Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Byssustingir gegn varnarlausu tólki
Föstudagur 22. maí 1964  —  29. árgangur  —  112. tölublað.
VÖRUR OG ÞJÓNUSTA
HAFA HÆKKAÐ UM
87AFHUNDRAÐI
¦   Samkvæmt útreikningum Hagstofunn-
ar er sá liður vísitölunnar, sem sýnir vör-
ur og þjónustu nú kominn upp í 187 stig,
og hafa vörur og þjónusta því hækkað
um 87% frá því viðreisn hófst. Hækkun
á þessum lið er 3% frá því í apríl.
¦  Þá má það einnig teljast til tíðinda,
að hin annars óumbreytanlega húsnæðis-
vísitala hækkar um 4 stig, og stenzt því
ekki lengur holskeflur dýxtíðarflóðsins.
Þá er nú flest farið úr skorðum í viðreisn-
arverðbólgunni, þegar húsnæðisvísitalan
tekur slíkt stökk!!
¦  Vísitala  framfærslukostnaðar  er  sam-  1
kvæmt þessu þann 1. maí s.l. 163 stig og
hefur hækkað um 2,2 stig frá 1. apríl. Mest
er hækkunin vegna verðhækkana á ýms-
um matvörum.
Halldór Laxness
Þorkell Sigurbjörnsson
FRA LISTAHATIÐI
BANDALAGS ÍSLENZKRA LISTAMANNA
GengiB frá dagskrá
HstahátíBarinnar
¦   Undirþúningur Listahá-
tíðar Bandalags íslenzkra
listamanna er í fullum
gangi og jeppi Ragnars Jóns-
sonar brennir miklu benzíni.
¦   í gær var svo málum
komið, að gengið hafði ver-
ið frá dagskrá, þótt breyt-
ingar séu að vísu enn hugs-
anlegar.
Hátíðin hefst í Háskólabíói
sunnudaginn 7. júní Gylfi Þ.
Gíslasan og Geir Hallgrímsson
flytja ávörp og Halldór Lax-
ness flytur setningarræðu. Flutt
verður tónlist eftir Jón Leifs
og Pál Isólfsson og eru
þar að verki Sinfóníuhljórn-
sveitin og kórarnir Fílharmon-
ía og Fóstbræður sameinaðir, og
mun ekki í annan tíma fleira
söngfólk saman komið á ein-
um palli hérlendis. Búketof
stjórnar hljómleikunum. Dag-
inn eftir halda þeir tónleika á
sama stað Vladímir Asjkenazí og
Kristinn Hallsson. Þeir flytja
lagaflokkana An die ferne Geli-
ebte eftir Beethoven og Dichter-
liebe ef tir Schumann og Vladimir
Framhald á 9.  síðu.
jandariisKir nermenn eru um aiiar j;uðir og hvort sem þeir kasta nap-
almsprengjum í Suður-Yietnam, þjálfa flugmenn til spellvirkja á Kúbu
eða veslast upp á Miðnesheiði, eru þeir hvarvetna brjóstvörn „hins frjálsa
heims", ódeigir baráttumenn frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Þeir
eru það þá væntanlega einnig heimi í Bandaríkjunum, þar sem myndin
er tekin í bænum Cambridge í Maryland, í næsta nágrenni við Washing-
ton. Byssustingjunum er miðað að varnarlausum blökkumönnum sem
hafa það eitt til saka unnið að ætlast til að staðið sé við hin fleygu orð og
fögru fyrirheit Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar um jafnan rétt allra manna.
Vill fá hluta af veiðarfærabirgðum
bæjarútgerðarinnar með í kaupbæti!
í gær var enn samn-
ingafundur um söluna á
Hafnarfjarðartogaran-
um Júní og náðist sam-
komulag ekki og var
málinu frestað.
Á fundinum var einkum
um það deilt hve mikið af
veiðarfærabirgðum  Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar ætti
að fylgja með í kaupunum
fyrir þessi 30 þúsund sterl-
ingspund, sem gríski útgerð-
armaðurinn hefur boðið í
togarann.
