Þjóðviljinn - 20.02.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 20. febrúar 1973 — 38. árg. — 43. tbl. KRO ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Óveðursmynd höfuðborginni Gúmbát- ur fannst í gærdag Eitt lík var um borð Um miðjan dag í gær fann leitarf lugvél frá Landhelgisgæzlunni gúm- björgunarbát 87 sjómílur suðuraf Stokksnesi og kom varðskipið Ægir skömmu síðará vettvang og innbyrti gúmbjörgunarbátinn. Reyndist þetta vera annar þeirra gúmbjörgunarbáta er losnaöi frá Sjöstjörnunni frá Keflavik annan sunnudag hér frá, þegar báturinn sökk á heimleið frá Færeyjum undan Suður- ströndinni. Eitt lik var i gúmbjörgunar- bátnum. Manneskjuleg viðhorf til Islendinga - en daufur svipur yfir umrœðunum annars, segir Magnús Kjartansson um þing NLR i Osló Fréttamaður Þjóðviljans á þingi Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir í Osló er Helgi Guðmundsson, rit- stjóri Alþýðubandalags- blaðsins á Akureyri. Helgi ræddi í gærdag við Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra um þingstörfin og fer það viðtal hér á eftir: — Hvað finnst þér einkenna þennan fund hér i Osló? — Mér finnst að manneskjuleg afstaða til þeirra atburða sem gerzthafa að undanförnu heima á íslandi sé algerlega einkennandi. Menn spyrja mikið um gosið og afleiðingar þess i einkasamtöl- um. Er þetta ákaflega ólikt þvi hugarfari sem lá á bak við spurn- ingar manna i London þar sem ég var á dögunum. Þar var eins og Aðstoð frá Norðurlöndum nemi: Einum og hálfum miljarði króna! samþykkt á forsœtisráðherrafundi í Osló í gœr OSLO 19/2, frá fréttaritara Þjóðviljans, Helga Guð- mundssyni: Forsætisráðherrar Norður- landanna hafa komið saman til funda hér i Osló samhliða þingfundum Norðurianda- ráðs. A ráðherrafundunum hefur verið rætt um hugsan- lega aðstoð Norðurlandanna við tsland. Hafa ráðherrarnir komizt að þeirri niðurstöðu á fundum sinum að aðstoðin við tslendinga vegna náttúru- hamfaranna i Eyjum skuli nema um 100 milj. danskra króna eða sem svarar um 1500 miljónum isl. króna. Er gert ráð fyrir að grannþjóðir okkar skipti aðstoðinni með sér þannig að Finnland, Noregur og Danmörk greiði hvert um sig 20% en Sviar greiði 40% aðstoðarinnar við tslendinga. menn litu frekar á gosið sem ævintýri en sem háskalegar nátt- úruhamfarir. 1 annan stað er það einkennandi fyrir þennan fund að skuggi aðild- ar Dana að EBE hvilir mjög yfir öllu. Ræður eru almennt daufar og nærri má segja að það sé átak- anlegt hversu daufur svipur er hér yfir öllu. Islendingar hafa þegar tekið til máls, nokkrir þeirra, Einn þeirra, Gylfi Þ. Gislason, hefur valdið eina hneykslinu sem menn hafa orðið hér vitni að, en hann lét sér sæma að draga almennt pólitiskt karp heiman frá tslandi með inn i umræðurnar hér. Skar hann sig gjörsamlega úr að þessu leiti. Hér er um ósiðlega fram- komu að ræða og óvenjulega i hæsta máta hér á Norðurlanda- ráðsfundunum. — Þú hefur setið hér fund norrænna iðnaðarráðherra. Hvað hefur verið þar á dagskrá? — A fundum iðnaðarráðherr- anna hefur verið fjallað um stefn- un norræns iðnaðarsjóðs. Byrj- unarframlag til