Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 1
Firtímtudagur 15. september 1966 — 31. árgangur— 209. tölublað. Samstarf íhalds og Fél. óháðra / Firðinum? Eins og kunnugt er hefur ekki náðst samkomulag um myndun starfshæfs meiri- hluta í Hafnarfirði eftir kosningarnar s vor- Nú munu standa yfir samning- ar milli Sjálfstæðisflokks- ins og bæjarfulltrúa Félags óháðra kjósesnda um sam- starf um stjórn kaupstaðar- ins. Hafa bæjarfulltrúar ó- háðra kjósenda ritað Sjálf- stæðisflokknum bréf með tilboði um slíkt samstarf og og mun fulltrúaráð Sjálf- stæ'ðisflckksins hafa sam- þykkt að ganga til samn- inga- Bæjarstjórinn í Hafn- arfirði hefur tilkynnt bæj- arstjóm, að hann hætti störfum 1. október nk. og mun ætlunin að koma þessu samstarfi á áður en til bess kemur. Fyrsfi fundur borgarstjórnar eftir sumarfri: Þrjár tillögur fulltráa Al- þýðubandalagsins á dagskrá ★ í dag verður haldinn fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur að loknu sumarfríi og eru 22 mál á dagskrá, þar á meðal þrjár tillögur um skólabygg- ingarmál, samgöngumál Árbæjarhverfis og vistun og kennslu 6 ára barna og eru allar tillögurnar fluttar af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins. Hin ir dagskrárliðirnir allir fjalla um afgreiðslu 'fund- argerða. Skólabyggingar borgarinnar Fyrsta tillaga borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins fjallar^ um skólabyggingar borgarinnar og er hún svohljóðandi: „Borgarstjórnin ályktar að átelja þann seinagang, sem reynzt hefur á áætluðum skólabyggingum borgarinnar á þessu ári. Sér- staklega telur borgarstjórn ástæðu til að víta að ekki skuli enn hafnar framkvæmdir við 1. áfanga Árbæjarskóla né stækkun Voga- skóla, en báðar þessar framkvæmdir voru ákveðnar af borgarstjórn og fé til þeirra áætlað í fjárhagsáætlun. Felur borgarstjórnin Tröllakrókur *• Tröllakrókur í Lónsöræfum ★' er eitt þeirra sérkennilegu * náttúrufyrirbæra, sem sjást í * kvikmynd Ásgeirs Long, Sjá ★J frétt á baksiðu. Skrifa senáihem og aðmíráli bænaskjal! í gærkvöld var haldinn í Sig- túni fundur í Félagi sjónvarþs- áhugamanna. Blaðið hafði tal af Vigni Guðmundssyni varafor- manni og sagði hann að einhug- ur hefði ríkt á fundinum og fáir tekið til máls. Samþykkt var tillaga Vignis um að senda opið bréf til yfir- hershöfðingjans á Keflavíkur- flugvelli þar sem farið yrði fram á að hann endurskoðaði afstöðu sína í sambandi við takmörkun dátasjónvarpsins. Ennfremur kom fram tillaga um að beina þeim tilmaélum til stjórnar félagsins að hún skrif- aði sendiherra Bandaríkjanna hér og átti það bréf að vera nákvæmlega í sama bænartóni og hið fyrrnefnda — og var sú tillaga samþykkt. Þá gat Vignir þess að fund- inum hefði borizt ákafléga hlý- legt skeyti frá Félagi sjónvagps- áhugamanna í Vestmannaeyjum og hefði fundurinn samþykkt að því yrði svarað með engu síður hlýlegu skeyti. Skeytið frá imbakassadýrkend-! unum í Vestmannaeyjum var á þessa leið: „Mannréttindi hafa aldrei unnizt nema fyrir skel- egga baráttu, treystum ykkur til að standa fast um góðan mál- stað. Okkar fyllsti stuðningur. Félag sjónvarpsáhugamanna í Vestmannaeyjum.