eirra væri sterkt Þýzkaland, því að Rússar ætluðu sér að ráðast á þá a jafnskjótt og þeir hefðu sigrað Þjóðverja. — Væri ekkert vit í því fyrir Breta og.Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum til að sigra Þjóðverja og verða svo að mæta flóðbylgju rauða hersins og bolsé- vismans! i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.