Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 29. maí 1964 — 29. árgangur —  118  tölublað.
FáheyrS spellvirkl á harnaheimlli:
Þjófur brýtur ullt og
brumlur á Grænuborg
? í fyrrinótt var framið innbrot í barnaheim-
ilið Grænuborg og unnin þar mjög mikil spellvirki
en ekki er vitað til þess að neinu hafi verið stolið
enda engir peningar geymdir þar. Var bókstaf-
lega öllu umsnúið í skrifstofu, leikherbergjum og
eldhúsi og munir brotnir og eyðilagðir og skjöl
rifin og tætt.
Sá sem þarna hefur verið að
verki hefur brotizt inn baka til
í húsið og farið í gegnum leik-
herbergi inn í skrifstofu for-
stöðukonunnar, væntanlega í
leit að peningum. Á skrifstof-
unni voru hins vegar engir pen-
ingar geymdir og peningakass-
inn stóð opinn því að þarna hef-
ur  verið  brotizt  inn  áður  og
peningakassinn brotinn  upp.
Svo virðist helzt sem þjófur-
inn hafi gersamlega tryllzt. er
hann fann enga peninga því að
aðkoman í gærmorgun var lík-
ust því að fellibylur hefði herj-
að um stofurnar, sagði Leif
ur Jónsson rannsóknarlögreglu-
maður. 1 skrifstofu forstöðukon-
unnar  hafði  öllu verið snúið,
Tveir bátar sjósett-
ir í NeskaupstaB
-  '
Myndin er af SIF IS 500. — (Ljósm. H. G.).
NESKAUPSTAÐ, 25/5 — Um
miájan mánuðinn var hleypt af
stokkunum tveimur bátum hjá
Dráttarbraut Neskaupstaðar h.f.
Annar þeirra er 95 lesta eikar-
bátur með aluminium yfirbygg-
KA vann Fram
3:2 í gœrkv.
f gærkvöld fór fram leikur
milli Fram og Akurnesinga í
íslandsmótinu og var leikið á
Laugardalsvellinum. — Leikar
fóru þannig að Akranes vann
með 3:2.
Framarar skoruðu fyrsta
mark leiksins, en 1 hálfleik var
staðan orðin 2:1 fyrir Akranes.
f síðari hálfleik skoraði svo
hvort liðið um sig feitt mark.
ingu og 375 hestafla „Krom-
hout"-véI, og er það staersti bát-
ur sem hér hefur verið smíðað-
ur  til  þessa.
Teikningu gerði Egill Þor-
finnsson í Keflavík, en yfir-
smiður var Ólafur J. Ölason
skipasmíðameistari.     Væntan-
legur eigandi bátsins er Gestur
Kristjánsson á Súgandafirði
vestur og hefur báturinn hlotið
nafnið SIF IS 500.
Hinn báturinn, Gullfinnur NK
78, er mun minni eða 11 lestir
en hraðgengur, enda knúinn 125
hestafla „Perkins"-vél. Yfir-
smiður við þennan bát var
Lindberg Þorsteinsson, en eig-
andi hans er Sigurður Hinriks-
son, reyndur smáútgerðarmaður
hér í bæ. Gerði hann sjálfur
ýmsar tillögur um nýjungar
varðandi smíði og útbúnað báts-
ins.                 — H.  G.
skjöl rifin og eyðilögð og hús-
munir brotnir. Síðan hafði
spellvirkinn lagt leið sína um
tvær leikstofur og eldhúsið og
eyðilagt þar allt sem hönd á
festi. Húsmunir voru brotnir,
ljósakrónur molaðar, tveir gítar-
ar og tromma svo og útvarps-
tæki eyðilögð. grammófónplöt-
ur, leiktæki og 5 rúður brotnar,
blómapottum fleygt í gólfið svo
að moldin var út um allt og
teikningar og handavinna barn-
anna tætt og skemmd.
Auk þess sem tjónið af spell-
virkjum þessum er mjög mik-
ið torveldar þetta einnig mik-
ið starfsemi barnaheimilisins en
þarna eru 60 börn daglega og
er að sjálfsögðu erfitt fyrir
starfsfólk barnaheimilisins að
veita þeim móttöku við þessar
aðstæður.
Rannsóknarlögreglan     biður
alla þá sem kynnu að hafa orð-
ið yarir við mannaferðir þarna
í nágrenninu í fyrrinótt að gefa
upplýsingar.
Ekki enn furið uB lugu
lóðino eftir þrjátíu url
•k Þessa dagana stendur yfir mikil herferð í sambandi við
hreinsun lóða og fegrun borgarinnar fyrir lýðveldisafmælið 17. júní
n.k. og hafa borgaryfirvöldin skorað á Ióðaeigendur að taka nú
til höndum og laga til hjá sér. Að sjálfsögðu verða borgaryfir-
völdin að ganga á undan með góðu fordæmi ef þau eiga að geta
vænzt þess að áskorun þeirra beri árangur og þurfa þau þá í
mörg horn að líta.
•k Okkur hefur t.d. verið bent á það að enn sé ekki farið að
laga lóðina í kringum Laugarnesskólann og eru liðin um 30 ár
síðan skólinn tók til starfa. Hér á myndinni sést hluti af skóla-
lóðinni og gefur hún ofurlitla hugmynd um það hvernig þarna
er umhorfs. Þess má þó geta að þarna á lóðinni er skúrræksni
sem ekki sést á myndinni og væri vissulega tímabært að - fara
að f jarlægja það og laga lóðina. Hvernig væri að rífa a.m.k. skúr-
inn fyrir 17. júní. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason).
