Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 1
HVASSVIDRl OLLl VATNSLEYSI f GÆR Milli kl. 10 og 11 £ gær- morgun slitnaði Lögbergs- raflínan í rokinu sem þá var og við það fór raf- magnið af dælunni við Gvendarbrunna svo að vatnslaust varð víða í borg- inni, a.m.k. á öllum stöð- um sem hærra liggja. Bú- ið var að gera við bilun- ina um kl. 3 í gær en erf- itt var við að eiga vegna hvassviðris. Rokið mældist 13 stig og þá fauk mælirinn ■^rl I gærmorgun gerði mik- ið hvassviðri sunnan- lands og var veðurhæð- in víða 7—8 vindstig á Suðurlandi og einnig sums staðar austanlands og vestan. Hcr í Rvík mældust 8 vindstig. Mest var veðurhæðin í Vestmannaeyjum, 13 vindstig, og þá fauk mælirinn svo að ekki var hægt að mæla vind- hraðann lengur. Skóla- hald lagðist niður í Eyj- um vegna óveðursins og einnig varð að fresta þar jarðarför sem fram átti að fara í gær. Litl- skemmdir munu þó hafa orðið af völdum veðursins. ★ Framan af deginum var snjókoma hér sunnan- lands en upp úr hádeg- inu fór að hlýna og var kominn 6 stiga hiti á Rangárvöllum kl. 2 e.h. ÍC Norðanlands var snjó- koma i gær en hægt veður. Nítján árekstrar ígær SAMKVÆMT upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk hjá lögregl- unni í gærkvöld urðu hvorki meira né minna en 19 bif- reiðaárekstrar yfir daginn ALLIR þessir árekstrar urðu á tímabilinu frá klukkan 6 um morguninn til klukkan 8 um kvöldið ENGIN slys urðu á mönnum. 370 fu/ltráar á þingi A.S.Í. Qll kjörbréf afgreidd Þrjú ný k.iörbréf voru sam- þykkt á fundi Alþýðusambands- þings í gær. Lagði kjörbréfa- nefnd til að tveir fulltrúanna yrðu samþykktir til þingsetu með málfrelsi og tillögurétti, fulltrúar Harðar í Hvalfirði og Verklýðsfélags Hrútfirðinga, þar eð ekki hafði verið fylgt reglum sambandsins við kosn- inguna hvað tíma snerti. Fram kom hins vegar tillaga um að samþykkja kjörbréf þessara fulltrúa skilyrðislaust og var hún / samþykkt. Samþykkt var einnig kjörbréf fyrir fulltrúa frá Verkalýðsfélagi Breiðdæl- inga. Það kjörbréf barst ekki fyrr en í gær. Lýsti kjörbréfanefnd þá yfir að öll kjörbréf hefðu verið af- greidd og teldi hún sig hafa lokið störfum. Sitja 370 fulltrú- ar þingið. MIKLAR UMRÆÐUR UM LAGABREYTINGAR A ASI-ÞINGI Treysta verður fjárhagsgrundvöll heildarsamtaka íslenzkrar alþýðu ■ Meginverkefni Alþýðusambandsþings í gær var að ræða tillögur um lagabreytingar, sem fram eru komnar, bæði frá miðstjórn og einstökum þingfulltrúum. ■ Eðvarð Sigurðsson og Hannibal Valdimarsson sem töluðu um tillögur miðstjórnarinnar lögðu þyngsta áherzlu á þá breytingu, að ákvæðið um upphæð skatts til Alþýðusambandsins yrði tekið úr lögunum og það lagt á vald meirihluta Alþýðusambandsþings hverju sinni, í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sambandsins, hver skatturinn yrði. ■ í fjárhagsáætluninni, sem fyrir þinginu liggur, er miðað við hækkun skatts á félaga úr 52 krón- um í 95 krónur fyrir karla, 75 kr. fyrir konur. Lagabreytingar — og sambandsstjórn! Eggert G. Þorsteinsson, Pétur Sigurðsson og Jón H. Guðmundsson mótmæltu hinum fyrirhuguðu lagabreytingum miðstjómarinnar í. ýmsum greinum, en lögðu aðaláherzlu á að tengja hugsanlega sam- þykkt lagabreytinganna því að takast mætti almennt samkomulag um næstu stjórn Alþýðusambandsins. Sverrir Hermannsson skoraði hins vegar fastlega á þingfulltrúa að samþykkja fyrirætlanir stjórnar ASl um þær lagabreytingar sem varða ákvörðun skatta og fyrirhugaða hækkun, taldi þar jafn- vel of skammt gengið. Öllum mætti ljóst vera að til uppbyggingar Alþýðusambandsins yrði að tryggja sambandinu fjárhagslegan grundvöll. Óskar Garibaldason frá Siglufirði mælti sterklega með lagabreyt- mgunum og taldi þær nauðsyn ekki einungis Alþýðusambandinu heldur einnig fjórðungssamböndunum, en þau fá þriðjung skatts- ins fyrir félögin sem í þeim eru. Fulltrúar á þingi ASÍ Útför Ólafs Friðrikssonar í gær fór bálför Ólafs Frið- rikssonar fram frá Fossvogs- kepellunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Fánar Sjómannafé- lagsins og Dagsbrúnar voru í kirkjunni í virðingarskyni við hinn látna. Séra Þorsteinn Björnsson flutti minningarræð- una. Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún og Alþýðusamband fslands sáu um útförina. Kveðja frá Ottó Þingforseti Alþýðusambands- þings las í gær skeyti sem þing- inu hafði borizt, á þessa leið: — Þing Alþýðusambands Is- lands. KR-húsinu, Reykjavík. Myndin er af nokkrum Vestfirðingum og SnæfcIIingum á Alþýðu- sambandsþingi. Til vinstri á myndinni er Guðbrandur Guðbjartsson frá Ólafsvík, en hinumegin við borðið sitja, talið frá hægri: Jör- undur Engilbertsson frá Súðavík, Sævar Guðmundsson frá Bol- ungarvík, Guðmundur Friðgeir Magnússon frá Þingeyri, Elínbergur Sveinsson frá Ólafsvík og Einar Magnússon frá Stykkishólmi. Þakka heiður mér sýndan. Hamingja fylgi störfum þings- ins. Ottó N. Þorláksson. Var skeytinu tekið með þrótt- miklu lófataki fulltrúanna. Fyrirhug'uð skattahækkun Hannibal minnti á að ekki væri farið fram á meira með fyr- irætlunum miðstjórnar en að tryggja ASÍ röskar tvær miljónir í árstekjur, af 35 þúsund manna sambandi. BSRB hefði nú tryggt sér allt að tveggja miljóna króna skatttekjur, og teldi það samband þó ekki nema 5000—6000 félaga. Til samanburðar mætti geta þess að Alþýðusamband Noregs tæki sem svarar 180 kr. skatt af hverjum félaga sínum, tvöfalt meira en hér væri farið fram á. SILDARBATUR STRAND- AR VIÐ ÖNDVERÐARNES Félagsréttindi Önnur veigamesta lagabreytingin sem miðstjómin leggur til er við 11. grein sambandslaganna. Lagt er til að aftan við greinina bætist þessi málsgrein: „Ekkert félag í sambandinu má hafa sem aðalfélaga neinn þann sem tvö sl. ár hefur ekki unnið í einhverri þeirra starfsgreina, sem félagið hefur samning fyrir, nema hann hafi hætt störfum fyrir aldurs sakir eða verið kvaddur til að gegna starfi fyrir sambandsfélag eða Alþýðusambandið." Taldi Eðvarð í framsögu að mikill misbrestur hefði á því orðið Framhald á 9. síðu. ÓLAFSVÍK 18/11 — Á áttunda tímanum í morg- un strandaði Báran KE 3 við Öndverðarnes á Snæfellsnesi og festist báturinn á landföstum klöppum og gat skipshöfnin gengið þurrum fót- um í land. Blíðalogn var á þessum slóðum. Björgunarsveitirnar frá Hell- issandi og Ólafsvík voru samt kallaðar á vettvang og einnig kom Elding frá Akranesi með kafarann Hafstein og síldarskip- ið Akurey og var gerð tilraun til þess að draga Báruna á flot og varð að hætta þessum til- 14. flokksþingið hefst á morgun □ 14. flokksþing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins verður sett í Tjarnargötu 20 kl. 5 síðdegis á morgun, föstuclaginn 20. nóvember. □ Pingið sitja nokkuð á annað hundrað fulltrúar frá nær öllum sósíalistafélögum á landinu. □ Þingfulltrúar utan af landi sem ekki hafa enn afhent kjörbréf sín eru beðnir að hafa samband við skrifstofu miðstjórnar í Tjarnargötu 20. raunum þar sem leki var kom- inn að skipinu. Upp úr kl. tvö í gærdag tók að hvessa meira og mikið brim var í uppsiglingu og var búist við að báturinn myndi brotna í spón í þeim hamagangi. Báran var á síldveiðum á Jökuldýpi og hafði leitað skjóls inni á Skarðsvík undir morgun- inn. Skipshöfnin telur tíu manns og heitir skipstjórinn Guð- jón Ólafsson.' öndverðarnes er vestast á Snæfellsnesi og þar er viti og ósetinn vitavarðarbú- staður og reyndist strandstaður- mn fyrir neðan túnfótinn á gamla bænum. Báran KE er 80 tonna eikar- bátur, smíðaður árið 1943 í Svf- þjóð og eign Hraðfry&tistöðvar Keflavíkur. Einar ríki gerir bát- inn út. — E.V. Fyrir skömmu var vararæð- ismaður Norðmanna á Isafirðij Bjarni Guðbjörnsson banka- stjóri, útnefndur riddari af orðu heilags Ólafs fyrir ræðis- mannsstörf, segir í fréttatil- kynningu frá norska sendiráð- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.