Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 1
Bretum er sjálfum Ijósf að hófanir um valdheifingu eru ekki raunhæfar Óhugsandi oð láta togara veiSa til lengdar undir vernd herskipa innan tólf milna landhelginnar Herskip Sreta era enn í höfn Brezk blöð skýra frá því að> búast megi við að á annað huntlrað brezkir togarar verði að veiðum vjö jsiaaul þegar landlielgin verður stækkuð í 12 inílur upp úr næstu helgi. Xog- ararnir hafa verið að sigla á ís- landsniið undanfarið, en liins- vegar ínun nú ekkert herskip úr fiskiverndarfloí'anum vera við ísland. Heimahöfn þeirra er Port Edgar í Skotlandi og þar lágu nú uni helgina þrjár freigátur, EastbourRe, Russell og Palliser, sex tundurduflaslæðarar og eitt lítið herskip. Sagt var að þessi skip gætu siglt til íslands á tveim sólarhringum. Enda bótt brezk blöð haldi áíram, hótunum sínum í garð íslendinga cg vitni þá gjarnan í ummæli brezkra embættismanna og útgerðarmanna, sjást bess einnig mörg merki að Bretar geri sér grein íyrir að til lengdar er óhugsandi að gera togara út á íslandsmið undir vernd herskipa. Brezkir togara- skipstjórar eru heldur ekki hriínir af því að eiga að veiða í samfloti 20—30 skipa, eins og talað hefur verið um. I forystugrein í ílialdsblaðinu Yorkshire Post 21. ágúst er þannig komizt að orði: „Vandræðaástand mun af hljótast nema þvt aðeins að eitthvað sé gert — og það fljótlega. Við getum ekki látið togurum okkar í té varanlega herskipavernd í hvert sinn sem þeir sigla á þessi mið.“ Elcki til að veiða. fisk! Einna greinilegast kemur þetta sjónarmið í Ijós í grein frá fréttaritara The Times í Grimsby, sem skrifuð er 20. ágúst. Greinin hefst á þessum orðum: ,,Vjst er að hópar brezkra togara munu veiða undir veriul herskipa innan 12 mílna tak- markanna sem ísland ætlar að setja frá 1. september, en til- gangur þessarar flotaaðgerðar verður fremur að koma á meg- inreglu en sá að veiða fisk. Það má vera að íslendingar muní ekki senda fallbyssubáta né úreltar flugvélar s'nar gegn skipalestunum. Togaramenn hér eru þeirrar skoðunar að Islendingar muni ekki þurfa að gera það til að koma í veg fyrir miklar veiðar. Brezkum togaramönnum lir.vlli- við því að veiða í samfloti. Þeir liafa alizt upp við hárðvítuga sam- keppni úthafsveiðanna sem einnig nær til skipa sem sigla saman. Togaramenn sögðu fréttaritara yðar í dag, að þeir myndu Iieklur kjósa að sigla aftur til Grimsby fisklausir, heldur en veiða á “einkaniið- Hm“ s.lium við ísland í ae.g-1 sýn annarra skipa, ef svo i'æri | að þeir Ientu á þeim [ sam- floti með öðrum.“ Fréttaritari Tlie Times segir að enda þótt liinir brezku tog- aramenn búist við lélegum afla- brögðum á íslandsmiðum þeg- ar veitt verður undir vernd herskipa, séu þeir síður en svo óánægðir með þessar fyrirætl- anir. Þvert á móti séu þeir þakklátir fyrir þann stuðning sem brezka stjórnin hafi boð- izt til að veita þeim. Eiga að veiða saman í þrjá daga Fréttaritari The Times skýr- ir frá því að brezku togaraskip- stjórarnir hafi fengið fyrir- mæli um að þeir eigi að veiða í samfloti í þrjá daga, en eftir þann tíma muni þeim heimilt að leita