Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 1
VILIINN Sunnuijagur 1. júní 3958 — 23. árgangur — 121 tölublað Karl Guðjónsson alþingismaður ritar um STÆKKUN LANDHELGÍNNAR á 7. síðu. Franska lýðveldið að líða undir lok Enginn vafi lengur á að borgaraflokkarnir og sósíaldemókratar munu kveða upp dauðadóm yfir því á fundi þjóðþingsins í dag I dag, 18 árum eftir að allir franskir stjórnmálafiokkar nema kommúnist- ar gengu af þriðja lýðveldinu dauðu með því að fela Petain marskálki völd- in, ætla þeir að láta fjórða lýðveldið fara sömu leið með því að fela de Gaulle hershöfðingja þau. Kveða á upp dauðadóminn yfir franska lýðveld- inu á fundi þjóðþingsins sem boðaður hefur verið fyrir hádegi í dag. Eftir látlaus fundahöld og' viðræöur leiötoga borgaraflokkanna og sósíaldemó- krata við de Gaulle hershöfðingja og Coty forseta í gær og fyrradag varð ljóst, að þessi yrði endirinn á dauðastríði lýðveldisins, sem hófst með uppreisn herforingj- anna í Alsír fyrir tæpum þremur vikum. Þaö réði úrslitum að Ieiðtogar sósíaldemó- krata gugnuðu og víst þótti að þingmenn þeirra myndu greiöa de Gaulle atkvæði. Þingflokkur sósíaldemókrata hafði setið á fundi fram undir miðnætti í fyrradag og kom aftur saman á fund í gær. Hann hlýddi á skýrslur þriggja leiðtoga flokksins, Mollet, Deix- onne og Auriols, sem höfðu rætt við hershöfðingjann í fyrradag. Málflutningur þeirra var sagður hafa verið mjög hlið- hollur hershöfðingjanum og auðsætt þótti að meirihluti þingflokksins hefði þegar fall- izt á að styðja hann til valda. Um það leyti sem blaðið var að fara í pressuna í gær barst sú frétt frá París að sameiginlegur fundur þing- manna sósíaldemókrata í báðum deildum þingsins og framkvæmdanefnd flokks- ins hefði samþykkt með naumum meirihluta, 77 at- kvæðum gegn 74, að styðja de Gaulle til valda. Hins vegar fá einstakir þingmenn flokksins óbundnar hendur í atkvæðagreiðslunni. Það mun þó nægja hershöfð- ingjanum að meirihluti þein-a greiði honum at- kvæði. Þingfundur í dag Leiðtogar allra stjórnmála- flokka Frakklands, nema kommúnista, 26 að tölu, ræddu við de Gaulle i París í gær. Hann lagði fyrir þá stefnuskrá sina og að þeim við- ræðum loknum var tilkynnt að þjóðþingið kæmi saman á fund klukkan hálftíu fyrir. hádegi í dag. Þar myndi de Gaulle leggja stefnuskrána fyrir þing- ið og fara fram. á traust þess. -Það eitt var næg vísbending um að hershöfðinginn liafði fengið loforð um stuðning meirihluta þingsins. En .auk þess veitti Coty forseti í gær Pflimlin, fráfarandi forsætis- ráðherra, formlega lausn frá embætti, en hann hafði áður sagt að það myndi hann ekki gera fyrr en horfur væru á að ný stjórn yrði mynduð. Þjóna allir undir hann Að loknum fundi stjórn- málaforingjanna og de Gaulle sagði Edgar Faure (úr einu flokksbroti radíkala) að ákveð- ið hefði verið að allir þeir flokkar sem styddu hershöfð- ingjann til valda myndu eiga ráðherra í stjórn hans. Tekið var þó fram að ráðherraemb- ættum hefði enn ekki verið skipt. Orðrómur var annars um að de Gaulle hefði þegar ákveð- ið hverjir skyldu þjóna undir hann. Nefndir voru fjórir sér- stakir ráðgjafar hans: Mollet, leiðtogi sósíaldemókrata, Pinay, j leiðtogi íhaldsmanna, Pflimlin, leiðtogi kaþólskra og Houphou- et-Boigny, leiðtogi samtaka Afríkumanna, sem eiga á þingi samleið með miðflokknum UD SR. Einnig var sagt, að de Gaulle hefði auk þess ákveðið að 10 aðrir ráðherrar úr hópi þing- manna myndu þjóna honum, og 10 utanþingsmenn til viðbótar. Meðal þeirra er tilnefndur leið- togi verkalýðssambands sósíal- demókrata, Robert Bothereau. Talið hefur verið líklegt að eósíaldemókratanum Robert Lacoste, fyrrverandi Alsírmála- ráðherra, verði falið embætti innanríkisráðherra. Þrátt fyrir þessi svik kjör- inna fulltrúa frönsku þjóðar- Framhald á 12. siðu. Ebbe Rode og Birgitte Federspiel í hlutverkum sínuin í ritinu „30 ára frestur“ eftir Soya.