Þjóðviljinn - 16.03.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Fimmtudagur 16. marz 1950. 63. tölublað. Æ.F.R. ^ Félagsfundur verður á Þórs- götu 1 á morgun kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kosning upp- stillinganefndar. 2. Ræða um stjómmálaviðhorfið (Ásm. Sigurðsson). 3. Kvikmynd: Þeir mættust við Saxelfi. Breytingartillögur sósialista viS gengis- I œkkun arfrum varpiS Full verðlagsuppbót verði greidd samkvæmt núgild- andi visitöln, persónufrádráttur hækki, ríkisáb. hald- ist til ársloka, almenningur fái frjálst viðskiptaval Við framhald 2. umr. um gengislækkunar- írumvarpið í gær var útbýtt breytingartillögum frá Einari Olgeirssyni. Er í tillögum Einars lagt til, að laun skuli miðuð við vísitölu kauplagsnefndar og fullar uppbætur greiddar mánaðarlega, að persónufrádráttur verði hækkaður, að verðtollur falli niður, og að ríkisábyrgð á útflutningsvöium bátaútvegsins skuli gilda til ársloka 1950. Þá flytur hann breytingartillögu um frjálst viðskipta- val neytenda með því að skömmtunarseðlarnir verði innkaupaheimild. Fyrsta breytingartillaga Ein- ars, um vísitöluútreikninginn og uppbætumar, er á þá leið, að 4.—8. gr. frumvarpsins falli niður, en í stað þeirra komi ein grein, svohijóðandi: „Hvarvetna þar, sem fjárhæð starfslauna eða annarra greiðslna er miðuð við verð- lagsvísitölu samkvæmt lögum, samningum eða á annan hátt, skal miða við vísitölu kauplags- nefndar um framfærslukostn- að í Reykjavík. Frá og með 1. apríl 1950 skulu öll slík laun og greiðslur greiddar með fullri verðlagsuppbót samkvæmt of- angreindri vísitölu, miðað við verðlag næsta mánaðar á und- an“. Önnur tillagan, um þersónu- frádráttinn, er á þá leið, að frá hreinum tekjum skuli draga, áður en skattur er á þær lagður, sem hér segir: Fyrir einstakl.. . kr. 1200.00 Fyrir hjón .... kr. 2400.OO' Fyrir hvert barn kr. 1000.00 Frádráttur er nú 900 kr. á einstakling og 700 kr. á bam, en lægri úti um land. Þegar verðtollsálagið var sett á, var það gert með þeirri röksemd, að með því skyldi afla fjár í ríkissjóð til að standa undir dýrtíðargreiðslum. En samkvæmt gengislækkunar- frumvarpinu eiga allar slíkar dýrtíðargreiðslur að falla úr sögunni. Rökin, sem flutt voru fyrir setningu tollsins, eru þar með einnig úr sögunni. Ligg. ur því í augum uppi, að ef tollur þessi yrði áfram í gildi, eftir að frumvarpið væri sam- þykkt fæli hann í sér enn einar Framhald á 7. síðu Flokkurinn fulltrCaráðsfundur verður í Sósíalistafélagi Reykja víkur annað kvöld ld. 8,30 á Þórsgötu 1. Áríðandi mál á dagskrá. Fulltrúar eru beðnir um að f jölmenna og mæta stund víslega. TiHaga Jónasar Árnasonar: Námsféik fái gjaldeyri við éhreyttu verði Jónas Árnason flytur á Álþingi breytingartillögu við gengislækkunarírumvarpið, þess éfnis, að þrátt fyrir gengislækkunarákvæði þess skuli námsfólki veittur gjald- eyrir við óbreyttu verði. Sama gildi og um gjaldeyri til sjúklinga. Tillaga Jónasav hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 1.' gr. heimilast ríkisstjórninni að láta námsfólki, sem dvelst við nám erlendis, í té gjaldeyri við því verði, sem gilti fyrir gildistöku þessara Itga, og greiðist kostnaður af þessum ráðstöfunum úr 'Ökissjóði. Þessi heimild nær einnig til þess gjaldeyris, sem Veittur er sjúklingum, er nauðsynlega þurfa að leita sér lækninga erlendis, enda liggi fyrir vottorð um nahðsyn þessa frá lækni v:ðkomanda.“ 1 gær kom kona á skrifs.tofu Sósíalistaflokksins og afhenti 500 kr. gjöf til Þjóðviljans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi kona hefur komið með gjafir til blaðsins. Hún hefur jafnan komið, þegar sérstakar árásir eru gerðar á alþýðuna og hefur þá þót»i það hlýða að styrkja blaðið til að berjast fyrir hagsmunum almennings. 