Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 7
r Fimmtudagur 18. aprfl 1963 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 7 Hvað segir unga fólkið? \ Er þá engin von? Á þá sá endir aö veröa á ís- lendingasögum aS hér á þessu fagra landi veslist sílspikuS þjóS upp úr and- legum vesaldómi innan um kasir af þorski og síld, ýmist þrælandi, só- andi eSa skríSandi fyrir bandalögum erlendra auSdrottna? Þaö eru fleiri sem spyrja en ég, „gamall hugsjónakommúnisti“ og „aldinn línukommúnisti“. Unga fólkiS er líka fariS aS spyrja. Margt óþvegiö orö hef ég látiS falla í þess garS — og hefur þaS þó alltaf veriö mín eina von. Eg hef fjargviðrazt yfir nautnasýki þess og uppivöSslusemi annars- vegar, hugsanaleti þess og frumkvæSisleysi hins- vegar. En jafnframt hef sg tekið sökina á mig og mína kyn- slóð — játaS sviksemi okkar við þessi spengi- legu dekurbörn sem allt hafa fengið til alls nema heilbrigt iippeldi. Eg hef talið það hreint krafta- verk ef þau öðluðust þrek til að rísa upp úr siðferði- legri niðurlægingu feðra sinna og mæðra og hasla sér nýjan völl andlegrar menningar. En lífið er sterkt í frjó- semi sinni og hrörnun — og þegar jarSvegurinn er fullrotnaður lætur það einatt hin litríkustu blóm spretta upp úr svaðinu. Nú kann sá tími að vera í vændum hér á íslandi. Nýtt vor er ef til vill á næstu grösum. Enn er vonin ekki úr sögunni — ekki heldur sögu ís- lendinga. ÞaS dylst alltaf eitt- hvað dýpst í mannhrjóst- inu sem lætur sér ekki nægja fiskikasir né yfir- vinnu, ekki veizlusali né tízkuskart. Þetta gildir ekki hvað sízt um hin ungu brjóst. Þau geta að vísi látið berast með flugastraumi augnabliks- hvatanna um sinn og sum bíða þess ef til vill ÖKKAR Á MILLI ; V-. aldrei bætur. En hin sterkustu þeirra og heil- brigðustu láta ekki flek- ast til langframa. Þau krefjast að lokum til- gangs. Þau leita uppi markmið. Þau skapa sér hugsjón. Ungt, hugs- andi fólk getur ekki lifað lengi án hárra sjón- armiða, án mannlograr sigurvonar. Fyrr en varir rís það gegn stríðsgróða og helsprengjum, gegn upplausn og siðhrörnun, gegn þjóðsvikum og land- sölu. Það þráir hvort- tveggja í senn: að verða sannur íslendingur á ís- landi og sannur heims- borgari á jörðunni. Hér fyrir framan mig liggur Muninn, blað menntaskólans á Akur- eyri, þriðja tölublað þessa árs. Eg get ekki stillt mig um að taka mér bessa- leyfi og tilfæra tvo kafla úr grein eins nemandans þar. Fyrst ræðir hann um uppeldi og skyldur menntamannsins, síðan um hinar snöggu þjóölífs- breytingar hér á landi og afleiðingar þeirra og kemst að þeirri ömurlegu niðurstöðu aö hinn innri maður svelti og gleymist í kapphlaupinu um efn- isleg verðmæti. Þar næst spyr hann: „En við hverju er að búast í þjóðfélagi, sem aðhyllist leikreglur hins óupplýsta peningaveldis, þar sem kaupskapur og krónuveiðar eru hafin upp til skýjanna, þessi viðurstyggilegi þríleikur hæfileika, eigingirni og mannfyrirlitningarn Hvernig verða þegnar þess þjóðfélags, sem hef- ur gróðahyggjuna að hreyfiafli? Er nokkur furða þó kyrkingur komi í menninguna? Svo rekur fólk upp stór augu, þegar sérfræðingar flytjast úr landi, þangað sem kjörin eru betri. Hver talar af alvöru um þegnskap og heilbrigðan starfsáhuga í peningaþjóðfélagi? Að- eins lýðskrumarar og þeir sem Mammon hefur enn eigi sigrað og sjá ekki eða vilja ekki sjá daglega sigurgöngu hans. Hvern er hægt aö áfellast fyrir aö vilja vera með?