Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Plánetur
heimsóttar
Möskvu 18/8. — Sovézki vís-
ihdamaðurinn Leonid Sedoff,
sém kallaður hefur verið „fað-
ir spútnikanna" sagði í gær,
að sá tími væri nú skammt
undan að sovézkir geimfarar
myndu stýra geimskipum sín-
sínum til annarra plánetna í
sólkerfinu.
— Við höfum stigið risa-
skref á þeirri braut að leysa
þau vandamál að koma upp
millistöðvum í geimnum. SÉGk?
ar stöðvar eru nauðsynlegar
fyrir 'ferðir til annarra hnatta
og þær verða byggðar áðuí
en langt líður. Millistöðvarn-
ar munu, leiða til ótrúlegustu
afreka í geimferðum. Þetta
yerða einskonar byggðahverfi
jarðarbúa. I stöðvunum munu
búa og starfa sérfræðingar á
mörgum sviðum. Þeir munu
annast þar margskonar rann-
sóknir og aðstoða geimför á
leið þeirra um geiminn.
Sunnudagur 19. ágúst 1962 — 27. árgangur — 184, tölublað.
011 landhelgi Noregs ofur
seld að átta órum liðnum
Fjörutíu þúsund
saltaðar á
Seyðisfirði
Seyðisfirði 18/8. — Um hádegi
í dag var búið að salta hér á
Seyðisfirði 40.638 tunnur slídar,
voru saltaðar 3929 tunnur frá
miðnætti í nótt til hádegis í dag
en þá var söltun hætt. Hæstu
plönin eru Hafaldan með um 10
þús. tunnur, Ströndin 9 þús. og
Sunnuver 6 þús., en alls eru
plönin 7 að tölu. í fyrra voru
Framhald ' á . 5.  síðu.
• Gangi Noregur í Efnahagsbandalagið verður
öll landhelgi Noregs almenningseign fiskiflota
Vestur-Þýzkalands, Frakklands, ítalíu, Belgíu og
Hollands að átta árum liðnum, að viðbættum
brezka fiskiflotanum, ef tekst að þvæla Bretlandi
í Efnahagsbandalagið! Og atvinnurekendur í þess-
um löndum fá þá sama rétt og Norðmenn sjálf-
ir til þess að stunda atvinnurekstur í Noregi,
setja þar fyrirtæki á stofn og flytja þangað er-
lenda verkamenn í tugþúsunda eða hundraða þús-
unda tali.
Þetta eru þær framtíðarhorfur
sem blasa við norsku þjóðinni
ef hún lætur misvitra valdamenn
sína koma í kriríg innlimun í
Efnahagsbandalagið.
ingar á Rómarsamningnum
1 írétt sem norska sjávarút-
vegsblaðið „Fiskaren" birti ný-
lega er skýrt frá viðræðum
norskra  fulltrúa  í  Briissel  við
•k  Noregur biður ekki um breyt- 'ráðamenn  Efnahagsbandalagsins.
Var í Briissel birt yfirlýsing þar
sem lýst er vilja norsku stjórn-
arinnar til að efla efnahagslega
og stjórnmálalega samvinnu Evr-
ópuríkjanna, og muni Noregur
ekki fara fram á breytingar á
Rómarsáttmálanum. En því jafn-
framt haldið fram að ýmsar
samþykktir sem Efnahagsbanda-
lagið hafi gert á grundvel'li Róm-
arsamningsins virðast ekki eiga
sem bezt við ef þeim yrði beitt
óbreyttum við Noreg.
tAt  Átta ára gálgafrestur
Fiskaren segir að líklegt sé
að fremsti sérfræðingur Efna-
hagsbandalagsins á sviði land-
búnaðar og, fiskveiða, dr. Mans-
holt komi í opinbera heimsókn
til Noregs í september. Blaðið
segir ennfremur að í sjónvarps-
viðtali, sem þessi dr. Mansholt
hafi haldið snemma í júlí, hafi
hann rætt' um Noreg og Efna-
hagsbandalagið. „Dr. Mansholt
sagði að  sjálfsagt yrði veitt að-
Skipar Efnahagsbandalagið íslend-
jngum að hœtta austurviðskiptum?
Er það að gerast bak
við tjöldin að valda-
menn Efnahagsbanda-
lagsins hafj skipað ís-
lenzku ríkisstjórninni að
ganga rösklega fram í
því að eyðileggja austur-
viðskiptin, hverjar svo
sem afleiðingarnar yrðu
fyrir atvinnulíf ög fram-
leiðslu íslendinga og á-
róðurskastið um sl. helgi
sé eins og fyrstu tilburð-
irnir  til  að  hlýðnast
þeirri fyrirskipun og
undirbúa almennings-
álitið?
