Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJI-NN — Þriðjuda©ur 7. október 1969. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandl: Otgáfufólag Þ|óðvll|ans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (ób.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýslngastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritst|órn, afgrelðsla, euglýsingar, prentsmlðja: SkólavörðusL 19. Siml 17500 (5 llnur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. / sóknarhug J'lokksráðsfundur Alþýðubandalagsins á Akur- eyri varð ótvíræð staðfesting þess að það ætl- unarverk hefur tekizt að fullu að endurskipuleggja samtökin sem sósíalískan baráttuflokk og að nú eru fullir möguleikar á stórsókn. Fundinh sóttu nær hundrað fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins og fjölluðu um stjómmálaástandið og starfsemi flokksins, atvinnumál og efnahagsmál, félagsmál og sjálfstæðismál, væntanlegar sveitarstjómar- kosningar; umræður vom fjörugar og alger ein- hugur um helztu stefnumið. Fundinuim lauk með mjög glæsilegri og eftirminnilegri samkomu í Borgarbíói á Akureyri. í Þjóðviljanum í dag og næstu daga verður skýrt frá flokksráðsfundinum og helztu niðurstöðum hans, en sameiginlegt mat fundarmanna var það að reynslan hefði þegar stað- fest að Alþýðúbandalagið væri eini flokkur ís- lenzkrar alþýðu, baráttutæki sem nú væri unnt að beita með miklum og vaxandi árangri. Tímahært Eftir síðustu heimsstyrjöld va-r stofnað nýtt ríki j Evrópu — Þýzka alþýðuveldið, D.D.R., en það á 20 ára afmæli í dag. Ekki spáðu allir fögru við vöggu þess; landið var gereytt af völdum styrj- aldar og því var gert að standa að fullu undir stríðsskaðabótuim. En efnáhagsþróun þessa ríkis hefur orðið með ólíkindum; það er nú í hópi öflug- ustu iðnaðarvelda heims og hefur náð mjög lær- dómsríkum árangri á ýmsum sviðum tækni og vís- inda, kennslumála og félagsmála. Það er niður- staða þeirra sem til þekkja að hið raunverulega „þýzka undur“ hafi gerzt í D.D.R.; sú þróun öll er staðfesting á yfirburðum áætlunarbúskapar. Auð- vitað felst ekki í því mati nein yfirlýsing um það að D.D.R. sé eitthvert fyrirmyndarþjóðfélag; hvorki þar né annarstaðar verður veruleikinn dreginn upp einvörðungu með hvítum lit og svört- um. Til að mynda hljóta sósíalistar að gagnrýna mjög afstöðu D.D.R. til lýðræðis, málfrelsis og rit- frelsis, og þátttakan í innrásinni í Tékkóslóvakíu er ófagur flekkur á skildi hins unga ríkis. jslendingar hafa frá upphafi haft mikil og góð efnahagssamskipti við D.D.R. Hins vegar hafa íslenzk stjómarvöld neitað að viðurkenna Austur- Þýzkaland, og er þar um að ræða algert einsdæmi í utanríkiss’tefnu okkar. Sú afstaða er ekki íslenzk, heldur fyrirmæli frá Nató og vesturþýzkum stjóm- arvöldum. Tilgangur þeirra var sá að reyna að ein- angra Austur-Þýzkaland og grafa undan tilveru þess/Sá tilgangur hefur nú mistekizt með öllu; meira að segja vesturþýzk stjómarvöld eru smátt og smátt að viðurkenna þá staðreynd að þýzku rík- in í Evrópu eru tvö og verða tvö um ófyrirsjáan- lega framtíð. Því er fyrir löngu orðið tímabært að ríkisstjórn íslands hætti að hlýða erlendum fyrir- (mælum um þetta efni og taki upp stjómmálasam- band við