Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						„ÚT I BLÁINN"
MEÐ ÆFR
Næsta kvöldferð ÆFR „út
í bláinn verður annað kvöld,
ímiðvikudag. Farið frá
Tjarnargötu 20 kl. 8 e.h.
Þriðjudagur  14. ágúst 1962 — £7.  árgangur  —  180.  tölublað.
GEIMFÖR
LOFTI!
MOSKVU 13/8 — Síðan á sunnudagsmorgun hafa
tvö mönnuð geimför verið á braut umhverfis jörð-
ina. Kl. 8,02 eftir íslenzkum tíma, þegar geimfar
Nikolaéffs majórs hafði farið sautján umferðir
um jörðu, var Vostok 4. skotið á loft með félaga
hans, Pavel Popovitsj ofursta, innanborðs. Hafa
þeir síðan fylgzt að á ferð sinni um geiminn. Þetta
síðasta afrek Sovétríkjanna í geimvísindum hefur
vakið feikna athygli og aðdáun lærðra sem leikra
um allan heim og þykir staðfesta yfirburði þeirra
á þessu sviði.
Aðeins örlitlu munar að geim-
íörin íari á nákvæmlega sömu
braut umhverfis jörðu. Vostok
3. ier umferðina á 88 mínútum,
Vostok 4. á 88 mín. <rg 5 sek.,
braut Vostoks 3. hallar frá mið-
baug um 64 gráður og 59 mínút-
ur og liggur, milli 180 og 230
km, en braut 'Vostoks 4. hallar
um 65 gráður og liggur milli 180
¦cg 255 km. Þótt nokkru muni á
brautunum sýnir þó hinn örlitli
muhur að sovézkir vísindamenn
háfa náð ævintýralegu öryggi og
nákvæmni í geimskotum.
Nokkurra sekúndna ferð á milli
Skömmu eftir að Vostok 4. var
komið á loft, tilkynnti Nikolaéff
að hann sæi til geimfars Popo-
vitsj, enda mun þá ekki hafa
verið meira en nokkurra sek-
úndna ferð á milli þeirra á hin-
um mikla hraða gervitunglanna,
um 8 km á sekúndu. Áthugana-
's'töð' í Tokio tilkynnti á mánu-
dagsmorgun að mælingar hennar
hefðu sýnt að um 120 km væru
á Jnilli geimíaranna, en þetta bil
hefði þó síðár breikkað í rúmlega
600 km.
Töluðust við
Popovitsj hafði ekki verið lengi
á lofti þegar radíósamband tókst
með honum og Nikolaéíf. Töluð-
ust þeir við um stund og einnig
saman við fyrsta sovézka geim-
farann, Gagarín, sem.var í einni
sovézku fjarskiptastöðinni á
jörðu niðri. Báðir sögðu að þeim
liði vel og gengi allt að óskum,
öll tæki störfuðu eins og ætlazt
væri til og hitastig í geimförun-
um héldist mátulegt, 15.5 stig.
Sjálfvirk mælitæki sýndu að lík-
amsstarfsemi þeirra var með öllu
eðlileg þrátt fyrir óvenjuleg skil-
yrði,  andardráttur  mældist  um
15 á mínútu og púls 60—65.
Allt gekk að óskum
Þeir unnu öll störf sem fyrir
þá höfðu verið lögð og gekk vel.
Þeir losuðu sig úr sætum sínum
og gengu um geimförin, en af því
má ráða að ekki mun vera um
neina smásmíði að ræða, gerðu
líkamsæfingar eins og fyrir þá
hafði verið lagt. Þeir höfðu stöð-
ugt samband við jörðu og Popo-
vitsj ræddi m.a. við Krústjoff
forsætisráðherra sem árnaði hon-
um allra heilla. Myndum af þeim
í geimförunum var sjónvarpað til
jarðar og fengu menn í flestum
Evrópulöndum að fylgjast með
þeim.
Mötuðust og sváíu vel
Þeir mötuðust á tilsettum tímum
og að loknu ærnu dagsverki lögð-
ust þeir til hvílu. Þá var klukk-
an 21-21.30 að Moskvutíma. Þeir
sváfu í um sjö klukkustundir
væru.m svefni og vöknuðu á
mánudagsmorgun hressir og til-
búhir að taka til starfa að nýju.
Meðan þeir sváfu fylgdust hin
sjálfvirku tæki með líðan þeirra.
Hafa farið lengst aJ('ra manna
Þegar á sunnudag hafði Nik-
olaéff majór verið lengur úti í
geimnum og farið meiri vega-
lengd en nokkur maður á undan
hcnum. Sovézki geimfarinn Tít-
off fór fyrir ári 17 umferðir um-
hverfis jörðu og um 700.000 km,
en á sunnudagsmorgun hóf Nik-
olaéff 18. umferð sína og hann
hafði kl. 22 á mánudagskvöld
farið 42 umferðir og rúmlega
1.700.000 kílómetra, en Popo-
vi.tsj 26 umferðir og rúmlega
Framh.  á  10.  síðu
Einar Olgeirsson, formaður Sameiningarflokks alþýðu —
sósíalistaflokksins, er sextugur í dag, 14. ágúst. Þjóðviliinn
árnar Einari, fyrsta ritstjóra blaðsins, allra heilla á al'mælis-
daginn, og þakkar honum störf í þágu Þjóðviljans íyrr og
isíðar. Einar er tís.ddur er'endis, en nckkrir fé'agar hnas
senda honum kveðju hér í blaðinu í dag, Lúðvík Jósepsson,
varaformaöur Sósíalistaflokksins, Kristinn E. Andrcsson, Jó-
hannes úr Kötlum, Eggert Þorbjarnarson og Björn Þor-
steinsson.
Myndirnar hér  á  síðunni fékk  Þjóðviljinn  ^ímsendar frá Moskvu í gær. Efri myndin eir af Pavel
Popovitsj ofursta í geimfarabúningi sínum og var hún tekin ^rétt áður en hann lagði upp í fer»
sína. Myndin  að neðan er af Andrian Nikolaéff majór :í geimfarinu og valr henni sjómaruað  til
jarðar. Því miður var Ihún nokkuð  dauf  eins  og  við  fengum  hana  í  hendur.
%¦

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12