Þjóðviljinn - 18.02.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1945, Blaðsíða 1
Öldungadeild belgiska þings- ins samþykkti í fyrradag trausts- yfirlýsingu til stjórnar van Ack- ers með 80 atkvæðum á móti 20. Fulltrúadeildin hafði áður vott- að henni traust sitt með 114 at- kvæðum á móti 6. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá samþykktum Krím-ráðstefnunnar. — Myndin hér að ofan sýn- ir þá Churchill, Roosevelt og Stalín ásamt nokkrum samstarfsmönnum þeirra. — Allir munu þekkja leiðtogana þrjá, sem sitJa fremst á myndinni: Churchill, Roosevelt og Stalín. Mennirnir, sem á hak við þá standa eru, talýð frá vinstri: Sir Alan Brooké marskálkur, herráðsforingi hrezka heimsveldisins, Ernest J. King, yfirmaður ameríska flotans,- William D. Leahy herráðs- fofingi Roosevelts forseta og Geor9 Marshall herráðsforingi Bandaríkjahersins. — Molotoff sést yzt til vinstri. Tito marskálkur tilkynnir að júgoslavneski herinn hafi tekið bæinn Mostar í Herzegovinu. Bærinn hafði 16000 íbúa fyrir stríð. — Er hann við. ána Nar- enta, — um 70 km. fyrir suð- vestan Sarajevo. 10. árgangur. Sunnudagur 18. febrúar 1945. 41. tölublað. Bœíroír Wormdílt og Mehlsack í Austur<-Prússlaodí teknír Færeysku samningarnir samþykktir Þingsályktunartill. um sam- þykkt á færeysku samningun- um var afgreidd á næturfundi í fyrrinótt, með smávegis viðbót frá allsherjarnefnd, og var til- lagan samþykkt svohljóðandi: „Alþingi ályktar að sam- þykkja samning þann um leigu á færeyskum skipum, sem prent- aður er sem fylgiskjal með þess ari þingsályktunartillögu og jafnframt að heimila ríkisstjórn inni að leigja skip þessi öðrum eða annast rekstur þeirra, ef þörf krefur, enda leitist ríkis- stjórnin við að tryggja eftir föngum hagsmuni þeirra staða, sem örðugast eiga um útflutn- ing. Ríkisstjórninni heimilast að greiða úr ríkissjóði þann kostn- að, sem þessar ráðstafanir kunrta að hafa í för með sér“. Veltuskatturinn kominn til neðri deildar BREYTINGARTILLÖGUR HAR. GUÐMUNDSSONAR OG KRISTINS ANDRÉSSONAR FELLDAR Frumvarpið um veltuskatt var afgreitt frá efrideild á næt- urfundi í fyrrinótt, og voru felld ar hreytingartillögur Haralds Guðmundssonar og Kristins Andréssonar um að skatturinn yrði lagður á tekjur ársins 1944 í stað 1945 svo og aðrar hreyting artillögur þeirra með 11:5, og var frumvarpið samþykkt ó- hreytt með 9:5. Á neðrideildar fundi í gær var málið tekið til 1. umr., og vísað til 2. umr. með 16:3 atkv. og til fjárhagsnefndar með 28 shlj. atkv. Iíringurinii þrengist um Breslau, höfuðborg Neðri- Slésíu, og auk þess hefur viðureignin borizt inn í út- hverfi hennar á einum stað, — Teknir voru um 60 bæir og þorp fyrir vestan, sunnan og suðvestan borgina. Stalín tilkynnti í dagskipun í gær, að her Tsérnía- kovsgis hefði tekið bæina Wormditt og Mehisack í Austur-Prússlandi, um 50 km. fyrir austan Elbing. — Yfirráðasvæði þýzka hersms í Austur-Prússlandi minnk- ar óðum. Þjóðverjar gerðu allmörg gagnáhlaup í gær nálægt Star- gard á leið rauða hersins til Stettin. — Báru þau engan ár- angur. Fyrir vestan Schneidemuhl lauk rauði herinn við að úpp- ræta þýzkt herlið, sem hafði búizt til vamar í skógi. 