Þjóðviljinn - 04.10.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1972, Blaðsíða 1
1 gær tók til starfa nýr skó Keykjavik — Kellask Blaóamaóur og ljósmynd; Pjóðviljans brugðu sér á ve vang, og frá þvi er greint á : siðu. — Myndin er af Kel skóla. Sildveiði Einn bátur frá Hornafirði hefur verið á reknetum siðustu tvær vikur og fengið allt að 80 tunnum af sild eftir nóttina. Þykir það góð veiði, og er síldin stór og væn og hæf bæði sem beitusild og söltunarsíld. Þessi sild hefur þó eingöngu farið i beitufrystingu, sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson við blaðið i gær. Þaðer Skinney 'er stundar þess- ar veiðar. Hafa þær þótt gefa það góða raun, að Akurey er að búa sig út á reknetaveiðar þessa daga. Erfitt hefur verið að fá reknet keypt hér á landi. Þannig varð út- gerð Skinneyjar að kaupa nælon- net i Færeyjum, og leggur bátur- inn 50 net i lögn yfir nóttina. Hef- ur hann löngum fengið tunnu i hvert net, og þótti það gott hér áð- ur fyrr á reknetum. Siðustu daga hefur Skinney fengið 15 til 20 tunnur eftir nóttina. Útgerð Akureyjar hefur fest kaup á reknetum hjá útgerðar- manniá Dalvik. A þessi útgerðar- aðili á Dalvik bæði gömul og ný net, og hefur hann gert það að skilyrði, að Akurey verði að kaupa öll netin. Eru þannig á leið- inni til Hornafjarðar nælonnet, hampnet og bómullarnet, en þau siðarnefndu þykja ekki eins fiskin og nælonnetin. Ekki hafa fleiri bátar á Horna- firði hugsað sér aö gera út á rek- net i haust. Sildveiðar veröa leyfðari nótá næsta ári, og hættir þá sú friðun sildarinnar um allt land. Sjómönnum á Hornafirði þykir þessi friðunartimi of skammur, sagði Aðalsteinn, og vilja ekki hætta sér út i fjárfest- ingu á netum af þeim sökum. Veiöar i reknet hættu hér við land fyrir tólf árum. Hins vegar er vitað að Rússar og Norðmenn hafa veitt sild i reknet á haustin til þessa — hér á hafinu fyrir utan, sagði Aðalsteinn. Skinney hefur lagt netin út af Tviskerjum, 3ja til 4ra tima stim héðan. Ekki hefur verið ákveöið verðið á sildinni ennþá til sjómanna. — gm. Krag veik fyrir manni úr verkalýðshreyfingunni Ella var eining flokksins talin í mikilli hættu Afsögn Krags sem forsætisráðherra Dana er taiin pólitiskt bragð; hann geti ekki sameinað flokk sinn aftur eftir inngönguna i EBE, og þvi sé reynt að finna einingartáknið i verkalýðsleið- toganum Anker Jörgensen. Kaupmannahöfn 3/10— Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur,. sagði af sér i dag, og er það sagt vera af persónulegum ástæðum. Þar með viröist vera lokiö 25 ára stjórnmálamannsferli hans, en honum lauk með þvi sem margir telja stærsta stjórn- málasigur hans, en aðrir mikinn ósigur fyrir dönsku þjóðina. Eftir afsögn Krags fer utan- rikisráðherrann K.B. Andersen með málefni forsætisráðu- neytisins unz nýr forsætisráð- herra hefur verið settur i em- bætti. Krag og forusta danska Jafnaðarmannaflokksins til- nefna Anker Jörgensen i em- bætti forsætisráðherra, en hann er einn helzti forystumaður flokksins i verkalýðsmálum. Jörgensen varð formaður stærsta verkalýössambands Danmerkur, DASF (Verka- mannasambandsins), 1968, en setið á þingi siöan 1964. Anker Jörgensen er alinn upp á munaðarleysingjahæli i Kaup- mannahöfn, en tengdist ungur verkalýöshreyfingunni