Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.06.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 4. júní 1965 árgangur — 124. tölublað. Níu bátar tilkynntu um afk / gær Útlit var fyrir heldur tregari síldveiði sl. nótt, en nóttina áð- ur, en þá var dágóð veiði. Frá í gærmorgun og þar til er Þjóðviljinn símaði til síldarleit- arinnar á Dalatanga í gærkvöUl höfðu níu bátar tilkynnt um afla sinn, sem var frá 200 til 900 mál. Flestir bátanna fóru með aflann inn á suðurfirðina, en nú er alls staðar að verða fullt hjá síldarverksmiðjunum fyrir austan, nema á Vopnafiröi, en þar er innsiglingin inn fjörð- inn enn torfær vegna íss. Margir bátar voru að veiðum á svipuðum slóðum og áður, 115 — 120 mílur út af Langanesi. Þessir bátar tilkynntu um afla sinn í gærdag: Snæfell, Einir, Gunnar, Grótta, Æskan, Náttfari,- Pétur Jónsson, Helga Guð- mundsdóttir og Jón Þórðarson. BandaríkjamaBur fór / gær úr geimfari á braut um jörðina Edward White lék eftir afrek sovézka geimfarans Leonofs. en tenging við eldflaugina tókst ekki Hœttulegur póstkassi HOUSTON 3/6 — í dag, rúmum þremur mánuðum eftir að sovézki geimfarinn Alexei Leonof ofursti fór fyrstur manna úr geimfari á braut umhverfis jöðru, lék bandaríski majórinn Edward White eft- ir þet-ta afrek hans, þegar hann fór úr geimfarinu „Gemini 4“ sem þá var yfir Kyrrahafi. Hins veg- ar mistókst sú fyrirætlun að tengja geimfarið á braut við síðara þrep burðareldflaugarinnar. Stérfelld hækkun á bræðslusíldarverði? Sjómenn á síldarflotanum bíða nú spenntir eftir sildar- verðinu enda sigla margir fleytnm sínum þcgar tii hafna. * Verðlagsráð sjávarútvegs- ins hóf fundi og samninga- gerð um síldarverðið í ofan- verðum maí og var fjórði fundurinn haldinn í gær að sögn Sveins Finnssonar, fram- kvæmdastjóra ráðsins. Ekki vildi Svcinn láta neitt uppi um gang mála að svo stöddu og telur þessi mál á- kaflega viðkvæm, en hann viðurkcnndi þó hin.a knýjandi nauðsyn að ákveða bræðslu- sildarverðið nú þegar. 1 fyrrasumar var bræðslu- síldarverðið krónur 182 á mál- ið og auk þess greiddu síldar- verksmiðjurnar á Norðurlandi þriggja króna viðbót á hvert mál miðað við löndun skipa á vestursvæðinu. AHir vita um ofsagróða hjá síldarverksmiðjum I fyrra- sumar vegna síhækkandi verðs á síldarafurðum á heimsmarkaði og ennþá held- ur verðið áfram að stíga þessa mánuðl. Eipkennilegur feluleikur hefur farið fram með reikn- inga Síldarverksmiðja rikisins og verður það að teljast furðulegt með opinber plögg. Heyrzt hefur, að síldar- verðið hækki stórlega í ár og telja margir ekki koma til greina minna en fjórðungs- hækkun eða nær 230 krónur málið af bræðslusíld. ★ Þá munu væntanleg átök í kjaramálum einnig framkalla tregðu á að birta sfldarverðið, — er erfitt að rökstyðja óbreytt ástand í kaupgjalds- málum hjá verkafólkl á sama tíma og svona stórfelld vcrðhækkun birtist þjóðinni. Reikningar Reykjavíkur- borgar lagðir fram í gær Tekjur á árinu námu 620 milj. kr.; jukust um 150 milj. ■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var kosið til ýmissa starfa á vegum borgarinnar svo sem í útgerðar- ráð, borgarráð, forseti borgarstjórnar, hafnarstjórn, fram- færslunefnd, æskulýðsráð, í stjórn Landsvirkjunar o.fl. B Þá fór fram fyrsta umræða um reikninga