Þjóðviljinn - 19.06.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1955, Blaðsíða 1
 Sunnudagur 19. júní 1955 — 20. árgangur — 135. tölublað Dr. Kristinn Guðmundsson svarar fyrirspurnum Gunnars M. Magnúss: Hergagnaflutningar urn Reykjavík halda áfram af fullum krafti HernaSarflugvélum Bandarikjanna, einnig þrýstiloffsflug■ vélum, leyft aS fljúga yfir Reykjavik „/' vissri hœS" í svörum sem utanríkisráðherra, dr. Kristinn Guð- mundsson, hefur afhent Gunnari M. Magnúss við fyr- irspumum sem Gunnar bar fram undir þinglokin, er það staðfest, að ríkisstjórnin lætur enn viðgangast hina stórhættulegu hergagnaflutninga um Reykja- vík. Það er ennfremur staðfest að ríkisstjórnin leyfir bandarískum hernaðarflugvélum að fljúga yfir Rvík, aðeins er þeim sagt að halda sig „í vissri hæð." Þetta eru að vísu ekki nýjar fréttir fyrir Reykvík- inga, en bað er lærdómsríkt að sjá að ríkisstjórnin virðist telja hvorttveggja sjálfsagðan hlut. „Vegna fyrirspurna Gunnars M. Magnúss, alþingismanns til utanríkisráðherra, sem útbýtt var á Alþingi seinasta dag þingsins, birtir ráðuneytið hér með svör við, þeim. 1. Fyrirspurn: Með hvaða kjörum hafa lönd Voga- og Vatnsleysustrandarbænda verið tekin og afhent Bandaríkja- mönnum til skotæfinga? Svar: Skotæfingar varnar- liðsins fara fram i heiðalandi Voga einungis. Afnot þessi Næsta blað Þjóðviljans á miðvikudag Þjóðviljinn kemur ekki út á þriðjudag vegna hinnar árlegu skemmti- farar starfsfólks blaðs- ins og Prentsm. Þjóð- viljans. byggjast á frjálsum leigusamn- ingum við eigendur Voga og hafa því ekki verið ,,tekin“ hvorki með eignarnámi eða á annan hátt. 2. Fyrirspurn: Hafa mótmæli gegn skotæfingum borizt frá Vatnsleysustrandarbændum eða öðrum árið 1954? Svar: Mótmæli bárust frá V atnsleysustrandarbændum með bréfi dags. 28. júlí 1954, sem svarað var með bréfi ráðuneytisins, dags. 6. ágúst s. á. Var mótmælunum vísað á bug, þar sem mótmælendur gátu m.a. ekki sýnt fram á neina aðild að málinu. Síðan hafa engin mótmæli eða um- kvartanir borizt. 3. Fyrirspurn: Hafa ráðstaf- anir verið gerðar til þess, að ekki verði framar skipað upp í Reykjavík sprengjuefni og hergögnum ? Svar: Flutningar til vamar- liðsins fara fram um Reykja- vikurhöfn eins og venja hefur Framhald á 3. síðu. Bandarískum skriðdreka skipaö upp í Reykjavíkurhöfn Þyrilvœngja 1 lendir á lóð ! Landspífalans Flutti þangað íárveikan sjúkling vestan af Snæfellsnesi Kl. 14,56 í gær gerðist sá einstæði atburður að banda- rísk þyrilvængja lenti á Landspítalalóðinni í Reykja- vík. Fimm mínútum síðar var fárveikur sjúklingur, sem sóttur hafði verið vestur á Snæfellsnes kominn undir lœknishendur í spítalanum. Flugumferðarstjórnbmi hér í Reykjavík barst fyrst beiðni um aðstoð klukkan að ganga ellefu í gærmorgun og taldi læknir að sjúklingurinn yrði að komst í spítalann strax ef nokkur von ætti að vera um björgun lífs hans. Leitað var til björgrunar- sveitarinnar á Keflavíkurfíug- | velli og bauðst hún til að senda þyrilvængju vestur. þar sem björgunarflugvél Bjöms Pálsson- ar getur hvergi lent á þessum slóðum. Þyrilvængjan fór héðan nr Reykjavík kl. hálf tólf og var Björn Ieiðsögumaður. Skyggni var mjög slæmt. Þegar vestur kom tafðist véiin nokkuð við það að sjúklingnum var gef- ið blóð, sem Flugbjörgimarsveit- in íslenzka hafði lagt til. Þyrilvængjan lenti síðan hjá Landspítalanum laust fyrir kl. þrjú eins og áður var sagt. Var þá mikill viðbúnaður á spítala- lóðinni hjá lögreglu og hjúkr- unarliði. Einnig voru starfsmenn flugumferðarstjórnarinnar í Reykjavík þar fyrir með fjar- skiptitæki og leiðbeindu þeir flugmönnunum við lendinguna. Uppreisnin í Argentínu hef ur verið brotin á bak aftur Allar fréttir frá Argentínu benda til, að uppreisnin hafi verið barin niöur. Person hélt útvarpsræöu í gær og lýsti yfir, aÖ ró og kyrrö væri komin á í landinu. — Óstaðfestar fréttir herma, aö enn sé barizt í Rosario, annarri stærstu borg landsins. Svo virðist sem uppreisnin í Argentínu hafi verið barin niður. Þó herma óstaðfestar fréttastofu- fregnir, að enn séu vopnavið- skipti á nokkrum stöðum í land- inu, meðal annars í Rosario, annarri stærstu borg landsins. Útvarpsstöð sú, sem kennir sig við uppreisnarmenn, hefur enn ekki hætt útsendingum. Peron forseti Argentínu hélt útvarpsræðu í gær. Sagði hann að uppreisnin hefði verið brot- Framhald á 5. síðu. Glæsileg Jónsmessuhótíð í Tívoli í d«g og kvöld Æskulýðsfylkingin efnir til vandaðrar Jónsmessuhátíðar í Tivólí-garðinum í dag. Skemmtunin verður hin fjöl- breyttasta og margir skemmti- kraftar stuðla að því. Auk hinnar almemiu kvöld- skemmtunar verður dagskrá fyrir börn síðdegis. Á barna- skemmtuninni verða leikir skipulagðir með börnunuin, teiknimyndir sýndar ókeypis í tjaldi, skopleikarinn Paddy sýnir listir sínar og Baldur og Konni skemmta. Um kvöldið verður dansað á palli og góð dagskrá flutt Arf- taki Houdinis, Crossini, kemur þá fram í síðasta sinn. Guð- mundur Jónsson og Guðrún Á. Símonar syngja trisöng. ðlargt fleira verður til skemintunar, eins og auglýst er á 4. síðu. Reykvíkingar: Ljúkið þjóðhá- tíðarhelginni í TlVÓLÍ í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.