Þjóðviljinn - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 1. október 1965 — 30. árgangur — 221. tölublað. VELAVERKSTÆÐI AÐ RiYKJALUNDI Vistmenn að vinnu á Reykjalundi, og er þessi mynd tekin á vélaverkstæði þar upp frá. Á þessu ári voru byggð þrjú ný smáhýsi að Reykjalundi fyrir tólf vistmenn og er nú pláss fyr- ir hundrað og tólf vistmenn að Reykjalundi. — Myndin er birt hér á síðunni í tilefni berkla- varnardagsins á sunnudag, en frétt um hann er á 12. síðu. Samið vii bókagerðarmenn 6—15% kauphækkun auk vinnutímastyttingar og annarra lagfæringa ■ Samninganefndir bókagerðarmanna og atvinnurek- enda sátu á fundi til kl. 4 í fyrrinótt, er samkomulag var undirritað með fyrirvara um samþykkt félagsfunda. Á fundi í Hinu íslenzka prentarafélagi í gærdag var sam- komulag þetta samþykkt samhljóða og var því aflýst verkfalli því, sem prentarar höfðu boðað og hefjast átti á miðnætti sl. ef samningar hefðu þá ekki tekizt- Auk prentara stóðu bókbind- arar, prentmyndasmiðir og off- settprentarar að samkomulagi því sem náðist með samninga- nefndum í fyrrinótt. Samkomu- lagið var staðfest á fundi Bók- bindarafélags íslands og Félags prentmndasmiða í gærkvöld, en Þjóðviljanum var þá ekki kunn- ugt um hvenær fundur yröi haldinn í Félagi ofsettprentara. Helztu breytingar, sem gerðar voru á samningi Hins íslenzka prentarafélags og prentsmiðju- eigenda voru þessar: Kaup hækkar á 1. ári um 6%, á 2. og 3. ári um 9,7% og eftir 3 ár um 15%. Kemur þessi kauphækkun á alla taxta fé- Iagsins. Mánuðina október, nóvember og desember styttist vinnuvik- an um, 4 stundir á laugardög- um. Þá voru samþykktar óskir prentarafélagsins um kauphækk- un nema, þannig: Á 1. útí hafi þeir 45% af sveinakaupi, áður 35%, á 2. ári 55%, áður 40%, á 3. ári 65%, áður 50%, og á 4. ári 75% af sveinakaupi, áð- ur 60%. Við veikindadagana bættust tveir, þeim fjölgar úr 12 í 14. Auk þess voru gerðar Iagfær- ingar á geymsluákvæði ónotaðra veikindadaga, og nokkrar aðrar Iagfæringar. Framhald á 3. síðu. EKKI GOSMÖKKUR HELD- UR SKÝJABÓLSTRAR 1 fréttum Ríkisúlvarpsins í gærmorgun var frá því sagt að veðurathugunarmaður á Hvera- völlum hefði tilkynnt Veðurstof- unni að um kl. 8 í gærmorgun hefði hann séð, að því er hann taldi, gufumökk í austri og bar hann yfir norðanverðan Hofsjök- Samhljóða ólit Félagsdóms Verkfall trésmiða í æ/ffr- hverfí er fullkomlega löglegt Félagsdómur kvað í gær upp úrskurð sinn í máli Vinnuveit- endasambands íslands fyrir hönd Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík gegn Alþýðusambandi íslands fyrir hönd Trésmiðafé- lags Reykjavíkur vegna verk- fallsins í Árbæjarhverfi. Töpuðu meistarar málinu og hefur þar með fengizt staðfest að aðgerð- ir hliðstæðar. aðgerðunum í Ár- bæjarhverfi brjóta „hvorki í bág við 2. kafla laga nr. 80/1938 né þau meginsjónarmið, sem hafa ber í huga þegar nefnd á- kvæði eru skýrð'* eins og segir í niðurstöðum dómsins, en nefnd lög eru vinnumájalögin. Lokaorð dómsins eru á þessa leið: „Telja verður að framan- greind vinnustöðvun Trésmiðafé- lags Reykjavíkur í Árbæjar- hverfi, sem ágreiningslaust er að samþykkt bafi verið og til- kynnt með lögmætum hætti, brjóti hvorki í bág við ákvæði Vísitala framíærslu- kestnalSai hækkar um tvö síig í september 1 fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst í gær frá Hag- stofu fslands segir að kauplags- nefnd hafi reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun september sl. og hafi hún reynzt 174 stig eða tveim stigum hærri en £ ágústbyrjun. Stafar hækk- un þessi af hækkun á hús- næðislið ■•■'-i+ölunnar og af hækkun -iörlíkisverði og hitaveitutaxta. 2. kafla Iaga nr. 80/1938 nc þau meginsjónarmið, sem hafa beri í huga þegar nefnd ákvæði eru skýrð. Eigi verður heldur talið að hún sé andstæð öðrum þeim réttarreglum, sem til álíta koma í þessu sambandi. