Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Landhelgismálið
í bæjarstjórn
Reykjavíkur:
Föstudagur 2.  september 1960  — 25. árgangur — 195.  tbl
EINDREGINNI
NGU VAR
Bœjarstjórnarmeirihlutinn i Rvik minntist
tveggja ára afmœlis 12 milna landhelginn-
ar i gœr á óvœntan og alvarlegan hátt
Þau alvarlegu og óvæntu tíðindi gerðust á íundi bæjarstjórnar Reykiavík-
ur í gær, 1. september, réttum tveim árum eítir að íiskveiðilandhelgi íslands
var færð út í 12 sjómílur frá grunnlínum, að ellefu fulltrúar meirihlutans, 10
íhaldsmenn og Magnús Ástmarsson, vísuðu frá tillögu þar sem skorað var á
ríkisstjórrnna að hvika í engu frá óskoruðum réttí íslendinga til tólf mílna
fiskveiðilögsögu, en samhljóða tillögu hafði bæiarstjórn Akraness sampykkt
með atkvæðum allra bæjariulltrúa, þ.á.m. fulltrúum íhalds og Alþýðuflokks, á
fundi sínum fyrir helgina. Mun þetta vera í fyrsta skipti síðan landhelgislín-
an var færð út að vísað sé frá á fundi áskorunartillögu til íslenzkra stjórnar-
valda að hvika í engu frá núgildandi landhelgi.
Tillaga sú, sem meirihluta-
fulltrúarnir í bæjarstjórninni
gátu ekki greitt atkvæði sitt,
var flutt af þeim Guðmundi
Vigfússyni, bæjarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins, og Þórði
Björnssyni,      bæjarfulltrúa
Framsóknarflokksins.  Tillagan
var svohljóðandi:
„I tilefni þess að ríkis-
stjórn Islands hefur ákveðið
að taka upp viðræður við
Breta um landhelgismálið,
skorar bæjarstjórn Keykja-
víkur mjög alvarlega á rík-
isstjórnina að hvika í engu
frá óskoruðum rétti Islend-
inga til 12 mílna fiskveiði-
lögsögu og semja aldrei um
• neinar    undanþágur    á
henni."
Eins og fyrr segir, sam-
þykkti bæjarstjórn Akraness á
fundi sínum fyrir ihelgi ein-
róma samskonar tillögu.
Greiddu henni atkvæði sitt
allir bæjarfulltrúarnir, 7 tals-
ins, þeirra á meðal Jón Árna-
son alþíngísmaður íhaldsins og
Hálfdán Sveinsson hinn nýinn-
dæmdi bæjarstjóri.
Gæti orðið framlag
bæjarstjórnar Keykjavíkur
Þeir Guðmundur Vigfússon
og Þórður Björnsson fylgcu
tillögu sinni úr hlaði með
nokkrum orðum. Benti Guð-
mundur á að með þvi að fall-
ast á viðræður við Breta um
landhelgina hefði ríkisstjórnin
stigið ekref sem mjög væri um
deilt, enda um algera breytingu
að ræða frá fyrri stefnu í mál-
inu. Síðan í september 1958
hefði það verið yfirlýst stefna
að um landhelgina semdu Is-
lendingar aldrei og allra sízt
við Breta, sem einir þjóða
hefðu beitt ofíbeldi.
Guðmundur sagði að uggur
væri í raiönnuni vegna fyrir-
'huigaðra samningaviðræðna,
eixda ekki að ástæðulausu, og
þess vegna væri það afar mik-      Fjölmargar    samþykktir
ilsvert  að  þjóðin  léti  til  s'ín    hefðu verið gerðar víðsveg-
heyra  í þessu  máli.         '            Framh. á 2. síðu
jög óvæntir yfirbur
sovézkra hástökkvara
Harðasta og tvísýnasta keppni sem hingað til hefur
orölö á olympíuleikunum í Róm var háð í gær í há-
stökkinu. Úrslit hennar komu öllum á óvart, sovézkir
voru í tveim fyrstu sætunum, en heimsmethafinn Thomas
sem allir höfðu taliö vísan sigur varð að láta sér nægja
það þriðja.
