Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						r
Gamla apótekið verður fíutt að Arhæ
Miðvikudagur 27. maí 1964 —  29. árgangur — 116. töluglað.
Hvenær er unnt að
greiða hærra kaupl
Þjóðartekjurnar hafa meir en tvöfaldast frá 1959, og
viðskiprakjörin hafa einnig stórbatnað á sama tíma
£") Gylfi Þ. Gíslason,
viðskiptamálaráðherra og
fyrrverandi hagfræðiprófess-
or, kom fram í útvarpsþætt-
inum „Á blaðamannafundi"
í fyrrakvöld, og átti ráð-
herrann að ræða þar um
vandamál efnahagslífsins og
verðbólguna. Allt mál ráð-
herrans snerist fyrst, og
fremst upp í fullyrðingar um
að nú msetti með engu móti
hækka kaupgjald í landinu,
þótt ráðherranum vefðist
tunga um tönn að útskýra
þau hagfræðilegu lögmál,
sem krefðust þess.
Fram að þessu hefur það ver-
ið uppáhaldskenning hagspek-
inga viðreisnarinnar að undir-
stöður launahækkana væru auk-
in framleiðsla og hagstæð við-
skiptakjör út á við. Þjóðartekj-
ur hafa vaxið um 107% frá því
í ársbyrjun 1959. Kaup verka-
manna hefur samtímis haslck-
að um 55%, en þeirri hækkun
kaupmáttarins hefur verið rænt
jafnóðum aftur með beinum að-
gerðum ríkisvaldsins, sem dembt
hefur nýjum verðhækkunum
yfir launþega um leið og þeir
hafa   samið  um  smávægilegar
bætur vegna dýrtíðarinnar. Við-
skiptakjör síðustu ára eru held-
ur ekki afsökun fyrir þessum
afglöpum Gylfa Þ. Gíslasonar
og samráðherra hans. Á síðustu
árum hefur verð á ýmsum út-
flutningsvörum okkar stöðugt
farið hækkandi á heimsmark-
aðinum. I nýlegu hefti af Fjár-
málatíðindum Seðlabankans, er
út kom ekki alls fyrir löngu, er
t.d. línurit, sem sýnir, að við-
skiptakjör okkar bötnuðu um
ca. 12% á árinu, — einmitt þeg-
ar ríkisstjórnin felldi gengið til
að  ræna  aftur   auknum  kaup-
mætti vinnandi fólks eftir verk-
föllin  sumarið 1961.
Með þessum aðgerðum og öðr-
um svipuðum hefur ríkisstjórn-
inni tekizt að halda niðri kaup-
mætti launanna, þrátt fyrir vax-
andi framleiðslu, stórhækkandi
þjóðartekjur og bætt viðskipta-
kjör, en allt eru þetta rök fyr-
ir hærra kaupi vinnandi fólks,
og er hér með skorað á hæst-
virtan viðskiptamálaráðherra að
mótmæla því með hagfræðileg-
um rökum.
Sýslunefndar-
maður kjörinn í
Hveragerði
Sl. sunnudag fór fram kosning
sýslunefndarmanns í Hveragerði.
Tveir listar komu fram, D-listi,
borinn fram af Sjálfstæðismönn-
um, og H-listi, borinn fram af
óháðum. Úrslit urðu þau að D-
listi hlaut 103 atkvæði en H-
listinn 112 atkvæði og var kjör-
inn af honum Þórður Jóhanns-
son kennari.
Á kjörskrá voru 345 en at-
kvæði greiddu 219, 4 seðlar voru
auðir.
Skipstjórnarmenn mótmæla óeðlilega lágu fiskverði
Sjómennirnir á SuBurnesjum
krefjust heiðurlegs uppgjörs
KEFLAVlK. 26. maí. — Sjó-
menn á Suðurnesjum eru mjög
óánægðir meö þessi vertíðarlok,
en ekki sízt vegna þess að upp-
gjör allt er í ólestri og töfum,
einkum  þorsknótarbátanna.  Það
ísold gullna
nú í koll
Kristmanni!
