Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						¦nnwfii 11
JUUwllrll
Sunnudagur 5. ágúst 1962 — 27. árgangur i— 174. tölublað.
Stórfelld verðhœ
benzíni fyrirhu
«-
Landsliðið
gegn írum
íslenzka landsliðið, sem
keppa á við íra í Dublin 12.
ágúst n:k. hefur nú verið val.
ið og er ibað skipað þessum
mönnum: Helgi Daníelsson,
markvörður. ÍBA. Árni Njáls-
son, Val, Bjariai Felixson, KR,
Garðar Árnason, KR, Hörður
Felixson, KR, Sveinn Jónsson, i
KR, Skúli Ágústsson, Akur-
eyri, Þórólfur Beck, (KR),
Ríkarður Jónsson, fyrirliði,
ÍftA, Rtlert £chram, KR,'
Þórður Jónsson, ÍBA, Vara-
menn: iGeir Kristjánsson,
markv., Fram, og Guðjóa':
Jónisson, Fram
Liðið fer utan n.k. fóstu-
dag og kemur aftur á mánu-1
dagskvöld. Fararstjórar eru'
Bjurgvin Schram og Axe!
Einarsson, Haraldur Einars.
son fer einnig með liðinu sem i
fulltrúi  landsliðsnefndar.
•  Þrálátur orðrómur gengur nú um það að ríkis-
stjórnin hafi í hyggju að hækka verð á benzíni
stórlega með haustinu.
•  Telja sumir að líterinn af benzíni verði hækk-
aður upp í 5 kr., aðrir segja að stjórnarvöldin
hyggist koma honum allt upp í 7 kr.
. Stjórnarblöðin haía iðulega gel-
ið það í- skyn undanfarið, að
„eðlilegt" væri að benzínverð
hækkaði nokkuð hér á landi og
lækkaðir væru tollar á bílum.
Hefur þetta ýtt mjög undir þann
orðróm, að stórfe.lld hækkun á
benzíni eigi að koma til fram-
kvæmda með haustinu. Hafa
menn jafnvel þótzt hafa i'yrir því
góðar heimildir,/ að hækkunin
eigi að kortia til framkvæmda 1.
október.
FIMM EÐA SJÖ
Ekki eru menn þó á einu máli
um það, hve mikil hækkun sé*
fyrirhuguð, en talið er að fyrsta
skrefið verði að hækka benz-
ínlíterinn upp í 5 krónur. Aðrir
segja að takmark stjórnarvald-
anna sé að hækka verðið upp í
sjö krónur, en hins vegar muni
þeim ekki þykja ráðlegt að taka
svo stórt stökk í einum áfanga.
Verði því trúlega gerðar tvær til
þrjár  atrennur,  áður  en  ríkis-
40 lögreglumenn
úr Reykjavík við
störf utan bœjar
Lögreglan í Reykjavík
hefur mikinn viðbúnað
nú um verzlunarmanna-
helgina vegna vegaþjón
ustu og löggæzlu á f jöl-
sóttum skemmti- og
dvalarstöðum, enda hef-
ur reynslan sýnt að auk-
innar löggæzlu utan
borgarinnar er ekki
hvað sízt þörf um þessa
helgi þegar þúsundir
manna fara í lengri eða
skemmri ferðalög.
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar hjá Ólafi Jónssyni, full-
trúa lögreglustjóra, í gær, að
héðan færu 14 flokkar löggæzlu-
manna til starfa bæði á vegum
úti og eínstöku skemmtistöðum.
Mun láta nærri að þessum flokk-
um séu um 40 menn, lögreglu-
menn  og  bifreiðaeftirlitsmenn.
Þar sem vitað er að mjög
mikill fjöldi ætlaði að leggja
íeið sína inn í Þórsmörk verður
löggæzlan þar aukin nú frá því
sem var í fyrra. Verður 6 manna
flokkur staðsettur í Mörkinni nú
og hefur hann eins og flestir
hinna gæzluflokkanna til um-
ráða  talstöð.
