Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1955, Blaðsíða 1
 Sunnudagnr 10. júlí 1955 — 20. árgangur — 152. tölublað Níu heimsþekktir vísindamenn skora á stórveldin að sem ja varanlegan frið Mannkyninu búin alger fortiming i nýrri heims- styrjöld, seg]a þeir i ávarpi sem birt var i gœr Níu vísindamenn, sem allir eru heimsþekktir fyrir störf sín á sviði eðlisfræði og stærðfræði — sjö þeirra haia fengið Nóbelsverðlaun, — hafa sent ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Kína og Kanada ávarp, þar sem þeir skora á þær að setja niður allar deilur sín á milli á friðsamlegan hátt og semja með sér varanlegan frið. Vísindamennirnir segja ,að ný styrjöld muni auð- veldlega geta haft í för með sér algera tortímingu mannkynsins. Bann við kjarnorkuvopnum nægi ekki, því að engin trygging sé fyrir því, að það verði ekki rofið, ef til styrjaldar kemur. Ávarpið, sem er undirritað af 'stærra svæði. Vetnissprengjan, þrem bandarískum, þrem brezk- um, einum frönskum, einum japönskum og einum pólskum vísindamanni, var í gær birt í London af Bertrand Russell láv- sem er 2500 öflugri en kjarn- orkusprengja sú, sem varpað var á Hiroshima, gefur frá sér geislaverkun, sem berst upp í arði, sem hefur haft forgöngu fe um þetta mál. Meðal þeirra sem standa að ávarpinu er Al- bert Einstein, sem undirritaði t það nokkrum dögum áður en hann lézt í apríl s.l. Framtíð mannkyns stofna.ð í tvísýnu Vísindamennimir segjast ekki hafa gefið út þetta ávarp sem þegnar einhvers sérstaks ríkis, heldur sem þegnar í mann- heimi. Með tiikomu vetnis- sprengjunnar er framtíð mann- kynsins stofnað í tvísýnu, segja þeir. „Við skorum þess vegna á stjómarleiðtoga stór- veldanna að segja aigerlega skilið við stríð sem lausn á deilumálum, enda þótt hin stór- felldu átök milli kommúnismans og andsteðinga hans haldi á- fram“. Dauði og eyðilegging Vlsindamennimir minna á, að ein vetnissprengja geti lagt stórborgir eins og New York og Moskva í eyði á einu andartaki ■og valdið eyðileggingu á miklu þjáningum og dauða. Enginn veit með fullri vissu, segja vís- indamennirnir, hverjar afleið- ingar vetnisstyrjöld myndi hafa, en „ótti þeirra er mestur sem mest vita“. Það er skoðun þeirra, að mannkynið eigi að- eins tveggja kosta völ: bægja stríðshættunni algerlega frá dyrum eða horfast í augu við algera tortímingu. Því fer fjarri, segja vísinda mennirnir, að almenningur í heiminum hafi gert sér það nægilega ljóst, hvílík hætta er Bann við kjarnorku- vopnum ekki nóg Enn segir í ávarpinu, að bann við kjarnorkuvopnum sé að visu æskilegt, en alls ekki nægjan- legt, þar sem engin trygging' sé fyrir því, að það yrði ekki I rofið, ef til styrjaldar kæm'i á annað borð. Þess vegna er eng- in önnur leið fær, ef tryggja á framtíð mannkynsins á jörðinni, en að koma í veg fyrir ,að ný heimsstyrjöld brjótist út. Joliot-Curie Leopold Infeld undar um hættuna og þá sér- staklega ráóamenn þeirra ríkja, sem þegar eiga hin ægi- legu vopn eða eru í þann veg- inn að eignast þau. k Framtíð allsnægta og hamingju bíður okkar Okkar bíður hamingjusöm framtíð aukinnar þekkingar og vizku, segja vísindamennimir, ef við berum gæfu til að beizla þau öfl, sem vísindin ha.fa leyst úr læðingi. „Eigum \ið þá í staðinn að velja okkur hlut- skipti dauða og tortíniingar ?