Þjóðviljinn - 05.08.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1961, Blaðsíða 1
MISBEITING VALDS TIL HEFND- ARAÐGERÐA GEGN MEIRIHLUTA ÍSLENDINGA „Forseti lýðveldisins er engr- in dúkka eða skrautfjöður. Hann er æðsti embættismaður lýðveldisins og hefur mikið vald. Hann er kosinn af þjóð- inni til að vera vörður rétt- inda hennar gagnvart Alþingi — þess vegna getur hann skotið lögum frá Alþingi und- ir þjóðardóm. Og hann hefur milli þinga löggjafarvald, ef ríkisstjórn æskir hann þess. Forseti ber ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum. En liann ber ábyrgð á beitingu síns löggjafarvalds. Setning þessara bráðabirgða- laga er misbeiting valds til hefndaraðgerða gegn meiri- hluta Islendinga, launþega- stéttunum. Sá verknaður rík- isstjórnarinnar að fara fram á að þessi lög séu sett sýnir hvílíkar gcrræðis- og cinræð- istilhneigingar þar eru á ferð- inni. Og gegn þeim á þjóðin auðsjáanlega ekki vörn hjá forsetanum.“ Þannig er komizt að orði í grein sem EINAR OLGEIRS- SON hefur skrifað um gengis- Iækkunina og það samsæri valdhafanna að ræna Alþingi einum dýrmætasta rétti sín- um. Grein Einars verður bjrt í bkMm á mmgm Ódýrara fyrir Bandarikin oð hafa hersfö&var ó Islandi en i nokkru öSru Evrópulandi Hinar eíendurteknu gengis- lækkanir eru ekki aðeins sönn- un fyrir dugleysi og siðferði- iegu gjaldþroti íslenzku auð- mannastéttarinnar, þær eru einnig ein af afleiðingum her- námsstefnunnar; með þeim hafa Bandaríkin stöðugt verið að styrkja aðstöðu sína hér á landi og gera ísland að eins- konar hálfnýlendu. Q Bandaríkin hafa þegar haft mikinn fjárhagslegan á- hata af gengislækkunum. Því hefur rnjög verið haldið fram að Bandarikin hafi veitt okkur fjárhagslega aðstoð og gjafir í ríkum mæli — en öll þessi fjárhagsframlög hafa íslend- ingar endurgreitt með gengis- lækkunum og miklu meira en það. Hver ný skerðing á krón- nnni hefur vatdið því að her- námið hefur orðið þeim mun ódýrara, eins og sjá má af því að dollarinn er nú sjö sinnum sterkari gjaldmiðill í viðskipt- um við Islendinga en hann var fyrir 12 árum. @ 1949 var meðaltímakaup Dagsbrúnarmanna kr. 8.82, en dolJarinn kostaði kr. 6.50 — vinna íslenzks verkamanns í eina klukkustund kostaði þá 1.36 dollara. Eftir gengislækk- un þá sem framkvæmd var í fyrradag kostar klukkustundar .vinna verkamanns aðeins 0-53 dollara. Bandaríkjamenn geta eytt rúmlega 2'/a tíma vinnu verkamanns fyrir sama gjald, og þeir greiddu fyrir einnar klukkustur.dar vinnu 1949 — og verkamaðurinn er jafn miklu lengur að vinna fyrir hverri þeirri nauðsyn sem ÞESSA FALLEGU MYND tók Ijósmyndari Þjóðviljans við Reykja- víkurhöfn á dögunum, er hingað komu við á leið frá Danmörku til Grænlantls fjórir nýir vélbátar, fallegar fleytur, ekki hvað sízt þegar segl voru uppi. Síðan hernámsstefnan komst í algleyming á íslandi Itefur gengi dollarans gagnvart íslenzkri krónu svo til sjöfaldazt! Árið 1949, þegar ísland var neytt inn í At- lanzhafsbandalagið, þurftu íslendingar aðeins að greiða kr. 6,50 fyrir hvern dollara; nú kostar dollarinn 43 krónur! Og hver lækkun á gengi íslenzku krónunnar hefur veriö ákveðin samkvæmt tillögum og kröfum bandarískra ráðamanna. lágmarkskaup það sem bundið er í lögum vestanhafs og greitt þeim sem eru aumastir allra og engin samtök hafa. Her- stöðvarnar hér eiga ekki að- Framhatd á 3. siðu. hingað er flutt frá Bandaríkj- unum. % Kaupgjaldið á íslandi er nú aðeins brot af þvi sem tiðkast í Bandaríkjunum •—• meira en helmingi lægra en Dollarínn heiur SJOFALD- AZT í verði síðan áríð 1949! Díkistjórnm er ekki hlutverki sínu vaxin og pví á hún að segja af sér Síðdegis í gær hélt miðstjórn Alþýðusambands íslands fund. Þar sem rætt var um viðhorí- in eftir setningu bráðabirgða- laga rikisstjórnarinnar um nýja gengislækkun og samþykkt á- lyktun þar að lútandi. Illjóðar ályktun miðstjórnarinnar svo orðrétt: „Miðstjórn Alþýðusambands íslantds hefur á fundi sínuin í dag' rætt viðhorfin cftir setn- ingu bráðabirgðalaganna um nýja gengislækkun og gerir af því tilefni svoliljóðandi ályktun: Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands mótmælir því harðlega að nokkur gild efnaliagsleg rök liggi lil þess að grípa til gengislækk- unar vegna þeirra hófsamlegu og sjálfsögðu lagfærimga, sem orðið hafa á kaupi verkamanna. Lítur miðstjórnin því á þessa seinustu gengisfelíingu sem ó- réttlætanlega hefnarráðstöfun, sem verlkalýdshreyfingin hljóti að svara á viðeigandi hátt. Menn séu þess minnugir, að það var rikisstjórnin, sem lok- aði leiðum til lækkaðs verðlags og aukins kaupmáttar. Enginn sanngjarn maður get- ur haldið því fram, að kjara- skerííing launþegartna á sein- ustu tveimur árum sé að fullu bætt með þeirri 10—13% kaup- hækkun, sem orðið liefur. En með loforði um kauphækk- un í viðbót á miðju næsta ári höfðu verkalýðssamtökin í sam- starfi við samvinnuhreyfinguna ráðið málum svo viturlega til lykta, að við atvinnuvegunum bitaa.ti tveggja ára jaftivægis- tímabil. Nú er öllu stefnt í óvissu á nýjan leik — og ný verðliækk- unaralda skellur yfir. Þetta mun auka mjög erfiðleika at- vinnulífsins. Traust þjóðarinnar imiávið og útávið verður fyrir áfalli við sífelldar gengislækk- anir. Ríkisstjórn, sem engin úrræði kann í efnahagsmálum nema samdrátt framlciðsluatvinnu- veganna og gengislækkun á gengislækkun , ofan, er ekki Framh. á 3. sjði&

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.