Framhald  á  5.  síðu.
stjórninni   finnist   benzínverðið
orðið nógu hátt.
Ástæðan fyrir þessum gífur-
legu hækkunum mun vera sú,
að stjórnarvöldin telji sýnt, að
tollatekjur af bílainnflutningi
fari hraðminnkandi á næstunni.
Ríkissjóður varði því að afla sér
nýrra tekna með einhverju móti
og sé verðhækkun á benzíni ein-
íaldasta leiðin út úr þeim vanda.
EKKI SAMBÆRILEGT
Jafnframt á svo að lækka
tolla á innfluttum bílum. Ríkis-
stjórnin mun einkuni beita fyr-
ir sig þeirri röksemd, að benzín-
verð sé nú nokkru lægra hér en
í nálægum löndum. En þess ber
að gæta, að samgöngukerfi ckkar
er byggt upp á allt annan hátt
en flestra annarra landa. Hér
éru hvorki járnbrautir, sporvagn-
ar né_heldur raí'knúin- íarartækL
eins og tíðkast í borgum og bæj-
um erlendis. Og skiptistöðvar
milli borgarhluta þekkjast ekki
heldur. Af þessum sökum er það
nauðsynlegt fyrir fjölda fólks að
hafa bíl til sinna umráðá til þess
að komast í vinnu sína.
Hækkun benzínverðs kemur
því mun þyngra niður á almenn-
ingi hér en í öðrum löndum, en
þessar vænltanlegu ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar eru aðeins einn
fiður í allri viðleitni hennar til
þess að halda niðri kaupmætti al-
mennings. Sérfræðingar stjórnar-
innar eru aldrei í vandræðum
með að finna „úrræði", sem miða
í þá átt.
¦..:¦:.. ¦:

- -
í'ííií
• Nonænu heimilis-
iðnaðarsýningunni
að ljúka
Norræna heimilisiðnaðarsýn-
in í Iðnskólanum hefur verið
vel sótt og vakið mikla at-
hygli. Nú eru allra síðustu
forvöð fyrir þá sem áhuga
hafa á að skoða sýninguna að
láta verða af því, þar sem
dagurinn í dag verður að öll-
um líkindum síðasti sýningar-
dagur. Sýnlngin er opin frá
klukkan 14—22 í dag.  .
KRON  25 ÁRA
Káupfélag Reykjavíkur og nágrennis á 25 ára afmæli um
þessar mundir. Meðal starfsmanna félagsins eru tveir, þau
Gyða Halldórsdóttir og Reynir Snjólfsson, sem unnið hafa
hjá því íi-ii upphafi. Ljósmyndari Þjóðviljans tók þessar
myndir af þeim við vinnu sína fyrir helgina. Gyða vinnur
í vefnaðarvorubúð KRON á Skólavörðustíg, en Snjólfuk' er
verkstjóri í vörugeymslu félagsins á Hverfisgötu. Um leið
og Þjóðviljinn liskaV KRON til hamingju með afmælið,
vill hann nota tækifærið og óska þeim Gyðu og Snjólfi tH
hamingju með 25 ára starfsafmælið hjá félaginu. — Sjá
einnig 3ju síðu blaðsins í dag.
::
\i
\
Skemmtiferð Sósíalista-
n.k. sunnudag
Sósíalistafélag Reykjavíkur efnir til fcrðar
í Þjórsárdal n.k. sunnudag, 12. ágúst. Lagt
vcrður af stað á sunnudagsmorguninn og
komið  al'tur  >  bæinn um kvöldið.
Ekið  verður  sem  leið  liggur  austur,  um
Þingvöll og Skálholt. Fararstjóri verður
Björn  Þorsteinsson  sagnfræðingur.
Félagar og aðrir eru beðnir um að til-
kynna þátttöku sem allra fyrst í Tjarnar-
götu 20, símar 11511 og 11512.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12