Þjóðviljinn - 07.12.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1968, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. desember 1968 — 33. árgangur — 267. tölublað. DREGIÐ EFTIR 16 DAGA • EFTIR aðeins 16 daga verður dregið i Happdraetíi Þjóðviljans 1968 um Skoda MB 1000 og fimm aukavinninga að verðmæti 20 til 25 þúsund krónur. • Gerið skil sem allra fyrst. Hér I Reykjavík er tekið á móti skilum á afgreiðslu Þjóðviljans að Skólavörðustig 19, sími 17500, opið til kl. 6 s.d., og í Tjarnargötu 20, sími 17512. opið til klukkan 7. • Sjá lista yfir umboðsmenn úti á landi á 4. síðu blaðsins í dag. Greinilegt rask á hverasvæðum við Kleifarvatn Þeir Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og Hlynur Sigtryggsson, veð- urstofustjóri fóru í gser- morgun og skoðuðu hvera- svæðin við Kleifarvatn og hafði orðið greinilegt rask við marga hverina eftir jarðskjálftann í fyrradag. Við hverasvæðið Seltún var ekkeirt' sérlega mark- vert að sjá, sagði Ragmajr en á hverasvæði sem er nokkru auisitar mátti sjá greinileg merkj eftir jarð- skjálftann. — Þar heiitir stærsti hverinn Nýihver, hann er í kvos og hafði orð- ið þar dálítið hrun og mik- ið hafði sprungið kringum hverinn. Sama er að segja um Engj ahver og á kíló- metra svæði mátti sjá sprungur jí kringum hveri og hafði stórgrýti sumsstað- ar runnið niður. — Þetta þýðir ekki endi- lega að upptök jarðskjálft- ans hafi verið á þessu svæði en hann hefur verið ákaflega sterkur þama. Það má geta þess að á bænum Krísuvík faninst jarð- skjálftakippurinn mjög á- þreifanlega, meira að segja féll einn maður þar um koll er kippurinn varð. f fyrrinótt mældist tals- vert af jarðskjálftakippum en í gærdag voru þeir mjög fáir og smáir. f gærmorgun kl. 5.30 til 6 fundust þó tveir jarðskjálftar í Reykja- vík. Eggert G. Þorsteinsson lýsir yfir á fundi LÍÚ: Ríkisstjórnin segir af sér — ef ekki tekst ad keyra í gegn efnahagsaðgerðir stjórnar- innar meðal annars árásina á kjör sjómannastéttarinnar □ Takist ekki að keyra í gegn á alþingi frumvarp það, sem felur í sér stórfellda skerðingu á samningsbundnum réttindum sjómanna mun ríkisstjómin segja af sér að því er sjávarút- vegsmálaráðherra lýsti yfir á fundi Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna, sem lauk í gærdag. Orðrétt sagði sjávarútvegs- málaráðherra: „Með þcim lagafrumvörpum, sem rikisstjórnin hefur nú lagt fyrir alþingi, um öruggari rekstr- argrundvöll íslcnzks sjávarútvegs, er gerð tilraun til að tryggja sem mcsta atvinnu. Takist þetta ekki, mun verða nauðsynlcgt að cfna til nýrra alþingiskosninga og láta á það rcyna hvort fyrir hcndi er mcð þjóðinni þingræðis- Iegur mcirihluti fyrir þeirri stefnu, sem haldið hefur verið . Taikist ríkissitjóa'ndnni ekíki að tryggja atvinmu verður því að efna til nýrra kosninga sam- kvæfnt þessari yfiriýsingu sjáv- arú tvegsmálaráðherra — en í laindinu er fyrir mikið atvinnu- leysi og fjöldaatvinnuleysi blas- ir við. Ræðu stfna fiutti róðherrann í lok aðalfundair LítJ, en sá fund- ur lýsti sérstökum stuðnimgi við kjaraskerðingu og ánægju með efnahagsaðgerðir ríkisstjómar- ir.nar í samþykkt þar sem m.a. segir: Enn mikii óiga í borgum / Ítaiíu — Ný rikisstjórn? RÓM 6/12 — Enn í dag var mik- il ólga í borgum á Ítalíu þótt sól- arhrings verkfalli miljóniar manna hefði lokið á miðnætti í nótt. Verkfailið lamaði gersam- lega allt athafnalíf í Róm og ná- grenmi en það var gert bæði til þess að fylgja fram kröfum um kjarabætuir og mótmæla fram- ferði lögreglunn.ar á Sikiley sefn fyrr í vikunni skaut tvo verk- fallsmenn til bana. Þetta er i þriðjá sinn á hálfum Framhald á 3. síðu. „Með tilliti til þessa iítur að- alfundurinn svo á, að gengis- breytingin og fyrrgreindar vænt- anlegar hliðarráðstafanir verði að fá stuðning þjóðarinnar, m.a. með því að allir sætti sig við þá kjaraskerðingu, sem þegar er orðin og ekki verður hjá kom- izt um sinn“. Sverrir Júlíusson var emdur- kjörinn form. Landssambandsins. Eggert G. Þorsteinsson Lokunartími sölu- búða í desember Fram að jólum verða verzlan- ir almennt opnar á laugiardögum sem hér greinir: Laugard 7. des til kl. 16.00 Laugardaginn 14. des. til ld. 18.00 Laugardaginn 21. des til kl. 22.00 — á Þorláksmessu, mánudagmn 23. des. verða verzlamir opnar til kl. 24.00. (Frá Kaupmannasam- tökunum). Þrjár