Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 1
/" Skráningarsímar Reykjavíkurgöngu 1967 eru 17513, 24701 og 37993. — Sjá lista yfir studningsmenn göng- unnar á blaðsíðu 6, ÆH/í. Miðvikudagur 31. maí 1967 — 32. árgangur — 119. tölublað. /9 61 Öfugþróun undir viSreisn: Heildaraukning skipaflotans innan vi a ári! Hll T *■ ••jökull, annar jöklanna^sem seldur hefur verið til Norður-Kóreu. -<5> Sinfóníuhljómsveit Íslands: Heldur tékkneska hliómleika 1. júní Fimmtudaginn 1. júní heldur Sinfóníuhljómsveit íslands aóra aukatónlcika starfsársins sem nú er að Ijúka. Verða það tékk- neskir tónleikar. Öll verkin sem leikin verða eru eftir Dvorák, „Karnevar’-forleikurinn fyrst, en síðan píanókonsertinn í g- moll og cellókonsertinn i h- moll. Einleikarar og stjóxnand- inn eru, hver á sínu sviði, í fremstu röð í Tékkóslóvakíu. Stjórnandinn er Zdenek Macal, rúmlega þrítugur að aldri, en hefur þegar staðið á. stjórnpalli hljómsveita í mörgum löndum Evrópu og Ameríku, auk hljóm- sveitanna í heimalandi sínu. Macal hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegum samkeppnum ungra hljómsveitarstjóra, unnið fyrstu verðlaun í Besancon 1965, þriðju verðlaun í Mitropoulos- samkeppninni í New York 1966. Cellóleikarinn, Stanislav Apo- lin, nam fyrst cellóleik við Jana- cek tónlistarháskólann í Brno, en gerðist síðan nemandi Ro- stropovitsj í Moskvu. Apolin hefur leikið £ flestum löndum Síldarverðið í dag? Yfirnefnd verðlagsráðsins á fundi í nótt □ Yfimefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins var á fundum fram á nótt og var gert ráð fyrir því í gærkvöld að síldarverð fyrir mánuðina júní og júlí yrði ákveðið í nótt. Samkvaemt lögunum um verð- Iagsráð sem núverandi stjórnar- flokkar beittu sér fyrir og sam- þykktu er yfimefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins bindandi gerðardómur, og eiga þar sæti tveir menn frá fiskseljendum, tveir frá fiskkaupendum, en for- stöðumaður Efnahagsstofnunar- innar, Jónas Haralz. er odda- maður í nefndinni. Samtök síldveiðisjómanna bentu á í samþykkt frá sl. helgi hversu illa sjómenn væru stæð- ir eftir hina lélegu vetrarvertíð og kæmi því ekki til greina að sjómenn geti tekið á sig óbætt verðfallið sem orðið hefur á síldarafurðum, þannig að síldar- verðið verði stórlækkað og þar með kaup síldveiðisjómanna. Bentu samtökin á þá hættu að sjómenn hópuðust í land af bát- unum, ef sú verður niðurstaðan. Zdenek Macal. álfunnar með hinum fremstu hljómsveitum- Á verkefnaskrá sinni hefur Apolin öll þekkt cellóverk. Um píanóleikarann, Radoslav Kvapil, má segja hins vegar, að hann hafi sérhæft sig í leik hinna sjaldgæfustu pianótón- smíða. Árið 1958 vann hann fyrstu verðlaunin í Janacek- samkeppninni, og hefur á tak- teinum öll píanóverk Janeceks og Dvoráks, Kapil er einnig eftir- sóttur ksmmermúsi'kant og kenn- ari, en hann kennir við Tónlist- arháskólann í Prag á milli þess sem hann fer i tónleikaferðir til flestra landa álfunnar. Aðgöngumiðar að þessum tón- leikum eru seldir í bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- 'stræti. Stjómarblöðin hafa að undanfömu látið mikið af aukningu á stórum fiskibátum á undanfömum ámm. En sé litið á skipakost landsmanna í heild blasir önnur mynd við. □ í ársbyrjun 1960, í upphafi viðreisnarinnar, nam heildarflotj landsmanna 131.655 rúm- lestum. □ í ársbyrjun í ár, í lok viðreisnarinnar, nemur í heildarfloti íslendinga 148.549 rúmlestum. 