Austur-Þýzkaland í samræmi við við- skiptahagsmuni okkar og almenna reglu í stjórn utanríkisfuála. _ m. • . * ÍBA hélt sér uppi — Sigruðu Breiðablik 3:2 KR SIGRAÐI FH-h 4:0 Þrátt fyrir bað freklega órétt- Iæti, að láta úrslitaleikinn um áttunda sætið í 1. deild næsta sumar, fara fram á hcimavelli Akureyringa þá varð sigur þeirra yfir hinu unga og efnilega Breiðabliks-liði ekki nema 3:2 eftir að Breiðablik hafði haft yfir í leikhléi 2:1. Fyrri leik þessara liða um þetta 1. deildarsæti lauk eins og kunnugt er með jafntafli ogvarð því að leika að nýju og þá leyfði mótanefnd sér þá ósvinnu, að setja leikinn á heimavöll ann- ars aðilans, og mun það vera algert einsdæmi að svona nokk- uð sé gert. Úrslitaleikir eiga að fara fram á hlutlausum velli ágætt lið og þeir hafa, Valur sigraði síðan Ármamn 18:9 og hefur Vajur því tekið forustu í mótinu með 6 stig og hafa þeir engum leik tapað- Næsta leikkvöld í Reykjavík- urmótinu verður n.k- miðviku- dag og leika þá saman Ár- mann-KR, Valur-ÍR og Fram- Víkingur og hefst keppnin kl- 20.15. Sá leikur sem einkum er undir smásjánni verður leikur Vals og IR því óneitanlega er IR sterkasta liðið sem Valur hefur mætt í mótinu til þessa- Allavega má gera ráð fyrir að allir leikimir verði jaifnir og skemimtilegir. S.dór. Með þessum sigri sínum yfir Rreiðabl. hefur ÍBA tryggt sér áframhaldandi setu í' 1. deild næsta sumar. Það gegnir furðu, hvað Akureyringunum hefur gen,gið illa í 1. deildarkeppn- inni í sumar og sýna leikir þeirra gegn Breiðabliki, að lið- ið þarf stórátak til að eiga er- indi í 1. deildina næsta sumar. Breiðabliks-liðið er eins Og áður segir ungt og efnilegt, en þó myndi ég segja að sem stend- ur ætti það ekki annað erindi í 1. deild, en að falla aftur niður, en þeirra tími kemur og haldi liðið saman þá líða ekki nema 2-3 ár þar til það verður með beztu liðum 1. deildar. — Valur hefur forustuí Reykjavíkurmótinu Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik var haldið áfram sl. laugardagskvöld og leiknir 3 leikir. Fram sigraði Þrótt með miklum m,un eða 24:9 eftir að háfa haft yfir í leikhléi 13:2. Þá sigraði KR Víking 14:12 og er merkilegt hve Víkingunum Frá leik IBA og Breiðabliks á s unnudaginn Bikarkeppni KSÍ: !A~Fram 3-0 $i§ur Framarar voru ekki nein hindr- un fyrir Skagamenn í Bikar- kcppninni er þessi lið mætt- ust sl. sunnudag. I tyrri hálf- leik iéku Skagamenn á vöm Fram hvað eftir annað og skor- uðu þá öll 3 mörkín, en eins og vant er, þá áttu Framarar ekki minna í leiknum, en fram- Ilina þeirra er bitlaus og þrátt fyrir nokkra sókn í fyrri hálf- -----------------------------$> Gróffa sigr- oð/ Hauka 1 gær höfst í íþróttahúsinu á Seltjamamesi Reykjanesmót í handknattleik og voru lejkn- ir tveir leikir- FH vann IBK með 50 mörkum gegn 18 og Grótta vann Hauka með 24 mörkum gégn 23. ÚrslitSn i stiðari leiknum komu algerlega á óvart, því Haukar hafa undanfarin ár verið mcð beztu liðum hér á landi í handknattlcik cn hins vegar er þctta fyrsti leikur Gróttu I opinbcru móti. Gefur þessi fyrsti leikur þeirra vissu- iega góð fyrirheit. Grótta hafði forustu allan leikinn og náðu Haukar aldrci að jafna- Brciða- blik sat hjá. Næstu leikir í Reykjanes- mótinu veðra háðir n