Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						DHMINN
Fimmtudagur 7. bktóber 1971 — 36. árgangur — 227. tölublað.
Rætt við Snorra Jónsson um kjaramálin:
Alllangt þar til gengið
verftur frá samningunum
Síðbúin frétt frá Bandaríkjunum:
6 RIKISSTJORAR
VILJA 200 MÍLUR
Þjóðviljinn ræddi í gærdag við Snorra Jóns-
son formann Málm- og skipasmiðasambands-
ins og framkvæmdastjóra Alþýðusambands ís-
lands. f viðtalinu sem hér er birt kemur m.a.
fram að enn m un líða nokkur tími unz niður-
stöður fást í samningunum.
Kraía ríkisstjóranna í strandhéruðum í Nýja
Englandi kom senniléga íyrst íram fyrir mánuði
1 Morgunblaðinu í gær er birt-
ur útdráttur úr viðtali sem frétta-
stofan AP átti við Lúftvík Jós-
pjKson, sjávarútvegs- og við-
skiptamálaráftherra, þar sem
hann var staddur í New York.
Lúðvík bendir á í þessu viðtali,
málstað okkar í landjielgismálinu
til stuðnings, að ríkisstjórar ríkj-
anna sex á Nýja Englandi hail
beitt sér fyrir útfærslu landhelg-
innar við bandarísku ströndina í
300 mílur.
I viðtali, sem Þjóðviljinn átti
við Jónas Árnason í gær, sagði
Jónas, að Hörður Helgaso-n hjá
sendiráðinu i Washington hefði
sýnt Lúðvík þessa áskorun sem
birtist fyrir alllöngu í biaðinu
Massachusett Fisherman, en rík-
isstjóramir sex hittast alltaf ann-
a'ft veifift og hafa sennilega gert
þessa þýftingarmiklu ályktun
snemma í septembermánuði án
þess að það hafi spurzt nokkuð
út.
Ályktunin er afdráttarlaus. Þar
segir m.a. að ef landhelgin verði
Miðstjórnarfundur Alþýðu-
bandalagsins a laugardaginn
Fundur verður haldinn í mið-
stjórn Alþýftubandalagsins laug-
ardaginn 9. okt. n.k. kl. 3 í
Lindarbæ.
DAGSKRA:
1.    Undirbúningur Lands-
fundar  Alþýðubandalagsins.
2.  Þingstörfin og stjárnavsam-
vinnan.
3.  önnur mál.
Tillögur og önnur gögn, sem til
umræðu verða á fundinum,
munu liggja frammi á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins á
fimmtudag og föstudag. — Aö"
venju eru bæfti aftalmenn og
varamenn  bcftaðir.
Miðstjórnarmenn,      athugið
breyttan fundarstað og tíma,
mætið vel.
Framkvæmdanefnd.
ekki færft út til að bægja frá
erlendum fiskiskipum muni sjáv-
arútvegur þessara ríkja, Mainc,
Connecticut, Vermont, New
Hampshire, Road Island og Mass-
achusetts verða fyrir miklu áfalli.
Ennfremur er bent á hættuna á
ofvejði og afleiðingum hennar
fyrir lífift í sjónum.
Það er auðvitað sjálfsagt mál,
að utanríkisráðuneytiS heima,
fylgist vel með þessum hlutum
og láti sendiráöin véra vel á
verði, þannig aft svo þýðingar-
mikil frétt, sem þessi, fari ekki
framhjá okkur, hélt Jónas afram.
Hörður Helgason sagði mér, að
nú lægi fyrir ríkisþinginu í
Massachusett tillaga svipaðs eol-
is, og hann hefði reynt að hafa
samband við skrifstofu Edwards
Kennedys. sem er þingmaður fyr-
ir Massachusétts, til að fá nánari
upplýsingar um þetta mál, en
frekari upplýsingar . heffði hann
ekki fengið
Við vitum ekkert hvað þeir
i Washington gera í þessu máli,
cnda liótt þetta mál sé alvarlegt
i augum þessara sex ríkisstjóra.