í úrslitakeppninni tóku sautj-
án þátt, en fimmtán höfðu ekki
4
komizt yfir tilskilda lágmarks-
hæð, 2 metra. Meðal þeirra var
Jón Pétursson sem stökk 1,95,
en felldi tvívegis þegar hann
reyndi við 2,00 og fór undir
slána í þriðju og síðustu til-
raun. í annarri tilrauh var
hann mjög jiærri því að fara
yfir.
Fliótt kom í ljós að Thomas
myndi þurfa að taka á öllu sem
hann  átti til í viðureigninni við
sovézku    stökkvarana    þrjá.
Sjavlakadse. Brúmel og Bols.iofi,
enda varð keppnin geysihörð.
Hinn gamli bandaríski heims-
methafi Dumas varð fljótt undir
í keppninni, því að hann felldi
2,09 þrívegis. Upp að 2,14 voru
sovézku stökkvararnir og Thom-
as mjög jafnir og í'óru allir yf-
ir þá hæð í fyrstu eða annarri
tilraun. Sjavlakadse stökk yfir
2,16 í i'yrstu tilraun og setti þar
með nýtt OL-met. Thomas felldi
í  öll  þrjú  skiptin,  en  Brúmel
Sjaldan mun nokkur íþröttamaður hafa komíð mönnum jafn
mikið á óvart og hinn 27 ára gamli grúsíski hástökkvari Sjavla-
kadse sem sést hér á myndinní Ct.v.) ásamt Svíanum Pettersson
isem yarð fimmti í hástökkinu á OJL í gær.
6. Dumas.  Bandar.        2.03
Sjaldan munu hafa orðið svo
óvænt úrslit í nokkurri grein á
olympíuleikum. Allir töldu að
Thomas myndi eiga vísan sig'-
ur. enda er nýiegt heimsmet
hans 2,22. en  sovézku  hástökkv-
Framhald á 5. siðu
fór yfir í annarri til	raun.	Sjavl-
akadse og Brúmel  reyndu		báðir
við  2.18,  en  íelldu.	Úrslit:	
1. Sjavlakadse, Sov.		2,16
2. Brúmel,  Sov.		2,16
3. Thomas,  Bandar.		2.14
4. Bolsjoff,  Sov.		2,14
5. Pettersson.  Svíþj.		2.09
Frávik frá 12 sjómílna landhelgi allt um<
hverfis landið kemur ekki til greina
Lúðv'k Jósepsson boðaði
til fundar um landhelgismál-
ið á Seyðisfirði 31. ágúst.
Fundurinn var í'jölSóttur.
margir tóku til máls og mik-
ill einlnigur ríkti á fundinum.
Lúðv'ík flutti ýtarlegt
framsöguerindi um landhelg-
ismálið og viðhorfin sem
skapazt hafa við samninga-
umræðurnar sem rikisstjórnin
hefur tekið upp við Breta.
Á eftir voru frjálsar um-
ræður  og  tóku   þessir  til
máls: Björn Jónsson lög-
regluþjónn, Ólafur Ólafsson
útgerðarmaður, Jón Sigfús-
son, Rögnvaldur Sigurðsson,
Hermann Vilhjálmsson fuli
trúi Fiskifélagsins, Björgvin
Jónsson kaupfélagsstjóri og
Steinn Stefánsson skólastjór;,
er var fundarstjóri.
Að loknum umræðum var
eftirfarandi ályktun sam-
þykkt með atkvæðum alira
fundarmanna:
,,Almernur fundur hald-
inn A Seyð'sfirði um land-
he'gÍMiiálið 31. ágúst 1960
n-ótmæ'ir eindregið þeirri
í k vörðun ríkisstjórnarinn-
ar nð ganga til samninga
við Iíreta um fiskveiði-
landhelgi IslanJs. Fundur-
inn te'ur að Alþingi og
þjóðin hafi í'astmótað þá
stefnu í landhelgismálinu
að ekki komi til mála nein-
ir samningar við einstakar
þjóðir um  stærð fiskveiði-
landhelgi Islands og að
frávik frá 12 mílna land-
helgi allt umhverfis land-
ið, án undantekningar,
komi ekkl til greina.
Fundurinn     mótmælir
sérstakíega öllum tillögum
um að veita Bretum fríðV
indi innan fiskveiðiland-
helginnar fyrir Austur- og
Norðurlandi og telur a/t
slíkir ui\dansláttarsamn-
ingar verði aldrei þolaðir."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12