Þjóðviljinn - 07.07.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1971, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. júlí 1971 — 36. árgangur Stöðugir viðræðufundir: Tveir íundir í gær um myndun ríkisstjórnar ———q Fuiiitrúar flloilckaima Farið kostar aðeins kr. 300 fyrir fullorðna og 175 fyrir börn innan 12 ára aldurs. hins mikla fjölda sem verið hefur í sumarferðum Alþýðu- bandalagsins verður ekki hægt að stoppa við greiðasölustaði á leiðinni. Og vegna aðsófcnar undan- farin ár ættu menn að tryggja sér far í tíma með því að láta sfcrá sig i ferðina á skrifstofu Alþýðulbandalagsins að Laugavegi 11, símar 18081 og 19835. Farið verður frá Sænsfca frystihúsinu við Arnarhól á sunnudagsmorgun og er fólk beðið að mæta þar klukkan hálf átta. Sumarferð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavik verður að þessu sinni farin á sögustaði Njálu sunnudaginn 11.. júli. Fargjald fyrir fullorðna er br. 300 og fyrir böm innan 12 ára aldurs kr. 175 og er þá reiknað með að bamið táki ekki nema hálft sæti. Innifalið í verði er leiðsögn í hverjum bíl og svo gosdrykkur og samlolta fyrir hvern þátt- takanda. Að öðru leyti þurfa þátttakendur að hafa með sér nesti til dagsins, en íerðin mun taka 12 til 14 tíma. Fólk er beðið að athuga að vegna Myndin er frá Keldum á Rangárvöllum, en þar bjó Ingjaldur, sá sem deildi við Flosa. í bakgrunni er fjallið Þríhyrningur, en það fjall kemur mjög við sögu m.a. varðandi brenn- una sjálfa, Og um það fræðumst við í sum arferðalagi Alþýðubandalagsins FSugstöð varbygging í Rvík er í athugun □ 1 gær, 6. júli, voru liðin 25 ár frá því að íslendingar tóku við Reykjavíkurflugvelli af brezkum stjórnvöldum. í tilefni þessa hefur flugmálastjóri gent frá sér sérstaka fréttatilkynn- ingu, en þar kemur meðal ann- ars fram að á síðustu 5 til 6 árum hefur verið varið um 40 miljónum króna til endurbóta á flugvellinum og aðkallandi er að bæta farþegaaðstöðu á flugvell- inum með byggingu flugstöðvar. Mun það mál nú í athugun. — í fréttatilkynningu flugmála- stjóra segir svo: „í dag 6. júlí eru liðin 25 ár frá því að íslendingium var afhentur Reykjaví ku rflu g völlu r af brezkum stjómvöldium. Á þessum aldiarfjórðungi hef- ur flugvöllurinn gegnt mjög mik- ilvægu hlutverki í þróun og uppbyggingu íslenzkra flugmála, end;a aðalflugvöllur landsins um langt árabil. Umferð flugvéla þ.e. lendingiar og flugtök frá upphafi munu nú nema um 1.6 miljónum en far- þegar, sem um flugvöllinn hafa farið, eru nú rúmlega 2,5 milj- ónir. Þegar umferð hefur verið mest hafa flugtök og lendingar kom- izt í því sem næst þrjár í mín- Framhald á 3. síðu. þriggja sem fjalla um mynd- un ríkisstjómar komu sam- an tjl sameiginlegs fundar síðdegis í gær. Hófst fundur- inn klukkan fimm. Á síð- ustu fundum viðræðunefnd- anna hefur verið f jallað um drög að málefnasamningi og um verkefnaskiptingu milli flokkanna, þ.e. skiptingu ráðuneyta. □ Starfi að gerð málefna- samnings og að skiptingu málefnaflokkanna hefur ver- ið haldið áfram af kappi síðustu dagana og má telja líklegt að til tíðinda dragi innan skamrns, enda þótt lík- legt megi telja að enn taki nokkum tíma að ganga frá ýmsum atriðum sem verða að liggja l'jós fyrir ef kem- ur til stjórnarmyndunar þess- ara þriggja flokka. Saltfiskframleiðendur Lýsa góðri afkomu og vilja lækka opinber gjöld á fiskverkafólkinu □ Á aðalfundi Sölusambands íslenzkra fiskframleið- enda, sem haldinn var í síðustu viku kom fram, að um- talsverð hækkun hefur orðið á saltfiskverði á erlendum mörkuðum jafnframt því sem aukning hefur orðið á fram- leiðslunni. Var í samþykkt fundarins lagt til að sjómenn á fiskveiðisikipum verði undanþegnir tekjuskatti og að fískverkafólk í landi fái yfitrvinnu undanbegna skatta- álagningu. Verður ekki annað séð en eðlilegast verði orðið við þessum óskuVn fiskframleiðenda