Grikkinn bar fram kröfu
um það að fá svo og svo
mikið af veiðarfærabirgðum
Bæjarútgerðarinnar     með
togaranum umfram það sem
Asluk Liestöl flytur hér háskólufyrir-
lestur um merka rúnufundi í Björgvin
Knlli  Little
Hingað er kominn Aslak Lie-
stöl, rúnafræðingur og safnvörð-
ur í Osló. lír hann hér í boði fé-
lagsíns lsland—Noregur, og í dag
föstudaginn 22. maí, klukkan
17.30 flytur hann fyrirlestur fyr-
ir almenning i I. kennslustofu
Háskóla Islands. Erindið fjallar
um rúnafundina við Bryggjuna
í Björgvin.
Fundur rúnakefla og rúna-
spjalda í Björgvin hefur vakið
athygli  sagnfræðinga  um  öll
Norðurlönd sakir þess, að hann
varpar nýju ljósi yfir notkun
rúnaleturs fram eftir öldum.
Rannsóknirnar hafa sýnt. að
Norðmenn notuðu rúnir á kefl-
um og spjöldum sem skrifletur
fram á 14. öld, eða vm heilli öld
eftir víg Snorra Sturlusonar.
Rúnafundirnir sýna að Norð-
menn hafa almennt verið læsir
og skrifandi á rúnir langt fram
eftir öldum. Meira að segja hafa
fundizt  dróttkvæðar  vísur  frá
miðri 14. öld. Fundirnir sýna
einnig, að rúnir vonu almennt
notaðar sem sendibréf og til
hverskonar  skilaboða.
Sennilegt er, að þessir fundir
muni breyta mjög skoðunum
manna á sögu og bókmennta-
sögu Norðurlanda.
Aslak Liestöl er sonur Knuts
Liestöls prófessors. sem var ís-
lendingum að góðu kunnur fyrir
það að hann ritaði mikið verk
um uppruna Islendingasagna.
er um borð í honum. Mikill
áhugi er hjá meirihluta út-
gerðarráðsins fyrir sölunni
á togaranum og bar meiri-
hluti þess fram gagntilboð
sem Grikkinn vildi ekki
fallast á og fékk hann frest
til þess að hugsa málið.
í sambandi við þessa sölu
á júní hlýtur sú spurning
að vakna hvort svo mikill
áhugi sé hjá ríkisstjórninni
í því að selja togarana úr
landi að hún knýi á útgerð-
arfyrirtækin um það að láta
mikið af veiðarfærabirgðum
fylgja með í kaupunum.
Væri fróðlegt að fá þetta at-
riði upplýst.
Sölu þessari verður vænt-
anlega  ráðið  til  lykta  ein-
Sigurjón Jónsson
látinn
Sigurjón Jónsson, húsvörður
hjá Ladssmiðjunni lézt í gær.
Hanns verður minnst síðar í
blaðinu.
hvern næstu daga og mitrn
Þjóðviljinn þá skýra nánar
frá málinu.
Drengur slasast í
umferðarslysi
Um kl. 1,30 í gær varð 10
ára drengur fyrir bifreið á
Skúlagötu á móts við Klöpp.
Drengurinn hljóp út á götuna
í veg fyrir bílmn, kastaðist
hann í götuna og fótbrotnaði og
meiddist einnig á höfði. Var
hann fluttur í sjúkrahús. Dreng-
urinn heitir Sigurður Óli Bald-
ursson, til heimilis að Höfða-
borg 5.
Slökkviliðið var
gabbaS tvívegis
S.l. sólarhring var slökkvilið*
ið í Reykjavík tvívegis gabbað
út með útköllum frá brunaboð-
um. Fyrst var það í fyrrinótt
kvatt niður á granda og síðan
var það aftur i gærdag kvatt
út með útkalli frá brunaboða að
Fjölnisvegi 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12