Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. raarz lí>52 — ÞJÓÐVILJINN — <5 SIGFUS SIGURHJARTARSON Það er erfitt að sætta sig við -þá 'hugsun, að Sigfús Sigur- “hjartarson, þessi framúrskar- andi félagi og foringi, sé horf- 'inn. úr hópnum. • Enn finnst mér ég finna hlýja handta.ki'ð hans í lófa mínran, heyra bróðurlega rödd hans, sjá elskulegt bros lians. Enn finnst mér ég vera með lionum á síðasta miðstjórnar- fundinum, er hann sat, daginn fyrir andlát hans, þar sem hann 'flutti framsöguræðu í vandasömu máli og bar fram tillögu, skýra og meitlaða, svo sem honum var eigið. Sigfús Sigurhjartarson var gæddur þeim kostum, sem prýtt geta menn. Hann unni sér aldrei hvíldar. Hann lét aldrei neinn bíða eftir sér. Hann sýndi því meiri staðfestu og styrk sem erfiðleikar uxu. Haim ofmetnaðist aldrei af • sigrum sínum. . 1 baráttunni fyrir hamingju Islands, fyrir sósialismanum og sjálfstæ'ði landsins, hóf hann sig til þeirrar hæðar, sem fæst- um er gefið að ná. Þess vegna var liann virtur og elskaður af alþýðunni. Þess vegná bitu hann engin vopn mannlegrar andstöðu. Fviir Sósíalistaflokkinn er andlát Sigfúsar mesta áfailið, sem hann hefur hlotið frá stofnun sinni. Það er stundum spurt, hvem- ig skýra megi hinn viðurkennda stvrk Sósíalistaflokksins me'ðal þjóðarinnar. Er ekki ein helzta skýring- in einmitt sú, að Sósíalistaflokk urinn naut frá upphafi slikra afburða forystumanna sem Sig- fús Sigurhjartarson var? Þetta er ekki aðeins lofsyrði um Só- síalistaflokkinn. Það er jafn- framt lofsyrði um íslenzku þióðina, sem ól slíkan son. Líf Sigfúsar var stórbrotin sönn- un þess. að stærð manna og mikiileiki er ekki bundinn fjöl- menui einnar þjóðar. Sigfús Sigurhjartarson er nú genginn á fnnd hinnn miklu íslendinga, á fund Jóns og Skúla og annarra þeirra fe'ðra vorr-a, sem leiddu þjóðina á- leiðis. Megi ísFnzka þjóðin blessa nafn liam utn ár og aldir. Megi Islendingar fylkja sér enn fastar um málstað hans, bjartan on Rkínandi. Eggert Þorbjarnarson. Með bjartri trú og heilum luíg skal hefja land og þjóð. TJnz stöklft er hverju böli á bug og börn vor frjáls og góð. Með einni trú og einum hug skal íslenzkt bræðralag í himinnljómann hefja flug og hylla sói og dag. Þetta erindi eftir Guðmund skáld Guðmundsson kemur mér þráfaldlega í hug, þegar ég hugsa um Sigfús Sigurhjartar- son, sem nú er horfinn sjón- um vorum. Hann var bjartsýnn maður og barðist af heilum huga fyrir betri og bjartari írsmtíð þjóðarinnar. Sigfús gerðist félagi Góð- templarareglunnar árið 1924. Hann var feiminn og hlédrægur að eðlisfari, en þegar hann var kvaddur til starfs, þá gegndi hann kallinu, og hvert það verk er hann tók áð sér að vinna, það vann hann með trú- mennsku. Hann var kjörinn æðsti.yfir- maður Reglunnar hér á Jandi árið 1931, þá aðeins 29 ára og faefur enginn annar verið til þess starfa kváddur jafn ung- ur að árum. Hann faefur svo átt sæti í yfirstjóm Reglunn- ar ávaJlt síðan. Jafnvel árið 1941, þegar Sigfús sat í fang- eisi úti í Bretlandi, ásamt tveimur flokksfélögum sínum, var hann endurkjöriim í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar. Sigfús Sigurhjartarson var hjartsýnn. og hafði óbifanlega legum mönnum, enda var hann það, einnig af andstæðingum sinum. Það er stórt skarð höggvið í fomstulið bindindismálanna og sósíalismans, hér á landi, við fráfall Sigfúsar og ég hygg að það sé ekki á neins eins manns færi að fylla það skarð En við skulum reyna að vera bjartsýn og heilhuga, eins og hann var, og halda áfram störfr um hans, til heilla fyrir land Sigfús Sigurh.jartarson — stórtemplar 1931—’34 trú á mætti þess góða og rétt- lætiskennd mannanna. Það var því í raun og veru aðeins eðli- leg afleiðing þessa, að hann helgaði sósíalismanum starfs- krafta sína. Það gerði hann einnig og það svo ákveðið að þegar hann átti um það að velja að halda sæmilegu em- bætti og draga sig í