Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. október 1965 — 30. árgangur — 241. tölublað. SIF TÓK BREZKAN LANDHELGISBRJÓT 1 fyrrakvöld kom gæzluflug- vélln Sif að brezka togaran- um St. Andonicus. H-241, að veiðum tæpar 2 mflur innan fiskveiðitakmarkanna við Bjamarey. Sigldi togarinn til hafs er hann varð var við flugvélina en varðskipið Öð- inn var á næstu grösum og hóf eltingaleik við togarann. Féllst skipstjóri togarans þá á að fylgja varðskipinu til næstu hafnar. Skipin komu til Seyðisfjarðar í gaermorgun, og munu þar fara fram réttar- höld í máli skipstjórans. ★ Þetta er fyrsti togarinn sem gæzluflugvélin Sif tekur að ólöglegum veiðiun. REGLU- GERÐ um innheimtu umferSar- gjalds af bifreiðum og öðr- um ökutækjum sem aka um Reykjanesbraut. l. gr. „Af hverju ökutæki, sem ekur um Reykjanesbraut, fram hjá gjaldstöð nálægt bænum Straumi sunnan við Hafnarf jörð, skal greiða umferðargjald, miðað við aðra leið. sem hér segir: 1. fl. Fólksbifreiðar undir 1100- kg eigin þunga og sendi- ferðabifreiðar undir 450 kg að burðanmagni — 20,00 kr. H. fl. Fólksbifreiðar yfir 1100 kg eigin þunga. sendiferða- bifreiðar yfir 450 kg að burðarmagni og vörubif- reiðar undir 1,5 tonn að burðarmagni — 25,00 kr. m. fi. Vörubifreiðar meg burð- armagn 1,5 — 5 tonn. al- menningsbifreiðar fyrir 8 — 20 farþega — 50,00 kr. IV. fl. Vörubifreiðar með yfir 5 tonna burðarmagn, krana- bifreiðar og almennings- bifreiðar fyrir fleirj en 20 farþega — 100,00 kr. V. fl. VÖrubifreiðar meg yfir 5 tonna burðarmagni, með tengivagn og dráttarbif- reiðar með festivagn — 150,00 kr. Önnur ökutæki en bif- reiðar greiði; Eigin þungi 1—3 tonn, samkv. II. fl. Eigin þungi 3—6 tonn, samkv. III. fl. Eigin þungj yfir 6 tónn, samkv. IV. fl. 2. gr. Umferðargjald samkv. 1. gr skal innheimt af Vega- gerð ríkisins í gjaldstöð nálægt bænum Straumi sunnan við Hafnarfjörð. Skal gjaldið innheimt þar tvöfalt af öllum ökutækj- um á suðurleið, en inn- heimtu gjaldsins sleppt af öllum ökutækjum á norð- urleið. 3. gr. Undanþegnar greiðslu umferðargjalds eru eftir- litsbifreiðar lögreglunnar, sjúkrabifreiðar og slökkvi- bifreiðar. Heimilt er að veita af- slátt á umferðargjialdi, samkvæmt nánari ákvörð- un ráðherra, ef keyptir eru 50 gjaldseðlar eða fleiri í einu. 4. gr. Brotgegn reglugerð þess- ari varða sektum allt að 10» þús. kr., nema þyngri hegning liggi við að lög- um. 5. gr. Með brot gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 95. gr. vegalaga nr. 71. 30. desember 1963, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öll- um þeim. sem hlut eiga að máli. Samgöngumálaráðuneytið, 18. október 1965“. Keflavikurvegurinn opnaxSur fil umferðar á þri&iudag: Vegatollurinn 40 til 300 kr. * a þunga □ í gær barst Þjóðviljanum íréttatilkynning írá samgöngumálaráðu- neytinu þar sem segir að Keflavíkurvegurinn nýi verði opnaður til umferð- ar n.k. þriðjudag kl. 10 f.h. og hefst þá um leið innheimta vegatollsins margumrædda. Fylgdi fréttatilkynningunni reglugerð um innheimtu gjalds- ins og kemur þar fram að tollurinn á bifreið fyrir ferðina fram og til baka verður frá kr. 40 upp í kr. 300 eftir stærð og þyngd bifreiðarinnar. □ í fréttatilkynningu samgöngumálaráðuneisins er löng greinargerð um lagningu Keflavíkurvegarins nýja og forsendur fyrir vegatollinum. Segir þar m.a. að heildar- kostnaður við veginn sé um 270 miljónir króna og hafi yfir 90% af kostnaðinum verið greidd með lánsfé. Þá er nákvæmur útreikningur á því hver sparnaður það sé fyrir eigendur ökutækja að aka nýja veginn. Verður greinargerð þessi því mið- ur að bíða birtingar þar til á þriðjudag vegna mikilla þrengsla í blaðinu í dag, enda barst hún ekki fyrr en eftir hádegi í gær. □ Reglugerðin um innheimtu vegartollsins er birt á öðrum stað hér á síðunni. fslendingar bjóða í smíði 32 fiskiskipa fyrir Líbyu B Landsamband skpiasmíðastöðva, sem stofnað var s.l. vor hefur nú gert tilboð í smíði 32ja fiskibáta fyrir ríkis- stjórn Libyu. Tilboðin voru símsend héðan um síðustu helgi og átti að opna þau 18. þ.m. Ráðstafanir hafa verið, gerð- ar til að fylgjast með, en ekki hafa ennþá borizt fréttir af því hve mörg tilboð bárust, Vit- að er að tilboð voru send víðs- vegar að úr Evrópu. Langan tíma