Morgunbl. hefur það i fyrrad.
eftir efnahagsmálaráðherra Hol-
lands, Willem de Pous, að innan
Efnahagsbandalagsins væru Hol-
lendingar talsmenn frjálsra við-
skipta við lönd utan bandalags-
ins, en „hins vegar ætti sú stefna
ekki fylgi að íagna meðal allra
bandalagsríkjánna." Ráðherrann
svaraði þannig spurningu um
afstöðu Eínahagsbandslagsins til
viðskipta við sósíalistísku Iöndin.
Hér mun vægt til orða tekið og
stefna Hollands lítils metin af
„hinum  stóru".  íslendingar  haía
fengið að vita, að eitt það sem
íslenzkir ráðherrar og „sérfræð-
ingar" þeirra hafa verið . að
blaðra um við valdamenn Efna-
hagsbandalagsins sé „vandamál"
hinna tiltölulega miklu austur-
viðskipta Islendinga. Samstillt á-
róðurskast stjórnarblaðanna um
síðustu helgi móti austurvið-
skiptunum hefur sennilega verið
skipulagt vegna þess að bak-
tjaldamakk íslenzku ráðherranna
við Efnahagsbandalagið er að
komast á nýtt stig, eins og á-
byrgðarlaust kjaftæði Emils Jóns-
sonar við erlend blöð bendir
einnig til, og þá ekki síður und-
irtekti.r annars aðalblaðs ríkis-
stjórnarinnar,   Vísis,   við   það
kjaftæði.
Líklegt má telja að menn sem
innangengt eiga í stjórnarher-
búðirnar, eins og stjórnendur
Sölumiðstöðvar     hraðfrystihús-
anna, hafi rennt grun í að hér
var óvenjuleg áróðursherferð far-
in og í óvenjulegum tilgangi, svo
skjótt brá st.iórn SH við til varn-
ar austurviðskiptum Islendinga í
þetta sinn.
Þjóðviljinn hefur í tilefni af
skrifum stjórnarblaðanna snúið
sér til nokkurra þeirra manna í
verzlunarstétt, sem mest hafa
haft að gera með innflutning
vara í austurviöskiptunum og
spurt þá um álit þeirra á þeim
viðskiptum. Eru svör þeirra birt
á 4. síðu blaðsins í dag.
lögunartímabil fyrir Noreg, en að>
það aðlögunartímabil gæti ekki
orðið lengra en átta ár í mesta
lagi. Eftir þann tíma gæti ekki
komið til mála að neitt yrði gert
upp á milli þjóða, hvort sem um
væri að ræða rétt annarra þjóða
til fiskveiða í núverandi (land-
helgi Noregs, eða að öðru leyti".
Og blaðið hefur í undirfyrirsögrt
fréttarinnar: „Átta ára aðlögun-
arfyrirkomulag í fiskveiðunum".
Þetta er það sem gefa á Nor-
egi. Hvaða úrslitakcsti hafa Is-t
lenzku ráðherrarnir og sérfræð-
ingar þeirra fengið. varðandi það>
að gera einnig landhelgi Islands
að almenningsgagni tugmilljóna-
þjóða og fiskiflota þeirra? Er
Emil Jónsson kannski enn a&
betla um gálgafrest fyrir Island
og íslenzku landhelgina, nokk-
urra éra gálgafrest? Eða eru skil-
yrði Efnahagsbandalagsins um
þetta ef til vill eitt þeirra leynd-
armála, sem ráðherrarnir hvísla
að Hermanni og Eysteini, en dul-
ið er. öllum þorra þjóðarinnai\
þangað til búið er að beygja og
múta nógu mörgum til að berja
innlimun Islands í Efhahags-
bandalagið gegnum Alþingi á
einum eða tveimur dögum?
Mjög harður bif-
reiðsárekstur
Um klukkan 4 í fyrrinótt varð>
mjög harður árekstur á mótura
Snorrabrautar og Hverfisgötu á
milli lögreglubifreiðar, sem var
ekið austur Hverfisgötu og bif-
reiðar, sem ekið var á rauðu ljósi
norður Snorrabraut út á gatna-
mótin. Við áreksturinn kastaðist
bifreiðin, sem kom af Snorra-
brautinni á ljósastaur. Báöar bif-
reiðarnar skemmdust mjög mikið>
en engin teljandi meiðsli urðu á
mönnum. Grunur leikur á ura
það, að ökumaður bifreiðarinnar,
sem ók ólöglega inn á Hverfis-
götuna, hafi verið ölvaður.
-k „Helgafell", eitt af skipum
*  íslcnzka   kaupskipaflotans,
*  lestar timbur í einni af
•k Eystrasaltshöfnum Sovét-
•^r ríkjanna.
/
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12