“ Svö er sag' að hugsjónir séu úr sögunuil, I Hitaveitustjóri um vatnsskortinn: Tnsihnir næstu vikur vegnu ílutnkgs aðuldæiustöBvar - neytendur þegar farnir að kvíða kulda í vetur □ Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær brást hitaveitian á mörgum stöðum í bænum á þriðjudag þegar smávegis kólnaði í veðri og fór fólk þegar að kvíða vetrinum, því a.m.k. íbúar gömlu borgarhverfanna hafa ekki gleymt reynslu sinnj í fyrravetur þegar hitaveitan brást í marg- ar vikur. borgatstjóra og borgarráði að gera nú þegar ráðstafanir til að framkvæmdir þessar verði hafnar og þeim þannig fram haldið að þær komi að gagni á skólaárinu 1967—1968. Þá átelur borgarstjórn að ekki skuli heldur hafnar framkvæmd- ir við byggingu leikskóla að Safamýri og að Brekkugerði, og fel- ur sömu aðilum að sjá um að ekki verði á því frekari dráttur en orðið er.“ Samgöngumál Árbæjarhverfis Önnur tillagan sem borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins flytja sameiginlega er um samgörtgumál Árbæj arhverfis og er hún á þessa leið: „Borgarstjórnin telur óhjákvæmilegt að gera nú þegar ráðstaf- anir til að koma samgöngumálum Árbæjarhverfis i vlðunandi horf. Ályktar borgarstjórn að fela borgarráði og forstjóra SVR að sjá svo um að íbúar hverfisins eigi án tafar kost á strætisvagnaferð- um á 20—30 mín. fresti." Vistun og kennsla 6 ára barna Þá fjytur Sigurjón Björnsson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins eftirfarandi tillögu um vistun og kennslu 6 ára bama: „Vegna sívaxandi erfiðleika. mcð vistun og kennslu 6 ára bama ákveður borgarstjórnin að fela fræðsluráði og barnaheimila- og leikvallanefnd að kanna hvernig þessi mál verði bezt leyst, og gera tillögur til borgarstjórnar um þetta efni“. Forstjóri Hitaveitu Reykjavík. ur, Jóhann.es Zoega, hafði sem áður skýringar á reiðum hönd- um þegar Þjóðviljinn sneri sér til hans í gær ,til að spyrjast fyrir unr vatnsskortinn. Sagði hann að vatnsleysið á þriðjudag hefði ekki verið alvarlegt og væri orsökin ekki kuldi að þessu sinni, heldur væri nú unnið að því að flytja aðaldælustöð hita- veitunnar í nýtt húsnæði við Bolholt. Þyrfti því aS breyta öllum safnæðum frá borhol- unum í nýju stöðina og væri unnið við tengingar frá gömlu æðunum í þær nýju. Hefði þessi vinna staðið lengur á þriðjudag en ætlað var og valdið vatns- skortinum, og mætti búast við truflunum af þessu tagi öðru hverju næstu viku. Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu átti annar heitar veitugeymirinn af þeim tveim sem nú eru í byggingu á Öskju- hlíð, að vera tilbúinn í lok september, en Jóhannes kvað þá j áætlun ekki standast, verkið hefði tafizt, og yrði geymirinn ekki til fyrr en í lok nóvember. Ekkert hefur verið borað í sumar, en von er á nýjum dæl- um við nokkrar af borholunum í næsta mánuði. Þá er nú loks verið að ljúka viðgerðum á Elliðaárstöðinni sem verið hefur að mestu óstarfhæf í tvö ár og standa vonir til að hún komi aftur inn á kerfið í næsta mán- uði með nýuppgerðan ketilinn, samkvæmt frásögn hitaveitu- stjóra. Allt þetta, sagði Jóhannes Zoega að lokum, ætti að gera ástandið a.m.k. talsvert betra en í fyrra. Væri sannarlega vonandi að þau orð stæðust og varanleg