Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1959, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 26. ágúst 1959 — 25. árgangur — 182, tölublað. mm i mrnm: Eitt af máigögnum • Sj álf stæðisf lokksins boðar stefnu sína: Engin viðskipti við sósíalistísku löndin. sjá 7. síðu. . ’ KirkjuþingiS á Rhodos samþykkti áskorun á aílar þjóöir a3 hœifa þeim meB öllu Þing mótmælendakirkna og grísk-kaþólsku kirkjunnar sem stendur yfir á Rhodos samþykkti í gær einróma á- skorun á kjarnorkuveldin að hefja ekki að nýju kjarna- sprengingar, og útlit er nú fyrir að hinum bandarísku herforingjum og talsmönnum þeirra á bandaríska þing- inu muni ekki takast að fá Bandaríkjastjórn til að hefja tilraunir með kjamavopn að nýju nú í haust. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá kröfum þessara manna um að Bandaríkin rjúfi hið þegj- andi samkomulag sem nú hefur verið í gildi milli kjarnorkuveld- anna þriggja í tæpt ár að stöðva tilraunir með kjarnavopn meðan samningar um alþjóðlegt bann við þeim stæðu yfir. Þeir hafa haldið því fram að Bandaríkjun- um væri nauðsynlegt að hefja aftur slíkar tilraunir^ til þess að geta aukið hernaðarmátt sinn enn frekar, og McElroy landvarnaráðherra hefur látið í Ijós svipaða skoðun. Nú berast þær fréttir frá London að Bretland og Banda- ríkin muni fús til að láta hjá líða að gera frekari tilraunir þegar eitt ár er liðið frá því síðasta kjarnasprengingin varð, 31. október. Þó myndi þetta háð því skilyrði að Sovétríkin yrðu ekki fyrri til þess að rjúfa hléið, en Krústjoff forsætisráð- herra þeirra hefur þegar lýst yfir að þau muni aldrei verða fyrst til þess. Búizt er við, samvæmt þess- um sömu fréttum frá London, að alger stöðvun kjarnaspreng- inga muni verða eitt helzta um- ræðuefnið á fundum þeirra Krústjoffs og Eisefihowers. Nefnd Bandaríkjaþings varar við Meirihluti Kjarnorkumálaráðs Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin ættu að byrja aftur á tilraunum sínum nú í haust, en nú hefur kjarnorkumálanefnd beggja deilda Bandaríkjaþings iátið aðra skoðun í liós, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Blaðinu hafa nú borizt nánari fréttir af þeirri skýrslu nefnd- arínnar sem þá var sagt frá. Nefndin skorar á bandarísku stjórnina að láta fara fram gagn- gera rannsókn á þeim hættum sem mannkyninu, núlifandi mönnum og óbornum, kunni að stafa af kjarnasprengingum. Það er því meiri nauðsyn til að gera slíka rannsókn, segir nefndin, sem í ljós hefur komið að geisla- virk efni sem þyrlazt hafa upp í háloftin við kjarnasprengingar hafa borizt örar til jarðar aftur en áður var talið. Á miklu skemmri tíma Fyrir tveim árum, heldur nefndin áfram, töldu vísinda- menn að það myndi taka fimm til tíu ár fyrir þessar geisla- virku agnir að falla til jarðar. Það er nú hins vegar komið á daginn að gera má ráð fyrir að það taki ekki nema eitt til fimm ár. Úrfelli eftir kjarnatil- raunir sem gerðar voru í Sov- étríkjunum norðarlega á síðasta ári reyndist m. a. s. vera minna en ár að berast til jarðar. Af þessum sökum er nauðsyn- legt, segir nefndin, að svipt sé Framhald á 10. síðu. Óljósar íréttir berast aí bardögum, en víst að stjórnarherinn höríar stöðugt Þótt fréttir sem berast frá Laos séu æðj óljósar, tekki sízt vegna þess að stjórn landsins hefur nú sett bann á öll frétta- skeyti um bardagana í norður- hluta landsins, verður þó æ ljósara að her stjórnarinnar fer halloka í viðureigninni við hersveitir Pathet Lao. Engin staðfesting hefur enn fengizt á því að þær séu komn- ar 80 km frá höfuðborginni Vientiane. Hins vegar hafði talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins frá því að segja í gær og studdist þar við upp- lýsingar sem hann hafði feng- ið frá brezka sendiráðinu í Laos, að hernaðaraðstaða stjórnarhersins hefði farið sí- versnandi undanfarna fjóra til fimm sólarhringa. bx líflátisir í afi Ilaft er eftir háttsettum for- ingja í her Laosstjórnar að hersveitir Pathet Lao hafi nú nærri því umkringt Samneua- hérað, en stjórnarherinn reyni að brjótast úr herkvínni. Biðja Bandaríkin um hjáip. Eisenhower Bandaríkjafor- seti skýrði frá því á fundi með fréttamönnum í Washington í gær að"stjórn Laos hefði beðið Bandaríkin um fjárhagsaðstoð svo að hún gæti hrundið innrás hersveita kommúnista frá Norður-Vietnam. Væri þessi um- sókn til athugunar, sagði for- setinn, en lagði hins vegar á- herzlu á að bandaríska utanrík- isráðuneytið væri „enn ekki sannfært um að slík innrás hefði átt sér stað.