Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						HODIMN
Miðvikudagur 7. október 1970 — 35. árgangur — 227. tölublað.
Kjarasamningar opinberra
starfsmanna á sáttastigi
- semjist ekki í þessum mánuði fara ]
málin fyrir kjaradóm til úrskurðar
Dæmi um námsbókakostnað í menntaskóla:
Verð kennslubóka
hjá stærðfræðinema
hátt i 6 þúsund kr.
13 Fyrir helgiria fylltust bóka-
verzlanir í miöbænum af skóla-
fólkj og höfðu a.m.k. 2 þeirra
opið fram til kdukkan 4 á laug-
ardaginn. Þjóðviljinn hafði tal
af ei'num menntaskólanemanda
scm var að kaupa sér bækur í
gær, hann var raunar ekki viss
um að geta keypt sér allar
bækurnar sem bekkur hans á
að lesa í vetur — og hafði þó
haft fulla vinnu í sumar. Verð-
íð á þessum bókum fer ná-
Iægt 5.700 krónum eins og fram
kemur hér á eftir, og bætast
viS kr. 1.000,00 í pappirs- og
félagsgjald og er því heildar-
upphæðin 6.700,00 kr.
¦ Þcssi upphæð leggst að sjálf-
sögðu við uppihaldskostnað
nemendanna í vetur. Þegar
haft er í huga að framhalds-
skólanemum almennt hefur
engan veginn verið tryggö full
sumarvinna hér á landi, fer
ekki hjá því að menn komist
að þeirri niðurstöðu sem marg-
ir halda fram, að langskólanám
sé. orðið að forréttindum til
handa afkvæmum efnafólks.
Til að, forvitnast uim hveirsu
mikluim fjármunuim fraimibaflds-
skólaneanar þurfa að eyða í kaup
á kennslubókuim hafði ÞjóðviH'jinn
tal af nemanda í III. bekk stærð-
fræðideildar Menntasikólans við
Haimrahlíð. Var hann með lista
yflr þær bæfcur secm hann á, að
kaupa sér fyi-ir veturinnog taild-
ist okkur til að saimanlagt verð
þessara bóka væri nálægt 5.700,00
krónuim. Þar við bætist kaup á
stílabókum, ritfönguim og þess
háttar, og svo pappírsgjald kr. 350
og félagsgjald kr. 650. Fer því
tailan langt upp fyrir sex þúsund
krónur. Að siálfsögðu geta suimir
nemendur fengið nok'krar bækur
lánaðar, en miinna er þó um það
í nýjum deilduim þar sem iroairgar
nýútgefnar bækur eru notaðar
við kennsluna. Nemendur méla-
deildar sleppa yfirleitt betur.
Bækur sem heiimildarmaður
blaðsins á að nota í vetur eru
þessar: Egils saga kr. 399,50.
Eddukvæði kr. 549,40 (hvort-
tveggja Skálboltsútgáfa). Ágrip
a£  fornisJenzkiri  bokimenntasögu
kr. 166.50, Goðatfræði kr. 177.60,
Deutsche Erzalhler der Gegenwart,
kr. 141,00, Das rnoderne Bild der
Naturwissenschaíten kr. 180,00.
Kennsdubók í frönsku krónur
166.50, Avec pladsdr (2 bækur)
krónur 338,00, íslenzka þjóðlfélag-
ið kr. 133,50, Miðaldasaga, fékk
blaðið ekki nánari upplýsingar um
verð hennar en að það mun ekki
vera yfir kr. 200, Ferð til for-
tíðar kr. ,377.50, Þættir úr sögu
nýaldar, þrjár bækur, verð, í
kringum 200 krónur, Physics eftir
Stollberg, verð í kringum 900
krónur, Líffræði kr. 638,00.
Kennsilubækur í ensku eru:
Haustönn: Modern Sbort Stories
fior Students of English kr. 119,00,
For and against í kringum 100 kr.
Miðönn: The Importance of Being
Fnamhald á 9. síðu.
