Þjóðviljinn - 04.09.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1958, Blaðsíða 1
Aðvörun frá Þór Skipherrann á varðskipinu Þór beindi því til báta fyrir Austfjörðum að vera ekki á ferli á nóttunni utan fjögurra mílna markanna eins og stendur vegna þoku og hrað- siglingar íslenzkra varðskipa, brezkra herskipa og togara. Rænmgjafloti Breta aukinn í gær FallJ)yssukj öítum og bareflum beint gegn landhelgisgæzlunni Brezku fogaraskipstjórarmr uggandi út af arð />urfa s/ðor oð standa reikningsskap gerðo sinna án herskipaverndar! Ræningjafloti Breta við Austfirði var aukinn í gær og fallbyssukjöftum og bareflum enn beint gegn íslenzku landhelgisgæzlunni. Varðskipin ís- lenzku héldu hinsvegar áfram að stefna brezku lögbrjótunum, og þrátt fyrir nokkra kokhreysti var auðheyrt að brezku togaraskipstjórarnir eru ugg- andi út af því að þurfa að standa reikningsskap gerða sinna síðar — án herskipaverndar. Samkvæmt frétt er Ríkisút- varpið flutti á hádegi í gær frá fréttamanni sínum um borð í varðskipinu Þór var brezki ræningjaflotinn við Austfirði aukinn í gærmorgun og sáust þá 15 togarar. Síð- degis í gær voru þeir aðeins 13 talsins. Brezka herskipið East- boume verndaði þjófana, fylgdi íslenzka varðskipinu eftir og beindi að því fallbyssum sin- um. — til að fiska! — en kæmu aftur næsta morgun. Þetta væri gert til þess að íslenzku fall- byssubátarnir gætu ekki króað neinn af! Landhelgisbrjótur veldur árekstri Varðskipið Albert og brezki togarinn „iBúrfell“ rákust á í gær. Þegar varðskipið var að athuga um togarann, beygði hann snögglega í veg fyrir varðskipið, þannig að það rakst á togarann aftarlega og brotnaði vörpuhlen, en skemmdir urðu litlar á varð- skipinu. Út af þessu urðu nok'kur orðaskipti milli íslenzku varð- skipsmannanna og skipverja á brezka herskipinu „East- boume", er kóm þarna að á mikilli fcrð með mannaðar fall- byssur. Skipverjar á togaran- um voru með vatnsslöngur og barefli. Engin meiðsli urðu á mönnum við áreksturinn. Sjóræningjum stefnt 1 gær var stefnt brezka tog- aranum sem í fyrradag breidai yfir nafn og númer og sagði fréttamaður Útvarpsins á Þói þannig frá því: 1 gær var sex togurum stetnt og í morgun var lesin steína fyrir togarann Lond Beatty fyrir að breiða yfir nafn og númer í gær. Togarinn reynöi að forðast að mynd næðist af i- honum þar sem vírarnir sjást með toginu. Þótt Bretinn tali um það í morgun að það hafi verið góð skemmtun í gær og verði sjálfsagt í dag líka, þá er auðheyrt að skipstjórarnir eru Framhald á 3. síðu. Hver samþykktin rekur aðra Seint í gærkvöldi, skömmu áður en Þjóðviljinn fór í prentun, bárust einarðlegar fundarsamþykktir í landhelg- ismálinu frá Útvegsbænda- félagi Keflavíkur og Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Vísi í Keflavík, svo og Verka- kvennafélaginu Snót í Vest- mannaeyjum. Verða þessar á- lyktanir birtar hér í blaðinu á morgun, ásamt mörgum fieirum. Bældi þá eins cg rollur Brezka freigátan Russel, sem gætir ræningjaflotans úti af Dýrafirði var auðsjáanlega smeyk um ræningjahjörð sina því hún rak landhelgisbrjótana saman í þéttan hnapp. Þoka var á miðunum og voru land- helgisbrjótarnir svo vanstilltir á taugum og hræddir um sig að a.m.k. 4 þeirra heyrðust til- kynna samtímis að íslenzka varðskipið Albert væri kornið að skipshliðinni! Einn togarlnn var með bilaða vél og sendi herskipið sjóliðasveit um borð til. að hindra að íslenzka land- helgisgæzlan tæki togarann. Hleypti þeim út um nóttina! Brezka freigátan Palliser verndar þr.iá landhe'ersbr.jóta við Horn. 1 fyrrakvöld sendi hún þeim tilkynningu að æsm- legt væri að allir togarar færu út fyrir svæðið eftir sólarlag Guðgeir Jónsson Þrefalí fleiri biái sig fram Um klukkan tólf í gær auglýsti bæjarfógetinn í Neskaupstað eftir sjö vön- um háselum á varðskip. Strax og skrífstofa hans liafði verið opnuð klukkan 13 buðu sig fram þrefalt fleiri meiui en óskað var eftir. Varðskipið sóttí há- setana strax í gær. Eggert G. Þorsteinsson Magnús Kjartansson Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík- Sigurður Bjarnason Þórarinn Þórarinsson Vtiíundur um landhelgismálið á Lækjartorgi Ræðumenn: Eggert Þorsfeinsson, ritari Fuiltrúaráðsins, Magnús Kjartansson ritstjóri, Sig- urður Bjarnason ritstjóri og Þórarinn Þérarinsson ritsfjóri. Reykvíkingar! Motmælið ofbeldisárásnm brezku sjóræningjanna! Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna koðar í dag til útifundar á Lækjartorgi til að ræða Iandhelgismálið og mótmæla hinni fólskulegu innrás brezka flotans í íslenzka landhelgi til að vernda veiðiþjófa og ræningja. Fundarstjóri verður Guðgeir Jónsson formaður Bókbindara- félagsins og ræðumenn Eggert G. Þorsteinsson ritari Fídltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, Magn- ús Kjartansson ritstjóri Þjóð- viljans, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans óg ’ Sigurður Bjarnason ritstjóri Morgun- blaðsins. íslenzka þjóðin stendur nú sem einn maður gegn hernað- arofbeldi Breta og ber að þakka Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna fyrir frumkvæði um þennan mótmælafund, en á- kvörðunin um fundinn var tek- in á fundi stjórnar Fulltrúa- ráðsins í fyrramorgun og framangreindir ræðumenn valdir. I dag kl. 6 síðdegis mótmæla Reykvíkingar ofbeldisárásum brezka flotans og veiðiþjófnaði í íslenzkri landhelgi að fyrir- mælum brezku stjórnarinnar. Ejölmemiið á fundinn!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.