borgarinnar fyrir árið 1964. SURTI Gosið á nýju stöðvunum við Surt virðist hafa færzt talsvert i aukana síðustu daga, en samt mun ný eyja enn ekki hafa skotið upp kollinum. Síðustu tvo til þrjá daga hafa sézt þarna allþétt sprengigos og fljóta þykkar vikurbreiður á sjónum um- hverfis gosstaðinn. í gærmorgun flaug Björn Pálsson, flugmaður með hóp vísindamanna til Vestmanna- eyja en þaðan ætluðu þeir með skipi til Surtseyjar í rannsóknarleiðangur. I Ieið- ancri bessum taka þátt Þor- ijörn Sigurgeirsson. Finnur Guðmundsson. Sturla Frið- riksson. Onnur Skúladóttir o. fl.. alls níu manns. Auður Auðuns var kjörin for- seti borgarstjómar en Þórr Kr. Þórðarson 1. varaforseti og Gísli Halldórsson 2. varaforseti. Fengu þau níu atkvæði fhaldsins en sex borgarfulltrúar skiluðu auðu. Þeir Alfreð Gíslason og Birgir ísl. Gunnarsson voru kjömir Guðmundur Vigfússon, Auður skrifarar borgarstjómar. Auðuns, Gísli Halldórsson, Birg- ir Isleifur Gunnarsson og Kristj- án Benediktsson voru kjömir í borgarráð sem aðalmenn, en sá síðastnefndi vann hlutkesti á móti Öskari Hallgrímssyni. Vara- menn i borgarráð voru kjömir Geir Hallgrímsson, Þórir Kr. Þórðarson, Guðjón Sigurðsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Einar Ágústsson. í byggingarnefnd voru kosnir þrír menn, þeir Guðmundur H. Guðmundsson, Þór Sandholt og Þorvarður Kristmundsson. Birgir I Gunnarsson, Ingi Magnússon, og Úlfar Þórðarson voru kjömir í heiibrigðisnefnd. I hafnarstjóm voru kosnir beir Þór Sandholt, Gtiðjón Sigurðsson, Einar Ágústs- son, Hafsteinn Bergþórsson og Guðmundur J. Guðmundsson, en Guðmundur vann hlutkesti á móti Jóni Sigurðssyni. Þá voru fimm menn kosnir í framfærslunefnd til ems. árs. Kosningu hlutu Gróa Pétursdótt- ir, Sigurður Guðgeirsson, Gunn- ar Helgason, Guðrún Erlends- dóttir og Jóhanna Egilsdótt- ir. Guðjón Sigurðsson, Gróa Pétursdóttir og Alfreð Gíslason vom kosin í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. I útgerðarráð voru kjömir: Guðmundur Vigfússon, Sveinn Framhald á 9. síðu. „Gemini 4“ hafði verið skotið á braut frá Kennedyhöfða kl. 15,16 (ísl. timi), fimm stundar- fjórðunguVn síðar en róð hafði verið fyrir gert. Töfin stafaði af einhverju ólagi á skotpallin- um. Hálfri fimmtu klst. síðar kl, 19,45, þegar geimfarið var að hefja fjórðu umferð sína um jörðu fór White majór út úr því, og var um tuttugu mínút- ur úti í geimnum, tengdur við geimfarið með 7,6 metra löng- um nælonstreng. Tafðist. Upphaflega hafði verið ætl- unin að White færi út í geim- inn þegar í lok annarrar um- ferðar, en félagi hans, James McDivitt, sem stjórnaði Gemini- farinu fór fram á við geimferða- miðstöðina í Houston í Texas, að tilrauninni yrði frestað, þar sem þeir félagar hefðu ekki lok- ið öllutn undirbúningi. Tcngingin mistókst Undirbúningur þeirra mun hafa tafizt vegna þess að verr gekk en vonir höfðu staðið til að tengja sarnan geimfarið og síðara þrep Titanflaugarinnar sem hafði borið þá á loft. Eld- flaugarþrepið lækkaði flugið hraðar en búizt hafði verið við og það hefði kostað of mikla eldsneytisnotkun að láta geim- farið nálgast það. McDivitt fékk því fyrirmæli um að hætta við þá tilraun. Hann hafði þá not- að helming þess eldsneytis sem hann hafði til umráða. Það mun hafa valdið bandarískum