Þjóðviljinn - 28.07.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1965, Blaðsíða 1
D0MUMI l^ikudagjir 28. júin965 — 30. árgangur — !166. tölublað. Eyjamönnum var stefnt á samn- ingafund í Rvík □ Sáttasemjari ríkisins boðaði samninga- nefndir í kjaradeilunni í Vestmannaeyjum á fund í Reykjavík í gær, en fulltrúar verkalýðsfélaganna komu ekki á fundinn. ÁríSandi hmdur é fimmtudag — ÆFM ■ Félagar, takið eftir. — Fundur verður haldinn á fimmtudagskvöld kl. níu í Góðtemplarahúsinu (uppi.) Áríð- andi mál á dagskrá. — Mætið öll vel og stundvíslega. ■ Um verzlunarmannahelgina verð- ur farin ferð í Landmannalaugar á- samt ÆFR. Allir, sem geta tekið þátt í ferðinni ættu að tilkynna þátttöku sem fyrst í síma 17513 eða 17885. STJÓRNIN. Eins og sagt var frá í Þjóð- vilían'im í gaer situr allt við það sama í vinnudeilunni í Vest- mannaeyjum, og var haldinn árangurslaus sáttafundur þar í Eyjum um helgina. í fyrrakvöld fengu formenn verkalýðsfélaganna í Eyjum boð frá sáttasemjara ríkisins um að maeta á sáttafundi sem halda átti í Reykjavík kl. 3 daginn eftir. Samninganefnd verka- lýðsfélaganna taldi sig ekki géta mætt á þessum fundi og varð því ekki af honum, en þrír full- trúar frá Vinnuveitendafélagi Vestmannaeyja munu hafa farið til Reykjavíkur á fund sátta- semjara. Þjóðviljinn talaði í gær við Guðmundu Gunnarsdóttur, for- manni Verkakvennafélagsins Franskir vfsinda- menn skióta eld- flaug 3. ágúst Föstudaginn 23. ágúst næst- komandi munu franskir vísinda- menn skjóta eldflaug af Skóga- sandi, ef allt gcngur samkvæmt áætlun. Vísindamennirnir eru nú komnir hingað til lands og er nú unnið að því að flytja tækin austur á Skógasand, en þangað eiga þau öll að vera komin 3. ágúst, svo unnt verði að hefja undirbúningsfram- kvæmdir. Framkvæmdastjóri vísinda- leiðangursins að þessu sinni er hr. Renou. I sumar er ætlunin að senda upp loftbelgi í 40 þúsund metra hæð, en þeir voru sendir í 30 þúsund metra hæð í fyrra. Þá munu framkvaemdar tilraunir á jörðu niðri og mun franski vís- indaleiðangurinn hafa samráð við prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson um þær. En fyrst og fremst munu rannsóknirnar beinast að eðli Van Allen-belt- Snótar og Engilbert Jónasson, formann Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, og töldu þau bæði mjög óeðlilegt að færa samn- ingaviðræður til Reykjavíkur. Verkalýðsfélögin ættu ekki í neinni deilu við Vinnuveitenda- samband íslands heldur aðeins atvinnurekendur í Eyjum. Ef sáttasemjari ríkisins ætti óhægt með að komast frá Reykjavík, þá mætti benda á, að til er héraðssáttasemjari í Eyjum og mætti hæglega fela honum sátta- umleitanir. Ef sáttasemjari héldi því til streitu að stefna samninganefnd- inni til Reykjavíkur, mundi hún ekki neita að beygja sig fyrir því valdboði, en ekki væri við því að búast að samningar tækj- ust fremur þar en heima. Vand- séð væru rök fyrir því að krefj- ast þess að fjölmennar samn- inganefndir færu að ferðast til Reykjavíkur til að ræða það sem á milli ber hjá verkafólki og atvinnurekendum í Vest- mannaeyjugn, enda væri ágrein- ingsefni ekkert annað en það hvort greiða eigi fyrir nætur- vinnu með 91% álagi eða 100%. í samninganefnd verkalýðsfé- laganna í Eyjum eru: Guðmunda Gunnarsdóttir, Anna Erlends- cfóttir, Engilbert Jónasson, Ás- geir Benediktsson og Hermann Jónsson. Síðustu fréttir herma að hald- inn verði samningafundur í dag hér í Reykjavík. Síld sést Lítið var um síldarafla á Austurlandsmiðunum í gær. Allmargir bátar hafa þó verið að snúast við síld ■ víða um sjó og allgóðar torfur fundizt á veiðisvæðinu norðaustur og austur af Langanesi en síldin er mjög stygg. Bjart og fallegt veður var á Austurlandi og á Austf jarðar- miðum í gær, blíða og logn um allan sjó. Myndin er tekin við dómkirkjuna í Aþenu þegar ungi stúdentinn, S»tirios Petroulas, sem myrtur var í óeirðunum þar var jarðsunginn Tugþúsundir hættu vinnu og efndu til funda til stuðnings við Papandreou Umdeilt hve þátttaka var almenn í allsherjarverkfallinu í Aþenu, alþýðusambandið telur að 90 prósent hafi hlýtt verkfallsboðinu AÞENU 27/7 — Tugþúsundir hlýddu kalli gríska alþýðu- sambandsins sem boðað hafði til sólarhrings allsherjar- verkfalls í Aþenu, Pireus og Elefsis í dag. Frásögnum af undirtektum undir verkfallsboðunina ber ekki saman, en formaður alþýðusambandsins, Papageorgiu, sagði að um 90 prósent