“ leik- Grnnnkaupshækkan kem ur til framkvæmda í dag Danski kikflokkurinn er vænt- anlegur til Reykjavíkur í dag Sýnir „30 ára frest" eitir S«ya í Þjóð- y leikhúsinu á morgun og þriðjudag ' j Leikflokkurinn frá Folketeatret í Kaupmannahöfn, sem undanfarna daga hefur ferðazt milli höfuðborga Norð- urlanda og sýnt leikritiö „30 ára frest“ eftir Soya, er væntanlegur flugleiöis til Reykjavíkur síðdegis í dag. Sýnir flokkurinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld og á þriðjudag. < Hœkkunin nemur 5—7% — Timakaup Dagsbrúnarmanna haakkar um 94 aura í dag konia til framkvæmda ákvæöi hinna nýju efna- hagslaga um almenna grunnkaupshækkun. Nemur hækk- unin 5% á Dagsbrúnarkaup og þaðan af hærra kaup, allt að 4390 kr. grunnlaunum á mánuði, en á hærra kaup en þaö greiöist engin hækkun. Grunnkaup sem er lægra en Dagsbrúnarkaup hækkar um sömu upphæö og almennt Dagsbrúnarkaup í krónutölu, þó aldrei meira en 7%. Með þessari hækkun er ætl- unin að launafólk fái bætt fyr- irfram nokkurn hluta þeirra verðhækkana sem verða af- leiðing efnahagsiaganna nýjp. Hér fara á eftir nokkur dæmi um það hvernig kauphækkunin verður i framkvæmd: Gnumkaup i ahnénnri vinnu verlcanianna hækkar iim kr. o.51 á klst. Útborgað tíniakaup í stl- mennri verkamannavinnu hækk- ar mn 94 aura á klst., úr kr. 18.80 í kr. 19.74 á klst. Kaup fyrir almenna verlia- I kvennavinnu hækkar um söinu upphæð á klst. og kaup vi'rka- , inaima, eða úr kr. 14.47 í kr. 15.41 á klst. (Hækkun 6.49%). Vikuliaup bifvélavirkja, blilik- smiða, járnsmiða, rafvirkja og skipasiniða hækkar úr kr. 1098.49 í kr. 1153.41 á viku, eða um kr. 54.92. Framhald á 9. síðu E'nsog áður hefur verið skýrt frá. er för danska leikflokksins gerð til þess að endurgjalda hsimsóknir Norðurlandaleik- húsanna í lilefni aldarafmælis Folke'eatret í fyrra og er Reykjavík síðasta borgin sem sýnt er i áður en leikararnir halda heim aftur. Kunnir leikarar — góðir iistamenn Leikhússtjórinn, Thorvald Larsen, er með í förinni hing- að. Hann hóf leiklistarnárp 1918 við Odense-teatret og. var svo forstjóri þess 3 927—1935, er hann gerðist fprstjóri Folkete- atret í Kaupmannahöfn, en því- starfi hefur hann gegnt æ síðan. Leikararnir sem hingað koma eru , mörgum Reykvíkingum kunnir úr dönskum kvikmynd- um og allir góðir listamenn. Að- alhlúfverkin leika Ebbe Roda og Birgitte Federspiel. Ebbe Rode kom fyrst fram á leiksviði 1931 og vakti þá þegar mikla athygli. Næsta ár réðst hann til Konunglega leikhúss- ins og lék' þar mörg hlutverk. Hann hefur leikið sem gestur 1 Osló og Stokkhólmi, en seinni árin hefur hann einkum leikið við leikhús sem eru í einkaeign,, t. d. aðalhlutverkið í „The Sev- en Year Itch“, Otto Frank I „Ðagbók Önnu Frank“, o. fl. Birgitte Federspiel heiur leik- ið í mörgum dönskum kvik-, myndum og hjá Folketeatret frá þvi 1946, en fyrsta hlutverk hennar þar var dóttirin í leikrili Framhald á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.