Þjóðviljinn - 11.04.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 11. apríl 1965 — 30. árgangur tölublað. ★ SUNNUDAGUR fylgir blaðinu að venju og hefur að geyma margt til fróðleiks og skemmtunar fyrir unga jafnt sem gamla. ★ Má þar nefna, rökkur- rabb við Halldór Guðmunds- son frá Súðavík, greinina „Steinn úr kristnisögu Norð- linga“, þýdda grein eftir Ilja Ehrenburg um Albert Ein- stein. Kveðju að norðan og Rímukom o.g hina föstu þætti um frímerki og föndur, verð- launagetraunina og fleira. ★ Bamablaðið ÓSKA- STUNDIN fylgir Sunnudegi og er þar margt að finna við hæfi yngstu lesendanna. FLYTUR ERINDI UM SÓSÍALISTAFLOKKINN ★ f dag, sunnudag- inn 11. apríl, lýkur er- indaflokki Félagsmála- stofnunarinnar um stjórnfræði og íslenzk stjórnmál með því að flutt verða 11. og 12. erindi erindaflokksins. ★ Fyrra erindið, sem hefst kl. 4 1 kvik- myndasal Austurbæjar- skóla, flytur Einar Ol- geirsson, form. Sósíal- istaflokksins, og nefn- ist það Sósíalistaflokk- urinn, saga hans og meginstefna. ★ Síðara erindið flytur Hannes Jónsson, félagsfræðingur,. og nefn- ist það Almenningsálit, áróður og vilji ríkisins. ★ Að erindunum loknum gefst áheyrendum að vanda kostur á að bera fram fyrirspurnir og gera stuttar athugasemdir. Einar Olgeirsson Fundur í Sósíulistu- íélugi Reykjuvíkur I dag kl. 2 e.h. verður haldinn félags- * fundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur í Skátaheimilinu við SnorTabraut. Rætt * verðuj- um félagsmál. Félagar! Fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. .... ■■■ ■ 1,1 ,. ■■■-— .... i' 1 1 1 1 . Gamait íbúoarhús í Blesugróf eyðilagt Nauðsyn ber til að bæta aðstöðu iðnaðarins með betri toliakjörum — segir í nefndaráliti Björns Jónssonar um tollafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Leggur til að afnema tolla á blaða- og bókapappír ■ í gærdag var fundur ú efri deild Alþingis um tolla- Húsið sem sést hér á myndinní heitir Lindarbrekka og stendur við Breiðholtsveg . Það hefur staðið mannlaust í nokkur ár eftir að eigandinn flutti úr því og eins og myndin ber með sér hefur það orðið heldur óþyrmi- lega fyrir barðinu á skemmda- vörgum því að gersamlega er búið að rífa það í tætlur, ef svo má að orði komast um hús, og búið að eyðileggja og brenna það af innanstokksmunum sem í því var. (Ljósm. Þjóðv. A. K.).$> mál, en ríkisstjómin hefur lagt fram frumvarp um lækkun tolla af ýmsum vél- um. í fyrsta lagi tolla af vélum, sem almennt eru nú 35% og leggur hún til að þeir verði 25% af almennum iðnaðarvélum og í 10% eða 15% af vélum, sem notaðar eru í sjávarútvegi og land- búnaði, en slíkar vélar bera nú í sumum tilvikum allt niður í 10% toll. Lækkunin snertir því ekki allan véla- innflutning. ■ Fjárhagsnefnd deildar- innar var sammála um að framangreindar breytingar væru til bóta, svo langt sem þær ná. Hins vegar voru skiptar skoðanir um það í nefndinni hvort þær gengju nægjanlega langt til móts við þarfir atvinnuveganna, oc þá sérstaklega iðnaðarins. Klofnaði nefndin í þrennt í afstöðunni til málsins og skilaði Bjöm Jónsson sér- áliti Alþýðubandalagsins. Bjöm bendir á, að innlendur iðnaður eigi nú fyrsf og fremst í vök að verjast fyrir hinum hömlulausa innflutningi erlends iðnaðarvarningg og stórminnk- aðrar tollaverndar á siðari árum. Því sé brýn nauðsyn að lög- gjafarvaldið hefjist handa við aðgerðir í þá átt að bæta sam- keppnisaðstöðu