Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 20. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						IÓÐVILIIN
Miðvikudagur 26. janáar 1953 — 20. árgangur — 20. tölublað
Ktisningar í Japan
27. febrúar
Japanska stjórnin  tilkynnti S,
gær, að nýjar kosningar til neðajB
deildar  þingsins   skyldu  farsg
fram 27. febrúar.
Boðskapur Eisenhowershót-
unumárásámeginland Kína
Andstaða í öldungadeUdinni gegn því
að gefa forsetanum frjáisar hendur
Boðskap Eisenhowers forseta til Bandaríkjaþings í
fyrradag er hægt aö skilja sem dulbúna hótun um árás
á meginland Kína, segir annað mikilsvirtasta borgarablað
Bretlands.
í forustugrein segir frjálslynda
blaðið Manchester Guardian  að
boðskapur Eisenhowers sé reg-
inskyssa. Beiðni hans um heim-
ild til að beita bandariskum her-
afla við Taivan sé full af óljós-
"um orðatiltækjum og vel megi
leggja í hana þann skilning að
'um dulbúna ógnun um banda-
ríska árás að fyrra bragði á meg-
inland Kína sé að ræða.
Churchill og Eden begja
Talsmaður brezka utanríkis-
xáðuneytisins neitaði í gær að
segja stakt orð um boðskap Eis-
¦enhowers til Bandaríkjaþings.
Ádenauer orð-
inn hræddur
Fréttamenn í Bonn segja að
stjórnarfulltrúar Vesturveld-
anna í Þýzkalandi og vestur-
þýzka ríkisstjórnin séu dauð-
skelkuð vegna þeirra áhriia,
sem herferð sósíaldemókrata
gegn fullgildingu samninganna
um hervaeðingu Vestur-Þýzka-
laiuls hefur haft.
Stjórn Kristilega lýðræðis'
i'lokksins, fiokks Adenauers
forsætisráðherra, hefur verið
kölluð saman á fund 5. og 6.
febrúar. Mun forsætisráðherr-
ann korna úr vetrarieyfi sínu
tii að sitja fundinn. i»ar á að
teggja á ráð um gagnsókn gegn
herferð sósíaldemókrata.
Sjálands, hefur verið í Washing-
ton undanfarna daga á sífelldum
fundum með Eisenhower og Dull-
es utanríkisráðherra.
Þegar brezka þingið kom sam-
an til funda í gær að loknu
jólaleyfi, spurði Verkamanna-
flokksforinginn Aneurin Bevan,
hvort umræða yrði ekki bráðlega
um ástandið sem skapazt hefði
við Taivan. Steinshljóð var á
ráðherrabekknum og þrátt fyrir
ítrekaða fyrirspurn fékkst ekkert
svar.
Kvimoj og Matsu
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær með 409 atkv.
gegn þrerriur ályktun þá sem
Eisenhower bað um. Er honum
þar heimilað að beita bandarísk-
um herafla við Taivan og nær-
liggjandi eyjar.
Hermálanefnd og utanríkis-
málanefnd öldungadeildarinnar
sátu á stöðugum fundum með
herforingjunum í æðsta herráði
Bandaríkjanna. Fréttamenn segja
að ýmsir deildarmenn úr hópi
demókrata séu tregir til að gefa
Eisenhower eins frjálsar hendur
og hann vill fá. Eru þeir and-
vígir því að Bandaríkin taki að
sér að halda fyrir Sjang Kaisék
eyjum eins og Kvimoj og Matsu,
sem eru uppi í landsteinum við
meginland Kína.
Fyrir Öryggisráðið
Fréttaritarar í New York full-
yrða, að í dag muni Nýsjálend-
ingurinn, sem er forseti Öryggis-
ráðsins þennan mánuð, leggja til
að ráðið ræði ástandið við
Taivan, þar sem það sé hætta
fyrír friðinn.
Holland, forsætisráðherra Nýja
Fá skilorðs-
bundinn dóm
Vladimir Dedijer og Milovan
Diljas, sem reknir voru úr mið-
stjóm Kommúnistaflokks Júgó-
slavíu, fengu í gær skilorðs-
bundna fangelsisdóma fyrir að
skaða hagsmurii ríkisins með því
að koma áróðri gegn því á fram-
færi erlendis. Diljas fékk 18
mánaða dóm, sem fellur niður
ef hann brýtur ekkert af sér í
þrjú ár, og Dedijer sex mánaða
dóm, sem fellur niður eftir tvö
ár.
Umræöuíundur. Æskulýðsf ylkingarinnar:
Getur lýðræði þróazt í  *
borgaralegu þjóðfélagi?
Æskulýðsfylkingin efnir í lcvöhl til almenns umræðufundaE
um efnið: Getur lýðræði þróazt í borgaralegu þjóðfclagi? Máls*»
hef jendur eru þeir Björn Franzson og Iijörn Þorsteinsson. ÖU-»
um er heimill aðgangur, með málf relsi.
Fundur þessi, sem hefst kl. 9
í kvöld, er upphaf fleiri umræðu-
funda um pólitísk efni. Er ætl-
un Fylkingarinnar að hefja
skipulegar þjóðmálaumræður á
f ræðilegum grundvelli, og er þess
að vænta að þeir sem telja bprg-
aralegt lýðræði nú þegar eins
fullkomið og kostur er láti ekki
á sér standa að halda uppi vörn-
um fyrir það, en þeir nafnar
telja því í mörgu ábótavant sem
kunnugt er. Verður að sjálfsögðu
algert málfrelsi á fundinum.