“ spyrja þeir. Ráðsteína vísinda- á ferðum; forystumenn þjóð- anna virðast jafnvel ekki allir gera sér grein fyrir því. Ávarp- inu er ætlað að vekja allan al- menning í heiminum til vit- manna Vísindamennirnir níu leggja til, að kvödd verði saman ráð- stefna vísindamanna frá öllum Framhald á 8. síðu. C. F. Powell efstu lög háloftanna og þaðan aftur til jarðar sem banvænt ryk eða regn. Tveggja kosta völ I vetnisstyrjöld væri öllu mannkyni stofnað í hættu. Mik- ill hluti þess myndi bíða bana, en þeir sem eftir lifðu, myndu vera ofurseldir hryllUegum Hin ,,örugga" stjórn íhaldsins: Engin heildaráætlun til enn um atnagerð og verklegar framkvæmdir Eindæma seinagangur að slík áætlun skuli ekki enn vera til fyrir sumarið og þriðjungur jiílí liðinn Þriðjungur júlímánaðar er liðinn — og enn er ekki til nein heildaráætlun um gatnagerð og aðrar verklegar íramkvæmdir Reykjavíkurbæjar á þessu sumri. Með þessum amlóðahætti slær íhaldið jainvel öil sín fyrri met í slóðaskap. Sjö nóbelsverðlaunahafar Vísindamennirnir, sem að á- varpinu stajida, eru allir heims- þekktir og hafa allir átt mik- inn þátt í þeirri þróun eðlis- fræðinnar og skyldra visinda- greina, sem framleiðsla kjarn- orkuvopnanna byggist á: Bertrand Russell, lávarður, brezkur heimsspekingur og stærðfræðingur. Hefur skrifað fjölda vísindarita, m.a. Princi- pia Mathematica, sem kom út á árunum 1910—13. Var fang- elsaður í fyrri heimsstyrjöld fyrir baráttu sína gegn stríð- inu. Hefur ævinlegá verið mik- ill andstæðingur kommúnista og var til skamms tíma tals- maður þess, að látið væri til skarar skríða gegn þeim. Hann var sæmdur bókmenntaverð- launum Nobels árið 1950. Albert Einstein, mesti vís- indamaður okkar aldar og af mörgum talinn mesti afburða- maður að gáfum, sem sögur fara af. Lagði grundvöllinn að eðlisvísindum nútímans og átti mikinn þátt í smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Hlaut eðlisfræðiverðlaun Nobels árið 1921. P. W. Bridgman, einn kunn- Framhald á 8. siðu. Ingi R. Helgason beindi þeirri fyrirspurn til borgarstjóra á bæjarstjómarfundi s.l. fimmtu- dag hverju það sætti að enn lægi engin áætlun fyrir um gatnagerð í bænum í sumar. Borgarstjóri gaf enga skýr- ingu á þessu háttarlagi. Hann steinþagði! Bezti tíminn eyðilagður Sumarið er vitanlega bezti tíminn til slíkra framkvæmda, enda. er það venja að slík á- kvörðun sé tekin snemma sum- ars og vitanlega ætti áætlunin að liggja fyrir þegar á vorin. Enda þótt íhaldið hafi ekki talið nauðsynlegt á undanförn- um árum að hafa áætlun um gatnagerðina tilbúna „f\’rir- fram“, þá er amlóðaháttur þess nú nýtt met. Verður ekki b»tt upp Áugljóst er að þessi ræfil- dómur veldur því, að fram- kvæmdir við gatnagerðina verða miklu minni en hægt hefði verið, þegar sumarið er þannig látið líða án þess svo mikið sem gerð sé áætlun um hvað gera eigi. Og þótt reynt yrði að bæta þennan slóðaskap upp með meiri vinnu við gatna- gerð fram eftir haustinu þá nýtist sú vinha margfalt ver eftir að komið er frost í jörð. Vonlaust að koma sökinni á verkf ræðinga na Þótt íha’dið hefði viljann til þess að koma sökinni á þess- um fádæma slóðaskap yfir á þá starfsmenn bæjarins sem umsjón hafa með gatnagerð- inni er það gjörsamlega von- laust. Það er ekki í verkahring verkfræðinganna að ákveða hver verkefni skuli tekin fyrir hverju sinni heldur bæjar- stjórnarinnar sjálfrar. Og fyr- ir áramót s.l. vetur lagði skrif- stofa bæjarverkfræðings fyrir bæjarstjórn bráðabirgðayfirlit um nauðsynlegustu gatnagerð- ar- og holræsaframkvæmdir á þessu ári. Með þetta hefur ekkert verið gert af hálfu í- haldsmeirihlutans, og engin á- kvörðun tekin enn um í hvaða verkefni skuli ráðizt á þessu sumri. Skipulagsdeildin stjórnlaus! Vegna þessarar glundroða- stjómar á verklegum fram- kvæmdum af hálfu íhaldsins hafa ýmsir vinnufl. bæjarins verið hafðir í allskonar til- gangslitlu snatti það sem af er sumri. Engin hreyfing hefur komizt á vimiu við þær tvær aðalumferðagötur, Skúlagötu og Miklubraut, sem unnið hef- ur verið við s.l. sumur. Vafa- samt er að úr þessu verði bætt héðan af a.m.k. að því er snertir Skúlagötu, þar sem komið er að því að breyta þurfi stefnu götunnar en undirbún- ingsstörf á því sviði þarf að Framhald á 8. síðú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.