Þjóðviljinn - 18.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1967, Blaðsíða 1
) Framboðslisti Al- þýðubandalagsins ■ Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á fundi kjördæmaráðs sl. sunnudag og birtur í blaði Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjördæmi, Keili, sem út kom í gær. Listmn er þannig skipaður: 1. Gils Guðmundsson, alþingis- maður, Reykjavik. Enskir stúdentar í verkfalli LONDON. Um 2000 stúdentar við hagfrseðiháskólann í London fóru í dag í kröfugöngu að loknu fjögurra daga verkfalli. Mótmæla þeir því, að tveir foringjar þeirra hafa verið reknir úr háskólanum fyrir andstöðu gegn nýskipuðum rektor háskólans, sem áður var handbendi Inas Smiths í Ródesíu í fræðslumálum. 2. Geir Gunharsson, alþingis- maður, Hafnarfirði. 3. Karl Sigurbergsson, skipstjóri, Keflavík. 4. Sigurður Grétar Guðmunds- son, bæjarfulttr. Kópavogi. 5. Hallgrímur Sæmundsson, kenn- ari, Garðahreppi. 6. Guðmundur Árnason, kennari, Kópavogi. 7. Sigmar Ingason, verkstj. Ytri- Njarðvík. 8. Óskar Halldórsson, námsstjóri, Seltjarnarnesi. 9. Þormóður Pálsson, gjaldkeri, Kópavogi. 10. Lárus Halldórsson, fyrrv. skólastjóri, Mosfellshreppi. Reykjaneskjördæmi: Karl Sigurbergsson. Sigurður Grétar Guðmundsson. Hallgrímur Sæmundsson. Geir Gunnarsson. tonn fyrir fjús. mörk Enn setur Mai heímsmet: Seldi 300 nærri 364 □ Tog'arinn MAÍ seldi í gærmorgun í Cux- hafen 296,4 tonn fyrir 363.806 þýzk mörk, en það gerir 3.936.400,oo ísl. kr. miðað við^ gengi 10,82. Meðalverð aflans er 13,28 kr. á kíló. Hefur Maí því bætt heims- metið í aflasölu sem hann setti, er hann seldi 21. febrú- ar sl. um 290 tonn fyrir 307.793 mörk. Sú sala vakti mikla athygli bæði í Þýzka- landi og hér heima og annars- staðar þar sem togaraútgerð er stunduð. Hefði þá þótt með óiíkindum að Maí mundi selja fyrir enn hærra verð áður en mánuður væri liðinn. Aflinn sem Maí var með var að mestu karfi, veiddur á mið- unum við Austur-Grænland, en Maí lagði af stað í þá veiðiferð 27. febrúar sl. Mikil eftirspurn er eftir fiski á markaðnum í Þýzkalandi nú vegna páskahelg- arinnar, en þá neyta kaþólskir menn ekki kjöts, og opnast þá markaður suður um alla Evrópu. Skipstjóri á Maí er sem kunn- ugt er Halldór Halldórsson, og var hann með skipið í veiði- ferðinni, en tók sér frí sigling- una, og sigldi Haukur Hallvarðs- son stýrimaður með skipið. Eftir þessar síðustu fréttir af aflasölu Maí er ástæða til að taka undir orð Halldórs skip- stjóra í viðtali við Þjóðviljanh fyrir skömmu: „Það er nóg af fiski £ sjónum, og við þurfum Hálldór Halldórsson ekki að selja togarana úr landi vegna þess að el.ki aíliát". Kjaradómur hefur ákveðið: Óverulegar hækkanir tíl ríkis- stahmanna í lægstu flokkum ■ í gærdag var kveðinn upp gerðardómur í launamálum ríkisstarfsmanna og orðið við óverulegum launahækkunum til iægst launuðu ríkisstarfs- manna eða frá 3,5% niður í 1% miðað við 1. til 9. flokk. Launahækkunin taki gildi frá 1. júlí 1966. Kjararáð B.S.R.B. hafði gert dómkröfú um 5% grunnlauna- hækkun til allra ríkisstarfs- manna miðað við 1. júlí 1966. Þá gerði Kjararáð einnig dóm- kröfu um 0,35% af útborguðum launum til ríkisstarfsmanna 1 orlofsheimilasjóð og var þeirri kröfu vísað frá Kjaradómi á þeim forsendum, að hún væri ekki bein launakrafa og heyrði þannig ekki undir Kjaradóm. Talið er að 10% af meðlimum B.S.R.B. hafi fengið þessar ó- verulegu launahækkanir. Kjaradómur er skipaður fimm mörinum og samþykktu þennan gerðardóm Sveinbjöm Jónsson, Benedikt Sigurjónsson, Svavar Pálsson og Eyjólfur Jónsson, þó vildi Eyjólfur verða við kröfum um 0,35% gjald í orlofsheimila- sjóð. Fimmti maður er Jóhannes Nordal og vildi hann í engu verða við þessum dómkröfum og vildi engar launabreytingar. Dómsorð hljóðar svo: „Framangreindri