Það er búizt við að.þeir í Was-
hington sinni þessu máli lítið,
pnda virðist það vera stefna
Bandaríkjanna að halda sér fast
við 12 mílumar af hernaðará-
stæftum, og fórna þar jafnvel
lífshagsmunum síns eigin fólks
ef í þaft fer.
— Það em rúmlega 30 þús-
und manns í landd-nu sem nú
eru með lausa samninga , og
standa þanmig að bakd þeirrd
kröfu-gerð sem verkalýðsfé-
lögin hafa lagt fyrir atvinnu-
rekendur. Meginkröfur verka-
lýðsfélaganna all.ra eru sam-
eiginlegar og það má rifja
þær  upp:
1. 20% almenn kaupliækk-
un. komi á alla launaflokka.
Sérstakar hækkanir. komi á
kauptaxta láglaunafólks, nið-
ur verði felldir neðstu • taxtar
og faert verði til milli kaup-
taxta.
3.- Vinnuvika skal stytt í
40 kjst  á viku.
3.  • Lágmarksorlof verði 4
vi'kur* á ári, eða 24 virkir
dagar.
4.  Endurskoðuð verði á-
kvæði um slysatryggingar og
greiðslur kaups í veikinda og
slysatilfellum.
Þetta eru meginatriðín
fjögur. Síðan fylgdu £ sam-
eiginlegu kröfunum nénari
útlistandr á sérstökum kröf-v
uwi um kauphækkanir lág-
launafólks um kauptryggingu
tímavinnufólks og um slysa-
tryggingar óg Ikaupgreiðslur
í veikindatilfellum.
Um þetta var algert sam-
komulag i samninganefnd
verkalýðsfélaganna      sagði
Snorri, og í samhen:gi við
þétta samkomulag voru kröf-
ur. settar fram og nú hafa
fyrstu samningsfundir verið
haldnir. Nú eru að störfum
fjórar undirnefndir.
1. fyrsta lagi er um að
ræða  tvær nefndir á vegum
félagsmálaraðuneytinu. önn-
ur vinnur að undirbúningi
tiilagna um fyrirkomulag
vinnutímastyttingarinnar, en
him á að fjalla um orlofsmá"-
in, bæði lenginigu orlofs og ,
um framkvæmd þess al-
mennt.
1, öðru. lagi . eru starfandi
tvær sérstakar nefndir á veg-
um samningsaðila. Önnur
þeirra á að fjalla wn kaup-
tryggingu tímavinnufó'Mís, 1
henni edga saeti írá verkalýós-
samtökunum       Sigfinnur
Karlsson. Skúli Þórðarson,
Jóna Guðjónsdóttir, Sigurð-
ur Einarsson og Pétur: Sig-
urðssan Isafirði. Prá atvinnu-
rekendum   eru  í  nefndinni
Snorri  Jónsson
Agúst Elíasson, Hjalti Ein-
arsson, Jónas Jónsson, Gurtn-
ar Cftafsson og Árni Bene-
diktsson. — Þessi neifnd fcem-
ur saman til fyrsta famdar
klukkan þrjú á morgun,
fimmtudag.
Hin nefnd samningsaðil-
anna fjallar um slysatrygg-
ingar og veikindagreiðs'lur. 1
henni eiga sa&ti frá verkalýðs-
samtakanna þeir Benedikt
Davíðsson, Hermann Guð-
mundsson og Runólfur Pét-
ursson en frá atvinnurekend-
um eru í henini Árni Guinn-
areson, Gumnar Björnsson.
Guðjón Tómasson og Óskar
Einarsson.       <*
—  Nú eru verkalýðssam-
böndin innan ASl. með sér-
kröfur auk sameiginlegu
kröfu gerðarinnar.
