Þjóðviljinn - 17.06.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1955, Blaðsíða 1
VILJINN Föstiidagur 17. júní 1955 — 20. árgangur — 134. tölublaá Æ F " Fundur verður haldinn í sambandsstjórn Æskulýðsfylk- ingarinnar laugardaginn 18. júní n.k. kl. 5 síðdegis að Þingholtsstræti 27, annam hæð. — Framkvæmdanefnd. r) UPPREISN HAFIN I ARGENTINU BlóSugir bardagar i Buenos-Aires Uppreisn hefur brotizt út í Argentínu. Blóðugir bar- dagar geisa í Buenos Aires. Hluti flota og flughers hefur gengiö uppreisnarmönnum á hönd. Páfinn hefur lýst í bann alla þá, sem hlut áttu aö brottrekstri kaþólsku bisk- upanna frá Buenos Aires. í gær hófst uppreisn í Argen- • tínu. Barizt var allan gærdag á götum Buenos Aires. Upp- reisnin hefur breiðzt út til margra borga landsins. Útvarpið í Buenos Aires hefur viðurkennt, að uppreisn hafi brotizt úr í flotanum og flug- hernum og í liðsforingjaskóla í grennd við Buenos Aires. en segir að herlið hafi verið sent á vettvang til að bæla uppreisn- ina niður. Heitir útvarpsstöðin á alla stuðningsmenn Perons að gefa sig fram við yfirvöldin og ljá hersveitum stjómarinnar lið- sinni. Uppreisnarménn hafa komið sér upp útvarpsstöð. Segja þeir i útvarpssendingum sínum, að meirihluti flotans og verulegur hluti flughersins hafi snúizt gegn Peron. Segjast uppreisnarmenn ennfremur hafa þrjá stærstu flugvelli landsins á valdi sínu. Sendu þeir í gær flugvélar yfir Buenos Aires, sem vörpuðu sprengjum á bústað Perons og bækistöð verkalýðsfélaga Perons. Tilkynnt var í Buenos Aires sent í gærkvöldi, að landið hefði verið lýst í umsátursástand. Stjórnin segist hafa töglin og hagldimar. Uppreisnarmenn hafi verið einangraðir, enda séu þeir nær einskorðaðir við flotann Boðað var að Peron mundi á- varpa landsmenn innan skamms. Fréttaskeyti frá United Press herma, að tvö herskip hafi stefnt upp Rio de la Plata og hafið skothríð á Buenos Aires. Frá skrifstofum United Press sáust eldar loga í borginni. Tilkynnt var í Róm í gær, að Olympíuleikar í Róm 1960 Olympiuleikarnir árið 1960 verða haldnir í Róm að alþjóð- lega olympíunefndin samþykkti á fundi sínum í gær. Tvær aðr- ar borgir sóttu um að halda leikana: Budapest og Laus- anne. Iþróttasvæðið i Róm, þar sem leikarnir verða haldnir, tekur 100 þúsund áhorfendur. Bifrelðir Reykjavíkurbæjar merkiar og lokaðar inni að loknu dagsverki! Horfur eru á að bifreiöir Reykjavíkurbæjar veröi eftir- leiöis merktar bænum, — og lokaöar inni aö loknu dags- verki! Alfreð Gíslason flutti það mál á bæjarstjórnarfundi í gær, að merkja bifreiðir Reykjavíkur- bæjar, sem öryggisráðstöfun gegn því að þær væru ekki mis- notaðar í einkaþágu. Minnti hann á dæmi frá Svíþjóð, er bílstjóri nokkur var rekinn frá starfi fyr- ir að hafa notað opinbera bif- reið í einkaþágu. Borgarstjóri svaraði því að hann hefði beðið sparnaðarnefnd að athuga þetta mál og væri í athugun bæði að merkja bifreiðir bæjarins og einnig að loka þær inni að afloknum vinnudegi. Bao Dai keisara steypt af stóli Ngo Dinh Diem íer meS vald þjóShöiðixtgja Suður-Viet Nam til braðahirgða Tilkynnt var í Saigon í gær, aö Bao Dai keisaxa hafi veriö vikið frá völdum. Forsætisráöherrann Ngo Dinh Diem fer til bráöabirgða meö völd þjóöhöfðingja. Ráð keisaraf jölskyldunnar í Indó Kína kom saman í Sai- gon í gær og ákvaó að steypa höfði ættarinnar af stóli, Bao Dai keisara. Um leið var tilkynnt að forsætisráðherrann