félagsmanna þess hefðu lagt niður vinnu. inni, , en lýstu stuðningi sínum við Papandreou. í kvöld fóru ungir verkfalls- menn um götur Aþenu og kröfðust þess að Papandreou yrði aftur fengin völdin í hend- ur. Hinir ungu verkfallsmenn gengu að stað þeim þgr sem stúdentina Sotirios Petroulas var myrtur í síðustu viku og lögðu blómsveiga þar á gangstéttina. Mikið lögreglulið fylgdist með göngunni, en lét hana afskipta- lausa. Lögregla og herlið Herbílar voru látnir flytja fólk um höfuðborgina í stað strætisvagna og lögreglumenn Verkamálaráðherrann í stjórn Novasar hélt því hins vegar fram að verkfallið hefði alger- lega mistekizt. Til verkfallsins var boðað til stuðnings Papan- dreou, sem Konstantín konung- ur neyddi úr embætti forsætis- ráðherra fyrir hálfum mánuði, og gegn stjórn Novasar. Kröfugöngur Miklu lögregluliði og ’ vel vopnuðu hafði verið boðið út í Áþenu og var það hvarvetna á verði á götum borgarinnar. Verkfallsmenn fóru fylktu liði um þær um hádegisbilið og hrópuðu þeir vígorð gegn stjórn- Skatt- og útsvarsskrá Reykja- víkur 1965 birt á föstudag ■ Halldór Sigfússon skattstjóri skýrði Þjóðviljan- um svo frá í gœr að á morgun, fimmtudag, yrði að öllu forfallalausu tilkynnt um framlagningu skatts- og útsvarsskrár Reykjavíkur 1965 og síðan lœgi skráin frammi almenningi til sýnis frá föstudeginum 30. júlí næsta hálfan mánuð. ■ Skattstjóri sagði að allt kapp yrði lagt á það að skýrsluvélamar lykju sínu verki og prentun yrði lok- ið svo tímanlega að sbattskráin kæmist út á fyrr- greindum tíma, því að nauðsynlegt væri að draga skattgreiðslur af kaupi launþega um næstu mánaða- mót samkvæmt þeim skatttölum sem í skránni verða. ■ Um tölu gjaldenda í Reykjavík, einstaklinga og fyrirtœkja, hœstu skatt- og útsvarsgreiðendur o.s.frv, verður sem sagt ekkert fullyrt fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn. fregar skattskráin liggur frammi og allir geta augum litið sinn glaðning, hver á sína vísu — og með sínu huoarfari. reyndu að halda opinni neðan-^ jarðarbrautinni milíi Aþenu og Pireus. Fréttaritari DPA sagði að í Elefsis hefðu nær allir iðnverka- menn lagt niður vinnu og í Aþ- enu væri um helmingur allra verzlana lokaður. Einnig í Saloniki í Saloniki, næststærstu borg Grikklands, lagði fjöldi verka- manna niður vinnu og fór í kröfugöngur um götur borgar- innar, enda þótt ekkert verkfall hefði verið boðað bar. Norðmenn efstir á Oslóarmótinu Freysteinn með 5 OSLÓ 27/7 — Skák þeirra Zwaigs og Johannesens í 7. um- ferð á Norðurlandameistaramót- inu í Osló varð jafntefli eftir harða viðureign og hélt Zwaig því efsta sætinu með 6 vinn- inga. Freysteinn vann sína skák og gerði jafntefli úr biðskákinni við Johannesen og hefur því 5 vinninga, en efstu menn eru svo jafnir að það dugir honum að- eins til 5. sætis. Röð efstu manna í landsliðsflokki er þessi: 1. Zwaig, Noregur 6, 2. Johann- esen, Noregur 5,5, 3. De Lange, Noregur 5, 4. From, Danmörk 5, 5. Freysteinn 5, 6. Hoen, Noreg- ur 4,5, Magnús Sólmundarson er í 9. sæti með 2 vinninga. Engir íslendingar eru í fjórum efstu sætunum í meistaraflokks- riðlunum tveimur. Áttunda umferð í landsliðs- flokknum verður tefld á morg- un, miðvikudag, en hvíldardag- ur er hjá hinum. Jón Kjartansson með 17.000 mál Vitað er um 184 skip, sem fengið hafa einhvern afla á síldarmiðunum eystra. Þar af hafa 170 skip fengið yfir 500 mál og tunnur. Tíu hæstu skipin eru þessi: Jón Kjartansson Eskif. 17.000 Þorsteinn, Rvik 14.958 Reykjaborg, Rvík 14.665 Sigurður Bjarnas., Ak. 14.537 Heimir, Stöðv.f., 14.426 Dagfari, Húsavík 14.255 Krossanes, Eskif., 13.690 Gullver, Seyffisfirði 13.660 Hannes Hafstein, Dalv. 12.985 Bjartur, Neskaupst. 12.749 Skipstjóri á Jóni Kjartans- syni er Þorsteinn Gíslason. Byrjað að bræða síld í Örfirisey í gærmorgun var byrjaff aff bræffa síld í verksmiffjunni í Örfirisey, og er þaff í fyrsta sinn sem unniff er í verk- smiffjunni eftir hinnar gagn- geru breytingar sem gerffar hafa veriff á verksmiffjunni síffan Síldar- og fiskimjöls- verksmiffjan hf. kcypti þrota- bú Faxa þar á eynni. Ekki verður hægt að vinna fullar vaktir í verksmiðjunni vegna þess að ekki hafa fengizt nógu margir menn til starfa. Með þessu móti verð- ur vinnsla afar ódrjúg, því langan tíma tekur að koma verksmiðjunni af stað á hverjum morgni og keyra út rafnið S kvöldin. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.