Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 1. október 1967 — 32. árgangur — 220. tölublað. Enn vart jarðhrærínga á Reykjanesinu Þjóðviljinn átti í gærmorgmi tal við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing Veðurstofunnar og skýrði hann svo frá að í fyrrinótt hefðu aftur orðið allmiklar jarðhræringar á Reykj anessvæðinu á sömu slóðum og nóttina áður. Alls munu hafa komið á annað hundrað smákippir og mældist hinn snarpasti 4,2 stig á Richters-mælikvarða. Upptök jarðhræringanna voru á svæðinu frá því vestur af Reykjanesi og austur að Kleifarvatni en fléstar þeirra áttu upptök sín norður af Grindavík. ( Ekki vissi Ragnar til þess að jarðskjálfta hefði orðið vart á Grímseyjarsvæð- inu í fyrrinótt. Sjö skip með um 1500íest- ir afsíld Fremur áhagstætt veður var á síldarmiðunum fram eftirdegi í fyrradag, en í fyrrakvöld fór veður batnandi, og í fyrrinótt var komið allgott veður. Voru skipin einkum að veiðum á 70. gr. 10. min. norður breiddar og 5 gr. og 40 mín. vestur lengd- ar. Frá þessum slóðum eru um 300 — 320 sjómílur frá Raufar- höfn. — Allls tilkynntu 7 skip um afla, 1505 lestir. Auðunn GK 170, Vigri GK 165, Héðinn ÞH 310, Þrymur BA 120, Jón Garðar GK 240, Jón Kjart- ansson SU 240, Börkur NK 260. Skipulag Breiðholts- hverfis Fyrir skömmu var frá því skýrt hér í blaðinu, að borg-- aryfirvöld hefðu samþykkt deiliskipulag svonefnt að Breiðholtshverfinu, en að þessu skipulagi hafa unnið starfsmenn Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar og þó öðrum fremur Geir- harður Þorsteinsson arki- tekt. Á þriðju síðu blaðsins í dag er birt viðtal við Geirharð um skipulag Breiðholtshverfis, en mynd- in er af líkani sem gert hefur verið samkvæmt skipulagsuppdráttum. Fótbrotnaði við árekstur f fyrradag rétt eftir kl. 2 varð harður árekstur bifhjóls og bif- reiðar á mótum Hrafnagilsstræt- is og Þórunnarstrætis á Akureyri með þeim afleiðingum að öku- maður bifhjólsins, 18 ára piltur, Jón Gestsson, Naustum, fótbrofn- aði og liggur nú 4 sjúkraihúsi. Þurfa bara að greiða vextina Missögn varð í frásögn Þjóð- viljans í gær af aukafundi LXÚ um samkomulag Fiskveiðisjóðs og smáútvegsmanna um áfalln- ar skuldir. Eins og kom fram í fréttinni eru felldir niður all- ir dráttarvextir og samið var um að afborganir skyldu greið- ast á næstu fimm árum, hins vegar var missagt að útgerðar- menn yrðu að greiða afborganir sem féllu á þetta ár. Hið rétta er að útgerðarmenn báta undir 120 tonnum verða einungis að greiða vexti en eng- ar afborganir fyrir 15. nóvem- ber n.k., og er talið að með þessu samkomulagi sé loks kom- ið á hreint margra ára vanskila- skuldum, en samningar um þessi atriði hafa staðið yfir um árabil. A föstudagskvöldið slangraði drukkinn maður fyrir strætis- vagn sem var á leið norður Frí- kirkjuveg. Meiddist. maðurinn í andliti, hann var fluttur á Slysa- varðstofuna, en fékk síðan að fara heim því að meiðslin ekki alvarileg. Utgerðarmenn vísuðu frá tillögu um aðild að EBE □ Á aukaíundi LÍU sem lauk kl. 11.30 í fyrra- kvöld var vísað frá til- lögu frá stjórninni um að útvegsmenn telji nauð- synlegt að ísland gerist aðili að Fríverzlunar- bandalaginu og leiti eft- ir aukaaðild að Efna- hagsbandalaginu. Á aukafundi sem stjórn LÍÚ kallaði saman í fyradag vegna aðsteðjandi vanda sjávarútvegs- ins var lögð fram tillaga um allsherjar stöðvun bátaflotans ef ekki yrðu gerðar sérstakar ráðstafanir honum til bjargar fyrir næstu áramót. Þessi til- laga var felld með 309 atkvæð- um gegn 222, og réð þar úr- slitum afstaða togaraeigenda, en tveir menn fóru þar með um- boð fyrir 150 atkvæði. Það voru þeir Ixxftur Bjarnason og Sveinn Benediktsson, sem var fulltrúi Bæjarútgerðar Reykjavíkur á fundinum. Eftir þessi málalok á fundin- um er það almenn skoðun smá- útvegsmanna að samtökin séu þeim einskis virði til að fylgja fram þeim málum sem kalla að en fuilltrúar ríkisstjórnarinnar séu of mikils ráðandi í samtök- unum. Hefur jafnvel komið til umræðu að smáútvegsmenn stofni með sér sérstök samtök. Á fundinum urðu miklar um- '•æður um bá tillögu stjórnar- :-nnar að ntvegsmenn lýsi yfir I nauðsyn á því ‘ að ísland gerist aðili að Fríverzlunarbandalaginu og leiti eftir aukaaðild að Efna- hagsbandalaginu. * Var tillögu um þetta, sem getið var í Þjóð- viljanum í gær, visað frá á þeim forsendum að hér sé um svo mikilvægt mál að ræða að ekki sé rétt að taka afstöðu til þess á fundi, sem kallaður er saman til þess eins að reyna að finna leið til bjargar úr þeim vanda sem vofir yfir íslenzkum sjáv- arútvegi og krefst skjjótra úr- ræða til að koVna í veg íyrir algera stöðvun fiskveiðiflotans. 