Þjóðviljinn - 02.02.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1954, Blaðsíða 1
Kdsningaúislii em einnig birt á 3. og 6. síðu Þriðjiulagur 2. febrúar 1954 — 19. árgangur — 20. tölublað Klofningsflokkarnir gáfu íhaMinu völdin í bæjarstjórn Reykjavíkur ÍhaldiS varB i minnihluta i Reykjavik, en sundrungarflokkarnir eyðilögðu á annað þúsund atkvœði og gáfu ihaldinu glundroðavopniS Alþýðuflokkurinn tapaði síðasta vígi sínu; Norðf jörðui* og Reykja— vík eru tákn átakanna milli alþýðu og auðni annavalds Aí bæjarstjórnarkosningunum í íyrradag verða dregnar tvær meginálykt- anir: 1. állar vonir afiurhaldsins cm að Sósíalisidiiðkkurinn væri að riðlast hafa brugðízi á eítirntiimilegait hátt. Flokkurmn hefur staðizt áföliin í kosningun- um í sumar og efíir þ*r og sækir nú fram á nýjan leik. Atkvæðatapið í Reykjavík er hliðstætt því sem gerzt hefur við allar bæjarstjórnaikosningar og mun minna hlutfallslega en tap Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. — Á Norðfirði heldur Sósíalistaflokkurinn meirihluta sínum með mun meira at- kvæðamagni en þecrar kosið var síðast eftir flokkalínum 1946. Sósíalista- flokkurinn fékk oddaaðstöðu í Hafnarfirði, þar sem Alþýðuflokkurinn tapaði síðasta vígi sínu, og jók atkvæðamagn sitt víða> bæði miðað við kosningarnar í sumar og síðustu bæjarstjórnarkosningar. 2. Sundrungazílokkarnix gáfu íhaldinu völdin í Beykjavík. Andstæðingar ihaldszns fengu 15.962 atkvæði en íhaldið 15.642. Hins vegar féilu á annað þúsund afkyæði dauð, þar af 1302 á Þjéðvarnarflokkinn einn saman, en hann reyndisi mikiivægasta hækja íhaidsins í þessum kosnlngum. í upphafi kosningabaráttunnar skoraði Sósíalistaflokkurinn á aðra andstöðuflokka íhalds ins til samvinnu í kosningaharáttunni og eftir kosningar, en afstaða hinna flokkanna var algerlega neikvæð. Með því færðu þeir íhaldinu glundroða- vopnið upp í hendur og leiddu þau örlög yfir Reykvíkinga að verða að búa undir hrammi ránfuglsins enn eitt kjörtímabil. Kosningaxnar I Reykjavík eru sönnun þess að einingarsteína Sésíalistaflokksins er ein þess megnug að tryggja alþýðunni sigur yfir auðmannaflokknum. Kosniiigarnar í Reykjavík voru sóttar af ofurkappi. ílialdið jós út peningum — og mun ekki hrökkva til að peikna i hundruð- um þúsunda — það hafði yfir 800 bíla, það beitti loforðum. hótunum og öllum þeim ráðum, sem myrkravöld geta sótt I vopnabúr sín. Með Þessu móti tókst þvi að fá 1747 atkvæði fram yfir það sem það hafði á- samt Lýðveldisfloltkmim í sumar. en flest atkvæði hans hurlu nú aftur til íhaldsins. Þó tókst því ekki að ná meirihluta kjós- enda; þuð fékk nú 40,5% en hafði 50,8% í síðustu brejar- stjómarkosningum 1950. En s uridr ungariloldainum, og sér- staldega Þjóðvöm, tókst -að trygg'ja því vöíd f bæjarstjórn engu að s’ður með þvi að gera áhrifalaus á annað þúsund at- kvæða. En það er ljóst, að ef gengið hefði verið til kosning- anna' í traustri og heiðarlegri vinstri samvinnu, eins og sósíal- istar einir