—  Það er rétt. Til dæmis
em í samndngum málm- og
skipasmiða og bókagerð-
armanna ákvæði um að farof-
ur skuli leggja fram þremur
mánuðum áður en samnings-
tímdnn rennur' út. Þetta var
gert fyrir 1. júlí og af og til
hafa verið sérstakar vdðræð-
ur þessara aðiia vdð atvinnu-
rekendur.
Hið sama á við önnur sér-
samtök verkalýðsinB — þau
setja fram sérkröfur og eiga
viðræður við viðkomandi at-
vinnurekendur  sérstaklega.
—   Hvernig Kzt þér á
samningamáHn  í  dag?
—  Ég get ekki a<nnað en
verið þ.ia'rtsýhn eihkum með
tilliti ti'l gefdnna fyrirjheita
ríkisst.iórnari'nnBT ura ýrnsar
kjarabætw til handa launa-
fólki. Hitt er anrmð mál að
,það tekur nokkurn tíma enri
unz gengdð verður frá niður-
stöðum í þeim sarrmíngum
sem nú standa yfir.
— Tekur það daga eða vik-
ur unz niðurstöður ' fást?
—  Það tekur áreiðanlega
vikur — sv.
Óbreytt ástand í Færeyjum
Djurhuus vunn Wung
í kosningunum í gær
Krag falin stjórnarmyndun í Danmörku
ÞÖRSHÖFN 6/10 — Kosningarn-
ar í Færeyjum fóru þannig aft
frambjóftandi jafnaðarmanna-
llokksins, Jóhann Nielsen, og
frambjóðandi fólkaflokksins, Há-
kun Djurhuus, náðu kosningu, og
verða því fulltrúar Færeyinga á
ríkisþingi Dana næsta kjörtíma-
bil. Þegar kosningaúrslitin urðu
kunn baðst Hilmar Baunsgaard
torsætisráðherra Dana lausnar og
konungur fól Jens Otto Krag
etjórnarmyndun.
Engar breytingar hafa því orð-
ið síðan í síðustu kosaninguinii en
þá fengu sömu fllokkar þingimenn
kjörna. Úrslitin voru þó talin
nokkuð tvísýn og bjuggust ýmsdr
við að Zakarias Wang, sem bauð
sig fram utan flokka, en er kunn-
ur forystumaður þjóðveldis-
ílokksdns, næði kosninigu.  Þjóð-
Tilræði við Araíat
BEIRUT 6/10 — Skæruliðahreyf-
ing Palestínuaraba skiýrði fré þvi
í Bedmt í dag að Jasser Arafat,
leiðtoga hreylingarinnair, hefði
verdð sýnt banatilrœði í gær,
þ&gar hamn var á ferð í Sýrlandi.
veldisfiokkurinin hefur það að
megdnreglu að taka. ekki þátt í
kosninguim á danska þingið. Svo
fór að Nielsen hlaut 4167 at-
kvæði, Djurhuus 2678 atkvæðd og
Wang 2405 atlwæði.
Eftdr kosiningarnar í Færeyjum
er staðan á ríkisþiingi Dana þá
þannig að fyrrverandi stjórnar-
flokkar hafa 88 þingmenn ©n
stjórnaraindstaðan 89 þdingmenn,
einn grænlenzkur þdngmaður og
eiinn fœreysikur þdngimaðuir taka
ekkd afstööu.
Baunsgaard segir af sér
Þegair úrslit í Færeyjum urðu
kumn gekik Hilmar Baunsigaard
forsætisráðherra á fund konungs
og tilkynnti honum að hann
bæðist lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt. Skömmu síðar boðaði
koniungur Jens Otto Krag leið-
toga danska jaifnaðarmanna-
flokksins á fund sdnn og fól hon-
um. stjórnarmyindun. Eftdr fund-
inn sagði Krag að hann ætlaði
að ræða vdð ledðtoga ainmarra
filoikte á-morgun, fimmitudag, og
biðja báða þingmenin Gr.ænlemd-
inga aö mseta. svo að hann gæii
heyrt s.iónarmið þeirra.