I gær var enn áfram
haldið réttarhaldi í meið-
yrðamáli Kristmanns Guð-
mundssonar gegn Thor Vil-
hjálmssyni. Fyrir rétt kom
skólastjóri einn hér i bæ
og lýsti yfir, að hann heffti
færzt undan komum Krist-
manns eftir að hafa lesið
bókina ísold hin gullna,
vildi ekki mann er þjóf-
kenndi heila stétt! Þá voru
lögð fram í réttinum hæfn-
isvottorð sem skólastjórar
utan af landi og tveir j
Reykjavík hafa veitt Krist-
manni. Nánar verður sagt
frá réttarhaldinu á morg-
un.
er krafa sjómanna að því verði
kippt í lag áður en síldarvertíð-
in  hefst.
Talið er í verstöðvunum að
það geti tafið fyrir síldarvertíð-
inni ef fáeinir útgerðarmenn
reyna að hafa fé af sjómönnum
vegna fyrirskipunar LÍÚ-forust-
unnar. Það er krafa sjómanna
og annarra sem eiga sitt und-
ir því að síldveiðarnar takist
vel. áð ekki komi til stöðvun-
ar veiðanna af þessum sökum.
Einnig er mikil óánægja með-
al sjómanna með h'ð óeðlilega
lága fiskverð og vinnubrögð
þau sem undanfarið hafa verið
viðhöfð við ákvörðun þess.
Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagið Vísir í Keflavík hélt fund
23. þ.m og var bár einróma
samþykkt bess ílyktun um
fiskverðið:
„Fundur haldinn í Skipstjóra-
og stýrimannafélaginu Vísi í
Keflavík 23. maí 1964 mótmæl-
ir óeðlilega Iágu fiskverði á Is-
landi o" sérstaklega þó þeim
vinnubrögðum, sem átt hafa sér
stað undanfarið í störfum verð-
lagsráðs sjávarútvegsins, þar
sem ekkert tillit hefur verið tek-
ið til síT'axandi dýrtíðar Og þar
af Ieiðandi vaxandi framfærslu-
kostnaðar sjómanna og fjöl-
i skyldna þeirra.
Fundurinn krefst þess, að
verðákvörðun verði alltaf lokið,
áður en veiðar hef jast. Nú skor-
ar fundurinn á alla sjómenn að
hefja ekki síldveiðar fyrr en
verð á sumarsíld liggur fyrir.
Fundurinn telur að full þörf
sé á endurskoðun laga um verð-
lagningu sjávarafurða."
ÞESSA DAGANA er verið að
rífa hið gamla og fornfræga
hús Gamla apótekið við Aust-
urvöll en eigandi þess, Þor-
steinn Scheving Thorsteinsson
lyfsali hafði gefið Reykjavíkur-
borg húsið með því skilyröi að
það yrði endurreist að ein-
hverju Ieyti uppi í Arbæ.
ÞJÓÐVILJINN átti í gær tal við
Lárus Sigurbjörnsson safnvörð
og innti hann eftir sögu húss-
ins og fyrirhugaðri endurreisn
þess að Arbæ.
*
HtTSIÐ ER byggt árið 1834 af
fyrsta apótekaranum í Reykja-
vík, Oddi Thorarensen, sagði
Lárus. og var apótekið þar til
húsa fram um 1920. Er þetta
því eitt með allra elztu húsum
bæjarins. Húsið hefur verið
mjög vönduð bygging á sinni
tíð en því hefur verið marg-
sinnis breytt, bæði allri inn-
réttingu og eins byggðir við það
skúrar og settir á það kvistir.
Er ætlunin að endurreisa húsið
í sem upprunalegastri mynd
hvað ytra útlit snertir, Þó verð-
ur kvisturinn sem snýr út að
Austurvelli og ekki er uppruna-
legur látinn halda sér.