með því að þeir greiði skatta starfsfól'ks síns í ljósd stórbættrar afkomu. Verðhækkun á saltfiski nam 9% frá þvú í íyrra kom friam aðalfundi SÍF og saltfiskfram- iiöslan á þessu áiri nálgast 29 úsund tonn. Heildarútflutnings- erðmæti SÍF á síðasta ári nam .226 miljónum króna. Það sem Þungir dómar kveðnir upp í Grikklandi AÞENU 5/7 — Áfrýjunardóm- stóll í Aþenu dæmdi í dag í 5 og 10 ára fangelsi tvo af leið- togum kommúnistaflokks Grikk- lands. en starfsemi hans er bönnuð. Mennimir hétu Efstra- tios Tsambis og Constantin Lptsas og voru báðir dæmdir fyrir að hafa unnið að því að steypa herforingjastjóm lands- ins Báðir neituðu þeir þessum sakargiftum. Átta ára drengur fyrir bíl Það slys varð í gærkvöld á Suðurlandsbraut, að átta ára giamall drengur hiljóp í veg fyr- ir Volkswagenbifreið, lenti fram- an á henni og slasaðist á höfði. Hann var fliuttur meðvitundar- laus á Slysavarðstofima og síð- ar á Borganspítalann, en meáðsli hans virtust ekki lífslhæfctuleg. Drengurinn mun hafa verið á leið niður á iþrófctavölll. af er þessu ári er saltfiskfram- leiðslan orðin nær 28.706 lest- ir og var í byrjun ársing samið um sölu á 3/4 hlutum þess magns á verði sem er 39% hærm en var í fyrra. Þær tölur sem hér hafa ver- ið nefndar koma fram í frásögn Morgunblaðsins af ræðu for- manns SÍF, en SÍF mun ekki senda blöðum fréttatilkynningar né frekari fregnir af fundinum að því er upplýst var á skrif- stofu SÍF í fyrradag. X sömu frásögn Morgunblaðs- ins 'el' svo birt svofelld sam- þykkt SÍF: „Aðalfundur S.Í.F. haldinn í Reykjavík 2. júlí 1971 skorar á stjómvöld landsins að sjá svo um að tekjusíkattur verði felld- ur niður á sjómönnum á fisk- veiðiskipum. Jafnframt skorar fundurinn á stjómvöld landsins að sjá svo um að allt það fólk, sem vinnur að fiskverkun fái nætur- og helgidagavinnu und- a-nþegna öllum opinberum gjöld- Bsndðríkjamaður hrapaði til bana Bandiaríkjamaður, sem starfaði á Keflaivíkurfluigvelli hrapaði í klettum og niður í gil í fjalli í Öxnadal í fyrradag og bei'ð þeg- ar bana. Hann var í hópi skemmliferða- fólks af Vellinum, sem hafði stoppað þarna til a'ð taka mynd- ir, en missti fótanna við myndia- tökuna, rann niður skriðu og steyptist fram af hengiflugi. Maðurinn mun hafa látizt samstundis og í gærkvöld var flugvél af Keflavíkurflugvelli send eftir likinu. Hann var kvæntur og átti eitt barn. Leitin að bœ Ingólfs er hafín • Þessa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, í gær í grunni gamla UppsaJa- hússins, en þar er hafinn upp- gröftur í leit að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar. • Það er sænskur fornleifafræð- ingur, Bengt Schönbech, sem fenginn hefur verið tii þess að hafa yfirumsjón með upp- greftrinum en auk hans vinna við hann kona hans, sem einn- ig cr fornleifafræöingur, Þor- kell Grímsson fornleifafræð- ingur og Þorieifur Einarsson jarðfræðingur. • Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvað þarna kann að koma í Ijós, en uppgröfturinn mun taka langan tíma. Kína, Hongkong og Taiwan — sjá síðu @ □ Vúðræðufundi flokk- anna í dag lauk um kvöld- matarleytið og var fundur boðaður aftur kl. 9 í gær- kvöld, en þeim fundi var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Merni farast af völdum flóða GRENOBLE 6/7 — Gífurleg úr- koma hefur orsakað mikil flóð við Grenoble í frönsku Ölpun- um, og hafa a.m.k. tveir menn farizt. Annar þeirra fórst og 3 slösuðust alvarlega, er hús hrundi af völdum flóðanna í Saint Quentin. Hinn lézt er flóð- alda skall á bíl, sem hann var farþegi í, skammt frá þorpinu La Riviere. Franskt herskip í heimsókn í Rvík 1 dag kemur hingað til R- víkur franskt herskip, Oasabi- anca að nafni og verður það hér fram á laiugardag. Skip þetta er 1250 tonn að stærð og meðal á- hafnar eru 75 liðsfaringjaeflni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.