Þjóðviljinn - 22.02.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1959, Blaðsíða 1
 Suimudagiir 22. febrúar 1959 — 24. árgangur — 44. tölublað. V.b. Langanes sökk i gær - Ollum var bjart FJórlr báfar dregnir til la'nds I gœr - Sá fimmti var á reki um 40—50 milur frá Ólafsvik i gœrkvöldi Vélbáturinn Langanes sökk í gær eftir að leki hafði komið að honum 18 sjómílur SV af Vest- mannaeyjum. Goðaborg frá Neskaupstað bjargaði áhöfninni, 6 mönnum. Þór mun hafa dregið Ársæl frá Vestmannaeyjum til hafnar. María Júlía dró tvo báta til lands úr Miðnessjó, Óðinn vár í gærkvöldi á leið til Ólafs- víkur með bilaðan bát, en annan bát rak bilaðan 40—50 mílur úti og beið hann þess að Óðinn sækti hann í nótt. Goðaborgin flutti áhöfn Langaness í land. Báðir þessir bátar eru frá Neskaupstað. Skipstjóri á Langanesinu var Einar Guðmundsson en skip- stjóri á Goðaborginni Haukur Ólafsson. — Langanesið var 59 brúttólestir, smíðaður úr eik í Neskaupstað 1956 og var tal- inn mjög sterkur og vandaður bátur. Eigendur voru bræðurn- ir Þorsteinn og Ársæll Júlíus synir. Framhald á 11. síðu VerkföSI í Bslgíu breiðast enn nt í gær var ákveðið að ný verlsföll skyldu hefjast á morg- un í fylkjunum Hainaut og Liége, mestu iðnaðarhéruðum Belgíu. Allar liorfur eru þtannig á því að allsherjarverkfall verði gert í Iandinu til að koraa í veg fyrir þá ákvörðun stjórn- arinnar að kasta þúsundum kolanámumanna út á guð og * gaddinn samkvæmt fyrirmæl- um Kola- og stálsamsteypu Vestur-Evrópu. Sumsílaðar í landinu jaðrar við borgara- styrjöld, eins og myndin hér að neðan, sem tekin er í Mons, ber með sér. Vopnuð lögregla sést hér leggja til atlögu við verkamenn sem gerðu mnsátur xun fangelsi í borginni til að leysa nokkra félaga sína úr haldi. Þ*að mun liafa verið 10 mín. yfir kl. 2 e.h. í gær að Langa- nesið kallaði út að óstöðvandi leki væri kominn að skipinu og það væri að sökkva. Varðskipið Þór brá þegar við til Langa- ness, en v.b. Goðaborg var nær Langanesinu og kom fyrr á vettvang. Bjargaði hún allri á- höfn Langaness, 6 mönnum, Langanes mun hafa sokkið sturidarfjórðungi eftir að Goða- borg kom tíl þéss. Hafði aðstoðað Ársæl Vitað var að Langanesið hafði í gærmorgun verið að að- stoða v.b. Ársæl, er hafði feng- ið sjó í olítina. Var olíu fleytt í lóðabelgjum frá Langanes- inu yfir í Ársæl, og voru uppi getgátur um að þeir kunni að hafa slegizt saman. Annars var ekkert vitað um ástæðuna fyrir hinurn skymdilega leka Langa- nessjns, en það var að draga línuna er það kallaði á aðstoð. Sfjérnarkjör í Félagi jámiðnaðamanna: Kosniiigoni Sýkisr kl. i í kvöld í gær kusu í Félagi járniðna'ðarmanna 187 af 390 á lcjörskrá. Kosning hefst í dag kl. 10 og lýkur kl 6 í kvöld. Kosið er í skrifstofu féiagsins að Skólavörðustíg 3a. ------------------------ A-listann, lista stjómar og Sáttfýsi einkenrtdi fyrsta fund beirra Krústjoffs og Macmillans í Moskvu BáSir lögSu áherzlu á aS kalda sfríSinu verSi hætf og í staSinn hafin friSsamleg samkeppni á efnahagssviSi Sáttíýsi og einlægur vilji til að draga úr við- sjám í heiminum og bæta sambúð stórveídanna ein- kenndu ræður þeirra Macmillans, íorsætisráðherra Bretlands, og Krústjoíís, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, þegar þeir hittust í Moskvu í gær. Báð- ir lögðu áherzlu á nauðsyn þess að binda endi á kalda stríðið og bægja frá ófriðarhættunni. trúnaðarmannaráðs, skipa þess- ir menn: