Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 30. maí 1964 — 29.  árgangur —  119. íölublað.
Hvað verður um Indland?
Á 7. síðu Þjóð-
viljans í dag eru
birt erlend tíðindi
og ritar Magnús
Torfi Ólafsson þar
um JAWAHARL-
AL NEHRU, hinn
látna forsætisráð-
herra Indlands, og
ræðir stjórnmála-
ástand og horfur
í Indlandi og Asíu-
málum við fráfall
hans.
Spellvirki unnin
á sumarbústöðum
¦ Að undanförnu hafa ver-
ið mikil brögð að því að
unnin hafa verið spellvirki
i sumarbústöðum í landi
nokkurra jarða í Mos-
fellssveit. — Hafa verið
brotnar rúður í allmörgum
bústöðum og öllu umsnúið
inni í þeim en ekki virðist
neinu hafa verið stolið.
Alls munu það vera 15 sumar-
bústaðir sem orðið hafa fyrir
heimsókn skemmdarvarga og eru
sumarbústaðirnir í löndum jarð-
anna Laxness, Helgadals og
Hraðastaða. Vart var við
skemmdir á þremur þessara bú-
staða í síðustu viku en nú á
miðvikudaginn barst Hafnar-
fjarðarlögreglunni svo kæra yfir
skemmdum á 12 öðrum bústöð-
um. Fór lögreglan á vettvang og
telur nú að þarna muni hafa
verið að verki drengir um eða
yfir fermingaraldur en ekki hafði
hún haft hendur í hári spell-
virkjanna er blaðið leitaði frétta
hjá henni í gær.
Helgi Flóventsson
komíin ásíld
! fýrrakvöld hélt Helgi Fló-
Ventsson frá Húsavík út á síld-
armiðin fyrir Norðurlandi og
rnun vera fyrsti síldarbáturinn.
sem heldur út á miðin. Skipstjóri
á Helga Flóventssyni er Hreiðar
Bjarnason.
Hvarvetna er nú undirbúning-
ur undir síldveiðar í fullum
gangi og mikil aðsókn að dráttar-
brautum til þess að hreinsa skip-
in fyrir sumarið.
Eins og áður segir hefur engu
verið stolið úr bústöðumim held-
ur er hér um hreina skemmdar-
starfsemi að ræða. Hafa rúður
verið brotnar í öllum bústöðun-
um með grjótkasti og í sumum
bústaðanna hafa verið brotnar
upp hurðir og öllu umturnað
inni í bústöðunum. Er það svo
sem ekki ný bóla að skemmda-
vargar ráðist þannig á sumar-
bústaði og önnur mannlaus hús
og vinni á þeim stórspjöll.
AlþýSubandalagiS mótmœlfi sölu Hafnarf'jarSarfogarans
Alþýðufhkkurinn og íhaldiB
selja Júní fyrir smánarverB
~2 Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu í gaer á fundi í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar hina smánarlegu sölu á togaranum Júní, eign
Bæjarútgerðarinnar. Var togarinn seldur úr landi fyrir 3.6 miljónir króna
tneð öllum útbúnaði.
Frá Skákmofmu
í Amsterdam
Nánari fregnir hafa nú borizt
af úrslibum í 5. og 6. umferð
á millisvæðamótinu í skák í
Arnsterdam. I 5. umferð gerðu
þeir jafntefli Reshevsky og Port-
isch, Evans og Lengyel, Vranesic
og Spaáskí. Þá var það rang-
tiermt í blaðinu í gær að Gligor-
ic hefði unnið Darga og varð sú
skák einnig jafntefli.
1 6. umferð vann Spasskí Port-
isch, Gligoric vann Tringov,
Quinones vann Kerez og Berger
Vann Rosetto. Biðskákir urðu hjá
Lengyel og Vranesic og Reshev-
sky og Evans.

Fyrri Rolls Royce flugvél
Loftleiða kom hingað ígær
¦  Rétt fyrir hádegi í gær lenti hin nýja og glæsilega
Rolls Royce flugvél Loftleiða á Keflavíkurflugvelli eftir
sex og hálfs tíma flug frá New York. Var mikill mann-
fjöldi samankominn á vellmum til þess að fagna komu
flugvélarinnar sem hlotið hefur nafnið Leifur Eiríksson.
¦  Með flugvélinni kom fjöldi boðsgesta, þar á meðal
Thor Thors ambassador, er flutti ræðu við komu vélar-
innar.
Áður en flugvélin lenti á
Keflavíkurflugvelli tók hún á
sig krók og flaug yfir Surtsey
og Reykjavík og seinkaði komu
hennar nokkuð af þeim sökum.
Verkstjóraskipti hjá
Bmskipafékgmu
GuAmundur Jónsson sem starf- t
að hcfur sem yfirverkstjóri hjá
Eimskipafélaglnu við Reykjavík-
urhöfn frá því um áramótin
1958—59 hefur sagt upp þvf
gtarfi sínu og fer úr því 1. júní.