Allir sem áhuga hafa á þjóð-
málum, ekki aðeins dægurmálum
heldur einnig dýpri rökum
þeirra, ættu að hugsa sig tvisvar
um áður en þeir fara eitthvað
annað í kvöld en á þennan fund.
Björn Franzson
Riðandi lögregla ræist á mannf jölda
úti fyrir þinghusinu í London
Þúsundir fulltrúa hvet]a þingmenn til oð
snúast gegn þýzkri hervœSingu
Til átaka kom út fyrir þinghúsinu í London í gær,
þegar lögregluþjónar vom látnir ríða hestum sínum á
mahngrúa, sem þar haföi safnazt saman.
Tíu skip eru stöMvepa vinnu-
deílu S.M.F. og skipafélaganna
Samband matreiðslu- 09 framreiðslu-
manna ræðir vinnudeiluna á fundi að
Röðli klukkan 2 í dag
Samband matreiðslu- og framreiðslumanna heldur al-
mennan félagsfund kl. 2 í dag að Röðli. Munu samninga-
nefndir beggja aðila skýra þar frá gangi vinnudeilunnar
og þeirra samningaumleitana sem fram hafa farið viö
fulltrúa atvinnurekenda.
Nauðsynlegt er að á þessum
fundi mæti þeir meðlimir félags-
ins sem vinna á farskipunum
sem stöðvuð eru.
Tíu skip eru nú stó'ðvuð hér
í Reykjavík vegna kjaradeilunn-
ar. Skipin eru þessi: Reykjafoss,
Hekla, Herðubreið, Skjaldbreið,
Vatnajökull, Drangajökull og
Þyrill.
I gær boðaði sáttasemjari nýj-
an  viðræðufund  með  aðilum  í
deilunni.  Verður  hann  haldinn
Tröllafoss,   Tungufoss,   Esja, kl. 5 í dag.
Að tilhlutan Brezku friðar-
nefndarinnar höfðu vinnustaðir
og félög í hundruðum kjör-
dæma um allt Bretland kjörið
fulltrúa til þess að fara á fund
'þingmanna sinna og skora á
þá að snúast gegn hervæðingu
Vestur-Þýzkalands. Ákveðið
var að allir fulltrúarnir skyldu
koma til London í gær og bera
•upp erindi sín.
Frábserar undirtektir
Áskorun friðarnefndarinnar
fékk hvarvetna frábærar und-
irtektir og það kom á daginn
að fulltrúarnir skiptu mörgum
þúsundum. Söfnuðust þeirsam-
an við þinghússdyrnar og var
150 hleypt inn í einu til að
hitta þingmenn.
Varnað inngöngu
Allt var með kyrrð og spekt
þangað  til  ríðandi  lögreglu-
Sömu laun fyrir
sömu vinnu
Brezka ríkisstjórnin tilkynnti
í gær, að hún hefði ákveðið að
koma á sömu launagreiðslum til
karla og kvenna í opinberri
þjónustu fyrir sömu störf. Verður
breytingunni komið á í áföngum
á sex árum.
þjónar voru allt í einu sendir
fram til að ryðja mannfjöld-
anum frá þinghúsinu. Kom þá
til átaka og voru allmargir
menn handteknir. Hinir, sem
meinað var að finna þingmenn
sína, fóru fylktu liði eftir
Whitehall til Trafalgartorgs
þar sem haldinn var útifundur.
Árekstur
á Saxelf i
Bandariska skipið American
Importer, 8000 tonn að stærð,
lenti í gærkvöldi í árekstri við
sovézkt skip í mynni Saxelfar.
Bandariska skipið stórskemmd-
ist og það sovézka strandaði.
Reynt að steypa
stjórn Paraguay
Ríkisstjórnin í Paraguay í Suð-
ur-Ameríku tilkynnti í gær, að
komið hefði verið í veg fyrir
tilraun ' til að steypa Stressner
forseta af stóli. Stressner er hers-
höfðingi og náði völdum í maí
í fyrra með því að hrekja fyrir-
rennara sinn frá völdum með
ofbeldi.
Þingmenn mótmæla
Verkamannaflokksþingmenn
mótmæltu harðlega þeim að-
förum að reka fólkið frá þing-
húsinu með valdi. Einn þeirra.
iParkins að nafni, sagði að ver-
ið væri að troða undir hesta-
hófum hóp kjósenda sinna, sem
hann hefði sérstaklega boðað á
sinn fund.
Endí bundinn á
stríðsástand
Forsetar Æðsta ráðs Sovét-
ríkjanna gáfu í gær út tilskip-
un um að lokið væri stríðs-
ástandinu milli Sovétríkjanna
og' Þýzkalands. Látin eru í ljós
vonbrigði yfir að Þýzkaland
skuli enn vera klofið og án
friðarsamninga tíu árum eftir
að vonpaviðskiptum lauk. Lýst
er yfir að því valdi tilraunir
Vesturveldanna til að innlima
Vestur-Þýzkaland í hernaðar-
bandalag sitt.
Ollenhauer, foringi sósíal-
demokrata í Vestur-Þýzkalandi,
sagði í útvarpsræðu í gær að
ekki næði neinni átt að full-
gilda Parísarsamningana um
hervæðingu Þýzkalands án þess
að efna fyrst til nýs stórvelda-
fundar um sameiningu Þýzka-
lands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12