og á allan frama sinn henni að þakka. Hann stendur nú á fimmtugu. Jörgensen er talinn standa til vinstri i Jafnaðar- mannaflokknum, enda er Verkamannasambandið eitt helzta vigi vinstri manna og kommúnista i verkalýðshreyf- ingunni. Hann átti þátt i að stofna Sósialdemókratiska félagið 1966, en það var gagn- rýnið á flokkinn. Siðasta þing Verkamannasambandsins snerist mjög harðlega gegn að- ild Dana að EBE, en Jörgensen var fylgjandi aöild og beitti sér fyrir stefnu Krags i málinu. Bent er á það, að þegar Jörgensen varður nú forsætis- ráðherra er aftur upp tekinn sá hatturj aö foringi jafnaöar- manna á þingi og i stjórn sé úr röðum verkalýðsins. Aðeins Jens Ottó Krag og Viggo Kamp- mann voru undantekningar frá þeirri regu, en þeir eru báðir menntamenn. Rikisstjórn sósialdemó- krata er minnihlutastjórn. en styðst við SF-flokkinn, sem er til vinstri við stjórnina og gersam- lega andvigur henni hvað varö- ar Efnahagsbandalagiö. Gert Petersen, einn af leiðtogum SF’- manna, lýsti yfir þvi, að fiokkur sinn gæfi Jörgensen engar Jens Otto fer — tryggingar um stuðning, og i gærkv. voru uppi miklar get- gátur um þaö, aö SF kjósi aö framkalla stjórnarkreppu. Krag kveðst ætla aö draga sig i hlé út úr stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt að flokkurinn hafi nú þingsæti hans til ráöstöfunar, og hann stendur upp úr sæti for- manns i flökknum. Erling Dinesen atvinnumálaráðherra er settur formaður þangaö til á næsta flokksþingi. Ankcr kemur Patursson eftir danskt já: Yonandi standa Danir við orð sin Bretar neituðu í gær- kveldi aðafferma færeyskt flutningaskip sem kom til Bretlands i gær. Forvígismenn hafnar- verkamanna á Bretlandi fengust ekki til þess í gær að gefa upp ástæður fyrir þessari synjun um af- fermingu skipsins, en talið er að hún standi í beinu sambandi við þá ákvörðun Færeyinga að veita brezk- um togurum sem stundað hafa ólöglegar veiðar í landhelgi við ísland enga viðgerðaþjónustu. Færeyska skipið hélt til Noregs með farm sinn. Færeyingar hafa þriggja ára frest til þess að taka afstöðu til samninga eða aðildar með tilliti til Efnahagsbandalags Evrópu. Erlendur Patursson sagði, að hann vonaöist til að staöiö yröi við þá yfirlýsingu af hálfu Dana aö leitast við að tryggja öörum Norðurlandaþjóöum, þar á meöal Færeyingum, eðlilega samninga við EBE. Erlendur sagði, að hann teldi nauðsyn aö auka norræna samvinnu á sviði fiskveiöa. Minnti hann sérstaklega á aukið markaðssamstarf Færeyinga, Is- Framhald á 11. siöu. Þeir framleiða sprengjumar Honeywell — það er sak- leysislegt nafn. Og vörurnar scm islendingar kaupa frá Honeywell, mótorlokár, stofu- hitastillar, Ijósmyndavörur, sýningarvélar, leifturljós o.s.frv. — allt er þetta nauð- synjavara. Einarsson og Pálsson h.f. Laugavegi 168 er umboðsaöili fyrir Honeywell- samsteypuna á islandi. Varmi dreifir vörunum og selur í smá- sölu. En oft leynist óhugnaður bak við sakleysisleg nöfn, og sam- steypan Honeywell framleiðir lika sprengjur af öllum mögu- legum tegundum — sem sjónvarpsáhorfendum gafst m.a. kostur á að sjá f sjónvarpi i fyrrakvöld iþættinum „Séð með eigin augum”. Um fyrirtækið og framleiðslu- vörur þess er grein á 5tu siöu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.