“ Þá sýnir hinn ungi maður fram á hvernig á- róður peningavaldsins noti glæsilegustu ávexti mannsandans, tækni- framfarimar, til „að vinna sigur yfir hugsun mannanna, hægt og bít- andi og djöfullega mark- visst“. Og hann fullyrðir að ef íslenzkir mennta- menn beri ekki gæfu til að rísa gegn þessum ó- fögnuði, þá verði það aldrei gert, og lýkur greininni með þessum orðum: „Þess vegna ríöur svo mjög á því, aö æðri menntastofnanir ungi ekki fyrst og fremst út fingraliprum læknum, tölvísmn verkfræöingum og þýlyndum embættis- mönnum, heldur fóstri upp menntamenn sjálf- stæöa í hugsun, menn, sem ekki vilja gera mann- félagið aö sléttvöltuöu á- róöursflagi, heldur lit- skrúðugum urtagaröi, þar sem hvert gras er í sjálfu sér fallegt og hef- ur fullan frið til að gróa, menn, sem á kaupskap- aröld þora að fylgja því eftir, er þeir vita sannast og réttast, í staö þess að bera hugsjónir sínar og skoðanir á torg og selja þær hæstbjóðanda fyrir embætti, peninga og völd.“v Þaö er mikill og skær tónn í orðum þessa unga manns — hljómur ís- landsklukkunnar frá 1944, áður en hún var brotin af böölum pen- ingavaldsins. Og þá er mér öllum lokið ef þessi hljómur heldur ekki á- fram að klingja frá hjartarótum æ fleiri ung- menna á íslandi. Lífs- leiðinn mun senn víkja f yrir vákhírigú. Æsku- lýöurinn mun skera upp herör og bjarga því sem bjargað verður. AD * Vísindi — Tækni Að horfa á tónlist \ \ .... Þegar hljómsveitin byrjaði að spila brá rauðum bjarma yfir tjaldið. Hljómurinn verður styrkari og nú koma fram blossar og dreifast um tjaldið. Allt í einu sést dökk- blár borði dansa og fylgir röddu hornsins, verður ljósari eftir því sem tónninn hækkar og hverfur síðan smátt og smátt út í háar nót- ur. Lágir píanóhljómar blossa upp rauðgulir á tjaldinu og verða græn- ir þegar þeir hækka. Þegar ljóðrænt stef heyrist, flæða hlýir, blandaðir litir yfir tjaldið, og í lokatöktun- um mynda þeir glæsi- legan regnboga sem brennur upp í rauðum loga. Og tjaldið er autt aftur .... Þetta er ekki útdráttur úr ævintýralegri skáldsögu, held- ur raunveruleg sýning á tónlist í litum — sem svo margir hug-- vitsmenn ýmissa alda hafa lát- ið sig dreyma um og þeirra á meðal Lomonosof, Goethe og Newtori.' Þó hafa fáir haft annan eins áhuga á þessu máli og rúss- neka tónskáldið Alexander Skrjabín. Hann gerði ýmsar tilraunir með tónlist í litum og skrifaði músík fyrir „ijós-sin- fóníu“. Menn hafa fyrir satt að hann hafi verið gæddur frá- bæru „eyra fyrir lit“ — og vildi hann ekki aðeins láta elda öskra í músík sinni heldur og sjá þá. En samtímamenn hans skildu ekki hugmyndir Sveit Þóris varó íslandsmeistari Á skírdagskvöld lauk Islands- mótinu í sveitakeppni með sigri sveitar Þóris Sigurðssonar. Auk Þóris eru i sveitinni Eggert Benónýsson, Hallur Símonarson, Símon Símonarson, Stefán Guð- johnsen og Þorgeir Sigurðsson. Úrlitaleikurinn stóð milli sveitar Einars Þorfinnsonar, Is- landsmeistarasevitarinnar síðan í -<$> Fctrinn á sjó I gær lýsti rannsóknarlögregl- an i Reykjavík eftir manni. Er það Finnbogi Græðir