Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						14- árgangur.
Jififv'kudagur  27.  april  1949.
90. tölublað.
uniii.
Æ.F.R.
Aðalfundur Æ. F. K. verð-
ur haldinn að Þórsg. 1
fimmtudaginn 28. apríl kl.
8.30.
Fundarrf ni:
Venjuleg  aðalfundarstörf.
Tillögur uppstilíingarnefnd
ar liggja frarami í skrifstof-
Stjórnin.
wjianskar
viskipfaia
værní afnani samgongu-
•*  ?
ata BGíiö araii&n
Malik, íulltrúi Sovétríkjanna  hjá SÞ, hefur lýsti
því yíir við Jessup íulltrúa Bandaríkjanna, að Sovét- j
ríkin séu reiðubúin að aflétta hömlum á samgöng- j
um milli hernámssvæða Vesturveldanna í Þýzka-j
landi og Berlínar, ef Vesturveldin aflétta samtímisí
banni á viðskipíum milli hernámssvæða sinna og
hernámssvæðis Sovétríkjanna og ef ákveðinn "hefur
verið samkomudagur utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Breílands, Frakklands  og Sovétríkjanna til
fundar um friðarsamninga við Þýzkaland. Frá þessu
var skýrt í tilkynningu, sem sovétfréttastofan Tass
gaf út í gærmorgun.
Bandaríska uianríkisráðuneytið lýsti yfir skömmu
síðar, að svo viroisí, sem öllum hindrunum hefði
nú verið rutt úr vegi fyrir afnámi samgöngubanns-
ins við Berlín og boðun nýs fjórveldafundar.
Barizt ákaft við Siaegliai
Fyrstu alvarlegu bardagarnir síðan her kínverskra
kommúiiista fór yfir Jangtsefljót í síðustu viku eru nú
háðir fyrir vestan Sjanghai. Á öðrum vígstöðvum flýr
Kuomintangherinn enn eins og fætur toga.
1 tilkynningu Tass segir, að
ýmiskonar lausafréttir, flestar
frá bandarískum heimildum og
sumar mjög villandi, hafi kom-
izt á kreik um að afnám sam-
gönguhamlanna við Berlín
stæði fyrir dyrum.
Jessup leitaði hófanna við
Malik
Það rétta er, segir^Tass, að
15. febrúar í vetur kom Jessup
að máli við Malik og færði í
tal, að í svörum Stalíns við
spurningum bandaríska blaða-
mannsins Kingsbury Smith,,
sem birt höfðu verið nokkru
áður, hefði hvergi komið fram,
að sovétstjórnin setti samkomu
lag um gjaldeyrismálin í Berlín
að skilyrði fyrir afléttingu sam
gönguhamlanna. Malik svaraði,
að þetta væri engin tilviljun,
sovétstjórnin væri þeirrar skoð-
unar, að gjaldeyrismálin í Ber-
Hn gætu utanríkisráðherrar
fjórveldanna leyst,  ef ákveðið
ir. Jessup lýsti yfir í gær, að
góðar vonir væru um árangur.
Vesturveldin halda fast við að
kljúfa Þýzkaland
Utanríkisráðuneytið í Lon-
don tilkynnti í gærkvöld, að
Acheson, Bevin og Schuman
hefðu rætt árangurinn af við-
ræðum Maliks og Jessups er
Atlanzhafssáttmálinn var und
irritaður i Washington og orðið
sammála um afstöðu Vestur-
veldanna. Malik hefði síðan ver
ið tilkynnt hún. Lögð var á-
herzla á það í London, að ekki
kæmi til mála að láta nýjan ut-
anríkisráðherrafund á nokkurn
hátt tefja fyrirætlanir Vestur-
veldanna um stofnun vestur-
þýzks rikis.
I Washington er lögð áherzla
á, að viðræðurnar séu enn ó-
formlegar og Malik verði gerð
enn ýtarlegri grein fyrir af-
stöðu Vesturveldanna, en þeg-
ar hefur verið gert.
Fréttaritari Reuters í Lake
Harðast er barizt um járn-
brautarborgina Súsjá, 80 km.
vestur af Nanking, og er þar
50.000 manna Kuomintangher
til varnar. Framsveitir kommún
istaherjanna eru sumstaðar
sagðar aðeins 15 km frá víggirð
ingum Sjanghai. AIls er 300.000
manna Kuomintangher í Sjang
ihai og nágrenni. Sókn kommún-
ista suður á bóginn er hröð og
Kuomintangher gerir þar enga
tilrauri til mótspyrnu.
Brezk og bandarísk herskip
sem verið hafa í Sjanghai lögðu
úr höfn í gær og lögðust við
akkeri í mynni Jangtsefljóts.
Attlee forsætisráðherra gaf
brezka þinginu í gær skýrslu
um viðureign brezkra herskipa
á Jangtsefljóti og strandvirkja
kommúnista. Ataldi Churchill
stjórnina fyrir að hafa með
fljótræði skert virðingu Breta
um allan heim og vildi, að flug
vélamóðurskip hefðu verið höfð
við hendina til að gera af þeim
loftárásir á stöðvar kommún-
ista.
