Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						1.4 • argaugur.
Laugardagur  30.  apríl  1949.
33. tölublað.
1. rríal ávarp FulltrúaráSs verkdlýSsfélagúnna:
vinnandrstétfa
Á hinum alþjóðlega baráttudegi verkalýðs-'
ins, 1. maí, fylkir alþýða íslands liði til þess að
bera fram kröfur sínar um bætt lífskjcr, mót-
mæla launa- og kjaraskerðingu og halda vörð
um rétt þjóðarinnar til að lifa frjáls og óháð í
landi  sínu.
Undanfarna áraftugi hafa samtök íslenzkra
launþega vaxið og eflzt að mætti og áhrifum,
vemdað hagsmuni láunas/téttanna og 'beitt sér
fyrir alhliða þjóðfélagsumbótum.
Á þessum áratugum hefur stríð alþýðunnar
verið harðsótt og miskunnarlaust og hefur hún
löngum orðið að búa við atvinnuleysi, dýrtíð, ör-
yggisleysi og kreppur, sem herjað hafa alþýðu-
heirnilin með köldum og hrjúfum tröllatökum.
Alþýðan hefur þó á þessum áratugum kynnzt
sæmilegum lífsskilyrðum, en síðastliðin tvö ár
hafa lífskjör hennar versnað til mikilla muna.
Ofan jjá skerðingu kaUpgjaldsvísítöluímar í
300 stig hafa bæzt við nýjar álögur tolla og skatta,
hækkandi vöruverð og aukin dýrtíð, sem allt hef-
ur stórlækkað kaupmátt launanna.
Við þetta bætist aukin verzlunaróstjórn, skrif-
'finnska, svartur markaður, vöruskortur og slig-
andi húsaleiga.
En í fótspor þessa ástands hefur atvinnuleysið
orðið hlutskipti margra launþega.
Meðan fátæktin og skorturinn knýja þannig
að nýju á dyr alþýðunnar og öryggisleysi milli-
stéttanna vex að sama skapi, en stóratvinnurek-
endum afhentar tugmilljónir króna úr vasa verka-
]ýðsins.
Samt þykir auðstéttinni ekki nóg ger'f. Enn
eru nýjar álögur á alþýðuna í vændum. Gengis-
lækkun er yfirvofandi og afturhaldið krefst þess,
að orlofslögin verði afnumin og almannatrygging-
arnar skertar.
En alþýða íslands hefur fengið meir en nóg
af sífelldum fórnum á altari auðstéttarinnar.
Hún krefst þess, að auðstéttin, sem engu hefur
fórnað, beri sjálf byrðar þeirrar atvinnu- og fjár-
hagskreppu, sem hún er að leiða yfir þjóðina.
Hún krefst kauphækkunar fyrir skerta vísi-
tölu og aukna dýrtíð til þess að geta uppfyllt brýn-
ustu þarfir sínar.       ,
Hún krefst þess, að lýðréttindi hennar svo
sem orlofslög, almannatryggingar o. s. frv. verði
í engu skert heldur aukin og bætt.
Alþýðan krefst þess, að víðtækar ráðstafanir
verði gerðar — án þess að þjóðin verði bundin á
klafa erlendra lánardrottna — til þess að efla
atvinnulífið og auka atvinnuöryggið með bygg-
ingu 20 nýrra togara á næstu fjórum árum. bygg-
ingú  fjölda nýrra  síórvirkra  verksmiðja, öflun
nægilegs hráefnis til iðnaðarihs í landinu o. s. frv
Alþýðan krefst þess, að stjórnarvcld landsins
rýmki nú þegar á þessu ári innflutning á bygg
ingarefni til  verkamannabústaða  og  samvinnu-
bygginga og útvegi nu þegar nægilegt fjármagn
til bygingarfélaga verkamanna og samvinnubygg
ingarfélaga, að fjármagn og byggingarefni verði
ekki notað til bygginga lúxusíbúða, og húsaleigu
okrinu verði létt af almenningi.
Alþýðan krefst þess,  að einokun verzlunar
auðvaldsins verði létt af þjóðinni,  skömmtun á
nauðsynjavörum  afnumin  og  innflutningurinn
afhentur neytendasamtökum almennings.
Alþýðan mótmælir harðlega innflutningi er-
lends vinnuafls, sem fullkomnu ábyrgðarleysi
gagavart íslenzkum verkalýð og krefst þess, að
erlent verkafólk á Keflavíkurflugvelli verði taf-
arlaust látið víkja úf landi og íslendingar látnir
taka' við störfum þess.