hlé frá stjórnmálunum, þá hafnaði hann embættinu, liann mat það öllu öðru meira að vinna að umbótamálum þjó'ðarinnar í samræmi við hugsjónir sínar. Ég hef hér lauslega getið tveggja meginþátta í félags- legu starfi Sigfúsar, og ætla öðrum að gera hvorum þeirra nánari og betri skil. Sigfús Sigurhjartarson var sérstakur mannkostamaður, það vitum við, sem átt höfum því láni að fagna, að kynnast hon- um nokkuð náið, hann vildi leysa hvers manns vandræði og honum tókst það mjög oft svc vel að undrun sætti, þegar mið- að var við allar aðstæður. Þau verða heldur aldrei talin sporin hans í þarfir meðbræðra sinna og systra. Sigfús Sigurhjartarson var afburða ræðumaður. svo að ég hefi ekki hlustað á neinn ann- an slíkan, fór þar saman bygging og flutningur og jafn- an flutti hann ræður sínar blaðalaust. Öll framkoma Sig- fúsar var þannig áð hann hlaut að verða vinsæil aí öllum sæmi- og lýð, hvert eftir sinni getu, það er verðugasta minningin 'um hann og á þann hátt hygg ég að við gétum bezt þakkað honum ógleymanlegar samveru- stundir og óeigingjarnt starf. Það verður ávalt bjart yfir minningunum um Sigfús Sigur- hjartarson og bjartast hjá þeim, sem mest hafa mist við hið sviplega fráfall hans. Ég votta nánustu ástvinun- um, konu hans og börnum, inni- lega samúð og bið þau aö minn- ast þess í sínum sára söknuði að „þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir“. Blessuð veri minning Sigfús- ar Sigurhjartarsonar. Guðgeir Jónsson. Eitt sinn á fyrstu kynningar- árum okkar Sigfúsar Sigur- hjartarsonar spurði ég hann hvort hann skrifaði aldrei hjá sér aðalatriði þess er hann ætl- aði að láta fram koma í ræðum sínum hverju sinni. „Nei, það hef ég aldrei gjört ,en ég hugsa ræður mínar og raða í hug mér aðalatriðum þess, er ég ætla að segja“. Mér varð ljcst, þó enn betur er frá leið, að þarna hafði ég fengið innsýn yfir meginstyrk þessa mæta manns. Á örfáran augnablikum gerði hann sér ljós aðalatriði og aukaatriði hvei-S einstaks máls er honurn var falið að leysa, lagði rök sín augljós og ómót,- mælanleg fyrir viðkomandi að- ila., ekkert fjas né málalenging- ar um aukaatriðm eða smámun- ina. Þama lá, ásamt sérstæðri samvizkusemi, ástæðan fyrir alveg einstæðum afköstum þessa glæsilega félagsmálaforingja. Við undmðranst starfsliæfni þína; t. d- er þú á umræðu- fundum gazt. setið og skrifað pólitíska leiðara, en allt í einu stóðst þú upp og raktir á ljósan hátt öll aðalatriðin úr ræðum þeirra manna, er talað höfðu, dróst það saman í eina heild, — augljósan sannleika. Síðan settist þú aftur, hélzt áfram við- leiðarann þinn, en fram- haldsumræðurnar fóm ekki fram hjá þér. Frá morgni til kvölds, dag eftir dag mættir þú á fundran um ólíkustu mál. Allt vom það í þinum höndum góð mál, að góðum málum vildir þú vinna, ávallt stundvís, ávallt einlægur, aldreí hliðraðir þú þér hjá að taka afstöðu. Ólík sjónarmið og skoðanir samstarfsmanna þinna lékst þú þér að samrýma í einu raunhæfu úrlausnina sem fyrir hendi var. Ávalt varst þú reiðubúinn að taka upp ný góð málefni, er félagsmálaleg nátt- tröll líðandi stundar höfðu fyr- ir þér eytt. Þolgóður í von um aukinn skilning andstæðinganna stóðst þú í fremstu röð, svo skemmti- lega öruggur um sigur hins góða, þó oft blési óbyrlega. Þeg- ar góðu málefni hafði verið róið í örugga höfn, varst þú oft svo barnslega glaður yfir náðum árangri. Var þessi gleði sú orka, er gaf þér starfsþrekið ? Það er ekki liægt að setjast niður og kvitta fyrir starf þitt með örfáum pennadráttum, til þess var það of mikilsvert, — og ég kann þá ekki íslenzka afreksmenn að sjá, ef þú verður þar ekki talinn í fremstu röð, — en í dag er skylt að minnast þín með einlægu þakiklæti. Fjölskylda þín er stór í dag. Djúp hryggð og sorg grúfir yfir okkur, að missa þig svo fljótt, en minning þín verður í heiðri höfð og alþýða Islands þakkar þér starfsdag þinn, Sig- fús