bót verði ráðin á heitavatnsskort Framhald á 8. síðu. Utanríkisráðherra spurður: Hvuð er „næsta ná- grenni KeHavíkur"? ■ Útvarpsráð hefur nú falið útvarpsstjóra að krefja utanríkisráðherra skýringa á vissum atriðum í bréfavið- skiptum hans og yfirmanns hernámsliðsins á Keflavíkur- flugvelli um takmörkun dátas jónvarpsins. Samþykkti útvarpsráð á fundi sínum á þriðjudag að fara fram á það við útvarpsstjóra að hann skrifaði Emil Jónssyni utanrík- isráðherra bréf og bæði um ná- kvæma skilgreiningu á tveimur atriðum í bréfi hans til Ralph Weymouths aðmíráls, þ.e. við hvað sé átt þegar talað er um: — í fyrsta lagi, að útsendingar verði takmarkaðar við móttöku „í næsta nágrenni Keflavíkur“, Obein hækkun á olíuverðinu ★j Enn magnast óð'averðbólga viðreisnarstjórnarinnar. í blöðum í dag auglýsa olíufé- lögin nýja söluskilmála sem þau svo nefna og eru í því, fólgnir, að olíufélögin krefj- ast nú staðgreiðslu eða leggja á aukagjald ella — svo liér er raunverulega á ferðinni ó- bein hækkun olíuverðs. .★J Skilmálar olíufélaganna eru þeir, að öll smásala frá ben- zínstöðvum skuli fara fram gegn staðgreiðslu, en er um félög eða firmu sé að ræða sé heimilt að „selja gegn mánaðarviðskiptum“ eins og olíufélögin scgja af sérstæð- um málsmckk — enda sé þá greitt 25 kr. aukagjald fyrir hverja afgreiðslu. Þá á öll sala til húsakyndinga að fara fram gegn staðgreiðslu, ella kemur sérstakt aukagjald, kr. 100, vegna vinnu við bók- hald og innheimtu. *) Önnur vörusala olíufélaganna beint tii notenda skal og að jafnaði vera gegn stað- greiðslu, en þó áskilja olíu- félögin sér rétt til þess að semja um mánaðprviðskipti við það sem þau kalla „stóra viðskiptavini“, enda greiði þeir venjuleg aukagjöld. Hafi svo „mánaðarviðskiptamaður“ ekki greitt skuld sína fyrir lok greiðslumánaðar, skal reikna honum dráttarvexti, 0,83% á mánuði, miðað við skuld í lok úttektarmánaðar að frádregnum innborgunum í greiðslumánuði. Jafnframt skal þá stöðva reikningsvið- skipti og hefja venjulegar innheimtuaðgerðir. — og í öðru lagi, að breytingar á útsendingu bandaríska sjón- varpsins verði „samræmdar til- komu íslenzka sjónvarpsins“. Verður fróðlegt að heyra út- skýringar utanríkisráðherra, því margir munu hafa velt því fyrir sér hve langt „næsta nágrénni Keflavíkur“ teljist ná og eins hinu, hvenær íslenzka sjónvarp- ið teljist til komið, við fyrstu tilraunasendingar, ■ þegar regluleg kvölddagskrá hefst eða kannski ekki fyrr en dagskrártíminn er orðinn jafnjangur og í dátasjón- varpinu. Á líka að sjást í Eyjum Útvarpsráð hefur nú fengið ríkisheimild • fyrir kaupum á sendistöðvum sem ná Borgar- nesi, Grindavík og Vestmanna- eyjum, en ætlunin er að reyna að láta íslenzka sjónvarpið ná til allra þeirra staða þar sem kapall er fyrir. Þessa dagana er verið að keyra í gegn og senda innan- húss fyrstu kvölddagskrárnar „g er gert ráð fyrir að hægt verði að hefja á þeim útsendingar kringum 25. september. Varð fyrir bíl í GÆR kl. 18.42 varð átta ára drengur, Árni Garðarsson að nafni, til heimilis að 1 av--rás- vegi 55. fvrjr . Árv>i' var á re'ðhínli, — Hann meiddist ekki teljandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.