k. laugar- dag á sama stað og hefst fyrri leikurinn kl. 5 síðdegis. Þá leika Haukar við IBK og FH við Breiðablik. Grótta situr hjá. Ieik áttu þeár ekki nema eitt markskot. Það var Haraldur Sturlauigs- son sem skoraði fyrsta mark ÍA með glæsilegu sköti af 30 metra færi beint úr aukaspyrnu og skeði þetta strax á fynstu mín- útu leiksins- Næst var þaðBjörn Lárusson sem skoraði eftir að Sigurbergi Sigsteinssyni mis- tókst að spyrna frá marld og hrölík boltinn til Bjöms sem síðan lék á Þorberg markvörð og skoraði 2:0- Síðasta markið skoraði svo Teitur Þórðarson, eftir að Matitihías hiafði vippað boltanum yifir Þorberg sem kom út á móti Matthíasi og Teitur átti auðvelt með að sikora. í síðari hálfleik datt leikurinn nokkuð niður t>g virtist áhuga- leysið alls ráðandi hjá lA en vonleysi hjá Fram, sem aldrei náði að skapa sér veruleg mark- tækifæri utan einu sinni er þeir áttu stangarskot af stuttu færi. Þettsv er mjög alvarlegt ástand hjá Fram, áð liðið Skuli nær alltaf eiga til jafns við and- stæðingaliðin, en ekki ná að skora mörk og raunar hefur þetta verið svona hjá Fram um nokk- ura ára skeið, en sjaldan jafn slæmt eins og í sumar. LIÐIN. Beztu menn lA-liðsins voru þeir Haraldnr Sturlaugsson og Þröstur Stefánsson, sem er orð- inn einn allra besti miðvörður okkar- Haraldur hefur þegar leikið landsleik og mér segir svo hugur að hann missi ekki sæti sitt í landsliðinu í bráð- Þá átti Teitur Þórðarson sinn bezta leik á sumrinu. Matthías, Bjöm og Guðjón áttu allir mjög góð- an leik í fyrri hálfleik, en virt- ust áhugalitlir i þeim síðari. Hjá Fram var það Jóhannes Atlason sem bar af eins og oft- ast áður. Þá varði Þorbergur mjög vel. Aðrir áttu varla um- taisverðan ledk, nema þá helzt Erlendur Magnússon- Dórnari var Ragnar Magnússon og dæmdi mjög vel- S.dór. Leikur KR-a og FH-b, í Bik- arkeppninmi verð eins og búast mátti við, Icikur kattarins að músinni og hefði alveg eins get- að endað 10:0 eins og 4:0 og var stundum furðulegt að 'sjá hvéfn-v' ig KR-ingamir komnst hjá því að skora. Mörk KR skoruðn Baldvin Baldvinsson tvö, bæði í fyrri hálflcik en í þeim síð- ari skoruðu þeir Bjöm Áma- son eg Ársæll Kjartansson sitt markið hvor. Meðan á leiknum stóð rigndi svo mikið, að engu var líkara en að um syndaflóð væri að ræða og er engu lík- ara en að vcðurguðirnir hafi andúð á íslenzkri knattspymu, því ég man ekki eftir einum einasta Ieik þar sem 1. deildar- lið hefur Ieikið i SKirw að ekki hafi rignt meira eða minna meðan á leiknum stóð og sann- 'arlega var engin undantekvlng frá þessu s.l. sunnudag. S.dór. Kvöltinámskeið fyrir framreiðslustúlkur hefst mármd. 13. okt. í Matsveina- og veitingaþjónaskólamim. Kennt verður 3 kvöld í viku. Innritun og nánari upplýsingar í sdma 19675 kl. 13,30 —.15,00. Skólastjóri. THkynning um notkun brunahana í Reykjavík. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að notk- un þrunahana til annarra nota en brunavaima, er óheimil án leyfis Vatnsveitu Reykjavíkur. Þeir aðilar, sem óska eftir að fá leyfi til notkun- ar á brunahönum til vatnstöku, skulu snúa sér til eftirlitsimanns með brunahönum að Austurhlíð, við Reykjaveg sími 35122. .Vatnsveita Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.