stúlkur meiddust í fyrra- kvöld eftir árekstur 2ja fólksbíla á Reykjanesbraut við Flugvallar- veginn nýja. Þær voru fluttar á Slysavarðstofuna. Vikukaupið: kr. 9,20! • 1 gær kom verkamaður að málj við Þjóðviljann og sýndi launamiða sinn fyrir síðustu viku. Ilann er starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og hafði síð- ustu viku ckki aðcins unnið dagvinnu, hcldur cinnig nokkra eftirvinnutíma. Kaupgjaldið fyr- ir vikuna var skráð kr. 3.694,20. En á móti var drcgið af honum I opinber gjöld kr. 3.685,00. Það sem kom til útborgunar voru þannig kr. 9.20 — níu krónur og tuttugu aurar — ekki and- virði cinnar mjólkurhyrnu! Fyr- ir þá upphæð eiga verkamaður- inn og fjölskylda hans að lifa í eina viku. • Ein afleiðing af atvinnusam- drætti og lækkandi tekjum manna er sú að opinber gjöld hvíla á mönnum með ofurþunga — þau eru miðuð við mun hærri tekjur í fyrra. En til þcss er ekkert tillit tckið af opinber- um aðilum. Vélamar ráða frá- drættinum, en mannleg sjónar- mið komast ekki að. Og ofan á þetta ástand er ætlunin að skerða kaupmátt þeirra lágu Iauna sem nú eru greidd um allt að 20 prósent. * Heildsalablaðið VlSIR sagði í forustugrein fyrir nokkrum dögum að vandinn væri sá einn að nú yrði fólk að venja sig á að spara á nýjan Ieik. Vill ekki blaðið skýra frá þeirri tegund sparnaðar sem gerir verkamannafjölskyldu kleift að lifa fyrir níu krónur og tuttugu á viku? Tillaga um stofnun ráðgef- antfi umferðarmó/aróðs A þingi Landssambands vöru- bifrciðastjóra, sem haldið var hér í Reykjavík um sl. helgi var samþykkt eftirfarandi tillaga um stofnun ráðgefandi umferðar- málaráðs: „8. þing Landssambands vöru- Nefnd frá ASI afhenti ráðherrum mótmæli í gær □ Nefnd kjörin af miðstjóm Aiþýðusambandsins gekk á fund forsætisráðherra í gær og afhenti mótmæli við árás á samningsbundinn rétt sjómanna til hluta- skiptanna. Blaðið sneri sór í gær til Eðvarðs Sigurðssonar, for- m,‘anins Verkamannafélagsins Daigsbrúnar og innti hann eft- ir gangi þessara mála, en Tím- inn hafði sagt frá miðstjóm- arfundinum í Alþýðusam- bandinu í gær og farið nokk- uð villur vegar í frásögn sinni, að því er Eðvarð sagði tið- indamanni Þjóðviljans í gær. í viðtalinu við Eðvarð kom m.a. firam: Fyrir fundinum lá til um- ræðu frumvairp ríkisstjómar- innar um sj ávarútvegsmál og var það ítarlega rætt á fund- imum. Þá hafði miðstjóminni borizt bréf frá forsætisráðu- neytinu þar sem ríkisstjómin mæltist til l>ess að miðstjóm- in skipaði fulltrúa til við- ræðna um atvinnumál — en ekki um kjaramál eins og „Tíminn“ sagði — með at- vinnurekendum við ríkis- stjórnina. Niðurstaðan varð síðan sú að kjörin var fimm manna nefnd til þess að ganga á fund ráðherranna með tilmælum um að frumvarp ríkissitjórn- arinnar yrði lagt til hliðar meðan viðræður færu fram. Á miðstjómarfundinum var frumvairp stjómarinnar efnis- lega fordæmt af öUum þeim sem til máls tóku. Fimm manna nefndin gekk á fund forsætisráðherra kl. 2 í dag með mótmæli miðstjóm- arinmar, en hún mun aftur koma til fundar á mánudiag- inn og taka ákvarðanir um frekari aðgerðir 1 málinu. Að lokum minnti Eðvarð á að sjómannafélög halda ráð- stefnu um helgima um ráð- bifreiðastjóna beinir þvtf til s amgön gumálaráðun eytisins, að það hluitist til um að stafnað verði með lögum umferðairmála- ráð, er vei-ði riáðgefandi stofnun þeim sem fara með framkvæmd- arvald í vega-, samgönigu- og um- ferðarmálum 1 lamdinu, hvorl sem er á vegum ríkis sveitarstjóma eða eimkaaðila. Vegna hinnar sívaxandi um- ferðar telur þinigið fulla þörf á slíkri ráðgefandi stofnun, ersam- hæfi vinnuibrögð raunverulegra framikvæmdaaðila í umferðinni og stuðli með slíkri samhæfingu að bættri umferöarmenningu, greiðarí samgön-gum og öruiggari akstri. Þingið telur, að í umferðar- málaráði ættu að eiga sæti full- trúar allra aðila f umferðii.ni, svo sem samtaka bifreiðastjóra, bifreiðaeigenda, tryggingaféiaga, slysavamafélaga o. fl„ og færí vel á því ,að vegamálasitjóri væri formaður náðsins“. Eðvarð Sigurðsson stafanir ríkisstjómarinnar og þar munu þau móta afstöðu sína. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi efnir til félagsfundar á morg- un. sunnudag, kl. 3 síðdegis í Þinghól. Umræðuefni: Alhýðu- sambandsþing og næstu verkefni Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.