börðust fyrir, hefði íhaldið fallið með miklum mun. Það sýnir m. a. reynslan frá ýms- um stöðum úti á landi, Akranesi, Bíldudal, Hellis.sandi, Stykkis- hólmi og víðar. Alþýðufiokkurinn fór mestar hrakfarir í þessum kosningum, tapaði 'hvarvetna fylgi, og mi&sti völdin í síðasta og sterkasta vígi sínu, Hafnarf jrði. Þar fengu sósí- alLstar oddaaðstöðu. Á ísafirði BœjarfuHfrúar S osialistaflokksins Gvióntuudur Vigtnsson Petrimv lakobssoa Ingi R. Helgasoa mistókst áhlaup ihaldsins, en Framsókn kom að manni í stað- :nn, en hún hefur að undan- föniu jafnan stutt Aiþýðuflokk- inn. Sósíalistaflokkurinn tapaði þar bæjarfulltrúa en bætti við s;g atkvæðum frá því í sumar. Á Siglufirði b.irtist afleiðing sundr- \ingarinnar á berlegastan hátt; þar töpuðu Alþýðufiokkur og Sósíaligiaflokkur hvor sínum fulHrúa til stjómarflokkanna. Á Akureyri tapaði Aiþýðuflokkur- inn fulhrúa til Þjóðvarnar en sósíal'star bættu við sig atkvæð- um frá því í sumar. Á Seyðis- firði tapaði Alþýðuf-lokkurinn fulltrúa til Framsóknar. í Vest- mannaeyjum tapaði' Framsókn fulltrúa til Þjóðvamarflokksins, en sósíalistar bættu við sig veru- legu atkvæðamagni frá síðustu bæjarstjómarkosningum og eru langstærsti andstöðuflokkur í- haldsins. Á ýmsum fleiri sföð- um urðu athygllsverð úrslit, sem nánar verður vjkið að síðar hér í blaðinu, en í heild eru úrslitin þessi: Reykjavík Alpyðiiflókkur: 4274 og tveir fulltrúar (Alþingis- kosningar 4936; bæjarstjérn- arkosningar 1950; 4047 atkv. og tveir fulltrúar). Framsóknarflokkur: 2321 og einn fulltrúi (Alþingis- kosningar 2624; bæjarstjórn arkosningar 1950: 2374 og einn fulltrúi). Sósíalistaflokkur: 6107 og þrír fulltrúar (Alþingis- kosningar 6704; bæjarstjóm arkosningar 1950: 7501 og fjórir fulltrúar). og átta fulltrúa (Alþingis- SjálfstœÖisflokkur: 15.642 kosningar 12.245, en Lýð- veldisflokkur 1970; bæjar- stjórnarkosningar 1950: 14. 367 og átta fulltrúar). Þjóðvarnarflokkur: 326Ö og einn fulltrúi (Alþingis- kosningar 2730). | Hafnarfjörður r A-listi, Alþýðuflokkur, 130® atkv. (1331) og 4 (5) ments kjöma, Guðmund GLssurarsont Óskar Jónsson, Ólaf Þ. Krist- jánsson og Stefón Gitnnlaugs- son. Framhald á 3. síðu. Avorp til stuðnmgsmanna C-listans. Að loknum bæjarstjórnarkosningunum vill kosninganeínd C-listaris þakka hinum íjöl- morgu sjálíboðaliðum og flokksmönnum fyrir frábærleaa vel unnin störf að kosningaundir- búningi og á kjördegi. Gegn fjárhagslegu of- urvaldi auðmannastéttarinnar og flokks henn- ar iögðu stuðningsmeniy C-listans fram óeig- . ingjarna vinnu fyrir hugsjónum sínum og hagsmunum alþýðunnar, og náðu með 'því mi'kium árangri sem unnt verður að byggja á vaxandi starf ög stærri sigra í framtíðinni. • Sá áhugi oq baráttuhugur sem lýsti sér í verkum allra stuðningsmanna C-listans við þessar kosningar er ómetanlegur fjársjóður, sem ráða mun úrslitum í harðnandi stjórn- málabaráttu komandi tíma. Kosninganefnd C-listans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.