SkrifaS undir
samninga um
fogarasmíS
í GÆK VAR undirritaður samn-
ingur við spænska skipasmíða-
stöð um smíði tveggja þúsund
tonna skuttogara til afhending-
ar eftir 18 mánuði og 21 mánuð
frá deginum í gær. Kaupemdur
eru Reykjavíkurbær og Hafnar-
fjarðarbær.
HÉR A MYNDINNI sjást við
undirritun samningsins í ráð-
herrabústaíínum við Tjarnar-
götu síðdegis í gær: Eggert G.
Þorsteinsson sjávarútvegsmála-
ráðherra og Magnús Jónsson
fjármálaráðherra      staðfesta
saimninginn af hálfu rikisstjórn-
arinnar og Gonzaló Chausson,
aðalforstjóri skipasmíðastöðvar-
innar AstiIIeros Luzuriaga< S.A.,
Pasajes við San Sebastian.
A BAK VIÐ standa íslenzku
samninganefndarmennirnir Vil-
helm Þorsteinsson, skipstjóri,
Jón Axel Pétursson, Sveinn
Benediktsson, Þorsteinn Arn-
alds, Guðmundur Ölafsson, Sæ-
mundur Auðunsson og ráðu-
nautur nefndarinnar Pétur
Gunnarsson, vélstjóri.
(Ljósm. Þjóðviljinn A.K.).
-k Kjararáð BSRB vinnur nú að
undirbúningi      endanlegrar
kröfugerðar uim kjör opinberra
Sjö látinna
þsngmsnna
minnzt við
þingsetiiingu
Eins og frá hetfur verið
sagt verður aiþlngi sett n.k.
laugardag 10. þ.m. og er það
síðasta þing kjörtímabillsdns,
er þá hetfst Að venju mun
aJdursiforseti aliþingis í upp-
hatfi þingfundar minnast
þeirra þingmanna og fyrr-
verandi þingmanna, er látizt
hatfa frá því síðasita alþingi
var sktið, en þeir eru ó-
venju margir eða alls s.iö að
tölu. Eru þaö Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra,
Bjarni Bjarnason fyixum
skóilastjiótri á Laugairvatni,
B.iarni Snæbjö'rnsson læknir,
Karl Einarsson fyrrum
sýsiuimaður, Katrín Thór-
oddsen Bæknir, Magnús
Gíslason fyrrum ráðuneytis-
stjóri og Þóroddur Guð-
mundsson    fraimfcvæimda-
stjóri á Siglutfirðd.
siarisinanna, en í þessum
mánuði eru kjarasamningar
þeirra á sáttastigi; semjist ekki
fyrir mánaðarmót fara málin
til kjaradóms, sem kveður upp
úrskurð fyrir 1. dcsember.
ÍC Það er vert að minna á það,
að í sjónvarpsviðtali nýlega
sagði Gylfi Þ. Gíslason ráð-
herra að það lægi í loftinu að
opinberir starfsmenn fengju
verulegar kauphækkanir í vet-
ur — og verður fróðlegt að sjá
hvort ríkisstjómin stendur við
þessi orð ráðherrans.
•fc Það var fyrir 1. desemiber sem
kjararáð BSRB Hagði inn
bráðabirgðalauinakröfur sínar.
Allan sep'tembenmánuð var sivo
unnið að málinu og nú vinn-
uir kjararáðið að unddrbúningi
endanlegrar kröfugerðar og er
tiilit tekið till starfsma.tsins
sem undainfarin ár hefur verið
uinnið að, við kröfugerðina. 1
þessum mánuði eru kjaraisamn-
ingar í höndum sáttasemóara
sem íyrr getur, en takist
saimningar ekki fyrir mánað-
armótin fara málin til kjara-
dóms.
•fc Kjaradómur á að skila úr-
skurði sínum fyrir 1. desem-
ber næstkomandi, hefur þann-
ig einn miánuð til þess að
fjalla um móllið. Þau kjör sem-
um semzt eða dæmd verða
eiga aö giilda aftur fyxir sig
eða frá 1. júlí síðaBtliðnuim.
Ganga yfirmesir
á farskipum í
land á laugard.?
Samningafunddr hafa ver-
ið haildn'ir ööru hverju miiilli
yfiimanna á fairsikipum og
ful'ltrúa     skdipafélaigainna.