Þetta er 9 n umsvifame<:t;,
verkstjórastaða i Reykjavík oa
er Guðmundur vel látinn og vin-
sæll í starfi af öllum sem hjá
honum hafa unnið. Hann hefur
verið ráðinn yfirverkst.ióri hjá
Hafskip h.f. og tekur við því
starfi um mánaðamótin.
Eftirmaður Guðrhundar h]á
Eimskip mun verða Valdimar
Björnsson, núverandi skipstjóri
á  Goðafossi.
Er flugvélin hafði lent gekk Thór
Thórs fyrstur út úr vélinni og
flutti hann stutt ávarp. Sagði
hann m.a. að þetta væri stór
stund í sögu íslenzkra flugmála.
Stjórn Loftleiða með Kristján
Guðlaugsson stjórnarformann og
Alfreð Elíasson forstjóra í broddi
fylkingar tók á móti gestunum
við landganginn og afhenti kona
Alfreðs. frú Kristjana Thor-
steinsson flugstjóra vélarinnar,
Magnúsi Guðmundssyni, blóm-
vönd.
Með flugvélinni komu eins og
áður segir boðsgestir þar á með-
al íslenzkir blaðamenn er boðn-
ir höfðu verið í þessa fyrstu ferð
flugvélarinnar ennfremur marg-
ir ferðaskrifstofumenn frá Banda
rikjunum sem .Loftleiðir höfðu
boðið hingað til þess að kynnast
starfsemi félagsins, landi og
Wóð.
Laust eftir hádegi í gær fór
svo, flugvélin í sýningarflug með
íslenzka boðsgesti og flaug vélin
¦;,:.:.;.:y, v¦,¦-:¦;¦¦ ,:::,.;.yv:-:-y,              ::^ý'x:::v>>:ííK'M,:,::x':':W>:,:v^
m.a. hér yfir borginni og vakti
flug hennar mikla athygli borg-
arbúa.
Eins og áður segir hefur flug-
vélinni verið gefið nafnið Leifur
Eiríksson en flugvél sú er áður
bar það nafn hefur verið skfrð
upp og heitir nú Bjarni Herjólfs-
son. Einkennisstafir nýju flug-
vélarinnar eru TF-LLF.
G Fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í bæjarstj.
Hafnarfjarðar, Kristján
A.ndrésson, mótmælti
sindregið sölunni og var
sini bæjarfulltrúinn sem
atkvæði greiddi gegn
henni.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt
fund í gær.
Fyrir fundinum lá tillaga frá
meirihluta útgerðarráðs um sölu
á togaranum Júní fyrir 3,6 milj-
ónir króna.
Hafði Kristinn Gunnarsson,
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins,
framsögu fyrir tillögunni og
taldi ekki annað að gera en selja
togarann og selja hann á þessu
verði. Virtist hann þó eiga mjög
örðugt að finna nokkur rök fyrir
þeim staðhæfingum. og þá þau
helzt, að enginn grundvöllur
væri fyrir togaraútgerð í land-
inu!
*  Alþýðubandalagið
mótmaelir
Kristján Andrésson, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, ítrekaði
þá afstöðu sem hann hafði tekið
í útgerðarráði þegar rætt var þar
um söluna á Júní, og Þjóðvilj-
inn hefur skýrt frá.
Framhald  á  2.  síðu.
Kristján  Andrésson
Sjóstangaveföimótið
var sett í gærkvöld
ROLLS ROYCE flugfvélin á flugi
yfir Reykjavík í gærdag. —
(Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason).
í gærkvöld var sett hér í
Fteykjavík fimmta alþjóða-
sjóstangaveiðimótið     sem
haldið er hér á landi og er
það fyrsta mótið sem haldið
er hér í Reyk'javík, en fyrri
mótin hafa öll verið haldin
í Vestmannaeyjum. Þátttak-
endur í mótinu eru um 60
^ð tölu bæði innlendir og
'rlendir.
Flestir þátttakendur í mótinu
em héðan úr Reykjavík en einn-
ig eru nokkrír þátttakendur frá
Akureyri og Keflavík og víðar
að af landinu. Ennfremur eru
svo þátttakendur bæði frá Bret-
landi og Bandarikjunum. Má
geta þess að meðal þátttakenda
héðan úr Reykjavík er hinn
kunni aflakóngur, Haraldur Ás-
geirsson skipstjóri á Guðmundi
Þórðarsyni,
Farið verður í fyrsta róðurinn
í dag og er lagt af stað kl. 9
en alls stendur mótið yfir i þrjá
daga. Hafa 10 bátar verið leigð-
ir til veiðanna og verða 6 kepp-
^rlur í hverjum bát.
Á mót'nu er keppt um £jöl-
Framhald  á  2.  síðu.
f
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12