Þjóðviljinn - 07.03.1946, Page 1
A fjórða hundrað nemendur munu þegar í vor
þreyta „miðskólapróf“ við 16 framhaldsskóla
55. tölublað.
argangur.
Fimmtudagur 7. marz 1946
•-------------------------*
ÆV 11
b cá} g Mj
heldur skemmtifund fyrir fé-
lagsmenn sína og Sósíalista-
flokksins og gesti þeirra í
LiisitamHnnlaskátenum fpcitu-
daginn 8. þ. m. kl. 9 e. h.
Dagskrá: 1. Hæða. 2. Upp-
lestur: Gunnar M. Magnúss
rithöfundur. 3. Gamanvísur:
Lárus Ingóifsson. 4. Gítaríeik-
ur: 4 s-túlkur. 5. ???. 6. Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir
á skrifstofu Æ. F. R., Skóla-
vörðus'tíg 19 í dag kl. 4—7.
Skemmtinefndin.
«........................ »
Prófið veitir skýlaosan rétt til inn-
göngu í menntaskóla (3. bekk) og
Kennaraskólann
Menntamálaráðherra gefur út reglugerð um
„miðskólapróf í bóknámsdeikT, sem mælir
fyrir um þessa stórmerku nýjung í íslenzkum
skólamálum
Síðari hluta maímánaðar í vor verður fyrsta
sinni þreytt próf við fjórtán gagnfræðaskóla og
béraðsskóla, auk menntaskcilanna tveggja, sem
veita full réttindi til að setjast í 3 bekk mennta-
skóla og í Kennaraskólann. Er hér um stórmerka
nýjung að ræða, því til þessa hefur auk mennta-
skólanna sjáífra einungis Gagnfræðaskóli Reyk-
víkinga haft réttindi til að halda slík próf.
Jafnframt er rutt úr vegi hinum óvinsælu
samkeppnisprófum um þessg, námsmöguleika, þar
sem nú er ákveðið, að ekki einungis þeir sem
hæstu einkunnirnar fá, heldur allir þeir sem hljóta
meðaleinkunnina 6 eða hærra við hið fyrirhugaða
landspróf, öðiist þau. .
Ráðstafanir þessar eru stórt spor í áttina til
afnáms þess misréttis, sem hingað til hefur verið
um aðgang að æðri menntun, — margir nemendur,
sem aldrei hefðu annars komizt þá erfiðu leið
sem legið hefur inn í menntaskólana geta tekið
þetta landspróf við næsta gagnfræða- eða héraðs-
skóla.
Brynjólfur Bjarnason
menntamálaráðhei ra hefur
gefið út „bráöabirgðareglur
um miðskólapróf í bók-
námsdeild", og eru þær í
samræmi við hina nýju
skólamálalöggjöf, sem nú
liggur fyrir Alþingi, og
telja má víst aö samþykkt
verði. En reglugerðin gerir
kleift að halda þegar í vor
slíkt miðskólapróf við aúa
gagnfræöaskóla og héraðs-
skóla landsins.
Prófkröfur samsvari
námskröfum til gagn-
fræðaprófs við Mennta-
skólann í Reykjavík
Prófið á að mestu aö
vera landspróf, þ. e. tekið
samtímis um alit land og
notuð sömu verkefnin.
Þangað til ný lög um skóla
kerfi, gagnfræðanám og
menntaskólanám koma til
framkvæmda, oiga náms-
kröfur til miðskóiaprófs aö
samsvara sem næst nám>-
kröfum til gagnfræöaprófs
viö' Menntaskólann í Rvík.
Meðan svo er, má halda
miðskólapróf við mennta-!
skóla, gagnfræðaskóla, hér-
aösskóla og aöra sambæri-
lega skóla, bæöi ríkisskóla
og einkaskóla sem viöur-
kenndir eru af fræðslumála
stjórn.
Prófið verður landspróf j
íslenzku, dönsku eða ö'iru
Noröurlandamáli, ensku.
"öpfu, landafræöi, náttúru-
íræöi, stærðfræoi og eölis-
íræði, og eru verkefni i þau
valin af prófnefnd, sem
"kiriuö er til fjögurra ára
í senn, og dæmir hún einn-
ífí úrlausnir. Verkefni í
öðrum greinum velur próf-
dómari í samráði við hlut-
aðeigandi kennara, nema
þau hafi veiið útbúin af
fræðslumálaskrifstofunni,
og dæma þeir úrlausnir í
þeim greinum.
Réttindi sem prófið
veitir
Til aö standast miðskóla-
próf, þarf nemandi að hafa
hlotið í aðaleinkunn a.m.k.
5.00 (Einkunnir í stigum
0—10), en til þess aö
standast landspróf þarf
meðaleinkunnina 6.00 í
landsprófsgreinum og með-
aleinkunnina 5.00 í hinum.