Islenzk skógrækt
er á réttrí bruut
Tveir sovézkir skógrækt-
arfrömuðir bafa verið hér í
hei'msókn í boði íslenzkra
starfsbræðra, en milli þess-
ara aðila hafa "um alllanga
hríð verið góð samskipti, og
hafa íslendingar fengið fyrir
þeirra tilstilli allmikið af
fræi frá þeim héruðum í
Sovétríkjunum þar sem að-
stæður eru líkastar því sem
hér gerist.
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri' kyenti gestina á blaða-
mainmafundi í gær: Viktor Atrok-
hín er aðstoðarforst.ióri rann-
sóíknai-stofinunar í skógrækt og
Ndkolaj Grave deildarst.ióri í
skógairráðuneytiinu sovézka. Það
er þýðingarmdkið að fá svo góða
gesti sagði Hákon m.a. til við-
ræðna um ásitaindið í skógræktar-
málum hjá okkur og möguleika
á að útvega fræ f-rá réttum stöð-
um.  - ¦  ¦
Þeir Atrokhíin og Grave sögðu
Gestirnir með Hákoni Bjarna-
syni   skógræktarst jóra.   Frá
vinstri:   Atrokhin,   Novkiof
túlkur og Gravc (Ijsm. AK)
á þá leið, að þeir heföu farið
allvíða og kynnzt aðstæðum. á ó-
líkum svæðum landsiris o'g til-
raunum með aðlögún ýmissa teg-
unda. Kváðust þeir undrast það
mdkla starf sem ti'ltölulega fáir
men-n hafa unnið að skógrækt
hér, og hlytu þeir að vera trú-
menn miiklir á málstað sinn að
ná þeim árangri sem raun ber
vitni.
Þeir sögð,u, að sú reynsla sem
hefur fengíizt af t.d. síberíulerki
g-æfi í stórum dráttu-m leiðbein-
ingar um það, úr hvað'a 'hémðum
væri bezt að taka fræ tjl gi-óður-
setningar á Islandd, en fullmægd-
andi svör fengjust ekki nem-a
með því að fylg.iast rækdlega með
Fi-aimíh. á 9. s-íðu.
Norðmenn skílja
sérstöðu ok-xar
Norðmenn tóku ræftu Jóhanns
J. E. Kúld vel á fundi Norges
Fiskerlag þar sem hann situr
sem áhcyrnarfulltrúi. Var sagt
frá ræftu Jóhanns í blaðinu í
gær, en blaðinu hafa borizt vjft-
bótar fregnir af viðbrögðum
Norðmanna.
Jóhann J. E. Kúld var boðinn
sérstaklega velkominn í ræðu
formanns Norges Fiskerlag. 1
þakkarorðum notaði Jóhann
tækifærdð til þess að koma
sjónarmiðum Islendinga í land-
helgismálinu á framfæri, en
Jðh-ann lét auk þess dredfa á
fundinum upplýsingum um
landhelglsmálið.
Er Jóhann hafði lokið mali
sínu komu til hans margir fund-
armanna og létu í ljos skilning
á viðhorfum Islendinga. Kom
fram, að Norðmennirnir töldu
margt sameiginlegt með vanda-
málum í Norður-Noregi og á Is-
landi.
1 ræðu sem formaður Norges
Piskerlag hélt á fundinum kom
fram að hann telur ótækt með
öllu að ganga frá nokkru varð-
a-ndd aðild Noregs að Efnahags-
bandalaginu áður en gengið er
frá ákvæðum um nýtingu fisk-
veiðilandhelgi rikjanna dnnan
Efnahagsbandalagsdns. Kom það
¦ennfremur frám í ræðu. for-í'
man-nsins að norskir sjávarút-
vegsmenn eru mjög órðlegir yf-'
ir því hve landhelgismálið er
lítið rætt í samningunum við
Efnahagsbandalagið — sv.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12