Pétursson, sem kunnari er undir nafninu Bogi frá Hnífsdal. Finnboga hafði verið saknað frá því 2. þ.m. Við rannsókn kom í ljós, að Finnbogi hafði brugðið sér á sjó þann 5. þ.m. og ráðið sig á togarann F.g'l Skanagn’msson. fyrra, og sveitar Þóris. Var síð- ari hluti leiksins sýnur á Bridge-Rama fyrir troðfullu húsi spenntra áhorfenda, en honum lyktaði með jafntefli, 3 vinningsstig gegn 3 og hafði sveit Þóris 5 punkta yfir. Þessi úrslit nægðu sveit Þóris til vinnings í mótinu, þar eð hún hafði fleiri vinningsstig í upp- hafi leiks en sveit Einars. Röð og stig sveitanna i lands- liðsflokki voru eftirfarandi. Sveit: Stig. 1. Þóris Sigurðssonar 26 2. Einars Þorfinnssonar 21 3. Agnars Jörgenssonar 20 4. Ölafs Þorsteinssonar 11 5. Jóns Magnússonar 8 6. Laufeyjar Þorgeirsd. 4 Tvær neðstu sveitimar flytj- ast niður i meistaraflokk. Kvennasveitin stóð sig betur en stigatalan gefur tilefni til að álíta, því að hún skaut þremur efstu sveitunum skelk í bringu. Fékk hún eitt vinn- ingsstig af Islandsmeisturunum, tapaði með minnsta mun fyr- "“"'ars og var um skeið Islandsmeistararnir í bridge 1963. Talið frá vinstri: Hallur Símonarson, Símon Símonarson, liggert Benónýsson, Þórir Sigurðsson fyrirliði, Þorgeir Sigurðsson og Stefán Guðjohnsen. 50 punkta yfir sveit Agnars. Greinilegt var þó, að dömurn- ar höfðu ekki úthald á við karlmennina og því fengu þær verri útkomu en skyldi. Upp í landsliðsflokk flutt- ust tvær efstu sveitimar úr meistaraflokkskeppninni, sveitir Jóhanns Jónssonar og Mikaels Jónssonar. Akureyri. Á annan í páskum lauk Is- landsmótinu í tvímennings- keppni og sigruðu Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson eftir mjög harða keppni. I öðru sæti voru Lárus ‘ Karlsson og Stefán Guðjohnsen, og þriðju Símon Símonarsson og Þorgeir Sig- urðsson. Svo skemmtilega vill til, að þessi þrjú pör skipa ein- mitt landsliðið í ár, sem spila mun á Evrópumeistaramótlnu í Baden-Baden í sumar. Röð og stig efstu tvímenninganna var eftirfarandi: Sveit Stig 1. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíason 1192 2. Láms Karlsson og Stefán Guðjohnsen , 1177 3. Símon Símonarsson og Þor- geir Sigurðsson 1161 4. Steinþór Ásgeirsson og Þorsteinn Þorsteinss. 1153 5. Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundss. 1140 6. Mikael Jónsson og Þórir Leifson, Akureyri 1129 7. Benedikt Jóhann.sson og Jóhann Jónsson 1121 8. Eggert Benónýsson og Þór- ir Sigurðsson 1116 Á þessari Barómeterkeppni, sem öðrum keppnum þar sem spilin em gefin fyrirfram, hvildi mikill skuggi. Þáð er orðinn fastur liður í þessum keppnum að spilin em mjög óeðlileg og eyðileggur það að sjálfsögðu alla skemmtun fyrir spilurum. Um þverbak keyrði þó í þessari keppni, þar sem heita mátti að tvö spil af hverj- um fimm væru hálfar eða heil- ar slemmur. Náði þessi vitleysa hámarki í síðustu lotunni, en í henni komu tvær alslemm- ur og tvær hálfslemmur í fimm spilum. Þar eð mér skilst, að sömu aðilar. sjái að miklu leyti um gjöfina í öllum þessum keppn- um, fyndist mér rétt að fara að gefa þeim æfilangt frí frá þessum störfum, þar sem ber- sýnilegt er, að útilokað er að treysta beim til þess að fikta ekki við spilin. Að sjálfsögðu hvílir þó höfuðábvrgðin á Bridgesambandsstjórn