Hafa uimiræður snúizt um
minni háttar dediluaitriði, en
ekkert er farið að ræöa, enn-
þé um megin viðfangsefn'.ð,
hvaða kaup yfirimenn eiga,
að búia við á næstu mánud-
um.
I fyrradag var haidinn
samningafundur í húsa-
kynnum Vinnuiveitendasiam-
bandsdns í Garðastræti. Þar
voru mættir fuilltrúar Eim-
skipafélagsdns, Sk'ipadeildar
SÍS, Skipaútgerðar ríkisins,
Hafskips og Jökla. Kaupið
sjállft bar lítið á góma á
þessum flundi. Hatfa þó ifull-
trúar skipaféiaganna kannað
til Mítar, hvort yfirmenn á
fairsikiipum ætla að standa
við uppsagnir sínar mdðað-
ar ví.ð 10. október nasst-
komandi, hatfi ékki veirið
samið við þá fyrir þann
tíma. Ekki er annað fyrir-
sjáanlegt en ytfinmienn. á ís-
lenzka farskipalflotanum
gangi þá á land tugum
saman og hætti storifiuimi sdix-
uro á skipuinuim.
Alþýðuflokkurinn hefur próf*
kjör í Reykjavík um áramét
¦ Á fundi fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélagsins í Reykjavík
í fyrrakvöld urðu harðar deilur um fyrirhugað prófkjör
flokksins um fra'mhoðslista í Reykjavík við alþingiskosn-
ingarnar í vor. Var einkum deilt um fyrirkomulag próf-
kjörsins og sýndist sitt hverjum, en víst má telja að Al-
þýðuflokkurinn hafi prófkjör um framboð sitt um ára-
mótin.
Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu-
flokksins í Reykjavík setti í
sumar þriggja manna undirnefnd
til þess að fj'alla um pi-ófkjör.
Nefndin gerði athuganir á próf-
kjörsfyrirkomulagi annarra flokka
og fann  þeim ýmislegt til  for-
áttu. Reyndi nefndin síðan að
finna meðalveg og gerði tillögur
til stjórnar fulltrúaráðsins. Þar'
urðu allmiklar umræður um til-
lögurnar, en svo fór að lokum
að stjórn fulltrúaráðsins gerði
tillögur  nefndarinnar  að  sínum
og  lagði  þær  svt>  fyrir  fund
fulltrúaráðsins í gærkvöld.
Tillaga nefndariiinar og stjórn-
arinnar gerir ráð fyrir þvi að
þátttakendur í prófkjöri bjóði
sig fram í ákveðið sæti á Iist-
anum, 1. sæti, 2. sæti o.s.frv,
Þannig geti sami maður aðeins
verið í framboði í eitt sæti á
listanum. Sé aðeins einn fram-
bjóðandi um viðkomandi sæti
getur kjósandinn gefið til kynna
að hann sé óánægður með þenn-
an frambjóðanda með 'því að
merkja við þann dálk á kjör-
seðlinum að hann greiði ekki
Framhald á 9. síðu.
ÓVENJUMARGIR ÞINMÍNN MUNU
HVÍRFA AF ALÞINGINÆSTA V0R
Þótt enn séu ekfci endanlega
frágengnir nema fáir fram-
þoðslistar við alþingiskosning-
arnar að vori, þá er þó þegar
ljóst orðið, að óvenjumikil
mannaskipti verða á þingi við
kosningarnar, hvort heldur
er' borið saman við þá sem
kjörnir voru við síðustu, kosn-
ingar árið 1967 eða þá sem nú
sitja  á  þingi.
Á þeim rösfcum þrem árum
sem liðin eru af kjörtíma-
bilinu h'afa' þrír þingmenn
látizt og einn sagt af sér
þingmennsku. Þeir sem and-
azt hafa eru bræðurnir Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
og Pétur Benediktsson banka-
stjóri svo og Skúli Guðmunds-
son, en sæti þeirra á þingi
hafa tekið, taldir í sömu röð,
þeir Geir Hallgirímsson, Axel
Jónsson  og Jón  Kjartansson.