hins íslenzka iðnaðar. Raunhæfasta lausnin á þessu vandamáli hljóti að vera sú, að lækka eða fella niður tolla á vélum og tækjum til iðn- aðarins svo hann ætti auðveld- ara með að endumýja sig. Jafn- framt ætti að lækka tolla á hrá- efnum til iðnaðarins, auka toll- Framhald á 12. síðu. Myndin sýnir og sést umbúnaðinn vökinni í Lagarfljóti. Steinþór er að stilla gasgjöfina úr geyminom bakið á honum. Jón Egili heidur á gasljósinu. — '(Ljósrn. Guðm. Jóhann&J. Cusljós kveikt á Lugurfljóti Egilsstöðum 9/4 — A mið- vikudagskvöld, 7. apríl, var kveikt fyrsta gasljósið er fær ljósgjafann frá gasi úr Lagar- fljóti. Þeir Steinþór Eiríksson vélstjóri og Jón Egill Sveinsson á Egisstöðum framkvæmdu þessa merku tilraun. Virkjunin sem er staðsett í vök í ísnum 300 metra úti á Lagarfljóti undan bænum Hreið- arsstöðum í Fellum er þannig löguð að botn var tekinn úr stáltunnu og krani settur í lokið. Síðan var tunnunni sökkt í vatn- ið og lofttæmd í gegnum kran- ann. Gasið stígur síðan upp í tunnuna og þrýstir vatninu ni'ð- ur og myndast þannig gasgeym- ir. Slanga var fest við kranann í tunnunni og síðan tengd við gaslampann og kveikt á lamp- anum sem gaf gott ljós. Var látið loga á lampanum í 10 mín. en síðan var hann tekinn úr sambandi og kveikt bál við enda slöngunnar. Bálið varð mjög fal- legt og mátti sjá í því alla regn- bogans Iiti. Bálið mun hafa log- að í 5 mínútur en þá var gæ* forðinn úr geyminum þrotinn. Þeir félagar, Steindór og Jón álíta að þessi útbúnaður þeirra í vökinni á Lagarfljóti myndi duga sem ljósgjafi fyrir eitt gas- ljós, sem loga myndi stan?laust. Spurningin er, af hverju stafar þetta gas sem streymir upp úr Lagarfljóti. Gæti verið að þarna væri olía í jörðu? Vonandi rannsaka jarðfræðingar þetta og gefa svar við. — S. G. Tvær nýjar Heimskringlubækur komnar út: Ný bók eftir Ólaf Jóhann og ný útgafa Úr landsuðri ★ Komnar eru í bókaverzlanir tvær nýjar bækur frá Heimskringlu, Leynt og ljóst, tvær sögur eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson, og ný útgáfa af kvæðabók prófessors Jóns Helgasonar, Úr landsuðri. Leynt og ljóst er 16. bók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar en ný bók frá hans hendi er alltaf viðburð- ur í bókmenntaheiminum. 1 bókinni eru tvær sögur og nefn- ist hin lengri þeirra Bréf séra Böðvars og er hún ein saman nær 120 síður að lengd. Hin sag- an er Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið og hefur hún áður birzt á prenti. Er hún allmiklu styttri eða tæpar 70 blaðsíður. Er ekki að efa að bókaunnendur fagna því að fá nýja bók eftir Ólaf Jóhann eftir nokkurra ára hlé. Cr lan.dsuðri, nokkur kvæði eftir Jón Helgason, kemur nú út í þriðju útgáfu og er hún ó- breytt endurprentun annarrar út- gáfu sem hefur verið ófáanleg um árabil. Óþarft er að kynna íslenzkum ljóðaunnendum þessi kvæði prófessors Jóns í blaða- frétt því að þau hafa þegar fyr- ir löngu kveðið sig inn í hugi þjóðarinnar og munu lifa þar um langan aldur. Þá er- og nýlega komin út ný félagsbók .Máls og menningar, nefnist hún Bréf úr myllunni minnj og er eftir hinn fræga franska rithöfund Alphonse Jón Heigason Daudet, sem uppi var á síðara hluta 19. aldar og notið hefur mikilla vinsælda bæði í heima- landi sínu og utan þess. Þýðandi er Helgi Jónsson. Bækurnar eru allar prentaðar í prentsmiðjunni HÓLUM. y V V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.