Þjóðviljinn - 01.05.1946, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1946, Blaðsíða 1
Þjóðviljinn er 16 síður í dag. 11. árgangur. Miðvikudagur 1. maí 1946. 97. tölublað. ssa DAG FYLKIR ÍSLENZK ALÞYÐA UÐI UM HIÐ UNGA LÝÐVEL.DI OG NÝSKÖPUNINA Alþýða allra landa fagnar nú aftur, eftir 6 löng stríðsár, 1. maí í friðsöm- um heimi. . . Á þessum haráttu- og hátíðardegi al- þýðu allra landa eru meginkröfur henn- ar efling friðarins í heiminum og aukin áhrif og völd vinnandi fólks í hverju landi. Aðalkröfur íslenzkrar alþnðú eru i dag að fslendingar einir róði tandi sínu og að allt verði gert til aö ifram- kvœmd verði sú nýsköpun alviiinu- veganna sem á að trgggja vinnandi fólki íslands vaxandi velmegun á komandi árum. . . 1 dag fylkir íslenzk alþýða liði um hið unga lýðveldi sitt, krefst þess að allur erlendur her, sem hér dvelur, verði, sam kvœmt gerðum samningi, fluttur brott; að engum erlendum her verði veittar hér herstöðvar; að tryggt verði að fs- lendingar ráði sjálfir og einir landi sínu um ókomin ár. önnur aðalkrafa vinnandi stéttanna er í dag sú að allt verði gert til að framkvœma nýsköpún atvinnuveganna, afla nauðsynlegra markaða og r tryggja íslenzku þjóðinni fjárhagslegt sjálfstæði — aö með nýsköpun atvinnuveganna verði lagður grundvöllur að vaxandi velmegun vinnandi stétta landsins, — að velgengni alþjóðar. Um þessar meginkröfur sameinast í dag, ekki aðeins hið vinnandi fólk höfuðhorgarinnar, — þessar kröfur eru kröfur alþjóðar. Þústuiðum s.naan sæk;'a Reykvíkingar útifundina 1. maí. Safnizt saman við Iðnó kl. 12.45 í dag'. Kröfugangan Hátíðahöld reykvískrar al- þýðu hefjast í dag með því að safnazt verður saman við Iðnó um kl. 1, en kl. 1,30 hefst kröfugangan. Farnar verða þessar götur: Vonar- stfteti, Túngata, Garðastræti, Vesíurgata, Hafnarstræti, Hverfisg-ata, Frakkastígur, Skólavörðustígur, Bankastr. og staðnæmzt á Lækjartorgi. Ltifunduriim Þar . hefst útifundur og flytja þessir ræður: Stefán Ögmundsson, varaformaður Alþýðusambands íslands; Guðjón B. Baldvinsson, ritari B.S.R.B.; Sigurður Guðna- son, form. verkam.fél. Dags- brúnar; Óskar Hallgrímsson, form. Iðnnemasambandsins; Þuríður Friðriksdóttir, form. Þvottakvennafél. Freyja; Sigurjón Á. Ólafsson, form. Sjómannafél. Reykjavíkur; Magnús H. Jónsson, prentari og Eggert Þorbjarnarson, form. fulltrúaráðs verkalýðs félaganna. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í göng- unni og milli ræðnanna. Barnaskemmtun Klukkan 4,30 verður barna skemmtun í Góðtemplarahús inu. Stefán Jónsson kennari flytur ávarp; barnakórinn Sólskinsdeildin syngur; sr. i Friðrik Friðriksson flytur j ræðu og að lokum verður sýnd kvikmynd. SovétríSdir vilja jafnrétti ©g o r 1. maí dagskipon Stalíns Kvöldskemmtanir Um kvöldið verða skemmt anir í þessum húsum. I Hótel Borg hefst skemmtunin kl. 7,30. Einar Olgeirsson alþm. flytur ræðu; Sigfús Halldórs son syngur; Alfreð Andrés- son skemmtir með gamanvís- um; Kristinn Ág. Eiríksson flytur ræðu, Dagsbrúnarkór- | inn syngur og að lokum verð ur dansað. 1 Iðnó hefst skemmtunin kl. 8,15. Ræður flytja Har- ! aldur Guðmundsson alþm. og jGuðgeir Jónsson, form. Bók- bindarafélagsins, Sigfús Hall Frh. á 8. síðu. Stalín gaf í gær út dagskipun tll Rauða liersins, flotans, verkamanna, bænda og menntamanna í til-. efni af 1. maí. Minntist hann í uppliafi hinnar ný- loknu styrjaldar, þar sem Sameinuðu þjóðirnar hefðu gjörsigrað afturhaidsöfl árásarríkjanna. I mörgum löndum hefði alþýðan hrakið afturhalds- menn frá völdum og tekið örlög sín í eigin hendur. Sovétríkin væru í fylkingarbrjósti þeirra þjóða, sem stæðu vörð um lieimsfriðinn. Þau fylgdu stefnu friðar og öryggis, jafnréttis og vináttu allra þjóða. Sovétríkin gætu nú tekið aftur til við sósíalistiska uppbyggingu og hin nýja fimm ára áætlun bæri stórhug Sovétþjóðanna vitni. En þær mættu ekki gleyma því, að hið alþjóðlega, afturhald hefði stríðs áætlanir á prjónunum. Eins og hermenn Sovétríkj- anna hefðu gert skyldu sína í vörn föðurlands síns myndu þeir standa vörð um friðinn og öryggi Sov- étríkjanna. Þeir myndu hagnýta sér seinustu vís- indaframfarir og tækni. Framboð Jónas llaralz í Suður-Þing- eyjarsýslo Jónas Haralz hagfrœðingur verður frambjóðandi Sósíal- istaflokksins í Suðw-Þing- eyjarsýslu. Jónas Haralz er fæddur í Reykjavík 6. október 1919, sonur Haralds Níelssonar prófessors og Aðalbjargar Sigurðardóttur konu hans. Hann varð stúdent við mennta- skólann í Reykjavík 1938. Stund- aði nám í hagfræði og skyldum greinum í Svíþjóð árin 1933— 1945. Lauk magisterprófi í ha - fræði við háskólann í Stokkhólmi 1944. Kom "heim til íslands sumarii 1945 og hefur starfað síðan scm hagfræðingur hjá Nýbyggingar- ráði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.