Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1965, Blaðsíða 1
Hér sjást vopnin þrjú. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Hér stendur Kristján Eldjárn þjóðminjavörður við borðið sem arngeirunum hefur verið raðað á. Þrír arngeirar frá <$>- því á sextándu öld Milliliðakostnaður landbúnað- arafurða verði endurskoðaður ■ Þjóðminjavörður hafði heldur hraðann á í gærdag eftir að hafa móttekið hin fomu vopn á Reykjavíkur- flugvelli, — þangað komu þau klukkan hjálf þrjú méð flugvél frá Akureyri. ■ Voru þau flutt í skyndi upp á Þjóðminjasafn, tekin upp úr kassanum og raðað á stórt borð með hvítum grunni ogþarna blöstu þau við sjón- um blaðamanna klukkan hálf fimm um daginn. Bi Kristján Eldjám og Gísli Gestsson safnvörður stikuðu þama um með bæk- ur og voru þegar famir að huga að uppruna og tegund vopnanna. Vora þeir ákaf- lega hrifnir af þessum feng sínum og manna glaðastir þá stundina í borginni. ■ Vopnin verða til sýnis á Þjóðminjasafninu um helg- ina fyrir almenning. Tveir piltar Kandteknir í Ólafsvík Ólafsvík, 28/10 — 1 gær voru tveir piltar teknir höndum hér í Ölafsvík og úrsfcurðaðir í gæzluvarð- hald vegna gruns um að þeir hafi orðið valdir að brunanum mikla í Ólafsvík, þegar Kaupfélag Snæfell- inga brann til kaldra kola og nam tjónið yfir tug miljóna króna. Piltar þessir eru 18 og 19 ára gamlir og framferði þeirra brunanóttina vekur grunsemdir um, að þeir séu valdir að brunanum. Þeir höfðu frammi ölv- unarlæti kvöldið áður og heimsótfcu fjölda manns, stálu bíl og óku um þorp- ið, — annar þeirra hlaut skurð á handlegg við inn- brot í vöruskemmu kaup- félagsins skammt frá, — vakti brotin rúða í skemm- unni morguninn eftir þeg- ar grunsemdir og piltarnir geta efcki gert grein fyrir hvar þeir voru síðari híuta nætur eða um það leyti, sem eldurirm kom upp í aðalverzlunarbyggingunni. Rannsókn stendur ennþ 't yfir í brunamálinu. — pilt- amir hafa þó ekki viður- kennt brot sitt. ■■■■■■■■■■■■■■■■■) Hér er finnandinn, Davíð Gunnarsson Þjóðminjavörður hafði meðal annars þetta að segja um vopn- in: í fornbréfasöfnum eru þessi vopn kölluð arngeirar. Voru þau hér í notkun á sextándu öld og voru lagvopn og höggvopn í senn. Þessi vopn voru til dæm- is í notkun ó dögum Jóns bisk- ups Arasonar og beitt í siða- skiptaátökum hér á landi milli kaþólskra og lútherskra. Á þessum dögum var um stutt skeig sýslumaður í Þing- eyjarsýslu Magnús prúði og sat á Rauðuskriðu í Aðaldal og lif- ir hann í sögunni sem herskár embættismaður — kvað til dæmis upp hinn fræga vopna- dóm árið 1581 0:g vildi þá láta alla íslendinga vígbúast til þess ag geta stuggað frá ræningjum og illræðismönnum en þetta var einmitt á þeim dögum. sem íslendingar voru að leggja nið- ur vopnaburð hér á landi. — Þannig var Magnús prúði mik- ill áhugamaður um allan vopna- búnað, — erfitt er þó ag leiða þessi vopn í sjónmál við hann. Á sextándu öld voru þessir arngeirar algeng vopn fótgöngu- liða í Evrópu og nefnast á þýzku og Norðurlandamálum Hellebarde oK voru einkum framleidd í Suður-Evrópu einnig í Norður-Evrópu til dæmis í Svíþjóð. Einn arngeirinn að norðan ber greinilega stimpil vopnafram- leiðanda en við höfum hinsveg- ar haft of skamman tíma til þess að kanna þag nánar. sagði Kristján. Óhætt mun þó að fullyrða, að þessi vopn eru ekki smíðuð hór á landi. Hér á Þjóðminjasafninu er til eitt svona jámvopn frá sext- ándu öld og fann það á sínum tíma Jón Ámason skáld á Víði- mýri — fundarstaður var að Vatnsskarði í Skagafirði. Framhald á 9. síðu. Rætt um verðlagsmál á þingi í gær - sagði Hannibal Valdimarsson og taldi að niðurstöður bæri síðan að leggja til grundvallar verðákvörðunum ■ Alþýðusamband íslands óskar einskis frem- ur en þess að eiga gott samstarf við bændur um verðlagsmálin sem annað. ASÍ óskar ekki eftir að fá aftur kveðjur eins og þær, er Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan gengu í V.innu- veitendasambandið. ■ Góð og glld rök lágu fyíir því að Alþýðusam- bandið sagði sig úr sexmannanefnd. Hagur bænda var ekki tryggður með verðlagningu landbúnaðarvara einni saman, þar voru margir liðir, sem ríkisstjómin bar á- byrgð á með efnahagsstefnu sinni. Bændur vildu ekki lengur þola