geim- vísindamönnum allmiklum von- brigðum að tengingin á braut mistókst, enda höfðu þeir þarna tækifæri til þess að verða einu sinni á undan sovézkum starfs- félögum sínum í tilraun með mannað geimfar. Eldflaugar- þrepið var 5—8 km frá geimfar- inu þegar hætt var við að reyna tengingu. Framhald á 3. síðu. Póstkassinin scm sést hér á myndinni var settur upp fyrír skömmu við Lönguhlíð rétt við mót Lönguhlíðar og Háteigsvegar. Eins og sést á myndinni er kassinn festur utan á staur yzt á gang- stéttinni þannjg, að til þcss að láta bréf í kassann þarf að fara út á akbrautina. Eins og kunnugt er er Langahlíðin mjög mlkil umforðargata og er það því beinlír.is hættulegt að festa póstkassa þannig upp að fólk þurfi að fara út á götuna til þess að koma bréfum í hann. Einkanlega er þetta hættulegt fyrir börn sem oft eru send til þess að Ieggja bréf í póst. Vafalaust er þetta gert til þess að þeir sem eiga að tæma kassann þurfi ekki að ómaka sig upp á gangstétt til þess, en skyldi það ómak ekki borga sig hjá þvi að stofna notendum póstkassanna í slysahættu. Járnsmllr hvattir til að taka hvítasunnufrí Ekki varð af fundi samninga- nefnda félaganna í Málm- og skipasmiðasambandinu og at- vinmirekenda í gær. Félag járniðnaðarmanna birti í gær í útvarpi orðsendingu til félaga sinna þar sem þeir eru hvattir til að taka sér frí um hvítasunnuhelgina. Var orð- sendingin á þessa leið: „Vegna mikillar nætur- og helgidagavinnu undanfarið hvet- ur Félag járniðnaðarmanna alla meðlimi sína, sérstaklega þá sem vinna fjarri heimilum sínum, að taka sér frí og hvíld frá störfum yfir hvítasunnuhelgina. Jámsmiðir eiga rétt á fríi frá og með að dagvinnu lýkur föstu- daginn 4. júní, þar til dagvinna hefst þriðjudaginn 8. júní.“ Orðsending þessi mun m. a. hafa verið birt vegna þess, að fyrir hafi komið að illa væri tekið í það þegar járnsmiðirj sem unnið hafa utan Reykja- víkur 6—8 vikur, mæltust til að fá frí svo þeir gætu vitjað heimila sinna um hvítasunnuna. Engar undirtektir ennþá við höfuð- kröfur verkamanna og verkakvenna Deila Dagsbrúnar, Hlífar, Framsóknar og Framtíðarinnar til sáttasemjara Eftir árangurslausan samningr.fund í fyrrakvöld sem stóð til kl. eitt um nótt- ina urðu aðilar 1 kaupdeilu Dagsbrúnar, Hlífar, Fram- sóknar og Framtíðarinnar við atvinnurekendur ásáttir um að vísa deilunni til sátta- semjara rík"”'— Þjóðviljinn náði í gær í Guð- niund J. Guðmundsson, vara- formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, og leitaði frétta af þessum samningafundi. — Þetta varð árangurslaus fundur. Frá atvinnurekendum var ekki að heyra neinar undir- tektir við höfuðkröfur fclaganna. var y " *•-*-* om b?" fengjust hjá atvinnurekendum um aukin hlunnindi eða fríð- indi verkamönnum til handa. Afstaða atvinnurekenda var svo neikvæð, að furðulegt er, sagði Guðmundur. Samningafundur fulltrúa frá verkalýðsfélögunum að norðan — austan og ' "ekenda á- • • *"3 <-i i fyrrinótt og var nýr fundur boðaður í gærkvöld, kl. 8,30. 1 dag kl. 2 hefst fundur stjórnar Vcrkamannasambands Islands ásamt samninganefnd- um verkamannafélaganna og fulltrúum verkamannafélaga frá Akranesi, Isafirði, Vestmanna- eyjum, Suðurnesjum og Ámes- sýslu. Fundarefnið er samninga- '•ílin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.