færi með vald keisarans fyrst um sinn. Það hefur verið vitað, að stjórn Suður Viet-Nam hefur lengi ætlað sér að binda endi a keisaratíð Bao Dai, en hefur átt erfitt um vik, þar sem skort hef- ur „lögmætan" aðila til að setja af. Sá vandi hefur nú verið leyst- ur með því að fela það ætt keis- arans. pófinn hafi lýst í bann (excomm- unication) alla þá, sem hlutdeild áttu að brottvísun kaþólsku prelátanna tveggja frá Argen- tínu. Ókunnugt er, hvaða aðilar hafa forustu fyTÍr uppreisninni. Uppreisn þessi virðist án efa eiga rætur sína að rekja til deilna Perons við kaþólsku kirkj- una. Upphaflega snerist deilan um það, hver ætti að hafa yfirumsjón með kennslu í barna- skólunum. Deilan hefur síðan harðnað stig af stigi. FjTÍr nokkru lýsti Peron því yfir, að ríki og kirkja yrðu aðskilin. 1 því augnamiði boðaði hann til kosninga til stjómlagaþings næsta haust. HátíðaSiöldin í dag befjastkl 1.15 Hátíöahöldin í dag hefjast kl. 1.15 e.h. með því aö þrjár skrúögöngur leggja af staö og ganga um bæinn til Aust- urvallar. Ein skrúðgangan verður frá Melaskólanum og leikur Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir göngunni. Önnur verður frá Skólavörðutorgi og leikur lúðrasveitin Svanur fyrir henni. Þriðja verður frá Hlemmtorgi og leikur Lúðra- sveit verkalýðsins fyrir henni. Göngurnar mætast við Austur- völl. Guðsþjónusta hefst í Dómkirkjunni kl. 2. Ræðu- höld af svölum Alþingishúss- ins hefjast kl. 2:30 og flytur Fjallkonan ávarp sitt síðust. Að því loknu verður haldið suður á íþróttavöll, en í leið- inni lagður blómsveigur á ^leiði Jóns Sigurðssonar. Kl. 3:40 e.h. hefst barna- skemmtun á Arnarhóli, „Skuggasveinn' O'Jf félagar hans koma í bæinn, og margt annað verur þar til skemmt- unar fyrir yngstu íbúana. Þá verður einnig opið í Tívólí. Kvcildvaka hefst á Arnarhólí kl. 8 um kvöldið. Þar verður sungið og leikið og borgarstjór inn flytur ræðu ofl., ofl. Um einstök atriði hátíðahaldanna geta menn lesið nánar á 3. síðu. — Að lokinni kvöldvök* unni hefst dans á Lækjartorgi, Hótel íslands lóðinni og á Lækjargötu. Dansað verður di kl. 2 e.m. Þjóðhátíð á Arnarhóli í Reykjavík I gær brautskráðust 113 stðdentar frá Menntaskólannm i Reykjavík í Um 450 nemendiir er skiptust í 21 hekkjardeild sóttu skólann á liðnu starf sári Menntaskólanum í Reykjavík var slitíð í gær við hátíðlega athöfn í hinum sögufrfega hátíðasal skólhns. 113 stúlkur og pittax gengu að athöfn lokinni út í sólskinið með hvítar húfur á kollinum: þau voru orðin stúdentar — Iangþráðu marki náð. Úr máladeild luku 68 stúd- entar prófi. Hæstu einkunn fékk Haukur Helgason, 1. ágæt- iseinkunn, 9.15; og var það það hæsta einkunnin sem nú var gefin á stúdentsprófi. Næst- ar í röðinni urðu þær Helga Jóhannsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir, fengu 8.58. Úr stærðfræðideild luku 45 stúdentar prófi. Hæstu eink- unn í stærðfræðideild hlaut Sigurþór Tómasson, 8,27. Af hinum 113 stúdentum hlaut 1 ágætiseinkunn, 67 1. einkunn, 42 2. einkunn og 3 fengu 3, einkunn. Undir árspróf i skólanuní gengu annars 342 nemendur, og hlutu 7 þeirra ágætisein- kunn. Hæstu einkunn yfir allan skólann, 9.61, hlaut Jónatan Þórmundsson 4. bekk. Margir gestir voru við skóla- slitin i gær, m.a. 40 ára og 25 Framhald á 3. síðu. Friðuriim einn tryggir frelsi Islands og Islendinga - Undirritíð Vmarávarpið i dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.