Formaður: Snorri Jónsson Varaform.: Hafsteinn Guð- mundsson. Ritari; Tryggvi Benediktsson (Landssm.). Varáritari: Þorsteinn Guð- mundsson (Héðni). Fjármálaritari; Guðjón Jóns- son (Héðni). Gjaldkeri (utan stj.): Ingimar Sigurðsson (Landssm.). I trúnaðarmannaráði (auk stjórnar): Ejnar Siggeirsson (Hamri), Sigurjón Jónsson (Siálsm.), Ingimundur Bjarnason (Héðni), Hörður Hafliðason (Sig. Svein- björnssyni), Til vara: Sveinn Jónatansson (Héðni), Erlendur Guðmunds- son (B. Frederiksen), Hannibal Ilelgason (Stálsm.). Stuðningsmenn A-list- ans eru beðnir að kjósa sem fyrst í dag. Munið að kosningu lýkur kl. 6 Fyrst í gær síðan 21. janúar Vestmannabátar réru í gær og var það í fyrsta sinn síð-i an 21. janúar s.l. að almennt var róið. Þó komust færabátar ekki á sjó. — Afli var 5—7 lestir. Krústjoff og aðrir sovézkir ráðherrar tóku á móti þeirn Macmillan og Selwyn Lloyd ut- anríkisráðherra á Vnukovoflug- vellinum við Moskvu þegar Cometþota þeirra lenti þar skömmu eftir hádegið í gær. Mannfjöldi hafði safnazt sam- an á flugvellinum til að fagna gestunum. Heiðursvörður heils- aði þeim og ungar^ stúlkur færðu þeim blómvendi, en hljómsveit lék þjóðsöngva Bretlands og Sovétríkjanna. Skipzt á kveðjum Krústjoff bauð gestina vel- komna með stuttri ræðu. Hann sagði að grundvallarregla ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna um friðsamlega sambúð ríkja með mismunandi þjóðfélagskerfi væri óbreytt. „Við viljum fús- ir eiga gagnlegar viðræður við gesti vora í þágu landa okkar beggja og heimsfriðarins“. Macmillan þakkaði og sagði að tilgangurinn með heimsókn- inni væri þrenns konar: 1. End- urgjalda heimsókn sovézku leið- toganna til Bretlands vorið 1956. 2. Kynnast sovétþjóðun- um, iðnaði þeirra og landbún- aði. 3. Leitast við að auka skiln- ing manna í Sovétríkjunum á brezlcu þjóðinni og högum hennar óg á afstöðu Bretlands til meiriháttar alþjóðlegra vandamála. „Við vonumst til að eiga gagnlegar viðræður við yður, herra forsætisráðherra, um þetta síðasta atriði“, bætti hann við. Veizla í Kreml Skömmu eftir komu gestanna gekk Macmillan á fund Krústj- offs í Kreml og ræddust þeir við í 40 mínútur um tilhögun heimsóknarinnar. Ætlunin er að brezku ráðherrarnir verði í Sovétríkjunum í tíu daga, lengst í Moskvu, en fari þaðan til Kíeff og Leníngrad og síðan heimleiðis. í gærkvöld var hinum brezku gestum haldin veizla í Kreml. Að henni lokinni fóru forsæt- isráðlierrarnir og utanríkisráð- herrar þeirra í bifreiðum tll sumarbústaðar Krústjoffs fyrir utan Moskvu þar sem þeir munu dveljast yfir helgina og ræðast við. I ræðu sinni í veizlunni hyllti Macmillan Sovétríkin fyrir hin- ar stórstígu framfarir sem þar hafa orðið og gert hafa þau að öðru mesta iðnaðarveldi heims. Hann sagðist þegar hafa hrifizt af hinum mikla nýja háskóla' í Moskvu og hinum stórkostlegu byggingarfram- kvæmdpm í horginni. „Við Bretar öfitndum ykkur ekki af þessunt framförum", sagði hann. „Við erum meira en fúsir til að taka þátt í þess konar samkeppni. Auludng framleiðslunnar og bætt lífskjör í hverju landi eru skerfur til batnandi afkomu alls niann- kyns“. Óttast ekki yfirlagða árás Bretar þyrtu ekki að blygð- ast sín fyrir sinn hlut í þeirri samkeppni, sagði Macmillaai, en hann kvaðst „vona af öllu hjarta að bundinn yrði endi á annars konar samkeppni, hið svonefnda kalda stríð.“ Framh. á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.