getur tekið að bera þau saman og athuga áður en sam- bærilegar tölur fást uppgefnar. Af þessum 32 bátum, eru tveir stálbátar ca. 180 R.L., sem ætlaðir eru til rannsókna, fisk- veiða og kennslu. Hitt eru allt fiskibátar af ýmsum stærðum smíðaðir úr eik, 70 rúmlestir tveir þeir stærstu, en hinir minni. Allir bátamir eru fram- byggðir. Afgreiðslutímj fyrir Fyrsta samkoma Náttúrufræðifél. Fyrsta samkoma Hins íslenzka náttúrufræðifélags á þessum vetri verður haldin á morgun. mánudag kl. 20.30 í II. kennslu- stofu Háskólans. Þar flytur Har- aldur Sigurðsson B.Sc. erindi með litskuggamyndum er hann nefnir: Um jarðfræði austan- verðrar Eyrarsveitar á Snæfells- nesi. minni bátana er. 12 mánuðir, en 18 mánuðir fyrir þá 4 stærstu. Bátana skal smíða eftir fyr- irkomulagsteikningum frá F.A.O. í Róm, þ.e. Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Tíu skipasmíðastöðvar á veg- um Landsambandsins standa að tilboðunum. Stjórn Landsambands skipa- smíðastöðva skipa; Þorbergur Ólafsson, form.. Ólafúr H. Jóns- son, Jón Sveinsson. 20 ára afmælis SÞ minnzt í dag Skarphéðinn Helgason Suður- götu 83 Hafnarfirði, stýrimaður á b/v Geir er fimmtugur í dag. Hann er við störf sín á sjónum á afmælisdaginn. Um kl. 11.30 í gærmorgun varð það slys á Lindargötu að 4 ára drengur varð fyrir vörubifreið. Hljóp hann út á götuna í veg fyrir bílinn og meiddist nokkuð. 1 dag, 24. október, eru 20 ár Ii'ðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi minnist dagsins m.a. með því, að á morgun, mánudag, 25. október verða fluttir fyrir- lestrar í skólum borgarinnar, en jafnframt hefur fræðsluefni um S.Þ. verið sent i flesta skóla landsins. Á 7. síðu blaðsins í dag er lítil'lega greint frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Brúðurín veitir aðstoð Það er stundum erfitt að vera tízkusýningardama og þurfa að skipta fljótt um föt. Við stálumst tfl að skyggnast örlítiö á bak við tjöldin á tízkusýningunni, sem Soroptimistklúbburinn gekkst fyrir á Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld og þar voru stúlkumar ekki alveg eins virðulegar og rólegar og frammi í sainum. Einn hatt- urinn var rifinn af höfðinu og annar settur á í miklum flýti og á hlaupum. Hér sést Guðrún Jörundsdóttir í fullu brúðarskarti hjálpa einni stúlkunni að setja á sig hattinn. Myndir og frásögn af sýn- ingunni er á 3. síðu blaðsins í dag. (Ljósm. Þjóðv. vh). KKK-morðingi sýknaður í USA NEW YORK 23/1 — Kvið- dómur f Alabama sýknaði í gærkvöld Ku Klux Klan- manninn Leroy Williams sem 25. marz. s.l. myrti rrú Violu Liuzzo, hvíta konu sem lagt hafði blökkumönn- um lið í mannréttindabar- áttu þeirra. Þetta var í ann- að sinn sem mál hans kom fyrir rétt í fyrra skiptið. varð dómurinn ósammála. ! ! Síldarskipið Eldey sökk i iyrrínótt Síldarskipið Eldey KE 37 sökk í fyrrinótt á síldarmið- unum um 60 mílur suðaustur af Dalatanga og bjargaðist skipshöfnin um borö í síld- arskipið Brimil KE 104, — það hét áður Hólmancs frá Eskifi'rði. Mörg síldarskip voru á þessum slóðum í fyrrakvöld og var þar leiðindaveður. Um klukkan 21 fékk Eldey á sig kviku og lagðist þá skipið ó hliðina, var þá langt komið að háfa síld í lestar skipsins. Skipshöfnin bró þegar við og fór í gúmbjörgunarbáta og var bjargað um borð í Brim- il. Þrír skipverjar fóru aftur um borð í Eldey og dvöldu þar á þriðju klukkustund til þess að freista þess að rétta skipið aftur á kjöl og tókst það ekki og urðu Iþeir að hverfa fró borði rétt áður en skipið sökk. Skipið sökk um kl. 2.20 um nóttina. Skipstjóri á Eldey heitir Pétur Sæ- múndsson og var þetta eitt af aflahæstu síldveiðiskipum flotans. Eldey var 5 ára gamalt stá!- skip, byggt i Molde í Noregi 1960, og var 139 lestir að stærð. Eigandi þess var Eld- ey h.f. í Keflavík. Brimill fór með skipbrotsmennina til Neskaupstaðar og þar stigu þeir beint upp i flugvél frá Flugsýn og flugu til Reykja- víkur. Komu þeir þangað síð- degis í gær. Þá lagðist annað síldveiði- skip á hliðina um likt leyti á sömu slóðum. Það heitir Pétur Sigurðsson og er af líkri stærð og Eld- ey, — einnig aflasælt skip og tókst skipverjum að rétta skipið aftur og kom það heiiu og höldnu til Scyðisfjarðar i gærmorgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.