og keppn- isstjóranum, sem láta þessa vitleysu endurtaka sig ór eftir ár. Munu nú flestir betri spil- aranna ætla sér að heimta tryggingu fyrir þvílíku, áður en þeir taka þátt í slíkum mótum aftur. hans, og tilraunir hans voru aðeins þekktar í þröngum hópi tónlistarmanna. Samt var hugmyndin ekki gleymd. Og að lokum tókst tveim sovézkum verkfræðing- um, Leontéf og Kerner að finna upp tæki sem túlkuðu tóna í litum. En þessi gripur var mjög flókinn og heldur kauðalegur og krafðist mikils og dýrs út- búnaðar og mjög nákvæmrar stjórnar. „Litatónlist" hélt vöku fyrir fleiri verkfræðingum en þessum tveim og er nú komið f ram nýtt tæki, smíðað af tveim verk- fræðingum í Kíef, Vésnovskí og Érmankof. Lítið hvítt tjald stendur á útvarpstæki í flötum umbúðum og á því höfum við þegar séð tónlist þýdda í liti. Það er mjög einfalt að allri gerð, og í þvi er mikið notazt við venjulega útvarpshluti. En tækið sjálft er ekki svo einfalt í sniðum. Hljóðmerkin eru send um magriara inn í filtra með lágri tíðni, og er hver þessara filtra stilltur fyrir stranglega tak- markað tónsvið, sem ^amsvarar einstökum lit. Filtramir hleypa i gegn spennu ákveðinna hluta og veita straum til lampanna á hálfleiðara. Á þennan hátt koma fram á tjaldinu litir sem samsvara tónunum — og hefur hver hluti tónverksins sitt sérstaka litróf. Auk þess getur tjaldið skráð mismunandi túlkun á senu og sama verki. Með þess hjálp er hægt að skil- greina leik hvers hljómlistar- manns, fylgjast með þróun á- kveðins þáttar o. s. frv. Mismunandi Iitir vekja að sjálfsögðu mismunandi hughrif með manninum — sumir eru sefandi, aðrir æsilegir og þar fram eftir götunum. Hið sama má segja um tónlist — og þess- vegna býður þessi sameining sjónar og heymar upp á sterk- ari áhrif á tilfinningalíf held- ur en áður þekktist á þessu sviði. Og notkun þessarar uppgötv- unar verður ekki aðeins bund- in við það sem nú hefur verið greint frá. Möguleikamir eru geysimiklir. Það verður til dæmis afar einfalt að stilla hjóðfæri eftir þessu tæki sem „sýnir" hinn rétta tón svo ekki verður um villzt. Ennfremur getur það komið að góðum not- um í læknisfræði — oft verður læknir að reiða sig á „hlustun“ — með þessu tæki getur hann séð tmflanir á andardrætti, hjartslætti, — og þannig mætti reyndar lengi telja .... Gylfi og er- indisbréfið ! umræðum á Alþingi um fmmvarp ríkisstjórnarinnar um Kennaraskóla Islands lét menntamálaráðhérra í það skína, að hann hefði strax í haust gefið út fullgilt erindis- isbréf fyrir kennara, sem fæli í sér bætt kjör þeim til handa á ýmsan hátt. Þetta er aðeins hálfur sannleikur eða ekki það. 1 allan vetur hafa samtök kennara nefniega staðið i þjarki við ríkisstjórnina um þetta erindisbréf. eða nánasl um það, hvort taka skyldi mark á menntamálarððherra eða ekki. Og þótt nú hafi náðsi samkomulag um ákvæðí bréfs- ins, hefur en ekki verið farið eftir því og verður sjálfsagl ekki fyrr en í vor eða sumar, sem sé tæpu ári eftir að ráð- herrann gaf það út. Það ber að fagna þeim aukna skilningi. sem stjórnarvöldin hafa allt f einu fengið á mik- ilvægi kennarastarfsins, en það er óþarfi að reyna að láta hlut þeirra sýnast betri en hann er. B. M i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.