50 % aukning í Færeyjaflugi Fl í sumar Þjóðviljinn átti í gærtal við! Birgi Þorgilsson full- trúa hjá Flugfélagi Islands og innti hann eftir því hvemig Færeyjaflugiðhefði gengið í sumar. Sagði Birg- ir að í farþegaflutningum hefði orðið mjög mikil aukning eða um 50 prós- ent. Einnig hefði orðið mjög mikil aukning í póst- flutningum, en tiltölulega minnst í vönxflutningum. Famar voru tvær áætllun- arferðir í viku til Færeyja og auk þess 1 ferð viku- lega á leiðinni Færeyjar — Glasgow. Þá vom og farn- ar einar 6 aukaferðir íjúlí og ágúst. Nokkrar tafir og röskun á flugferðum urðu af völdum veðurs, en tíðar- far var með afbrigðum slæmt í Færeyjum í sumar. Eins og áður hefur kom- ið fram í fréttum hafa Færeyingar selt Tjaldur og er hann nú í sinni síðustu áætlunarferð til Kaup- mannahafnar og sömuleiðis hættir færeyska flugfélagið starfsemi sinni um þessi mánaðamót. Spurði ' Þ>jóð- viljinn Birgi hvaða áhrif það myndi hafa á Færeyja- flug Flugfélagsins. Birgir sagði að í vetur myndi Flugfélagið verða með tvær áætilunarferðir á vifcu á Færeyjáleiðinni en næsta sumar myndi ferða- fjöldinn sjdlfeagt verða auk- inn í 3-4 ferðir á vifcu,þeg- ar ferðamannastraumurinn ykist að nýju. Kópavogur Félag óháðra kjósenda heldur rabbfund um bæjarmálin annað kvöld, mánudag, ki. 9 stundvíe- lega í Þinghól. Nýi Hafnarfjarðarvegurinn og fleiri mál tfl umræðu. Stjórnin. Álit stjórna verkalýðsfélaganna á Akureyri: / 1 Stórfellt atvinnuleysi yfirvofandi í bænum, ef ekkert verður að gert Fulltrúaráð veriklýðsfél'aganna á Akureyri gekkst 14. f.m. fyrir fundi stjómar verkalýðsfélaganna í bænum til þess að ræða hið alvarlega ástand og horfur í a-tvinnumálum og leiðir til úrbóta. í ályktuin sem fimdurinn samþykkti kemur fram, að stjórnir verklýðsfélaganna telja að á komandi vetri muni skapast stórfellt atvinnuleysi verkafólks, iðnverkafólks og iðnaðarmanna á Ak- ureyri, ef ekkj verði gerðar róttækar ráðstafanir til úrbóta af hálfu bæði opinberra aðila, almanna- samtaka og atvinnurekenda. Þá er í ályktun fundarins bent á nokkur bráðabirgða- úrræði og var kjörin fimm manna nefnd til þess að beita sér fyrir framgöngu þeirra. Er nefndin skipuð beim Birn- .Tónss' v' Jóni Ingimarssyni, Jóni Helga- syni, Halldóri Arasyni og Rafni Sveinssynj. Ályktun fundarins fer hér á eftir: „Stjómlr verkalýðsfélaganna á Akureyri telja, að horfur í at- vinnumálum kaupstaðarins séu nú hinar uggvænlegustu. Kerriur þar til mikill samdi’áttur verk- smiöj xiiönaðarins og byggingar- iðnaðarins, bein og óbein áhrif veiðibrests á síldveiðum og vax- andi fjárhagsörðugleikar margra atvinnufyrirtækja. Telja stjóm- imar, að brýna nauðsyn beri til að stjórnarvóld landsins, bæjar- stjóm, almannasamtölc og at- vinnurekendur snúist nú þegar af röggsemá gegn þeim vanda, sem hér er á ferðtim, þar sem ella muni bresta á, ' þegar á komandi vetri. stóriéllt atvinnu- leysi verkafólks, iðnverkafólks og iðnaðamaanna með ófyrirsjáan- legum afleiðingium fýrir afikomw 'þess og framtáð bæjarfélagsins. Stjórnir , verkalýðsfélaganna samþykkja að kjósa 5 rnanna at- vinnumálanefnd, sem f»Tið esr að beita sér fyrir eftirtx>kitim bráðabi rgðaaðgerðum tál þess að spoma við atvinuMleyisd á foom- andi vetri: 1. Áð hraðfrystihús Útgerðar- félags Akureyrar hf. verði starf- rækt óslitið í haust og wefew og að togarar þess verði látnirlanda þar öllum afla sínum. 2. Að þegar verði kartnaður hagur mikilvægustu greinaverk- smiðjuiðnaðarins og gerðar af opinberri hálfu nauðsynllegar og tiltækar ráðstafanir, til þess að hann getí. starfað trufllanalaust. Framhald á 12. síðu. Mörg umferðaró- höpp á Selfossi T^svert var «m wmferðaró- höpp á Selfossi og nágrenni £ fyrrakvöld og fyrrinótt. Árekst- ur varð á mótum Eynarvegsqg Kirkjuvegar, ekið var út af veg- inum austan til í þorpinu I fyrrakvöild og í fyrrinótt fórbífl útaf veginum á Heilisheiði og annar rétt ves+an við Selfoss. Ekki urðu „iciðsli á fólki við þe»si oliöpp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.