kröfu sókn- Framhald á 3. síðu. Leið vinstri hreyfíngar á Norðurlöndum Hermansson talar á almennum fundi U mrœðuf undur um heilhrigðismalin: Jóhanni Hafstein heilbrigðismálaráð herra varð svarafátt á fundinum ■ Sjandan hefur nokkur ráðherra á íslandi ferig- ið aðra eins útreið á almennum fundi og Jóhann Hafstein heilbrigðismálaráðherra á fundi stúd- entafélaganna í fyrrakvöld. Vel rökstuddum og málefnalegum ræðum lækna og annarra ræðu- manna á fundinum svaraði Jóhann ekki öðru en skætingi um einstaka ræðumenn. Framkoma hans í lok fundarins var slík að jafnvel er ekki ráðherra sæmandi. , Jóhann var fyrsti frummæl- andi á fundinum, og reyndi ann- ars vegar að bera af sér ábyrgð á því að heilbrigðismálin eru í sMkutn ólestri á fléstum svið- um eins og fram kom í ræðu læknanna á fundinum. Hins veg- ar taldi Jóhann upp afreksverk sín síðan hann várð heilhrigðis- málaráðherra. Meira , fé hefði verið varið í sjúkrahúsbyggingar en áður, margs konar löggjöf hefði verið sett ■am heilbrigðis- mál og fjölmargar juafndár skip- aðar. Eftir ræður binoa frwmmœl- enda og annarra teefcroa sem tö3- «ðu á fundinwm sfcóð írfcið eftir af þessum afreksver’kwm. Þeir bentu á að lítið gagn væri a£ fjár- framlagi tll spítakrbygginga með- an ekkert væri skipttlagt hvernig það fé er nýtt. Löggjöf sú og nefndaskipan sem ráðherrann gumaði af töldu iæknámir verá fargan eitt og sízt til að bæta úr, ef undan er sfcilm skipun Þorláksmesisunefndarinnar svn- kölluðu. Aðrir frummæiendur á fuod- inum voru læknaoiir Ásmundur Brekkan og Ámi Björnsson. Ámi gerði einkum að umræðuefni hvemig ástand í heilbrigðismál- um væri nú og hverju væri á- bótavant, en Ásmwndur lagði á- hérzlu á hvernig þróun þessara mála ætti að vera í framtíðinni. Að loknum ræðum frummæl- enda voru frjálsar umræður og tóku til máls um tuttugu manns, flestir læknar. Féll mál manna mjög - á einn veg. að gjörbreyta þyrfti skipulagi á heilbrigðismál- cm okkar og skipta um yfir- Framhaid á 3. síðu. Féiag róttækra stúdenta efnir til almenns fundar á morgun, sunnudag, í samkomuhúsinu Lídó og hefst fundurinn kl- 5. PUNDAREFNI: Leið vinstri hreyfingar á Norðurlöndum. Framsögumað- nr: C. H. Hermansson, form. sænska Kommúnistaflokksins- Magnús Kjartansson, ritstjóri, flytur inngangsorð en að er- indinu ioknu verða frjálsar umræður og fyrirspuxnum svarað. Erindi Hermanssons verður þýtt á íslenzku. — Aðgangseyrir er kr. 50,00. — öllum er heim- IH aðgangur. Hermansson Atkvæðavélin í borgarstjórn vel smurð Á fundi borgarstjórnar í fyrradag voru málefni hita- veitunnar til umræðu, eins og sagt var frá í Þjóðviljan- um í gær. í tillogu þeirri sem meirihiwti íhaldsins sam- þykkti felst annars vegar al- gjör uppgjöf í því að hita- veitan sjái ífoúum nýju hverf- anna fyrir upphitun húsa sinna og hins vegar að þar skuli vera í gildi hærri gjöld fyrir þjónustu hitaveitunnar en í öðrum borgarhlutum. Borgarstjórinn var einn i íyrirsvari fyrir aðgerðum í- haldsins í þessu máli, sem varðar hagsmuni fjölmargra íbúa borgarinnar, og aðrir borgarfuiltrúar íhaldsins á fundinum gegndu því einu hlutverki að svara já eða nei í atkvæðagreiðslum um málið eftir því sem átti við hverju sinni og eftir bending- um Geirs borgarstjóra. Guð- mundur Vigfússon, borgarfull- trúi Alþýðubandal., benti borgarstjóra á að hann væri ekki sloppinn frá þessu máli, þótt hann gæti látið atkvæða- vél sína í borgarstjórn af- greiða þetta mál nú. Borgar- búar ættu áreiðanlega eftir að láta til sín heyra um þetta mál. Það vakti athygli á fundin- um að þessi atkvæðavél Geirs í borgarstjórn var svo vel smurð, er nafnakall var haft um eina tillöguna, að forseti lét einn borgarfulltrúa íhalds- ins greiða atkvæði tvívegis. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.