Bálför Nehrus vat
gerð í gærdag
NEW DELHI 28/5 — í dag var gerð á bakka
Jumnafljóts bálför Nehrus, forsætisráðherra Ind-
lands. Dóttursonur Nehrus bar blys að bálkesti
hins látna, og þegar logarnir tóku að læsast í lík
ið laust mannfjöldinn upp ópi: Nehru lifir, leng*
lifi Nehru.
Rætt viðLúðvík um störfAlþ.
Sjá síðu @
Gífurlegur mannfjöldi var
viðstaddur bálför Nehrus og
skiptir _ talan hundruðum þús-
unda. Ösku Nehrus mun síðar
verða dreift í helztu fljót Ind-
lands. Við bálförina var leikinn
enski sálmurinn Abide with me
— Dvelstu með mér, sem Nehru
hafði  mikið dálæti  á.
Hvarvetna  minnst
Viðstaddir bálför Nehrus voru
fjölmargir þjóðhöfðingjar eða
fulltrúar þerira. Hvarvetna um
heiminn er Nehru minnst, og
eru dómarnir um hann mjög á
einn veg, að hann hafi verið
einn mikilhæfasti stjórnmála-
leiðtogi  sinnar tíðar.  Helzt  eru
Bæjarstjórnar-
fundur í dag um
söluna á Júní
í dag kl., 5 síðdegis hefur verið
boðaður aukafundur í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar og er fund-
arefni till.aga meirihluta útgerð-
arráðs um sölu á togaranum
Júní. Mábúast við, því ,að fjöl-
mennt.-verði. á fundinum því að
þetta er mikið hitamál í Hafn-
arfirði.
Portúgalar undantekning, e^
eins og menn muna voru þei
í tíð Nehrus sviptir Goa, síð
ustu nýlendu sinni í Asíu. Dag-
blöð í Portúgal gera harða hríð
að hinum látna forsætisráð-
herra, og eitt þeirra gengur svo
langt að segja, að enda þótt
hann sé nú látinn, muni hann
alltaf verða í vitund Portúgala
viðurstyggileg  persóna.
Eftirmaður  valinn
Á  morgun  verður  fundur  i
NEHRU
framkvæmdanefnd     Kongress-
flokksins indverska til þess að
ræða það, hver taka skuli sæti
Nehrus. Nefndin mun síðan til-
kynna þingflokkinum ákvörðun
sína og síðan velur þingflokk-
urinn formlega nýjan forsætis-
ráðherra.
Samninga-
fundir
SAMNINGAFUNDIR halda enn
áfram af fullum krafti á
milli verkalýðsfélaganna fyr-
ir norðan og austan og at-
vinnurekenda. Stóð fundur-
inn, sem boðaður var í fyrra-
kvöld til kl. 4.30 um nótt-
ina, en lítið mun þó hafa
þokazt í samkomulagsátt. Nýr
fundur var svo boðaður aft-
ur í gærkvöld kl. 9.
VIÐRÆÐUE ríkisstjórnarinnar
og Alþýðusambandsins halda
einnig stöðugt áfram, og var
formlegur fundur með ríkisf-
stjórninni og aðal viðræðu-
nefnd     Alþýðusambandsins
síðdegis í gær.
Áætlun um ferðir
Eimskipafélags
Eimskipafélag fslands hefur
nýverið sent frá sér áætlun um
ferðir skipa félagsins milli
Reykjavíkur og Antwerpen,
Hamiborgar, Hull Kaupimanna-
hafnar, Leith, New York og
Rotterdam fram til næstu ára-
móta.
f áætluninni er gert ráð fyr-
ir reglubundnum ferðum á 10-11
daga fresti frá Hamborg og
Rotterdam til Reykjavíkur og
frá Bretlandi verða 3-4 ferðir í
mánuði þ.e.a.s. hálfsmánaðarlega
frá Leith og á þriggja vikna
fresti frá Hull. Frá Kaupmanna-
höfn verða ferðir á hálfsmán-
aðar fresti og á þriggja vikna
fresti frá Antwerpen og New
York.
Þá munu skip félagsins ferma
einu sinni til tvisvar í mánuði
í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Rússlandi, Póllandi og fleiri
löndum þótt fastar áætlanir
hafi ekki verið gerðar um þær
ferðir og verður flutningaþörfin
að nokkru að ráða hve tíðar
þær ferðir verða. Verða þær
ferðir auglýstar í dagblöðunum
með nokkrum fyrirvara. Áætlun-
in um hinar föstu ferðir skipa
félagsins fæst hins vegar á skrif-
stofu félagsins hér í Reykja-
vík.
Peninga-
kassa með
30 þúsund
kr. stolið
I fyrrinótt var framið
innbrot í blómaverzlunina
Rósina í Vesturveri og var
stolið þar péningakassa
með um 30 þúsund krón-
um í peningum og ávísun-
um. Hefur þjófurinn brot-
izt inn baka til i verzlun-
ina. Þjófurinn var ófund-
inn er blaðið átti tal við
rannsóknarlögregluna síð-
degis í gær.
Stofnþing sambands málm - og
skipasmiða befst á morgun
?  Stofnþing sambands málmsmiða og skipasmiða hefst á morgun, laug-
ardag, hér í Reykjavík.
G  Þingið fer fram í húsi Dagsbrúnar  og  Sjómannafélags  Reykjavíkur
við Lindargötu og verður sett kl. 2 e.h.
D  Það eru sjö launþegafélög í málmsmíði og skipasmíðum sem þegar
hafa samþykkt. þátttöku í sambandinu,  standa  að  stofnun  þess  og
•  senda fulltrúa á stofnþingið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12