Þjóðviljinn - 07.10.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. október 1965 — 30. árgangur — 226. tölublað. KVENFÉLAG SÓSÍALISTA Fyrsti fundur Kvenfélags sósíalista á þessu hausti verður haldinn í kvöld kL 22,30 í Tjamargötu 20. Þar flytur Sigfús Daðason erindi um íslenzkar nútímabókmenntir og Margrét Ottósdóttir segir frá starfi kvenna 1 Þýzka alþýðulýðveldinu. Rædd verða fé- lagsmál. — Kaffi. — Mætið vel og stundvíslega.' — STJÓRNIN. Aðeins sex skatfsvikamál hafa verið Barátta gegn umferðaslysum Almenningi sýnd- ir slysabílarnir Fimm bílflökum hefur nú verið komið fyrir á áberandi stöðum í bænum til að vekja fólk til umhugsun- ar um hin tíðu umferðarslys hér á landi. Meðal þessara bílflaka er leigubifreiðin, sem drukkinn maður ók á við Langholtsveginn um síðustu helgi með þeim af- leiðingum að ungur maður lét líf sitt, eiginkona hans stór- slasaðist svo og bifrejðarstjórinn. Stendur bifreiðin á Hótel íslands lóðinni við Austurstræti og hefur verið komið fyrir skilti. sem greinir frá orsök og afleiðingum slyssins. Hinir bílarnir fjórir standa við horn Sölvhólsgötu og Kalk- ofn=vegar. við Lækjargötu, á HlemmSorgí og a stæði Bifreiða- eftirlitsins við Borgartún Eru beir allir svo til gjörónýtir. Við hvert bílflak er skilti. eíns og hiá bílnum við Aðalstræti', þar sem segir frá orsök og *,f- leíðingu Orsakir að þessum slvsum öllum eru þær sömu og algengasta,- eru hér á landi við umferðarslys of hraður akstur, aðgæzluleysi og ölvun við akst- ur Afleiðingin; slys á fólki og tueþúsunda t.ión Það eru umferðarnefnd Reyk.iavíkurborgar ogSamstarfs- nefnd bifreiðatryggingafélaga, sem hafa komig bifreiðum þess- um tii sýnis fólk; til viðvörun- ar og ekki að efa. að þetta mun vekja meiri athyglj almennings en áminningar í auglýsinga- formi í blöðum og útvarpi Er þetta einn þátturinn í samfelldu fræðslustarfi um umferðarmál, sem þessir aðilar gangast fyrir i vetur. Fræðslustarf þetta hófst með leiðbeiningum fyrir gangandi vegfarendur og er það götulög- reglan, sem annast það starf sem kunnugt er. Stendur sú fræðsla til 15 október, en þá verður tekinn fyrir ljósaútbúnað- ★ Á myndinni hér að ofan ★ sést bifreiðin sem ekið var á ★ við Langholtsveginn um si. ★ helgi. Hún er „tj.1 sýnis á ★ Hótel íslands lóðinni. Sjón ★ er sögu ríkari og væri áreið- ★ anlega mörgum holt að virða ★ þetta bílflak fyrir , sér og ★ gera sér grein fyrir orsök ★ og af.leiðingu. ur ökutækja um tíma og þannig koll af kolli ýmis atriði sem miða að öruggari umferð. T.ión á annað hundrað miljónir Þeir Pétur Sveinbjarnarson formaður umferðamefndar og Egill Gestsspn formaður sam-1 starfsnefndar bifreiðatrygginga- félaganna skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær og sýndu þeim bílflökin. Auk þess sem að ofan er getið kom m.a. fram hjá Agli að greiðsla tryggingafélaganna Framhald á 9. síðu. Afrek skattalögreglunnar allt til þessa eru þau að sex mál um skattsvik hafa verið afgreidd af ríkisskattanefnd. Hafa þessi mál leitt til hækkunar tekjuskatts hjá sex gjaldendum, hækkunar eignaskatts hjá fimm gjaldendum, hækkunar söluskatts hjá fjórum gjaldendum, hækkunar aðstöðugjalds hjá fjórum gjaldend- um og hækkun iðnlánasjóðsgjalds hjá einum gjaldanda. Þetta er allt og sumt. Auk þess hef- ur ríkisskattanefnd afgreitt eitt mál þar sem ekki varð um breytingu á gjöldum að ræða. Ó- afgreidd eru hjá henni 16 mál. 11 mál hafa ekki gefið tilefni til frekari aðgerða. Enn eru í at- hugun hjá skattalögreglunni 88 mál af 122 sem hún hefur tekið upp frá því að hún hóf starf- semi sína. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu sem fjár- málaráðuneytið sendi Þjóðviljanum í gær, en í forustugrein hér í blaðinu s.l. þriðjudag var óskað eftir skýrslu um starfsemi skattalögregl- unnar. Greinargerð fjármálaráðuneytisins er birt á síðu © LAUS HVERFI Reykjavíkurvegur Seltjaruarnes Sigtún Sogamýri. ÞJÓÐVILJINN Sími 17500. Islenzk málverka- sýning í Bretlandi ■ Um miðjan þennan mánuð verður opnuð sýning á lista- verkum íslenzkra málara í sýningarsal The Peoples Art Theater í Newcastle on Tyne en síðar verður sýningin flutt til fjögurra annarra borga í Bretlandi og Skotlandi. Það er Félag íslenzkra mynd- listarmanna sem stendur að sýn- ingu þessari en forgöngu um að