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að sýkna stefnda af dómkröfum stefn- anda“. Og dómsorðin eru á þessa leið: „Stefndi Alþýðusamband ís- lands fyrir hönd Trésmiðafélags Reykjavíkur skal vera sýkn í máli þessu af kröfum stcfnanda Vinnuveitcndasambands íslands fyrir hönd Meistarafélags húsa- smiða í Reykjavik. Málskostnaður falli niður“. Dómur þessi, kveðinn upp samhljóða, er mjög mikilvægur fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Engin ákvæði hafa verið í vinnumáfalöggjöfinni um að slíkar aðgerðir væru heimiliar en ekkert ákvæði hefur heldur bannað þær. Með þessum dómi er fengin staðfesting á því að hliðstæðar aðgerðir aðgerðum trésmiða í Árbæjarhverfi séu heimilar hvar sem er og hvenær sem er. Reyndar var heimildin strax augljós, og er vinnuveit- endum eftir þetta hollt að hafa útreið húsameistaranna í huga. Þjóðviljinn hafði tal af Jóni Snorra Þorleifssyni, formanni Trésmiðafélags Reykjavíkur, í gær eftir að dómurinn hafði verið uppkveðinn. Sagði hann að trésmiðir væru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu Féiiags- dóms, enda hefðu þeir aldrei búizt við öðrum úrslitum. ul frá Hveravöllum að sjá, eða í átt til Öskju. Taldi veður- athugunarmaðurinn að þarna myndi e.t.v. vera um gosmökk að ræða. Laust eftir kl. 9 í gærmorgun lagði flugmáiastjóri, Agnar Kofo- ed-Hansen, af stað í flugvél sinni héðan frá Reykjavík til þess að kanna, hvort um gos væri að ræða og voru í för með honum dr. Sigurður Þór- arinsson, Björn Pálsson flugmað- ur og Birgir Kjaran. Þjóðviljinn átti tal við Sig- urð Þórarinsson eftir hádegi 1 gær en þá voru þeir félagar nýrkomnir úr leiðangrinum. Sagði Sigurður að þeir hefðu flogið austur yfir öskju og sást vel til hennar, en þar var ekk- ert óvanalegt að sjá. Hins vegar sagði Sigurður að austan við Hofsjökul hefðu verið skýja- bólstrar, en oft væri erfitt að þekkja sundur skýjabólstra og gosmökk úr fjarlægð séð og myndi það hafa villt um fyrir veðurathugunarmanninum. Taldi Sigurður að þeir félagar hefðu séð það vel yfir norðaustur ör- æfin, að þar gæti hvergi verið um gos að ræða. NEW YORK 30/9 — 36 ára gamall lögreglumaður. Donald Rainey að nafni, lézt í gær- kvöld á sjúkrahúsi í New York eftir árekstur við starfsfélaga sinn einn, sem fyrir misskiln- ing hélt, að Rainey væri eftir- lýstur glæpamaður. Þórbergur Þórðarson Spilakvöld ásunnudag 3rl Spilakvöld Sósíalistafé- lags Reykjavíkur hefj- ast n.k. sunnudagskvöld i Tjarnargötu 20 kl. 8,30. 30 Þórbergur Þórðarson rithöfundur verður heið- ursgestur kvöldsins og skemmtir spilagestum í hléi. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. r i i i i i i i i i Ummæli fasteignasala um kaupin á húsi GIG: Hámarksverð á frjálsum markaði 2,2 milj. kr. í stað 4,7 miljóna! I gær hringdi fasteignasali hér í Reykjavík til Þjóðvilj- ans vegna upplýsinga þeirra sem blaðið þirti í gær um fasteignamat og þrunaþóta- mat á fyrrverandi húseign Guðmundar í. Guðmundsson- ar, Brekkugötu 13 í Hafnar- firði, sem ríkið keypti af hon- um nú í sumar fyrir rösk- lega 4,7 miljónir króna. Fasteignasalinn sagðist hafa langa reynslu að baki í sam- bandi við húsasölu og kvaðst hann álíta að hámarksverð á frjálsum markaði fyrir um- rætt hús væri 2,2 miljónir króna, þar af útborgun L? miljónir en eftirstöðvamar xi' 10 ára með 7% vöxtum. E1 hins vegar væri reiknað með fullri útborgun á söliuverðinu. yrði það jafnvel lægra en brunabótamatið, eða innan við 2 miljónir króna. Þá sagði fasteignasalinn að 'óðin gæti í þessu tilfelli eng- n áhrif haft til hækkunar i söluverði hússins á frjáls- im markaði og skipti þar ngu máli hvort þetta væri sifjaarlóð eða leigulóð. Sagði hann að lóðin væri á þeim stað í bænum, að hún yrði áldrei eftirsóknarverð fyrir t.d. iðnaðar- eða verzlunar- húsnæði, en lóðir sem vel væru fallnar fyrir slíkar byggingar hækkuðu oft mik- ið verð húsanna sem á þeim standa. Einnig sagði fast- eignasalinn, að menn sem á annað borð hefðu þau fjár- ráð að þeir gætu borgað út í hönd hús er lcostuðu t.d. 2 miljónir, hvað þá 4—5 milj- jónir myndu aldrei leggja fé Verkamanna- flokknum eykst nú fylgi LONDON 30/9 — íhaldsblaðið „Daily Mail“ birtir í dag niður- stöður skoðanakönnunar, sem blaðið hefur gert um fylgi flokkanna í Englandi. Skoðana- könnun þessi sýnir það, að enn hefur Verkamannaflokknum auk- izt fylgi. Á tveim siðustu vik- um hefur flokkurinn aukið fylgi sitt með kjósendum um 1,3% og hefur nú 3,9% meira fylgi meg kjósendum en íhaldsfiokk- urinn. Samkvæmt þessu fengi VerkamannaflQkkurinn nú milli 40 og 60 atkvæða meirihluta á þingi. færu kosningar nú frain. I ! sitt i svona gamalt hús, og enn síður í Hafnarfirði en 1 Reykjavík. Að lokum sagði fasteigna- salinn: Ef ég hefði platað einhvern til þess að kaupa þetta hús á því verði sem rxkissjóður greiddi fyrir það, hefði hann höfðað mál á hendur mér fyrir svik strax og hann hefði kynnzt húsinu af eigin raun, enda alger geggjun að kaupa 18 ára gam- alt hús á þessu verði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.