2000 Þjóðverjar voru teknir höndum, en 8000 féllu. 6000 fangar voru teknir í Poznan. — Þjóðverjar hafa nú aðeins kastala borgarinnar á sínu valdi. Her Konéffs sækir fram á milli Sorau og Bunzlau í Slésíu. Um 50 bæir og þorp voru tekin fyrir vestan Bunzlau og 1100 fangar. Norður hjá Oder er búizt .við að Krossen verði tekin bráð- lega. — Á þessum slóðum gera Þjóðverjar hörð gagnáhlaup með skriðdrekum. Ráðizt til landgöngu á Corregidor Mac Aarthur tilkynnir, að í gær, sólarhring eftir að Banda- ríkjamenn tóku Bataan-skaga, hafi fótgöngulið ráðizt til land- göngu á Corregidor-eyvirkið í mynni Manila-flóa. — Samtím- is sveif fallhlífalið niður á eyna. Loftárásum var haldið áfram á Tokio og nágrenni í gær. — Herskip og flugvélar gera árás- ir á Ivo-Jima. Verkalýðsráðstefminni lokið Samþykkt að stofna alþjóðasamband verkalýðsfélaga Verkalýðssamtökin vilja eiga fulltrúa á friðar- ráðstefnunni í gær var lokafundur verklýðsfélagaráðstefnunnar í London. — Á honum var samþykkt einróma að stofna alþjóðasamband verklýðsfélaga á þessu ári. — Kosin var nefnd til að undirbúa málið. Ráðstefnan hefur m. a. samþykkt að fara fratti á það við leiðtoga Bandamanna, að verklýðssamtökin fái að senda fulltrúa á friðarráðstefnuna. Sidney Hillman, einn af full- trúunum frá Bandaríkjunum hélt ræðu á lokafundinum og sagði m. a. að hið góða sam- komulag og samvinna á ráð- stefnunni gæfi verkalýð heims- ins glæsileg fyrirheit um fram- tíðina. Meðal annarra samþykkta ráð stefnunnar er að styðja sem Fyrsta myndin af Krím-ráðstefnunni allra mest stríðsrekstur Banda- manna og flýta fyrir ósigri naz- ismans. í samþykktinni um viðreisn- arstarfið eftir stríðið var þetta fernt talið aðalatriðin: 1) Atvinna handa öllum. 2) Félagslegt öryggi. 3) Jöfn tækifæri fyrir alla til menntunar og frama. 4) Opinbert eftirlit með at- vinnuvegunum. Á ráðstefnunni voru um 200 fulltrúar frá 30 löndum sam- einuðu þjóðanna og frá 5 hlut- lausum löndum. — Hafa verk- lýðsfélög þeirra um 60 milljón- ir meðlima. Berklarannsóknin Rúm 7 þús. manna þegar rannsökuð Vikuna sem leið fór fram berklaskoðun á 1781 manni. Berklarannsóknin hefur nú staðið samfleytt í 4 vikur og hafa á þessum tíma verið skoð- aðir samtals 7186 menn. Á morgun (mánudag) verður lokið við rannsókn á fólki við Skólavörðutorg og byrjað efst á Skólavörðustíg. Belgiska stjórnin nýtur trausts beggja þing- deilda Júgoslavar taka Mostar Sjúkrabifreið í björg- unarstöð í Orfirisey er söfuunarmark kvenna- deildar Slysavamafé- lagsins Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins hefur fjársöfnun í dag, en það er hinn árlegi fjársöfn- unardagur deildarinnar, fyrsti sunnudagur í góu. í þetta sinn er kvennadeild- in að safna fyrir sjúkrabifreið, sem á að vera til taks á vænt- anlegri björgunarstöð í Örfiris- ey, og er það málefni, sem all- ir Reykvíkingar ættu að kunna að meta. Þeir fá tækifæri til að sýna það í dag með því að kaupa merki Kvennadeildar Slysa- varnafélagsins og sækja dans- leiki þá sem hún gengst fyrir á Hótel Borg og Oddfellowhús- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.