koma henni á fót hafði brezk kona, sem dvaldizt hér á landi og tekið miklu ástfóstri við tand og þjóð, Ann Gille að nafni. Á sýningunni verða um 25 mál- verk eftir fimm málara, þá Jó- hannes Kjarval, Nínu Tryggva- dóttur, Þorvald Skúlason, Jó- hannes Jóhannesson og Kristj- án Davíðsson og verður hún eins og áður segir opnuð í Newcastle on Tyne um miðjan þennan mán- uð. Síðan mun hún flutt til Ab- erdeen, Kendal og loks til Lond- on. Verður sýningin opin brjár vikur til mánuð í hverri borg og lýkur ekki fyrr en í febrúar næsta ár. Félag íslenzkra myndlistar- manna hefur áður gengizt fyrir slíkri farandsýningu erlendis. Var það fyrir tveimur eða þremur árum og gekk sú sýning milií nokkurra borga á Norðurlöndum. Hvað verður vegatollur- inn hór? ★ Keflavíkurvegurinn nýi mun verða tilbúinn til opn- unar um eða upp úr 20. þ.m. og er ætlunin að strax og hann verður tekin í notk- un verði lagður vegatollur á þær bifreiðir sem um veginn aka. Er gjald þetta Iagt á til þess að standa straum af kostnaðinum zið Iagningu vegarins, þótt raunar sé búið að skatt- leggja bifreiðaeigendur í hækkuðu benzínverði eg þá væri sagt að sú hækkun ætti að standa undir kostn- aðí við vegagerð í Iandinu. ★ Nú munu margir bif- reiðaeigendur velta þvx’ fyr- ir sér hvað vegatollurinn verði hár. Þjóðviljinn snéri sér þvx' í gær til samgöngu- málaráðuneytisins og spurð- ist fyrir um það hvort nú- ið væri að ákveða tollinn. Sagði Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri að enn væri ekki búið að taka endan- , lega ákvörðun um hvað hann yrði hár og væri það mál nú í athugun hjá sám- göngumálaráðherra en væntanlega myndi það ráð- ast einhvem næstu daga. Þá sagði ráðuneytisstjórinn að tollurinn yrði sennilega mishár eftir gerð og þyngd bifreiðarinnar. ★ Ráðuneytisstjórinn sagði að það væri heldur ekki 3- kveðið enn, hvort vakt yrði höfð á veginum og tollur innheimtur allan sólar- hringinn, en bjóst þó frek- ar við að sva yrði. Hefur vegamálastjórinn þegar auglýst eftir mönnum til að annast tollheimtuna og bár- ust alls um 40 umsóknir. Verða sennilega ráðnir 5-6 menn til þessara starfa bvi að tveir menn þurfa að vera á vakt a.m.k. yfir dag- inn. Er nú unnið að því að byggja tollskýli við vegin.n Er ljóst að kostnaður við þessa tollgæzlu verður mjög mikill. Trésmiðafélagið metam í sögu síldveiðanua hnekkt Mikil árgæzka rikir nú til sjáv- arins á þessu ári — búið að slá öll fyrri met i síldveiðum mið- að við sama tíma í fyrra og tog- ararnir hafa veitt vcl í sumar. Er þannig gjaldeyrissköpun þjóð- arinnar með mesta móti. Fróðlegt er að athuga nokkru nánar aflatölur í síldveiðinni á þessu ári með samanburði við ■íðastliðið ár, 1964, en það íx var algert metár í sögu síldveiðanna hér við land. Árið 1964 veiddust hvorsii meira né minna en 4 miljón mál og tunnur af síld. Af því afla- magni fór ríflega 3.4 miljón rr.ál í bræðslu í síldarverksmiðjun fyrir norðan, austan og sunnan, en afgangurinn va- saltaður og frystur. Þetta eru að vxsu óhuggulegar tðlur með tiœti til s&Qpunar verðmæta úr þessum dýriega fiski. Núna í ár hefur aflazt nær 3.5 miljón mál og tunnur af sx"ld miðað við síðustu mánaðamót og ríkir þar svipað hlutfall við nvt- ingu og eru ennþá þrír mánuðxr til stefnu af árinu og veiðisæid hefur verið með eindæmum síð- ustu daga fyrir austan. i Á aama txma í fyna höíðu aix- azt rxflega 3 miljónir mál og tunnur. Það sem af er þessu ári hefur orðið okkur drýgra í veiðinni og höfum við aflað um 400 þúsund málum fram yfir; miðað við sama tíma í fyrra — er það hinn ágæti árangur á sumarsíldveiðum hér sunnanlands f sumar, sem hleyp- ir aflatölunum fram úr fyrri met- um. Hinsvegar höfum við ekki xrramhaM á 9. sídu. einhuga í baráttu Verður verkbannið til þess að trésmiðir hefja vinnu hjá öðrum en meistarafélagsmönnum? Fundur Trésmiðafélags Reykjavíkur í Breiðfirð- ingabúð í gærkvöld var fjölsóttasti fundur sem télagið hefur nokkru sinni haldið og ríkti mikill einhugur á fund- inurn. Var samþykkt einróma að styðja samn- inganefnd félagsins með öllum ráðum í yfir- standandi átökum. Sáttafundur í trésmiða- deilunni hófst síðdegis í gasr en var frestað um kvöldmat og hófst að nýju kl. 11-30 að Framhald á 9. sxðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.