Þá sagði Sigurður Bjarnason
af sér þingmennsiku er. hann
varð ambassador og , við tók
Ásberg Sigurðsson.
Af þessuim f jórum varaþdng-
mönnum, sem komið ¦ hafa inn
á aliþingi á kjörtímabilinu
verður a.m.k. einn-ekki í kjöri
að vori, er það Jón "Kjartans-
son,' er ekki gaf kost á sér
til frarwboðs, Þá er enn óvist
með öllu hvort Axel' Jónsson
og Ásberg Sigurðsson ná ör-
ugguim sætum til þingmennsku
á framboðslistum flokka sinna
í sínum kjördæmum. Þannig
náði Axel Jónsson aðeins 4.
sæti í prófkjöri fl,otoksins í
Reykjaneskjördæmi.
Af núverandi þingmönnuim,
sem kosnir voru á þing 1967,
hafa fimm þegar horfið af
framboðslistum flokka sinna
og a.m.k. þrir aðrir lýst því
yfir, að þeir muni ekki gefa
kost á sér til framboðs leng-
ur. Þeir sem ekki eru í fram-
boði á þeim listum, sem þegar
hafa verið birtir eru Jónas
Rafnar , bankastjóri og Bjart-
mar Guðmundsson frá Sandi,
er þvorugur gatf aftur kost á
sér á lista. SjálfstæðiS'flokiksins
í Norðurlandskjördæmi eystra,
Sigurvin Einarsson, er ekki
gatf kost á ,sér lengur til
framboðs fyrir Framsóknar-
tiokkinn í Vestfjarðakjördæmi
og Kari Guðjónsson, er ekki
gaf kost á sér til framboðs
fyrir Alþýðubandalagið í Suð-
urlandskjördæmi. Þá tapaði
Jónas Pétursson fyrir Sverri
Hermannssyni í prófkjöri um
efsta sæti lista Sjálfstæðis-
manna á Austurlandi og
hverfur því af þinigi,.
Þeir  þrír,  sem  lýst  haía
yfir, að þeir muni ekki gefa
kost á sér til framboðs leng-
¦ur, þó framboðslistar flokka
þeirra hafi ekiki verið birtir
í viðkomandi kjördæmum eru
Emil Jónsson utanríkisráð-
herra, Jón Þorsteinsson og
Sverrir Júlíusson og raunar
tók Sverrir ekki þátt í prótf-
kjöri Sjélfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Þá félíki þrír af núverandi
þingmönnuim ' Sjálfstæðis-
flokksins hér í Reykjavdk, við
prófkjörið sem nú er nýlokið.
Sveinn í Héðni náði meira
að segja ekki sæti á próf-
kjörslistanur" Og Ölafur
Björnsson og Birgir Kjaran
náðu hvoruigur öruggu sæti á
listanuim og helfur Ólafur lýst
yfir, að hann muni ekki hafa
frekari afskipti af stjórnmál-
um á vegum Sjállfstæðdsflokiks-
ins að loknu þessu kjörtíma-
biU. Hvort Birgir tekur sæti
á listanum í samræmi við
úrslit prófkjörsins eða dregur
sig í hlé er hins vegar ó-
kunnugt um enniþá.
Hér skal engu um það
spáð, hvort fleiri núverandi
þingmenn en hér hafa verið
taldir verða ekki í framboði
við næstu kosningar, til iþess
er undirbúningur framboðs í
mörgum kjördæmum enn of
skammt á veg komlnn til að
hægt sé um það' að segja.
Hitt er aftur á móti vitað,
¦ að tveir af þeim mönnum er
kosnir voru á þing fyrir Al-
þýðubandalagið í síðustu kosn-
ingum, Hannibal Valdimars-
son og Björn Jónsson, verða
efcki i kjöri í sínum kjör-
dæmum undir merki þess
lengur þar sem þeir hafa nú
stofnað nýjan flokk. En trú-
lega fara þeir í framboð á
hans vegum að vori.
Og svo er eftir að sjá,
hve margir af þeim þing-
mönnum, sem gefa kost á sér
til endurkjörs við þingkosn-
ingarnar að vori hafa misst
traust kjósenda sinna — og
falla.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12