gerðardómsfyrirkomulagið á verðlagning- unni og þorrinn er feginn því að höggvið hefur verið á hnútinn á þessu stirðbusalega kerfi í verðlagsmálunum. ■ Ein meginkrafa okkar er sú að ýtarleg rannsókn fari fram á milliliðakostnaði landbún- aðarvara, það sem þá kynni að koma upp ætti að geta verið bændum og neytendum til hags- bóta og við þær niðurstöður verður að miða nýtt fyrirkomulag á verðlagningunni. ■ Meðal annars á þessa leið fórust Hannibal Valdi- marssyni orð í gær er hann ræddi um verðlagsmál land- búnaðarins á alþingi. Sjá síðu @ ! Alúmínmálið ekki lagt tyr- ir þing n þessu ári Rætt við Lúðvík Jósepsson og Björn Jónsson Jafnvel þótt allt falli í Ijúfa löð í samningum ríkisstjórn- arinnar við svissneska alúm- ínhringinn er þess naumast að vænta að málið verði iagt fyrir alþingi fyrr en eftir áramót. Þetta kom fram í viðtali, sem Þjóðviljinn átti við Lúð- vík Jósepsson og Björn Jóns- son um alúmínmálið, en þeir eiga sem lcunnugt er sæti nf hálfu Alþýðubandalagsins í þingmannanefnd sem ríkis- stjórnin skipaði til að fylgj- ast með gangi málsins. Minntu þeir fyrst á hvemig sú nefnd væri til komin: — Upphaflega voru aðeins sex fulltrúar i þessari þing- mannanefnd frá stjórnar- flokkunum og Framsóknar- flokknum, en síðan bauð rík- isstjórnin Alþýðubandalaginu að tilnefna einnig tvo menn í nefndina. Þessi nefnd hefur aldrei verið hugsuð sem nein samninganefnd, heldur aðeins sem milliliður milli ríkis- stjórnarinnar og þingflokk- anna svo að þeir geti fylgzt með málinu í stórum drátt- um. En með samningana sjálfa fer allt önnur nefnd. 1 henni er Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra í for- ustu, en með honum hafa einkanlega starfað Jóhannes Nordal bankastjóri, Stein- grímur Hermannsson verk- fræðingur, Hjörtur Torfason, lögfræðingur, Eiríkur Briem landsvirkjunarstjóri, Brynj- ólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri og ýmsir fleiri sér- fræðingar innlendir og er- lendir. Nefnd þingflokkanna hefur hvergi ’ komið nærri sjáilfum samningaviðræðun- um. — Hefur þingmannanefnd- in oft fengið skýrslur? — Hún hefur háldið all- marga fundi og fengið ýms gögn í hendur, auk þess sem hún fór 1 ferð til Noregs og Sviss til þess að kynna sér starfsemi alúmínhringsins í verki. Hefur iðnaðarmálaráð- herra síðan í stórum dráttum skýrt nefndinni frá gangi samningaviðræðna við hinn erlenda aðila. — En það hefur auðvitað komið fram í nefndinni að Alþýðubandalagið hefur þeg- ar mótað afstöðu sína í meg- inatriðum til erlendrar stór- iðju? — Auðvitað hefur það verið ljóst frá upphafi, og í sumar létum við bóka sér- staka yfirlýsingu þar sem lögð var áherzla á stefnu okk- ar. Við tókum þar fram að við teldum þá meginbreyt- ingu sem felst í heimild til erlendrar stóriðju á íslandi hættulega þjóðinni, bæði vegna fordæmisins og þess mikla valds sem hinn erlendi auðhringur fengi í éfnahags- kerfinu. Við lýstum yfir því, að við teldum raforkuverðið svo lágt að allar líkur væni á því að raforkusalan yrði ó- hagstæð Islendingum. Við bentum á að slíkar fram- kvæmdir myndu trufia til muna eðlilega þróun íslenzkra atvinnuvega og jafnvægi milli landshluta. Og að lofcum lögðum við áherzlu á að við litum á þingnefndina sem hliðstæða öðrum starfsnefnd- um alþingis og myndum starfa innan hennar á sama hátt. Venjulegar starfsnefnd- ir alþingis fá auðvitað oft til meðferðar mál sem við er- um andvígir í meginatriðurn, þótt við tökum þátt í að fjalla um meðferð þeirra og reyn- um einatt að koma fram breytingum til þess að draga úr háskalegum atriðum, þótt við séum andvígir málinu f heild. — Og hvernig er lfklegt að málin þróist á næstunni? — Ríkisstjórnin skýrði frá þvi í tilkynningu nýlega að samningar hefðu þokazt á- leiðis í síðustu samningavið- ræðum, og virðist okkur það sízt vera ofmælt. En ríkis- stjómin hefur sem kunnugt er heitið þvi að málið verði að lokum lagt fyrir þing og þar verði endanlegar ákvarðanir teknar. Hætt er þó við að rík- isstjómin hugi sér að leggja málið ekki íyrir alþingi fyrr en gengið hefur verið frá öll- Um atriðum þannig að þing- heimi verði það eitt eftirskilið að segja já eða nei. — m. I *« V « r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.