Miðskólapróf veitir rétt
t’l framhaldsnáms í gagn-
fræöaskólum hvar sem er á
landinu og landspróf að
auki rétt til inngöngu í
menntaskóla eöa kennara-
skóla. Hér er miðað við
fjögurra ára menntaskóla,
er svari tíi lærdómsdeildar
Menntaskólans í Reykjavík
eins og hún er nú.
Prófin í vor
Athugun heíur verið
gerð á því hve rcargir nem
endur í framhaldsskólum
Framhald á 8. síöu
♦------------------------♦
Emi einn Finns-
dómiir
Seint í gærkvöld var í und-
irrétti kvcðinn upp dómur í
máli fulltrúaráðs verkálýðs_
félaganna gegn stjórn Al-
þýðuhúss Reykjavíkur h. f.
Dómsúrslit voru þau að
kröfu verkalýðsfélaganna um
endurheimt eigna sinna var
hrundið, en málskostnaður
var látinn falla niður.
Dóminn kvað upp Einar
Arnalds, sem Finnur Jónsson
skipaði sl. vor.
Að sjálfsögðu verður þess-
I um nýja Finnsdómi áfrýjað.
! Þjóðviljinn mun ræða þenn-
i
' an nýja hneykslisdóm nánar
síðar.
«-----------------:.....-♦
Strandmeimirnir
björgnðust ailir
Skipverjar á togaranum
sem strandaði á Slýjafjöru
í fyrrakvöld björguðust
allir, 18 að tölu. Vöru þeir
dregnir í land á streng.
Framh á 7. sið>.
Flakkurinn
FRÆÐSLUN ÁMSKEIÐ í
kvöld kl. 8,30 í Baðstofu
iðnaðarmanna. Erindi flyt-
ur Sigfús Sigurhjartarson.
„Öllu snúið öfugt f)ó...6í
Alþýðublaðið reynir með ósann-
indum að hjálpa íhaldinu á Akranesi
Alþýðublaðið birtir í gær greinarstúf um bæjarstjórn-
arkosningarnar á Akranesi, en þær fara fram næstkom-
andi sunnudag.
Alþýðublaðið er greinilega að lijálpa ílialdinu og gríp_
ur til svo augljósra ósanninda, að undrum sætir.
Blaðið segir að í vetur hafi Alþýðuflokkinn ckki
vantað nema „LÍTIÐ ATKVÆÐAMAGN“ til að fá fjóra
menn kosna.
Sannleikurinn er sá, að Alþýðuflokkinn vantaði
FLEST atkvæði til þess að bæta við sig manni. I>að sýna
þessar tölur:
Sósialistaflokkinn og óliáða vantaði aðeins 12 atkvæði
til að fá tvo menn kosna, íhaldið vantaði 49 atkvæði á 5.
mann, en ALÞÝÐUFLOKKINN VANTAÐI 72 ATKV. á
4. MANN.
Fetta viía allir Akurnesingar.
Og alþýðan á Akranesi veit líka, að ráðið til að
hindra valdatöku íhaldsins og tryggja alþýðumeirihluta
í bænum er það að tryggja kosningu tveggja B-lista-
manna.
Bandaríkjablöð taka illa í
beiðni Churchills um að
biarga brezka heimsveldinu
„Times“ véfengir niðurstöður
Churchills
Ræða Churchills í Fulton Missouri í gær hefur
vakið mikla hrifningu í Randaríkjunum en brezk
blöð gagnrýna hana fiest.
Frjálslynd blöð í Bandaríkjunum benda á, að
Churchill sé að reyna að bjarga hinu hrynjandi,
brezka heimsveldi og sjái engin önnur ráð tii þess,
en að Bandaríkin komi Bretum til hjálpar. En
ekki komi til mála að Bandaríkin gerist aðilar að
kúgunarstefnu Breta í índlandi, Indónesíu, Grikk-
landi og fleiri löndum.
„New Yovk Ilerald Tri-
bune“ segir, að framkoma
Breta gagnvart undirokuö-
um þjóðum brezka heims-
veldisins upp á síökastið,
sé ekki slík, að ástæða sé
fyrir Bandaríkin, aö styðja
þá til að halda henni á-
fram. „Chicago Sun“ segir,
að tilmælum Churchills
beri algerlega að hafna.
„Boston Slodee“ segir, að
Churchill sjái í Bandaríkj-
unum síðasta bjargvsstt
nins hrynjandi, brezka
heimsveldis.
Nýr andkommúnista-
sáttmáli
„Daily Worker“ í London
segir, aö ræða Churchills
hafi verið bein áskorun tu'i
aö efna til nýs andkor'”
únistasáttmála, en
ha.ns mundu verða þau
sömu og örlög hins fyrri,
Frarrh. á 5. síðu.