Þjóðviljinn - 30.05.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1967, Blaðsíða 1
Þriöjudagur 30. maí 1967*— 32. árgangur— 118. tölublað. Viðreisnin að drepa stálskipasmiðar Hætt við smíði stál- skipsins á Akureyri Frá G-Iistafundinum á Hótel Borg. Jón Tímótheusson sjómaður flytur ræðu sína. Hverf verSur slldarverSiS? Verk.Jiiðjurnar bjóða tæpa krónu - útvegsmenn krefjast tveggja króna Nú munar um það bil helmingi á verði því sem síldarverksmiðjurnar telja sig geta greitt í sum- ar og verði því sem útvegsmenn telja sig þurfa. Frá þessu skýrði Jón Tímótheusson sjómaður á ágætum fundi Alþýðubandalagsins á Hótel Borg í fyrradag. Jón sagði: Ragnar Lár. form. Alþýðu- bandalagsins í Kjósarsýslu ■ Sl. miðvikudag var stoin- að sjötta Alþýðubandalags- félagið í Reykj anesk j ör- dæmi, Alþýðubandalagsfélag Kjósarsýslu, og -er félags- svæði þess Kjósar- Kjalar- ness- og Mosfellshreppar. Hafa þá verið stofnuð Al- þýðubandalagsfélög er ná yfir alla hreppa kjördæmis- ins og mynda fulltrúar fé- laganna kjördæmaráð er fer með yfirstjórn Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjör- dæmi. Á stofnf-undinum ríkti mikill einhugur og voru fundarmenn ákveðnir í að vinna að sem mestum sigri Alþýðubandalags- ins í Reykjaneskjördæmi við kosningarnar sem nú fara í hönd. Mætti Gils Guðmundsson alþingismaður á fundinum og hvatti menn til sóknar bæði í Framhald á 9. síðu. „Nú munu einkaveiksmiðjurnar telja sig geta greitt tæpa 82 aura fyrir kílóið af síld í sumar og ríkisverksmiðjurnar munu telja sig geta greitt 1 kr. pr. kg., en síldarbáturinn mun telja sig þurfa að fá kr. 1,98 fyrir kílóið. Það mun því verða erfitt fyrir verðlagsráðið að standa að verðlagningu að þessu sinni, og fullvíst má telja að stórfelld verð- lækkun verði á síldinni frá því í fyrrasumar, en þá var sumarverðið kr. 1,71 pr. kg.“ Ræða Jóns venður birt í heild hér í blaðinu síðar. Á fundinum fluttá Bjarni Þórðarson bæjarstjóri á Neskaupstað þróttmikla ræðu um vandamál sjáv- arútvegsins, og er hún birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Á fundinum las Baldvin Halldórsson leikari ljóð eftir Örn Amarson, Jón úr Vör og Snorra Hjart- arson, en Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari söng einsöng með undirleik Ragnars Bjömssonar. Var þeim ágætu listamönnum fagnað að verðleikum. Fundarstjóri á þessum ágæta fundi var Guð- mundur J. Guðmundsson varaformaður Dags- brúnar. Eitt helzta skrautblóm í-1 haldsins nú ér gjaldþrot við- reisnarinnar blasir við á öll- um sviðum hefur verið að birta myndir af þeim fáu stálskipum sem eru nú í smíð- um hérlendis, ogáþaðaðvitna um umhyggju Sjálfstæðis- flokksins fyrir ísl. iðnaði. f>ess er að sjálfsögðu ekki getið að á viðreisnartíman- um hafa nær ^öll fiskiskip okkar verið smíðuð erlendis, og höfum við m.a. staðið únd- ir tilraunastarfspmi Norð- manna að byggja upp stál- skipasmíði' í landi sínu. ★ Þessi öfugþróun er öll að kenna fjármála- og lána- stefnu ríkisstjórnarinnar, og nú er greinilegt að sá litli vísir að stálskipasmíði sem hér var hafin á ekki langt !