Fréttaritarar í aðalstöðvum
SÞ þykjast hafa góðar heimild-
Ir fyrir þvi, að fulltrúar Kuo-
mintangstjórnarinnar hafi feng
ið fyrirmæli um að leggja borg-
arastyrjöldina í Kína fyrir SÞ,
en Bretar og Bandaríkjamenn
séu að reyna að telja þá ofan
af því. Vilja Vesturveldin fyrir
hvern mun forðast að þurfa að
taka ótvíræða afstöðu til at-
burðanna í Kína.
idur Sósíal-
isfafélagsins
30 nýír meðlimk gengu
í íiokkina
Velsóttur fundur var haldinn
í sanikomusal Mjólkurstöðvar-
innar í gærkvöld og gengu 30
nýir meðlimir í flokkinn. -
Rætt var um verkalýðsmál
og verkefni flokksins og urðu
umræður fjörugar. Tókú til
máls: Eðvarð Sigurðsson,
Tryggvi Pétursson, Brynjólfur
Bjarnason, Sigfús Sigurhjart-
arson og Aðalbjörn Pétursson.
„Magdalezta" bzcfnaði í
tvennt í jómísúfeiðinni
„Magdalena", brezkt 17.000
tonna hafskip, sem strandaði í
fyrradag í jómfrúferð sinni til
Suður-Ameríku, brotnaði í
tvennt í gær, er verið var að
draga það til hafnar í Rio de
Janeiro. Skutinn rak þegar í
land og stefnið var á floti, er
síðast fréttist.
ÍRnur Jonsson heimiar sakamáls-
ítöfSun gegn Þjoðviljanum og
Þjegvorn!
Þjóðviljinn skýrði frá því að í ofboðinu sem kom á
stjórnarliðið er birtar voru spurningar og svör ráðherra-
leppanna og Achesons að ríkisstjórnin væri að burðast með
hugmyndina um sakamálshöfðun gegn Þjóðviljanum. öll
stjórnarblöðin skræktu í kór að þetta væri ímyndun!
I gær átaldi Finnur Jónsson ríkisstjórnina fyrir þá
vanrækslu að hafa ekki enn höfðað opinbert mál gegn Þjóð-
viljanum og Þjóðvörn vegna baráttu þessara blaða gegn
þátttöku í Atlanzhafsbandalaginu og illt umtal um heiðurs-
menn þá er það samþykktu!
Stjórnarliðið finnur sárt til fyrirlitningar almennings og
Iangar til að svala heift sinni á blöðum þeim er vörðu ís-
lenzka málstaðinn, það var auðheyrt á Finni tötrinu.
hefði verið, hvenær þeir skyldu' Success segir að Evatt, forseti
koma saman, áður en samgöngu
hömlunum væri aflétt. Malik og
Jessup ræddust síðan við um
málið öðru hvoru.
í yfirlýsingu bandaríska utan
anríkisráðuneytisins, sem gefin
var út eftir að Jessup og Ache-
son höfðu ráðfært sig við Tru-
man forseta, segir að ganga
verði úr skugga um, að tilkymi-
ing Tass túlki í raun og veru
skoðanir sovétstjórnarinnar, og
frekari viðræður séu nauðsyn-
legar við Malik, áður en hæg"t
sé að gera ákveðnar ráðstafan-
þings SÞ, hafi tekið nokkurn
þátt í viðræðunum og í aðal-
stöðvum SÞ sé búizt við, að
utanríkisráðherrafundur verði
kallaöur saman í næsta mánuði.
Fréttaritarar í Beiiín höfðu
í gærkvöld eftir þýzkum stjórn
málamönnum, að fyrirskipun
hefði í gær komið frá Moskva
til aðalstöðva hernámsliðs Sov-
rétríkjanna í Karlshorst, um að
ljúka öílum nauðsynlegum,
tæknilegum undirbúningi undir
afnám samgönguhamlanna við
Berlín.
Iki fákoIíssöM flytui þíngsályktunaEtiIIögtt um
* rannsaka orsaklr og eili
anna v!ð Albinaishusii 30. marz
Áki Jakobsson ílytur í neðri deild Alþingis tillögu til þingsályktunar um
skipun rannsóknarnefndar samkvæmt 39, grein stjórnarskrárinnar til að rann
saka tildrög og eðli óeirðanna 30. marz 1949.— Er tillagan þannig
„Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa 5 manna rannsóknarneínd til þess að
rannsaka orsakir og eðli óeirða þeirra, sem urðu við Alþingishúsið 30. marz
1949, og þátt lögreglustjórans í Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar, og ríkis-
stjórnarinnar í þeim, og er nefndinni rétt að heimta skýrslur, munnlegar og
bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum samkvæmt 39.
gr. stjómarskrárinnar."
Tillögunni fylgir mjög ýtarleg greinargerð um atburðina 30. marz, og mun
skýrt frá henni í næstu blöðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8