4cheson flyíur ræðu um ína Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti ræðu í gær í San Francisco og ræddi einkum Kína. Harmaði hann sig ur kínversku alþýðubyltingar- innar, sem hann taldi hafa verið unninn að kínversku þjóð inni nauðugri. Hann hótað: Kín verjum „alvarlegum vandkvæð- um“ ef þeir reyndu „árásar- eða undirfóðursævintýri“ utan landamæra Kína. Acheson sagði viðskípti milli Bandarikjanna og Kína geta tekizt „méð viss- um skilyrðum“ og tók fram að ekkert yrði selt til Kína „oem hægt væri að nota gegn okkur sjálfum". Hann sagði, að bandarísk lán til Kína kæmu ekki til mála og hlakkað; yfir, að hungursneyð væri yfirvof- andi í hluta Kína vegna upp- skerubrests. Viðskiptasamn- ingur Islands og V-Þýzkalands Stokkhólmsútvarpið skýrði frá því í gærkvöld, að í gær hefði verið undirritaður í Frankfurt viðskiptasamningur milli Islands og Vestur-Þýzka' lands. Hermdi fréttin, að Is- lendingar seldu fisk fyrir sex milljónir dollara (rúmar 56 milljónir króna) en keyptu frá Vestur-Þýzkalandi vélar og raf magnsvörur fyrir 2.5 milljónir dollara. Tillögur sósialista i NNUMALUM Á bæjarstjórnarfundinum í dag flytja fulltrúar sósialistá eftirfarandi ályktunartillögur í atvinnumálunum: Athalnasvæði fyrir utgerðina og saltfiskverkunarstöð Þar sem telja má fyrirsjáanlegt að saltfiskveiðar og verkun saltíisks fari óhjákvæmilega í vöxt á næstunni, vegna hrunsins á freðfiskmarkaðinum, en hið mesta ófremdarástand hinsvegar ríkjandi að þvi er snertir öll skilyrði til móttöku, geymslu og verkunar á saltfiski, telur bæjarstjórn brýna nauðsyn á, að allt sé gert sem unnt er til þess að búa í haginn fyrir þessa atvinnugrein, bæði að því er við kemur löndunarskilyrðum skipanna og geymslu og verkun saltfisksins. Bæjarstjórnin sam- þykkir því að hafa forgöngu 'um að hrinda hið bráðasta í fram- kvæmd hinni gömlu hugmynd útgerðarmanna um sköpun sér- staks og hentugs athafnasvæðis fyrir togaraflotann, þannig að honúm sé trygfeð sem bezt aðstaða og greiðust skilyrði til löndunar og annarrar afgreiðslu. Jafnframt ákveður Læjar- stjórnin að Iiafa forustu um að xannsakaðar verði hið allra bráðasta allar nýjungar, er lúta að framförum í verkun salt- fisks og að undinn verði bráður bug'ur að því að ákveða salt- fiskverkunarstöð hentugan stað, og er bærinn reiðubúinn til að hafa forgongu um og verða þátttakandi í byggingu hennar. Vill bærinn hafa samvinnu við útgerðarmenn um allt er að þessu lýtur, eftir því sem föng eru á. ' Aukning togaraflotans og bæjarútgerðaiinnar Þar sem sjávarútvégurinn er undirstöðuatvinnuvegur Reykjavíkur telur bæjarstjórn brýna nauðsyn á að auka hafin og efla á allan hátt og þá ekki sízt togaraútgerðina í bænum. Bæjarstjórnin samþykkir því að óska eftir því að Reykjavík fái í sinn hlut 7 togara af þeim 10, sem nú eru í smíðum í Englandi á vegum ríkisstjórnarinnar, enda ákveður bærinn að annast útgerð og rekstui þeirra allra verði ekki óskað eftir kaúpum á þeim af oðrum að'Ijum í bæn'um. Þó skulu ekki fáerri en 4 þeirra verða eign bæjarins sjálfs og gerðir út á hans vegum, hvað sem kauptilboðum annarra aðilja líður. Fiskiðiuverið og fisksölumiðstöð bæjarins Vegna Iiagsmuna útgerðarinnar í bænum svo og atvinnu- þárfar bæjarbúa almennt teíur bæjarstjórn algjörlega óviðun- andi að ekki er tryggð nema að litlu leyti starfræksla Fisk- iðjuvers ríkisins og ákveður því: 1. Að fela borgarstjóra og bæjarráði að hefja viðræður \ið ríkisstjórnina um að ríkii" tryggi Fiskiðjuverinu nægilegt rekstursfé svo og gjaldcyrisleyfi fyrir því nauðsynlegu erlendu efúi, er þarf til þess að nið'ursuða fisks og fisk- metis geti þegar hafizt óg' verði framkvæmd með sem fyllstum afköstum. 2. Fáist ríkisstjórnin ekki til að tryggja fulla hagnýtingu Fiskitjuversins lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til þess að taka Fiskiðjuverið á Ieigu óg reka þáð fyrir éigin reikning, í því augnamiði að tryggja fullan rekstur þess. Ennfremur leggur bæjarstjórn á það ríka áherzlu, að hin fyrirliugaða fisksölumiðstöð bæjarins, sem ætlað er húsnæði í Fiskiðjuverinu, taki sem allra fyrst til starfa. Bærinn tryggi fulla atvinnu Með skírskotun til þcss að atvinnuhorfur eru nú ískyggi- legri en verið hefur um langt skeið, ákveður bæjarstjórnin t Framhald á 8, aíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.