'X I □ Eftir mestu velgengni í sögu þjóðarinnar, afla- met ár eftir ár og hagstæðara vömverð en við höfum nokkra sinni fyrr fengið á erlendum mörkuðum, hefur rúmlestatala flotans í heild aðeins aukizt um 13% á sjö ámm, innar. við tvö prósent á ári! Engu að síður emm við í þeirri aðstöðu að við eigum ekki aðeins að geta ferið mikil fiskveiðaþjóð, heldur einnig sigl- ingaþjóð á svipaðan hátt og Norðmenn. Samdráttur Tölumar um rúmlestatölu flotans fheild — jafnframt því sem síldveiðiflotinn hefur aukizt stórlega — eru sönnun þess að mik- ill samdráfijur hefur orðið á ýmsum sviðum skipastólsins, enda blasa dæmi þess við hverjum manni: ★ Togurunum hefur fækkaó um 30 og enginn nýr bætzt við. Vmsir þessir togarar eru enn á skipaskrá, þótt þeir séu ekki notaðir, og hækkar það töluna um síðustu áramót fram yfir það sem raunverulegt er. ★ Fjöldi smærri báta, sem afla hráefnis fyrir fiskvinnslustöðv- araar, hefur dregizt háskalega saman. ★ Eina stóra oliuflutningaskip landsmanna hefur verið selt úr landi og ekkert keypt í staðinn. ★ Samdráttur hefur orðið á skipaflota Skipaútgerðar rikisins. ★ Nú síðast hafa tveir jöklanna verið seldir úr landi, en þeir eru að sjálfsögðu með í rúmlestatölunni frá síðustu áramótum. Einhæfari Þessi dæmi og ýms önnur sanna að floti okkar hefur orðið til muna einhæfari á síðustu árum. Aukningin er fyrst og fremst miðuð við hin miklu síldaruppgrip og það háa verð sem fengizt hefur fyrir síldarafurðir síðustu árin, en aðrir þættir hafa dreg- izt saman. Verði breytingar á aðstæðum frá náttúrunnar hendi, erum við því verr undir það búnir en áður að mæta þeim. Það er alvarleg öfugþróup eftir mesta tekjutímabil í sögu þjóðar- KOSNINGA- SKRIFSTOFA ALÞÝÐU- BANDALAGSINS Kosningaskrifstofan flutt úr Lindarbæ Kosningaskrifistofia Allþýðubanda- lagsins sem hefur verið til húsa í Lindarbæ, verður flutt í kvöld að Miklubraut 34. — Símar skrifstof- unnar eru eftir sem áður 20805 og 18081, opið kl. 9 til 6. Kosningaskrifstofan í Tjarnargötu 20 er opin kl. 10—10 daglega, sím- ar 17512 og 17511. Gils Guðmundsson. n Geir Gunnarsson. Jón Snorri Þorleifsson. KEFIAVIK: Kjósendafundur G-listans Alþýðubandalagið á Suð- umesjum heldur almennan • kosningafund í Ungmenna- félagshúsinu 1. júni M. 21. DAGSKRÁ: 1. Gils Guðmundsson olþm. flytur ávarp. 2. Guðrún Tómasdóttir söngkðna syngur íslenzk. lög. 3. Upplestur: Óskar ,Hall- dórsson. 4. Ávarp: Jón Snorri Þor- leifsson, form. Trésmiða- félags Reykjavíkur. 5. Rímtríóið syngur mót- mælasöngva og þjóðlög. 6. Geir Gunnarsson. alþm flytur ávarp. G-listinn. T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.