Sigurhjartarson. Guðberg Kristinsson. Þegar félagi Sigfús Sigur- hjartarson kom austur til Ráð- stjórnarlýðveldanna síðast lið- ið haust vorum við þar fyrir tveir landar hans, Kristján Júlíusson og ég, báðir til heilsu- bótar. Sigfús var þangað kom- inn í sömu érindum. — Þótt hann væri þá eins og að vanda hress í máli og æðrulaus bar útlit hans þess vott áð heilsan var ekki með æskilegum hætti. Ég véitti því athyglí, þegar ég tók á móti honum á járn- brautarstöðinni, að honum var þyngra um gang en hann átti áður vanda til. Þetta fékk okk- ur, sem þekktum hann nokkurr- ar áhyggju. Þessa rúma þrjá mánuði, er við vorum samtímis í Ráð- stjórnarlýðveldunum, dvöldum við Sigfús saman mörgum stundum. Ég naut eigi aðeins þeirrar ánægju að fylgjast með því hversu honum óx heilsa og þrek undir handleiðslu góðra lækna og hjúkrunarfólks þar eystra.- Mér féll í skaut að njóta með lioniun þein-ar gleði að sjá hugsjón okkar netast, sjá þjóðfélagsskipan bræðra- lags og lífshamingju í sköpun: sósíalismann. — Með batnandi heilsu hans og áþreifanleik sósí- alismans sá ég og fann hversu hans frábæru baráttugleði og sannfæringarkrafti óx ásmegin, Og ég hugði gott til að stétt mín, land mitt og þjóð min, ætti nú von að fá Sigfús okk- ar aftur heim gunnglaðan og' týhraustan. Og það sem eigi var minnst um vert: ég komst nú í nánari snertingu en nokkru sinni fyrr við það, er svall undir yfirbragði lians, aflvak- anran í athafnagleði hans og bai’áttu allrij upplag hans og innri pei'sónuleik. Þetta var mér ómetanlegui’ fengur. Ég' naut samfylgdar hans frá. Moskvu til Svíþjóðar í vetur. Og þegar við skildum í Stokk- hólmi, hann ákveðinn í áð bregða sér til Osló í heimsókn til dætra sinna er stunda þar háskólanám, og hins vegar ég, á förum til Danmerkur áleiðis heim til íslands, — þá fannst mér sem hvergi bæri skugga á í návist hans. Ég minnist ekki að hafa sagt frétt sem brugðist var svo glaðlega við, hvar sem ég kom, eins og þegar ég skýrði fólki hér heima frá batnandi heilsu Sigfúsar og boðaði komu hans heim á næstunni. Og ekki veit ég til að neinum Islendingi hafi, við heimkomu, verið fagnað al- mennar né einlægar en lionum að þessu sinni. En hann rami sér engrar hvíldar þrátt fyrir ungan, lítt reyndan bata og snögga loft- lagsbreytingu, sem án efa var honum óhagstæð í svipinn. Svc» brýn var honum köllun hans: boðun sannleikans. Og hami hóf þetta köllunarstarf sitt með meiri glæsibrag en nokkru sinni áður, eins og fundurinn í Gamla. bíói 9. marz bar gleggst vitni. — og er þá mikið sagt. Það er runninn dagur, sunnu- dagurinn 16. marz. Aðgöngu- miðar að einu stærsta fundar- húsi landsins hafði gengið út á. einni dagstund. Alluir þessi f jöldi bíður þess að lieyra hann lialda áfram að flytja sannleikamr um það, sem nú gerist í lönd- um, þar sem vinnandi fólk bvggir upp sitt kreppulausa. þjóðfélagsskipulag. . En þenn- an morgun fljdja blöðin fregn. sem við eigum sízt von nú, nokkuð. 'sem okkur veitist svo örðugt að átta okkur á, þótt við sjáum það með eigin aug- um: Það verður enginn fundur. Það er algert fundarfall lijá einum mesta fundarmanni ís- lenzkrar sögu. Sigfús Sigur- hjartarson er dáinn. Aldrei var komið í svo opna skjöldu von- gleði okkar og lífstrú. Sigfús Sigurhjartarson er fállinn. Þar með er höggvið stórt skarð í brjóstfylkingu okkar. Þetta er okkur jafn- framt meira harmsefni en orð ná. Það er mannlegt a'ð syrgja, og það þ'ótt minna efni gefist til en nú. Þó tjáir ekki að láta við það sitja, heldur gera það eitt, er sæmir, þegar þjóðar- heill liggur við: Okkur ber nú að efla sem framast má verðá flokk Sigfúsar, flokk íslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu, Sósíal- istaflokkinn — og hjálpast ölJ að í því efni. Okkur ber að efla hagsmuna- og réttinda- baráttu alþýðunnar, vinna að útbreiðslu sannlðikans Tim l>að.. Framliald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.