sjóðsins verður 10 milj. kr. sænskar. Það er litil upp- hæð, en áformað er að framlögin verði hækkuð nokkuð i framtið- inni,uppi50milj.kr.sænskar. Þá yrði framlag tslendinga 100 þús. sænskar krónur. En þó að mönnum finnist sjóð- urinn ef til vill veikur og að litil byrjunarframlög veri vott um lit- inn áhuga, er engu að siður nauð- synlegt fyrir okkur að fylgjast með starfsemi sjóðsins. Hugsan- leg verkefni sjóðsins á tslandi væru sjóefnaverksmiðjan, sem aðallega myndi framleiða til sölu Frh. á bls. 15 Nýja fellið orðið 20 m hœrra en Helgafell Fremur litið var tiðinda af gosinu i gær. Hraunstraumurinn sem brautzt til norðvesturs i fyrrinótt stöðvaðist er hann hafði farið um tuttugu metra leið. 1 gær var leitað að bilunum þeim sem urðu á vatnsveitu- kerfinu en þær voru ófundnar um kvöldmatarleytið. Nú munu vera i Eyjum um 500 manns. Gasið hefur litið aukizt en i gær var lögreglan að undirbúa sig undir að flýja úr lögreglustöðinni þar sem mælzt hafði það mikið gas I henni að ekki var talið óhætt að dveljast þar lengur. Nýja fellið sem myndazt hefur i gosinu og komiö hefur af stað miklu nafngiftastriði var i gær orðið 20 m hærra en Helgafell. Slysavarnarfélag tslands fékk tilkynningu um þennan fund kl. hálf fjögur i gær. Tók veður að versna úr þvi og gerði frekari leit erfiðari. Hannes Þór Hafstein kvað leitarskilyrði hafa verið góð fremeftir degi i gær og voru talin 17 skip við leitina i gærmorgun við birtingu. Þá leituðu lika þrjár flugvélar um skeið i gær. A laugardag hafði leitarflugvél frá Landhelgisgæzlunni séð gúm- björgunarbát á svo til sama stað og siðast heyrðist til Sjöstjörn- unnar fyrra sunnudag hér frá. Leituðu mörg skip siðastliðinn sunnudag við hin erfiðustu leitar- skilyrði. Þannig voru 9 til 10 vind- stig af suðvestan og þykk og dimm él gengu yfir á leitarsvæð- inu. Þá leituðu lika tvær flugvélar á sunnudaginn. — g.m. Fjallvegir lokuðust vegna veðurs Um helgina gerði vestanrok um allt land. Þetta rok stafaði af alldjúpri lægð sem fór um Grænlandshaf á laugardagskvöldið. Stóð þetta veður fram eftir sunnudeginum, en þá fór að hægja, fyrst á Vest- fjörðum, en svo um mestallt landið. í gær- morgun var vindur orð- inn hægur alls staðar nema á norðaustur- ströndinni; þar var enn nokkuð hvasst. Frostið var frá tveimur upp i tiu stig á láglendi, mest á Vest- fjörðum. Ekki fylgdi rokinu mikil snjókoma. Viðast hvar mældist aðeins 2—4 millimetra úrkoma á sunnudag, en viða var mikill kaf- renningur og myndaðist þvi mikið kóf. Færð að lagast Færðin hér á Suðurlandi var sæmileg i gær. Þó var viða hált á fjallvegum. Fært var austur að Vik i Mýrdal, en Mýrdalssandur var ófær i gær. Þar stendur til að ryðja i dag. A Vesturlandi var fært i Dalina um Heydal, og fjall- vegir á Snæfellsnesi voru færir stórum bilum. í dag á að aðstoða bila á Snæfellsnesi og vestur i Króksfjarðarnes. Holtavörðu- heiði var ófær og einnig leiðin til Hólmavikur, en i dag verður reynt að ryðja þar ef unnt reynist vegna veðurs. í gær var mokað til Siglufjarðar frá Sauðárkróki, en Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.