“ Þótt kjarnorkuveldin þrjú virðist ætla að framlengja hlé það sem gert var á tilraunum með kjarnavopn fyrir tæ<pu ári er hættunni af þeim þó ekki bæ.gt frá. Frakkar eru nú að leggja síðustu hönd á fyrstu atómsprengju sína og franska stjórn- in hefur tilkynnt að hún muni verða sprengd í Saliaraeyði* niörkinni áður en Jangt líður, þó sennilega ekki fyrr en eftir áramótin. Hún hefur vísað á bug einróma mótmælum níu Afríkuríkja se/.i eiga lönd í nágrenni sprengistaðarins og kveðst fara sínu fram, hvað sem aðrir tauti og rauli. Á kortinu sem tekið er úr ítalska blaðinu l‘UNITA eru afmörkuð þau landsvæði þar sem hættu af völdum sprengingarinnar mun gæta. Bein hætta stafar öllu lifandi af) sprengingunni á dekkrá svæðinu, en óbein geislunarhætta mun verða í löndum þeim sem stærri hringurinn afmarkar. Nýr sovézkur spútnik á loft innan skamms, menn um borð? Vestúrþýzka fréttastofan DPA hefur eftir þýzkum eldflauga- sérfræðingi Sem nú starfar í Bandaríkjunum, dr. Strugliold, að búast megi við því að innan skamms verði gervitungli með menn um borð skotið upp i há- loftin frá Sovétríkjunum. Bandcxrísho hernámsliðið kort- Eeggur ísland ai kappi í sutnar / augam bandariskrg er ísiand aiit oðe/ns hersföo /e/gð fyrir bandariska doilara I dögun í gærmorgun voru téknir af lífi í Bagdad fihh foringjr.r úr íranska liernum og einn blaðamaður: Þeir voru sak- áðir um að hafa staðið fyrir ilppreisnartilraun þeirri sem gerð var í Mosulhéraði fyrir fimm mánuðum Bandaríska liernámsliöiö hefur veriö önnum kafiö við þaö 1 sumar aö ljósmynda ísland úr lofti. Þegar því verki er lokið veröur hægt að gera nákvæmt kort er sýn- ir strendur og landslag „þessarar þýöingarmiklu eyjar í NorÖur-Atlanzhafi“, eins og Hvíti fálkinn, blaöa banda- ríska hernámsliösins oröar það. Svipaðar landmælingar með Ijósmyndun úr lofti gerði bandaríska hernámsliðið hér á árinu 1956, en það mun v'íst ekki hafa þótt nógu nákvæm- lega unnið, — og nú s'kal það gilda. Moiitnir af (lollurumim Hvíti fálkinn er óneitanlega drjúgur yfír dollurunum sem varið hafi verið til þessa fyrir- tækiS og segir hann á þessa ieið: Loftmyndasveitin hefur til umráða tvær RB-50 sprengju- flugvélar sem sérstaklega eru útbúnar ljósmyndatækjum, er myndu í nágrenninu vera millj- ón dollara virði. Sjö manna á- höfn er á .hvorri flugvél fyrir Framhald á 3. síðu. Dr. Strughold, sera er for- stöðumaður fluglækmsstofnunar bandaríska flughersins í Rand- olph í Texas, sagði að sér myndi ekki koma á óvart að sovézkir vísindamenn myndu gera slíka tilraun í næsta mán- uði, um það leyti sem Krústjoffi forsætisráðherra kemúr til Bandaríkjanna, og gaf í skyn að hann teldi að þeir væru komnir það langt í geimvísindum að geta gert slíka tilraun. Bent er á að Sovétríkirr sklltU fyrsta spútnik sínum á loft 1957] þegar hin alþjóðlega geimrann- sóknaráðstefna . stóð yfir, en sól- arflaug þeirra var skotið út í geiminn þegar Mikojan varafor- sætisráðherra var í Bandaríkjun- um. Nú vill svo til að um samá leyti og Krústjoff verður gesturí Eisenhowers í Bandaríkjunum,' verður haldin geimrannsókna* ráðstefna í Lundúnum. En rétt er að minna á það að sovézkir vísindamenn hafa til skamms tíma haldið því frami að enn væru mörg og flókirí vandamál óleyst, áður en hægtl yrði að senda menn út í geimii inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.