Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 1
Utankjörfundarkosning Utankjörfundarkosningin 1 Melaskólanum stendur yfir daglega kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Þeir sem eiga lögheimili úti á landi en eru í Reykjavík og verða það á kjördag ættu að greiða atkvæði sem allra fyrst svo tryggt sé að atkvæðin verði komi’n til skila á við- komandi kjörstað fyrir kjördag. Reykvíkingar, sem ekki verða í bænum á kjördag, ættu að kjósa strax utan kjörfundar. Kc^sningasjóðurinn G~listinn yill minna a og bema þeim tilmæl- um til allra sinna stuðningsmanna að þeir reyni, hver eftir sinni getu. að hressa upp á kosningasjóðinn. Hann ræður þvi miður ilVa við þær háu fjárhæðir sem allir hlutir kosta nú á þessum síðustu og. verstu viðreisnar- tímum. G-listinn. OlíuféSag Framsóknar hefur hernámsliðið □ Eitt af Jiernámsfyrirtækj um Framsóknarflokks- ins, olíufélagið Esso, hefur nú tekið að sér ný verk- efni í þágu hemámsliðsins í Hvalfirði. Bendir sá samningur til þess að Olíufélagið h.f. hafi tryggt sér áframhaldandi einkaaðstöðu til þjónustustarfa í þágu hernámsliðsins í sambandi við nýju her- stöðvarnar í Hvalfirði. Morgunblaðið skýrir svo frá í gær: „Í byrjun maí fluttust banda- rísku hermennimir úr herbúð- unum í Hvalfirði, að undantekn- um einum eða tveimur, sem voru þar áfram fyrst um sinn til eftirlits. — Jafnframt tók olíufélagið Esso að sér umsjón olíugeymanna og eldvarnir. Þó stóð til að ráða tvo menn til að annast eftirlit með herbúðunum og viðhald þeirra í stað her- mannanna, sem eftir urðu til að byrja með. I Hvalfirði voru u. b.b. 40 bandarískir hermenn. — Samkvæmt gömluin samningum -ið bandaríska lierinn hefur olíufélagið Esso um langan tíma •"ð um rekstur olíugeymanna í Hvalfirðií skipt um olíu á þeim • * afgreitt herskip, sem hafa ekið olíu í Hvalfirði. í samn- ingum Esso og bandaríska hers- ins var ákvæði þess efnis, að Esso gæti tekið að sér vörzlu olíugeymanna og eldvarnir, ef á þyrfti að halda. Þetta hefur olíu- félagið Esso nú tekið að sér samkvæmt heimildarákvæði þessara gömlu samninga." Gjaldeyrisþjófnaður Olíufélagið Esso er sem kunn- ugt er dótturfyrirtæki Olíufé- lagsins h.f. en þag fyrirtæki er aftur angi af bandaríska auð- hringnum Standard Oil, sem hefur mjög náin sambönd við bandarísku Jherstj órnina. Olíufé- lagið h.f., þetta fyrirtæki Fram- sóknarflokksins, hefur sem kunnugt er lengi gengt þjónustu-. störfum fyrir bandariska herinn í Hvalfirði, og var sú aðstaða á sínum tíma notuð til stórfellds gjaldeyrisþjófnaður, miklum fjárfúlgum var komið undan á leynireikninga í Bandaríkjunum með aðstoð yfirmanna i her- námsliðinu. Eftir að dómur féll í því hneykslismáli reyndu olíu- félög Sjálfstæðisflokksins að grafa undan þessari aðstöðu Framsóknar og tryggja sér gróðann. íljúfa löð Þegar bandaríska herstjómin féklc leyfi til að endumýja geyma sína í Hvalfirði, koma upp herskipabryggju og múm- ingum fyrir herskip og kafbáta voru taldar líkur á að Olíufé- lagið myndi missa einkaaðstöðu sína í Hvalfirði, og þess vegna snerust leiðtogar Framsóknar- flokftsins gegn þeim nýju fram- kvæmdum. Hins vegar hefur farið lítið fyrir mótmælum flokksforustunnar að undan- förnu — en þeim mun meira gerzt bak við tjöldin. Samning- ar þeir sem Morgunblaðið grein- ir frá benda til þess að allt sé aftur fallið í ljúfa löð milli her- mangsfyrirtækis Framsóknar ög hemámsliðsins, Olíufélagið muni ekki aðeins halda aðstöðu sinni^ í Hvalfirði heldur taka að sér aukin störf í þágu hemámstiðs- ins — gegn greiðslu í dollurum — en Standard Oil heíur auðvit- að haft milligönguna. Ástæðan til þess að Morgunblaðið vekur athygli á þessu er eflaust sú að vonir olíufélaga Sj álfstæðis- flokksins hafa brugðizt. Krummi: Blessuð bólgan ■ Pólitískur söngleikur eftir Krumma verður sýndur á kosningahátíð G-listans. Þennan leik samdi Krranmi í tilefni yfirstandandi kosningabaráttu og krunkar þessi nef- bítur þar þekkt efni á nýstárlegan hátt svo menn bólgna út af kátrnu. Margir listamenn fara höndum um verkið. ■ Auk þessa leiks veriður einsöngur, einleik- ur, upplestur, og fleira. ■ Hátíðin verður í Háskólabiói n.k. þriðjudag og hefst kl. 9 e.h. og stendur í eina og hálfa klst. Reykjavikurgangan * — gegn herstöðvum, fasisma og erlendrj ásælni Gangan veróur n.k. sunnudag, 4. júní, og hefst hún kl. 13,15 með því að þátttakendur safnast saman á mótnm Suðurlandsbrautar og Eangholtsvegar. A Ieið göngunnar verða haldnir tveir stuttir fundir, við Hamrahlíðarskólann og við Skothúsveg, og þriðji fundurinn verður við lok göngunnar á Skólavörðuholti. DAGSKRA GÖNGUNNAR VERÐUR í AÐALATRIÖTJM SEM HÉR SEGIR: Safnazt saman við mót Suðurlandr.brautar og Eangholtsvegar. Fundur við menntaskólann í Hamrahlíð. Fund- arefni: Grikkland- Sigurður A. Magnússon, rit- stjóri ávarpar fundinn. Fundur við Skothúsveg. Fundarefni Vietnam. Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari, ávarpar fundírm. Göngunni lýkur við Leifsstyttuna á Skólavörðu- holti. Þar verður haldinn stuttur fundur helg- aður herstöðvamálinu og kröfunni um íslenzka utanríkisstefnu. Ávarp flytur Jóhannes úr Kötl- um, skáld- Göngustjóri: Jón Júlíusson, leikari REYKVÍKINGAR, látið skm ykkur í Reykjavikurgöngu 1967. Sím- ar göngunnar eru 1-75-13 og 3-79-93. Þeir HAFNFIRÐINGAR sem hyggjast láta skrá sigi gönguna eru beðnir að hringja í síma 51598. HERNAMSANDSTÆÐINGAR, gefið ykkur fram til starfa fyrir gönguna. Sameinumst um að gera Reykjavíkurgöngu 1967 að sigur- göngu. FRAMKVÆMDANEFND REYKJAVÍKURGÖNGU 1967. K3. SSjðO: Um M. 15,00: Um ka. 17,30: Um M. 1-8,00: MuniB kosningakappdrætti G-listans - GERIÐ SK/L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.