-¥¦
ÆTLUNIN ER að koma upp í
húsinu sýningarsal þar sem
sýnt verður ýmislegt er varðar
sogu Reykjavíkur og einstakra
húsa. Verður komið upp gömlu
apóteki í öðrum enda hússins
og ennfremur verður sýnd ýmis
gömul læknatæki.
¦¥¦
ÞA SAGÐI LARUS að ætlunin
væri aö koma upp sjóminja-
safni að Arbæ í gamalli sjóbúð
og ennfremur heföi sér komið
til hugar að ef gömlu Bern
höftshúsin yrðu flutt að Arbæ
að setja upp í þeim handiðnað-
arsafn. Er slíkt safn þegar til
og er það geymt í kjallara Iðn-
skólahússins.
AÐ LOKUM sagði Lárus að nú
væri verið að vinna að skipu-
lagningu sýningarsvæðisins f
Arbæ en of snemmt væri enn
að skýra frá því máli.
Gamla apótekið við AusturvöII. Þegar er búið að rífa hluta af þak-
inu en hliðin Austurstrætismegin stóð enn uppi er þessi mynd var
tekin. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason).
Cuggnur Alþýðu-
flokkurinn á söl-
unni ú bv. Júní?
¦  Gert hafði verið ráð fyrir að í gær yrði haldinn
fundur í bæjarstjóm Hafnarfjarðar og væri ætlunin að
láta bæjarfulltrúa íhaldsins og Alþýðuflokksins rétta upp
hendurnar með hinni smánarlegu sölu togarans Júní úr
landi.
¦  Ekki varð af fundinum og er talið líklegt að hin
gífurlega óánægja sem risið hefur vegna þessarar óverj»
andi ráðstöfunar á almannaeign hafi heyrzt alla leið upp í
ríkisst'jórnina, og sé meira að segja Emil Jónsson orðinn
smeykur um fylgi flokksins í Hafnarfirði ef samvinnan
við íhaldið á að kosta það að ganga af bæjarútgerðinni
dauðri.
¦  Hafnfirðingar leituðu í Alþýðublaðinu í gær eftir
vörn fyrir bæjarútgerðina og mótmælum Verkámannafé-
lagsins Hlífar gegn hinni smánarlegu ákvörðun um söluna
á Júní, en fundu fátt.
Samningum haldið áf ram
Q Samningafundir halda stöðugt áfram lyrir milli-
göngu sáttasemjara ríkisins milli samninganefndar verka-
lýðsfélaganna af Norðurlandi og Austurlandi og fulltrúa
atvinnurekenda. Hafa samningfundir staðið fram eftir
nóttu undanfarið og var fundur enn boðaður í gærkvöld.
! j Viðræðurnar milli fulltrúa Alþýðusambandsins og
fulltrúa ríkisstjórnarinnar hafa einnig haldið áfram.
MIKILÁTÖKÍ LIMA
Sjá síðu Q
25 ára afmæli Kven-
fé/ags sósíafísta
[ | 30. marz sl. voru liðin 25 ár frá stofnun Kvenfé-
lags sósíalista. í tilefni afmælisins kom núverandi stjórn
félagsins saman til fundar í fyrrakvöld ásamt nokkrum
af fyrrverandi formönnum félagsins og voru fréttamaður
og ljósmyndari frá Þióðviljanum mættir á 'fundinum. Er
trásögn af starfsemi félagsins birt á 4. síðu blaðsins í dag.
I | Myndin hér að ofan er af 5 af 7 konum er gegnt
hafa formannsstörfum í félaginu og mættar voru á fund-
inum en þær eru talið frá vinstri. Fremri röð: Hallfríður
lónasdóttir og Valgerður Gísladóttir. Aftari röð: Helga
Rafnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Elín Guðmunds-
dóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12