Alþýðan krefst sömu launa fyrir sömu vinnu.
Hún krefst aukins öryggis á vinnustöðvum og
skoiar á Alþingi að samþykkja framkomið frum-
varp um öryggisráðstafanir á vinnustöðvum.
Hún krefst þess, að lögfestur verði 12 stunda
hvíldartími á togurum.
En barátta alþýðunnar fyrir kjarabótum og
réttindum er samtvinnuð baráttu þjóðarinnar fyrir
efnahagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði ætt-
jarðarinnar.
Sá einstæði atburður hefur nú skeð, að núver-
andi ríkisstjórn og meirihluti Alþingis, er hafa
lögfest launalækkun og lagt byrðarnar á alþýðu,
hafa innlimað ísland í hernaðarbandalag nokk-
urra áuðvaldsríkja og þar með boðið heim öllum
þeim hættum fyrir þjóðerni og tilveru íslendinga,
sem slíku hernaðarbandalagi fylgja.
Þessi örlagaþrungna ákvörðun var gerð að
þjóðinna fornspurðri og án hennar ábyrgðar, en
kröfum fólksins um þjóðaratkvæðagreiðslu svarað
með vopnaðri árás lögreglu og hvítliða..
í dag lýsir íslenzk alþýða því yfir, að hún
viðurkennir ekki, að Atlanzhafssamningurinn sé
bindandi fyrir íslenzku þjóðina og að hún er and-
víg hverskonar hernaðaraðild íslands.
Alþýða Reykjavíkur!
Aldrei fyrr hefur eining hins vinnandi
fóks verið jafn knýjandi nauðsyn og nú til
þess að vernda lífskjör, frelsi og lýðrétíindi
alþýðunnar,  gegn vaxandi  harðstjórn  auð-
valdsins og standa vörð um frelsi íslands.
Þess vegua heitum við  á alla alþýðu
Framhald á 8. síðu
OrSsending
fil meðlima verkaiýðs-
félaganna cg annarra
verkalýðssinna
Það eru eindregin tilmæli
1. maí-nefndar Fulltrúaráðs-
ins og verkalýðsfélaganna,
að sem allra flestir meðlimir
stéttarfélaganna innan Full-
trúaráðsins og aðrir áhuga-
samir verkalýðssinnar veiti
aðstoð sína við sölu 1. MAÍ-
MERKJA     FULLTRÚA-
RÁÐSINS, bæði með því að
selja sjálfir og að hvetja
börn sín til þátttöku í sölu
merkjanna.
Dagurínn á morgun er eini
dagur ársins, sem verkalýðs-
hreyfingin helgar sér til
merkjasölu, til stuðnings
starfi sínu og baráttu. Leggj
uin þess vegna öll fram
krafta okkar til þess að ná
glæsilegum    árahgri    í
merkjasölunni.
Slerki dagsins verða af-
hent 1 DAG frá kl. 8—10
e. h. í skrifstofu Iðju, Al-
þýðuhúsinu, og Á MORGÚN
frá kl. 8,30 f. h. í skrifstofu
FuIItrúaráðsins, Hverfisgötu
21.
ÖLL TIL STARFA!
1. maí-nefndin.
Þetta cr merki reykvískrar
alþýðu 1. maí — merki Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna.
Ufífftr forustu
íhaldsms
Það er greiniilegt að íhald
ið, flokkur atvinnurekenda,
hefur alla forustu um hale-
lújahátíðahöld ríkisstjórnar-
innar 1. maí. Morgunblaðið
hvetúr daglega fylgisménn
sína að mæta á Lækjartorgi
1. maí! Og um kvóldið held
ur heildsalaflokkurinn sam-
komu í Holsteini, en þar tala
formenn fimm verkalýðsfé-
laga, allir íhaldsmenn. Þessir
5 formenn hafa allir komizt
að í félögum sínum fyrir auð
mjúkan stuðning Alþýðu-
flokksins.
Það er táknrænt að sam-
vinna íhaldsins og Alþýðu-
Ookksins er öll einskorðuð
við það að Alþýðuflokks-
menn hjálpa íhaldsmönnum
til forustu — en ekki öfugt.
Einhvern tíma hefði stolt
Alþýðuflokksins verið annað
og meira, eu það orð verður
aldrei notað framar um þann
flokk.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8