íf fyrir höndum að óbreyttri stjórnarstefnu. ★ Ein skipasmíðastöðin, Stál- skipasmiðjan h.f. í Kópavogi, er þegar farin á hausinn og hefur alveg hætt starfsemi, og horfur eru ekki björguleg- ar hjá öðrum. í Stálvík h.f. í Arnarvogi standa nú tvö skip nær fullbúin en engin pöntun hefur borizt um smíði fleiri skipa og alls ó- víst að um smíði fleiri skipa verði að ræða eins og nú horfir. ★ Nýjustu tíðindi af þessum iðnrekstri eru þau að Sæ- mundur Þórðarson skipstjóri, sem samið hefur um smíði á ■500—600 tonna stálskipi hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri, hefur vegna fjárskorts neyðzt til að hætta við þetta ■ áform. Ástæðan er fyrst og 'fremst fjárskortur sem nú tröllríður öllum útvegi í dag og eins hitt að breytingar til hins verra hafa orðið á um opin- ber lán til skipakaupa. ★ Þessi riftun á samningi er að sjálfsögðu mikið áfall fyr- ir Slippstöðina á Akureyri og hæpið að hún standist það áfall. Þetta áíti að vera næsta meginverkefni stöðvarinnar og mikið fé þegar lagt í ýmsa undirbúningsvinnu. Og þar er sama sagan og í Stálvík h.f. að engin pöntun liggur fyrir um smíði á nýju skipi. Leiðrétting 25 kr. í í viðtali við Kristján Jónsson, form. Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, í Þióðviljanum sl. sunnudag slæddist inn skekkja þar sem rætt var um hinn mikla verðmun sem er á rækju í Nor- egi og á íslandi. Var sagt að verðið væri ca. kr. 50 á kg. í Noregi, en þar átti að standa kr. 25. MONROVIA 28/5 — öllum er- lendum prestum og trúboðum hefur verið vísað úr landi í Gu- ineu og eru margir þeirrakomn- ir til Líberíu á leið til Parisar. Forseti landsins, Sekou Toune, hefur lýst það stefnu sína, að alflir prestar. í Guineu séu af afr- iskum uppruna. Lögum um verðlags- ráðið verði breytt A fundi í stjórn Samtáka síldarsjómanna, sem haldinn var um helgina, var gerð samþvkkt þar sem sú krafa er sett fram að lögum um störf verðlagsráðs *verði breytt. Þar er >einnig sagt að ekki komi til greina að sjómenn taki á sig óbætt stór- fellt verðfall á síld. Þá er 'oent á þá hættu að sjómenn hópist í land vegna versn- andi afkomu. Samþykktin er svohljóðandi: „Sam'tökin lýsa óánægju d þeim drætti sem orðið hefur á ákvörð- un síilidarverös og telja nauðsyn- legt, að lögum um störf Verð- lagsráðs sjávarafurða verði breytt svo að sí'ldarverð' komi fyrr fram. Þá vilja samtökin benda á, að eftir þá lélegu vertóð, sem nú er lokið, standa margir sjómenn þannig, að brúttótékjur þeirra frá áramúitum duga ekki til fyr- irframgreiðslu skatta. Kemur því ekki til greina, að sjómenn geti tekið óbœtt það stórfellda verð- fall, sem orðið hefur á síldaraf- urðum, frá þvi verQlagt var til •tiíldveiða 1966. Villja samtökin benda á þá hættu, að sj'ómenn hópist í land af bátunum vegna versnandi af- kemu, sem þegar er farið að bera nokikuð á“. ÁiþÝSubandalagið kynnt / sjénvurpi B í gær hófst kynning stjórnmálaflokkanna í sjónvárpi, og komu þá fram fulltrúar Óháða lýðræðisflokksins og Sjálfstæðisflokksins. í kvöld koma fram Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, í þessari röð. Dagskráin hefst kl. 20,20 og hefur hver flokkur 20 minútur til umráða. í dagskrá Alþýðubandalagsins koma fram Inga Huld Hákonardóttir, Jónas Ámason og Magnús Kjartansson 0 Kynning þessi var tekin sérstaklega upp fyrir sjónvarp, en hún yerður samtímis flutt í hljóðvarpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.