á önnur mið. Fari þeir úr samflotinu geti þeir ekki lengur reitt sig á aðstoð her- skipa. Fréttaritarinn telur að þá muni hætta á að íslenzk varðskip taki landhelgisbrjót- ana. Fréttaritarinn segir ennfrem- ur að einstökum brezkum tóg- Framhald á 10. síðu Þiinrug hugsa Bretar sér varðskipin íslenzku, ef trúa á teiknaranum JAIÍ í Evening Standard, Kannski þeir komist á aðra skoðun — eftir 1, september ? ,• eirihluti þeirra þjéða sem veiða við d mun virða hina nýju landhelgí Piskiskíp frá NorSurlöndum og A-Evrópu, auk vesfurþýzkra, munu virÖa hana H. C. Hansen ..pólitísk búðarloka1' Nú þegar, tæpri viku áður en 12 mílna landhelgin umhverfis ísland gengur í gildi, er fengin vissa fyrir því að meirihluti þeirra þjóöa sem veiðar stunda við; ísland mun viröa hana. Engir nema Bretar hafa oröið til þess að hóta því að þeir muni láta herskip vernda togara að veiðum í íslenzkri landhelgi. Erlendar frét'astofur (m. a. J araútgerðavmanna að vestur- Reuíer og DPA) hafa þaö eftir ' þýzk skip nmni að öllum líkind- formælendum vesturþýzkra tog-' um virða 12 núlna landlielgina ndhelgina Danska stjórnin tilkynnir að hún fœri hana ekki úf í 12 milur 1. sepfember Danska stjórnin hefur ákveðiö að virða samþykkt færeyska Lögþingsins aö vettugi og hefur tilkynnt að hún muni ekki færa landhelgina viö Færeyjar út i 12 mílur frá 1. september. Tilkynning þessi hefur vakiö mikla reiöi i Færeyjum. Tiikynning þessi var send Lög- þinginu á laugardaginn. Danska stjómin gefur í skyn að ekki sé við því að búast að nein endan- leg lausn fáist á deilu Bretlands og íslands út af landhelginni fyrir 1. september, né að viðræð- um unt málið á vegum Atlanz- bandalagsins verði lokið fyrir þann tíma. Danska stjómin gefur því ,'til kynna að Færeyingar skuli ekki búast við að nokkrar breytingar verði gerðar ú landhelginni við Færeyjar um næstu mánaðamót. Danska stjórnin segir að ekki sé skynsamlegt að hefja samninga- viðræður við brezku stjórnina eða aðrar ríkisstjórnir um fær- eysku landhelgina fyrr en séð verði fyrir endann á deilunni við ísland. Þessi afstaða dönsku stjórn- Framhald á 0. síðu. við ísland. Ólíklegt sé að þau muni veiða innan hennar „án þess að bafa tryggingu fyrié stuðningi og vernd ríkisstjónt- ar sinnar". í síðustu viku var frá því skýrt í Bonn að vesturþýzka stjórnin myndi ekki senda her- skip til verndar vesturþýzkum togurum á íslandsmið, DPA- fréltastofan segir að vesturþýzk- ir útgerðarmenn vilji fara að öllu gætilega til þess að spilla ekki fyrir hugsanlegri málamiðl- un. Meirilúuti mun virða nýju landhelgina Það er þannig að verða ljóst að meirihluti þeirra þjóða serru stunda veiðar að jafnaði við ísland mun virða hina nýju 12 mílna landhelgi. í rauninni hafa' Bretar einir orðið til þess að gefa ótvirætt í skyn að þeir, ætli að láta herskip sín verndaj landhelgisbrot togaranna. Eins og sést á öðrum stað í blaðinut gera jafnvel þeir sér þó ljóst að þær hótanir eru næsta óraun- hæfar og haldlitlar þegar tiJj lengdar lætur. Sovétríkin seni bráðlega. inunui eiga cinn stærsíila togaraflota ái Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.